Vísir - 18.04.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1932, Blaðsíða 2
VlSIR Búðingsduft „Vanille xneð möndluxu“ — „Roni“ — „Sitron“ „Möndlu“ —- „Súkkulaði“ „Vanille“ Gerduft „Backin“ — „Dr. Crato’s“ Kökuefni „Gustin“ Vanille-sykur. Biðjið kaupmann yðar um þessar vörur, því að Dr. „Oetker’s vörur eru viðurkendar fyrir gæði. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Síinskeyti —o— London, lö. apríl. Mótt. 17. United Press. - FB. Gengi. Géngi sterlingspunds, ítjiðað við dollar, 3.7614, er viðskifti hófust, en 3.77, er viðskiftuni lauk. New York: Gengi sterlings- punds $ 3.77, er viðskifti hóf- ust, en $ 3.78, er viðskiftum lauk Stokkhólmi, 17. apríl. United Press. - FB. Kreuger-hneykslið enn. Fölsun ítalskra ríkisskulda- bréfa. Einn nefndarmanna úr rann- sóknarnefndinni, sem skipuð var vegna óreiðunnar i Kreuger & Toll félögunum, liefir afhent lögreglustjórninni fullnaðar- skýrslu um endurskoðunina á staxísemi félaganna. M. a. hefir verið rannsökuð fölsun ítalskra ríkisskuldabréfa, fjörutiu alls, að upphæð £ 500.000 hvert. Tal- ið er, að ekkert hendi til, að nokkur hafi vitað um fölsun- ina, nema Kreuger. Helsingfors, 18. api'il. Unitcd Press. - FB. % Þingmanni rænt. Fimm vopnaðir memi koniu snemma í gærmorgun inn 4 gistihús, þar sem dr. Nikko Er- ick þingmaður hafði aðsetur um stundarsakir, tóku hann á brott með sér með valdi, og héldu áleiðis til Virdol, i bifreið, en voru þar handteknir. — Brtítt- námsmennirnir segjast að eínS hafa ætlað að koma í veg fyr- ir, að þingmaðurinn héldi fyrir- lestur i ungmennafélagi nokk- uru. Þingmaðurinn er jafnaðar- maður. Bæjarhruni. —0— Akureyi'i, 17. apríl. FB. Bærinu Teigur í Hi'afnagils- hreppi brann í nótt. Komst fólk nauðulega út úr bænum. Litlu sein engu var hjargað af mun- um eða fatnaði. Bærinn er torf- bær með steinsteypuframbygg- ingu. Tvíhýli var á jörðinni. — Bærinn var lágl vátrygður. Alt annað óvátrygt. Rafmagnsmál Breta. London í apríl. FB. Um langt skeið var svo á- statt, að Bretar stóðu öðrum þjóðum langt að baki i raf- niagnsmálum og notkun raf- magns var þá og lilutfallslega langtum minni með Bretum en með niörgum öðrum þjóðum. Til þessa lágu ýmsar ástæður, en aðalástæðan var ef til vill sú, að hreskar iðngreinir höfðu verið hygðar upp við notkun kola og gass, og það var ekki auðvelt að koma á gagngerðri hreytingu. í öðrum löndum, þar sem iðnaðurinn kom síðar til sögunnar, var þetta auð- veldara, í suniúm þeirra var jafnVel hægt að hefja iðnaðar- rekstúrinn með rafmagnsnotk- un, til þess að knýja vélar og til lýsingar. En fyrir fáurn ár- um var svo komið í Bretlandi, að hafist var lianda til að auka rafmagnsnotkun að stórmikl- um mun, og var stjórn raf- inagnsmálanna fengin i liend- ur sérstölcu ráði, „Central Electricity Board“. Þessi aðal- stjórn eða aðal-rafmagnsráð, var skipulagt, eins og lítt er í Bretlandi, þannig, að það er að hokkuru leyti opinber stofnun. Hlutverk þess er að láta al- menning verða aðnjótandi á- vaxtanna af framtaki einstakl- inga og félaga, en er þó liáð eftirliti stjórnarinnar. Fyrsta verk ráðsins var að koma á samvinnu og samræmi í raf- m agn sf r amleiðslu n ni, skipu- leggja málin þannig, að þjóð- in mætti öll verða aðnjótandi ódýrs rafmagns. Gerð var áætl- un um stofnun stórra raf- magnsstöðva viðsvegar í land- inu. Var því skift í tíu umdæmi og sérstök skipulögð áætlun samin fyrir hvert þeirra og þó allar samræmdar. Framkvæmd liefir þegar