Vísir - 18.04.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1932, Blaðsíða 3
y i s i r frv., en sanisetningin efnagerð, seni venjulegt samnafn (nomen appella- livum) finst mér - óhæf, og því slæmt, ef slíku orði er ætlað að fest- ,ast í ináli voru. Engin af þeim ■verksmiðjum, sem taldar eru í vöru- skrá fslensku vikunnar undir heit- inu efnagerðarvörur, gerir (e'Öa býr :til) efni, heldur blandar efnum. Þetta sjá allir heilvita menn. Því -væri réttara að tala um efnalilönd- -un eða jafnvel efnamyllu en efna- gerS. Nú vill svo til, að í Reykjavík er fyrirtæki, sem nefnist H.f. Efna- -gerð Reykjavikur. í heiti þess ætla .eg, að oröi'ð efnagerð komi fyrst fyrir. Þetta nafn mun vera tilraun Þil þess að vera „þjóðlegur". En þó lítur út fyrir, að þeim, er valdi það, hafi verið ljóst, að orðið er ,ekki sem heppilegast, því að i aug- Jýsingum frá verksmiðjunni hefir .oft staðið aftan við nafn hennar ,til frekari skýringar: Kemisk verk- smiðja. Þar sem Efnagerð, Reykjavíkur ær eiginnafn (nomen proprium), er í sjálfu sér ekkert við ])ví að segja. Menn eru að sjálfsögðu sjálfráðir i vali á heitum. En að fara að nota .eiginnafnið efnagerð alment og láta orðið efnagerðarvörur tákna vörur úr ýmsum fjarskyldum efnum, svo sem bökunarvörur, sætindi, hrein- lætisvörur og snyrtivörur er rangt. Slíkar vörur verða að heita sinum réttu nöfnum framvegis eins og hingað til, og verksmiðjurnar, sem búa þær til, geta þá til hægðarauka valið séf smeklcleg nöfn eins og t. .d. H.f. Hreinn og H.f. Svanur hafa gert. Annars hafa eigendur þeirra stefnt út á málfræðilega glaj)stigu. Eg vil biðja þá menn velvirðingar, sem hér eiga hlut að máli. Þessi athugasemd er síður en svo gerð þeim til baga, heldur þvert á móti. Hún er gerð vegna þess, að eg sá, að eitt af nýyrðunum var að setja ryðblett á rökrétta íslenska hugsun, .að hér var að fæðast íslenskt bögu- mæli, að vísu miklu áferðarfallegra en flest »_ý-yrðin úr viðskiptamál- jnu, en því ísmeygilegra, af því að auðsýnt er, að góðir menn eru i þann veginn að taka það upp. Slíkt má ekki henda þá rnenn, sent nú .eru að berjast hinni góðu baráttu í miðri kreppunni, ungu islensku jðnaðar- og iðjuhöldana okkar, sem stöðva árlega álitlegan straum fjár- rnagns vors út úr landinu og skapa hér atvinnu og aukna velmegun, en :um leið tryggara sjálfstæði ís- Íensku þjóðinni til handa. Signrðiir Skúlason. mag. art. Ritfregn. Nýdega er komin út á vegurn 'Búnaðarfélags íslands bók, að nafni Jiestar. Höfundur hennar er Theo- ,dór Arnbjarnarson búnaðarráðu- nautur, frá Stóra-Ösi i Miðfirði. Er bók þessi fjórða í röðinni af .búfræðiritum þeim, sem félagið hefir gefið út. Eru bækur þessar ;allar hinar nauðsynlegustu, hver á sínu sviði og væri æskilegt að ntega vonast eftir áframhaldi þessa rit- :safns næstu ár, svo mjög sem skortir frœðilcg rit um landbúnað- arefni vor. Þessi bók mun eigi hvað síst æiga erindi til þjóðarinnar, þeirra -rita, sem út eru komin, því, eins og kunnugt er, hefir hesturinn verið ,oss íslendingum á liðnum öldum, .aðal flutninga- og farartækið og :auk þess afkastamesti vinnukraft- lirinn á velflestum heimilum lands- ins og það nálega jafnt til sjós og ■sveita. Hann hefir vissulega veri'ð ,oss „þarfasti þjónninn", eins og síra Ólafur Ólafsson fríkirkju- prestur réttilega nefndi hann. Fyrir þetta margra alda og marg- ])ætta samneyti manns og hests hér á landi, mætti ætla að í'slendingar væru licstamenn, þ e. kynnu mörg- um fremur að fara með hesta og þætti vænt um þá. En því verður ])ó ekki neitað, að mikið skorti enn á, að me'ÖferÖ hesta sé sem skyldi og æskilegt væri, sem eg vil fremur kenna fátækt, van])ekkingu og getuleysi, en öðru verra. — Fram að* þessu hafa hestarnir veri'Ö „börn náttúrunnar", ]). e. orðið sjálfir að sjá fyrir sér alla ársins tíma, að mjög mikíú leyti og það má telja víst, að svo verði enn um skeið, þótt nokkurra breytinga sé orðið vart í því efni síðustu tíma, hér og hvar í landinu. Ýms einkenni þessa náttúru-uppfósturs bera þeir og að vonutn. Þeir eru smáir vexti, en frjálsir og léttir i lund, þrautseigir og fótfimir. Harðréttið hefir vafa- laust smækkað þá, en löngu, dimmu og köldu hríðarnæturnar hafa lam- ið inn í þá þrautseigju og þol. Að hinu leytinu hefir langdegið, bjarta og hlýja, úti á iðjagrænum grund- um í algerðu sjálfræði, hafið þá upp úr vetrarkreppunni, seitt þá til áfloga og leika og aukið þeim fimi, fjör og þrótt. Bók sú, sem hér um ræðir, er vísindaleg, göfgandi og hagfræði- leg, sem vefst hvað í annað og gerir hana mikið aðgengilegri og skemtilegri, altnenningi til aflestr- ar. — Fræðilega hlið hennar fjall- ar um sögu hestsins yfirleitt, sögu hinna ýmsu kynþátta og sögu kyn- blöndunarinnar hjá ýmsurn þjóð- tim, eftir að hestarækt er komin til sögunnar hjá þeim. En með henni hafa þær kept að mörguiu og ólík- um markmiðum: Að framleiða veðhlaupara, hesta fyrir léttan akstur, og aðra líkamaþunga, stóra og sterka fyrir þungan akst- ur, hesta hentuga til hernaðár, til ýmsra leika, litla, þæga og ])jála fyrir skólabörn, veiðihesta o .s. frv. o. s. frv. — Þá fjallar hin fræði- lega hlið hennar um byggingu, skapnaðarlag og einkenni. Er ])að næsta margþætt og margvíslegt, en ómissandi hverjum manni að vita, enda er það framsett mjög skýrt og skilmerkilega fyrir alla, sem lesa með athygli og eftirtekt. Loks fjallar hin fræðilega hlið bókarinn- ar um tamning og notkun hesta, itppeldi og fóðrun, hús og hirðingu og alla umgengni maiinsins við þenna „þarfasta þjón“. Tel eg þenna ])átt bókarinnár eiga, hvað alt snertir, langmesta erindið til lesendanna Hann þurfti óhjá- kvæmilega að komast „inti á hvert heimili", til allra, sem eitthvað fara með hesta, því að vart mun sá hestafræðingur né hestamaður vera til, að hann ekki geti ntityið af hon- um lært og á honum grætt, l)æði livað mannúð snertir og svo hags- munalega skoðað. Hverjum, sem les þenna ])átt bókarinnar, hlýtur