verið hafin í níu umdæmum af tíu. Nú er svo komið, að að eins Norður- Skotland er eftir. Það er að flatarmáli nærri því einn fjórði liluti alls Bretlands, en liefir 'að eins 2% ihúafjöldans. Skil- yrði eru því þar miður góð til að koma á almennri rafmagns- notkun, i samanburði við aðra landshluta, en auðvitað verð- ur eigi síður reynt að sjá fyrir þörfum íhúanna í þessu um- dæminu. Samkvæmt fjórðu ársskýrslu rafmagnsráðsins (fyrir árið 1931) sem er nýlega komin út, jókst rafmagnsnotkun' í Bret- landi árið sem leið um 4(4%• Af iðnaðarlöndunuin var um verulega aukningu rafmagns- notkunar að ræða í Bretl. einu. Árin 1927—31 jókst rafmagns- framleiðsla í Bretlandi um 34,9%, í Bandaríkjunum um 16,3%, Þýskalandi um 14,6% og Ítalíu 21%. - í sumum aðal- iðnaðarhéruðum var aukning rafmagnsnotkunar ekki lilut- fallslega eins mikil 1931 eins og árin 1922—1930, en þau ár jókst liún stöðugt ár frá ári, en þetta hættist meira en upp með mikið aukinni notkun rafmagns á heimilum. Hins vegar er rétt að henda á, að stöðugt er verið að breyta verksmiðjum í Bretlandi þann- ig, að liægt verði að nota ral'- magn í þeim til orkugjafa og ljósa. Þetta á við um ullar og baðmullarverksmiðjur, járn og stálverksmiðj ur, pappírsverk- smiðjur o. s. frv. bæði í Eng- landi (Lancasliire, Yorksliire) og Skotlandi. — Til fram- kvæmda í rafmagnsmálunum hefir ráðið varið £ 21.848.869, þar af £ 3.584.040 árið sem leið. Nokkur tími mun líða, uns allur almenningur hefir not þessara framkvæmda, en meginþorri þjóðarinnar hefir þegar mikil not af þeim. Fari svo seni fjöldi sérfræðinga nú spáir, að í ná- inni framtíð komi gott við- skiftatimabil, verður það til mikils liagnaðar, að málum þessum er svo vel á veg kom- ið, sem raun ber vitni um. (Úr blaðatilk. Bretastjórnar). Mððnrmðl rort, íslenskan. 1. Tvær ráSstaianir hafa veriÖ gerðar hér á landi á síÖustu árum, sem báðar varða móðurmál vort. • Önnur ráðstöíunin miðar aÖ því, að gera málið vandritaðra öllum þorra manna; hún var boðuð lands- lýðnum með auglýsingu Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í Lögbirt- ingablaði, 28. febrúar 1929. Þar með er hinn gamli draugur, u-an, vakinn upp með slíkri röggsémi, að nú á að rita orðin, sestur, brcyst. kallast (lýs.h. í fort.) og-þóst þann- ig; setstur, breytst, kallast og þótat. Til þess að gefa mönnum hug- mynd um, hve notalegt sé að fást við ;-una, skulu hér' tekin upp nokkur orð úr ritreglum Freýsteins Gunnarssonar 'frá 1929 (sjá bls. 48—53 passím). Þar segir meðal annars svo; „Hún (j). e. s-an) er borin fram eins og .tv, en rituð Jiar sem ds, ðs eða ts ættu að standa saman í at- kvæði, en ekki heyrist nema .í-hljóð í skýrum framburði (sic). .... Þess skal vandlega gætt, að rita ekki s inni í orðum, Jiar seií ð er heyranlegt á undan sl, t. d. eyðsla, beiðsla....Ekki má heldur rita s í enda orðs á undan gréini, Jiar sem ds, ðs eða ts standa saman, Jiótt óglöggt sé í framburði, t. d. landsins, bandsins..Sumir rita orðin dans og dcscmbcr með s, en ekki er þörf þess. Að fornu var breyskur og brjósk með í og er rétt að halda Jiví...Þá skal rita s í endingum sagna, ]>ar sem svo stendur á, að st fer á eftir d, ð eða t, sem ekki heyrast í framburði og er Jiað aðallega í miðmynd. .... 