að aukast nærgætni og skilningur á þörfum og líðan hestsins, sem hann umgengst og ])á um leið liafa hans meiri og betri not, njóta þann- ig í senn meiri ánægju og meira gagns. Hvergi i bókinni tel eg að höfundinum takist betur upp ,en um þetta efni. Það dylst engum, að þar talar einni tungu hestafræð- ingurinn og hestavinurinn, sem þó í hvívetna hefir fyrir augum hag eigendanna, að þeir hafi hestanna fylstu not með hagsýni og sparn- aði, er þeir umgangast og l)reyta vi'ð hestinn sinn viturlega og mann- úðlega. Mönnum, sem lesa ,,Hesta“ með athygli og skilningi, hlýtur að renna til rifja, hversu aftarlega og neðar- lega vér íslendingar stöndum enn í hverju þvi, er bók þessi ræðir um, eftir þúsund ára sambúð í þessu landi við hestinn, en þó að . hinu leytinu að dáðst að, hversu mikla gæðinga og afburða hesta vér höf- um átt og eigum þrátt fyrir alt og alt. Og fletti maður upp mynda- hluta bókarinnar og beri úrvals- gripina þar saman við óræktarlegu, margkúguðu og „drepnu" og að öllu leyti illa hirtu drógarnar, sem svo viða getur að líta, ])á getur manni ofboðið munurinn, sem staf- ar af aldagamalli vanþekkingu, skilningsleysi og rótgrónu smekk- leysi manna á fögru og ljótu, góðu og lélegu. Málið á bókinni er alstaðar gott og víða ágætt, þróttmikið og mynd- ríkt, sem greinilega speglar tilíinn- ingar og sannfæringu höfundarins fyrir, að málefnið sé mikilsvert og göfugt, er hann sé að skrifa um. — Frágangur allur frá hendi út- gefanda er og hinn prýðilegasti, ])appír og prentun i besta lagi. — Aftast í bókinni er prentaður á sér- staklega sterkan pappír, sægur 'af myndum til skýringar lesmálinu framar í bókinni. Getur þar að líta margan fallegan grip, 1 >æðj útlend- an og innlendan. Bókin er í einu orði sagt, hin eigulegasta og besta, sem hver hestaeigandi þarf að eignast og lesa og kynna sér rækilega til þess svo að lifa eftir henni. E. Þ. St. 1.0 0F. = 0blP.s 1184198'/* -Ptr.st Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 4 stig, Isa- firði 4, Akureyri ö, Seyðisfirði 6, Vestmannaeyjum 5, Stykkis- hólmi 2, Blönduósi 5, Raufar- höfn 4, Hólum í Hornafirði 6, Grindavík 5, Færeyjum 5, Jan Mayen 5, Hjaltlandi 3, stig. (Skeyti vantar frá Julianehaah, Angmagsalik og Káupmanna- höfn). Mestur hiti hér í gær 8 stig, minstur 3 stig. Úrkoma 0,4 mm. — Yfirlit: Lægð yfir Vest- fjörðum á lireyfingu austur eft- ir. ísfregn: íshrafl og nokkurar ísspengur- á Strandagrunni alt vestur undir Kögur. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Stinn- ingskaldi á norðan eða norð- vestan. Skúrir. Breiðafjörður, Vestfirðir: Vestan og norðvest- an kaldi. Slydda. Norðurland, norðausturland: Suðvestan kaldi og rigning i dag, en norðvcstan kaldi og dálítil snjóél í nótt. Austfirðir, suðausturland: Vest- an og norðvestan kaldi. Ur- komulaust að mestu. Botnvörpungarnir Draupnir kom af veiðum í gær með 65 tn., en í morgun Skalla- grímur með 125 tn., Þórólfur með I2r og Sindri með 58 tn. Gulltopp-' ur er væntanlegur af veiðum í dag. Kaupendur Vísis, sem verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru vinsamlegast beðn- ir að gera afgreiðslunni aðvart. Símar 400 og 1592. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss kom i gærkveldi kl. 11 að vestan og norðan. Goðafoss fer frá Hamborg í dag. Brúarfoss fer frá Kaupmannahöfn á morgun. Dettifoss er á útleið. Lagarfoss kom til Norðurf jarðar kl. 12 á há- degi í gær. Söngkensla. Ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir auglýsir söngkenslu hér i blaðinu í dag. Til viðtals á Laufásvegi 53. Simi 116. Merkúr heldur aukaaðalfund annað kveld kl. 8)4, sbr. augl. hér í bl. í dag. Ver'ða lagðar fyrir fundinn marg- ar tillögur um breytingar á lögum félagsins og er því injög áríðandi að allir félagsmenn komi á fundinn. Félagsmenn þeir, sem ekki hafa fengið tillögur stjórnarinnar um breytingar þessar, gefi sig fra'm á skrifstofu Merkúr, Lækjargötu 2, sími 1292. Kvikmynd um samtök verslunarmanna í Þýskalandi verður sýnd að tilhlut- un Verslunarmannafélagsins Merk- úr í kveld kl. y/ í Nýja Bíó. Mun Wichmann, verslunarfræðingur frá Hamborg, skýra myndina. — Mun verða mjög fróðlegt og gagnlegt fyrir verslunarmenn að sjá kvik- mynd ])essa, má márgt af henni læra. Þess er því vænst, að aðsókn verði mikil. Myndin er einstök í sinni röð og lærdómsrík. * Leikhúsið. ,,Á útleið“, hinn góðkunni og ágæti sjónleikur, var sýndur i Iðnó í gærkveldi vi'ð mjög mikla aðsókn og hinar bestu viðtökur. Leikurinn mun ckki verða sýndur aftur fyrr en næstkomandi sunnudag. -— Ann- að kveld hefir Leikfélagið barna- leiksýningu í Iðnó og verður ])á sýnd ,,Töfraflautan“, æfintýraleik- ur eftir Óskar Kjartansson. Utflutningur á saltkjöti nam í mars s.l. 2.675 tn., ver'ö kr. 118.240, en á tímabilinu jan.—mars 3.645 tn., verð kr. 165.560. Á sama tímabili í fyrra 749 tn., verð kr. 76.980. E.s. Lýra kbm til Vestmannaeyja i morgun kl. 5- Utflutningur á freðkjöti nam í mars s.l. 531.130 kg., verð kr. 254.720, en á tímabil- inu jan.—-mars 544.841 kg., verð kr. 265,620. Á sama tíma- hili i fyrra 362.552 kg., verð kr. 297,220. Útflutningur á fiskmjöli nam i mars §.l. 510.540 kg., verð kr. 146.580, en á tímabil- inu jan.—ípars 1.119.460 kg., verð kr. 313.580. Á sama tíma- í fyrra 1.145.200 kg., verð kr. 394.850. Skátastúlkur. Ariðandi fundur annað kveld kl. 8/. Útflutningur á síldarmjöli nam i mars s.l. 50.000 lcg., verð kr. 10.670, en á tímabilinu jan.—mars 373.000 kg., ver'ð kr. 77.150. Á fyrsta fjórðungi árs- ins 1931 var ekkert síldarmjöl flutt út: Lýsisútflutningurinn nam 564.610 kg. i mars s.l., verð kr. 333.540, en á tímabil- inu jan.—mars 755.530 kg., verð kr. 430.520. Á sama tíma i fyrra 357.640 kg,, verð kr. 192.270. Sumar og fermingarkortin í stóru og fallegu úrvali fást í Safnhúsinu. Málfundafélagið Óðinn síðasti fundur vetrarins i kveld á venjulegum stað og tima. Um- ræðuefni samkvæmt fundarbo'ði. Ritsafn Steingríms Thorsteinssonar I.— II. i fallegu bandi fæst nú aftur hjá öílum bóksölum. Kærkomin fermingargjöf. Höfnin. Tveir franskir botnvörpungar og einn spánverskur komu inn í gær og dag, til að taka vatn, salt og kol. Gengið í dag. Sterlingspund . . .. . kr. 22,15 Dollar . — 5,90 100 ríkismörk ... . — 140,38 — frakkn. fr. ... . — 23.44 — belgur . — 82,70 — svissn. fr . — 115,06 — lírur . — 30,48 — pesetar . — 45,54 — gyllini . — 239,84 — tékkósl. kr. . . , — 17,61 — sænskar kr. . . . — 110,51 - norskar kr. . . . — 112,94 — danskar kr. . . . — 121,44 GuIIverð íslenskrar krónu er nú 63,25. Otvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 12.30 Þingfréttir. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Grammófóntónleikar: Píanó-sóló. 20,00 Ivlukkusláttur. Bókmentafyrirlestur: Einar Benediktsson — (Guðm. Finnbogason). 20.30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: Alþýðulög (Útvarpskvartettinn. Einsöngur (Einar Mark- an): Gamle Mor og Ung- möen, eftir Grieg; Ef sofnað eg get ekki, eftir Þorstein; Heimþrá og Sá- uð þið hana systur mína, eftir Pál ísólfsson. Grammófón: Serenade, eftir Toselli; Menúett, eftir Bolzoni, og Slav- neskir dansar, eftir Dvo- . rák. Metaskrá Iþróttasambands íslands 1. janúar 1932. Kappganga. 5000 st. kappgangyi, 27 m. 25 sek. Haukur Einarsson (K. R.), sett 16. júni 1929. Hlaup. 100 stiku hlaup. 11,3 sek. Garðar S. Gislason (í. R.), sett í Rvík 25. sept. 1926. — 200 st. 23.4 sek. GarSar S. Gíslason. Sett 26. sept. 1926. — 400 st. hlaup 54,6 sek. Stefán Bjarnason (Á.). Sett 7. ágúst 1927. — 800 st. 2 m. 2,4 sek. Geir Gígja (K. R.). Sett í Khöfn 11. júli 1927. — 1000 st. 2 m. 39 sek. Geir Gigja. Sett x Khöfn 16. maí 1930. — 1500 st. 4 m. 11 sek. Geir Gígja. Sett í Khöfn 11. júlí 1927. — 3000 st. 9 m. 1,5 sek. Jón Kaldal (í. R.). Sett i Khöfn 25. júlí 1922. — 50OO st. 15 m. 23 sek. Jón Kaldal. Sett i Khöfn i ágúst 1922. — 10000 st. 34 111. 13,8 sek. Jón Kaldal. Sett í Rvik í sept. 1921. — 40200 st, Maraþonhlaup 2 st. 53 m. 6 sek. Magnús Guðbjörnsson (Iv. R.). Sett 5. sept. 1928 i Rvík. — 4X 100 st. boðhlaup 48,8. Glímufélag- ið Ármann. Sett í Rvik 18. júní 1922. — 4 X 400 st. boðhlaup 3 m. 52 sek. Glímuf. Ármann. Sett í Rvík 21. júní 1922. — 1500 st. boðhlaup (800—400—200—100) 3 m. 47 sek. Glímuf. Ármann. Sett 17. júní 1930. — 110 st. grinda- hlaup 18,4 sek. Ingvar Ólafsson (K. R.). Sett 16. sept. 1931. —. Hástökk með atrennu 1.755 st. Helgi Eiríksson (í. R.). Sett 6. júní 1930. — Hástökk án atrennu 1.27 st. Ósvaldur Knudsen (í. R.). Sett 18. júní 1924. — Langstökk með atrennu 6.55 st. Sveinbjöm Ingimundarsón (í. R.). Sett 18, júní 1928. — Langstökk án at- rennu 2.82 st. Jörgen ÞorbergssOtt (Á.). Sett 29. ágúst 1926. — Þrí- 'stökk 12.87 st- Sveinbj. Ingimund- arson (í. R.). Sett 17. júni 1928. — Stangarstökk 3.25 st. Friðrík Jesson (Á.). Sett 17. júni 1929.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.