1 2. persónu eintölu í ])átíð miðmyndar sterkra sagna skal rita s, þótt stofn- inn endi hvorki á d né t. Á þeim myndum stendur svo, að þar end- aði gjörmynd á / að fornu, t. d. þú gekkt, Jni stakkt, þú bart. Þetta t hefur síðar breytzt í st, svo að nú er sagt og ritað í gjörmynd J)ú gckkst, ])ú stakkst, þú barst. Hér er því það vandhæfi á um rithátt- inn, að gjörmynd og miðmynd eru samhljóða í framburði, en gjör- niynd skal rita með s, en miðmynd með s, t. d. þú gekkst langa leið (af ganga), þú gckkst upp við lof- ið (gckkt-st, af gangast).“ .... Af þessu litla broti af því, sem F. G. segir um s-una í fyr nefnd- um ritreglum (það eru alls rúmar 5 blaðsíður) má sjá, að hún er ekk- ert barnameðfæri. Eg vona, að það sé ekki af þvi, að eg sé vantrúaðri á gáfur íslenskrar alþýðu ,en aðrir nienn (m. a. nýju stafsetningar- mennirnir), að eg leyfi mér að ef- ast um, að svona klausur verði, á- samt mörgu öðru, yfirleitt kendar í sumum unglingaskólum vorum og ekki til hlítar í æðri skólum, nema með mikilli fyrirhöfn af hálfu kennara og nemanda. Eg þykist mæla hér af nokkurri reynslu, og mun geta fært fram ástæður fyrir máli mínu, ef þörf gerist. Með því að viðhalda s-unni í rit- máli voru, verður að skapa hóp af svo kölluðum reglum til þess að teygja sig út yfir örðugleikana og ósamræmið i notkun hennar. En eina ól)rigðula ráðið gegn þessu nátttrölli íslensks ritmáls er, að nota alls ekki p, og væri það tví- mælalaust vel ráðið. Að minsta kosti ætti að mega afsaka það, þó að ekki væri hér eytt árlega mörg- um kenslustundum í árangurslitla baráttu við 3-una og annað svipað, meðan það viðgengst, að ekki er kent neitt til gagns í íslenskri bók- mentasögu í ýmsum skólum vor- um. Annað atri'Öi í stafsetningunni frá 1929 varðar notkun á tvöföld- um samhljóðöndum. Reglur um það atriði eru með þeim hætti, að engir nema ])eir, sem numið hafa germanska samanburðarmál f ræði, geta fylgt þeim út í ystu æsar. Og hvað gagnar hálfkák og yfirborðs- kunnátta í þessum efnum ? - Hér skal ekki farið fleirum orð- um um þessi atriði að sinni. ís- lenskukennarar þjóðarinnar finna gerst, hve skórinn kreppir hér. Eg skal ekki reyna að leiða neinum get- um að því, hve margir þeirra, sem ekki hafa numið málvísindi sérstak- lega, muni yfirleitt geta kent staf- setninguna frá 1929. Það er ein- kennilegt, að islenskir mentamenn skuli hafa verið að berjast fyrir því á siðari árum, að fá hana lögboðna. Þeir sömu menn vita þó vafalaust, að jafníhaldssamar þjóðir og Svíar og Þjóðverjar hafa á seinni tímum horfið að ])vi ráði, að gera ritmál sitt einfaldara, vitanlega meðfram af nauðsyn. Að ekki sé minst þess frjálslyndis, sem gætir í stafsetning enskra rithöfunda: Þessar þjóðir vita sem er, að öll óeðlileg ritmáls- höft eru til bölvunar og mæðu, en síður en ekki til þess að menta fólk- ið. 1 stað þeirra yæri æskilegt að tími ynnist til þess í skólum vorum að kénna nemöndum meira um „fagrar bókmentir" og reyna jafn- framt að fága stil þeirra: kenna þcim að skrifa móðurmál þeirra í fylstu og bestu merkingu þeirra orða. II. Ilin málfarsráðstöfunin, sem eg gat um i upphafi þessarar greinar, er annars eðlis; ])að er nýyrða- stcfnan, Þess er skamt að minnast, a'ð gerð var hér hrapalleg tilraun til þess að íslenska heiti metrakerfis- ins. Allir vita, hve sú tilraun mis- tókst rækilega. Ekkert af ])essum nýyrðum ávann sér hefð, af því að náttúrugreind og frjálslyndi þjóð- ar vorrar spyrndi á móti. Alþýða manna sá, að henni var ekki vand- ara um en öðrum þjóðum að nefna ajþjóðaheitin, og að slíkt var að öllu leyti hættulaust máli voru, menningu og sjálfstæði. 1 þessum efnum eru tvö megin- sjónarmið. Annars vegar sjónar- mið þeirra manna, sem telja hvert útlent orð, sem kemst á varir ís- lendinga, ryðblett á máli þeirra og svartan blett á tungu þeirra. Svo hugsa römmustu nýyrðamennirnir. Hins vegar er sjónarsvið þeirra máiina, sem telja íslenskri tungu auðgun að hverju sæmilegu er- lendu orði, sem er fallegri og gleggri ávísun á nýtt hugtak en ís- lenskt (forn-)mál á sjálft til. Slík or'ð fá strax á sig íslenskan ham (stafsetning. beygingar og ending- ar), og eftir nokkur ár eru þau bú- in að vinna sér þegnrétt í íslensku máli. Af slíkum orðum má nefna: Bíll, bittcr, bestik, kítti, kakao, súkkulaði, íaft og pianó, sem ný- yrðamennirnir vilja kalla: Bifreið, Arveig (bitter ])arf ekki endilega að drekka árdegis), teiknigerðar, kríti, mil, milsku, safa- og yman, Þessi orð (nema orðið bíll) eru tekin af handahófi upp úr kveri þvi, er nefnist: Orð úr viðskipta- máli eftir orðanefnd Verkfræð- ingafélagsins. í því kveri eru alls á sjöunda hundrað orð, og skiptir þannig í tvö horn, að flest þau, sem áður voru alkunu, eru góð, en flest þau, sem áður voru ókunn, eru ó- viðkunnanleg. Þetta er auðsldljan- legt og stafar af því, að þjóðin sjálf skapar þeim orðum tilveru- rétt, sem hún telur heppileg, en hiiv verða af sjálfu sér svartir hnökrar á tungu manna, hnökrar, sem allir skyrpa út úr sér. Það er ekki að búast við því, að íslenskir nýyrðamenn geti skapað alþýðumál fremur en aðrir. Þetta hefir orðanefnd Verkfræðingafé- lagisns verið ljó.st eins og sjá má af hinum hófsamlega formála, sem hún hefir sett framan við orðakver sitt. Það er hægt fyrir duglega menn, sem hafa vissa hæfileika, góðan blaðakost og nóg fjárráð, að skapa pólitískt almenningálit, en það er óhugsandi, að 2—3 fræði- menn geti skapað alþjóð heil orða- söfn, sem hún taki síðan upp, þeg- ar hún er áður búin að venja sig á betri og handhægari orð yfir sömu hugtök. Orðheppnir og gáf- aðir menn geta átt því láni að fagna, að detta ofan á cinstök (forn-)íslensk orð, sem fara nýj- um hugtökum svo prýðilega, að þau verða holdgróin við þau í skjótri svipan, eins og t. d. örðið simi, og þá lætur hin frjalslynda alþýða vor sjaldnast á sér standa að taka upp orðin. Annars skapar hún talmál sitt sjálf að mestu leyti ósjálfrátt, og hlutverk málfræðinganna verð- ur lítið annað en að skapa löngu eftir á „nokkrar óreglulegar regl- ur,“ sem þeir nefna ýmsum nöfn- um, hljóðfræði, heygingafræði. setningafræði o. s. frv. I sambándi við grein um iðnað og iðju ísendinga, sem eg skrifaði nýlega í dagblaðið Vísi, rakst eg á éitt af þessum íslensku. nýyrðum, sem virðist ætla að vinna sér hefð í málinu. Vonandi' er það.þó ekki af þvi, að orðið er, bæði einsamalt og í samsetningum, villandi og seg- ir ekki rétt til um það, sem því er ætlað að segja. Þetta orð heit- ir efnagerð. Þess skal strax getið, að það finst ekki i fyr nefndu orða- safni Verkfræðingafélagsorða- nefndarinnar. En orðið virðist hafa fundið náð fyrir augliti ýmsra iðju- hölda vorra, því að þeir eru farnir að nota það um ýmsar fjarskyldar vörur, sem þeir búa til, og i vöru- skrá Islensku vikunnar (bls. 62) er orðið efnagcrðarvörur prentað með feitu letri yfir nöfnum á 9 iðjufyr- irtækjum, sem þar með er gefið í skyn, að búi til slíkar vörur. Orðið efnafrœði er allgóð þýð- ing á erlenda orðinu kemi, og orðið gerð er í sjálfu sér ágætt og fer prýðilega í samsetningunum; öl- ger'ð, sápugerð, sætindagerð o. s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.