Vísir - 30.05.1932, Blaðsíða 2
V I S I R
Útrýmið ilngunam:
Kaupið okkar fengsælu flugnaveiðara
„A—E—R—O—X—0—N“
Verðið óbreytt.
Símskeyt!
Sevilla, 30. maí.
United Press. FB.
Allsherjarverkfall á Spáni.
Allsherjarverkfall hófst á
miðnætti. Hætti þá öll umferð
leigubifreiða, sporvagna o. s.
frv., en hrauðgerðarhúsum var
lokað. Allsherjarverkfallið á að
standa tvo sólarhringa og var
boðað að fyrirskipun deildar
jsyndikaiista í Sevilla. Upphaf-
lega hafði verið ráðgert, að verk
fallið stæði yfir frá 26. maí til
2. júni. — Héraðssljórnin í Se-
villa hefir tilkynt, að herlið
haldi uppi nauðsynlegum sam-
göngum. — Tilraun var gerð til
þess að kveikja í Sanla Cata-
lina kirkjunni, en slökkviliðið
kom í veg fyrir það.
CJtan af landi.
—o—
Siglufirði, 29. maí. FB.
Slökkviliðið var kvatt í dag
að Hafnargötu 8. Hafði kvikn-
að þar í, er kona var að kveikja
upp í eldavél. Hafði hún skvett
í eldinn úr olíubrúsa, én eldur-
inn læsti sig í brúsann. Eldur-
inn varð fljóllega slöktur óg
skemdist húsið lítið, cn konan
Sesselja að nafni, kona Jóhanns
tollþjóns, brendist allmikið, því
olíubrúsinn sprakk og kviknaði
i fötum hennar. Einnig brend-
ist maður hennar, ér hann slökti
eldinn í fötum hennar. Eru þau
bæði undir læknis hendi.
Sjúrnarskiftin
og jafnaðarmenn.
—o—
Þeir, sem mikið Iiafa verið á
ferli um bæinn síðustu dagana,
og gefið sig á tal við menn, hafa
veitt því eftirtekt, að ýmsir
lrinna svo kölluðu jafnaðar-
manna eru nú úrillir í skapi
og önugir út af stjórnarskift-
unum. Þykir þeim liáborin
skömm, að Ásgeir Ásgeirsson
skuli hafa horið sigur af hóhni
innan framsóknarflokksins í
viðureigninni við Jónas Jóns-
son.
Það er opinbert leyndarmál,
að kalt liefir verið lengi milli
Jxiirra Ásgeirs og Jónasar, og
líklega fullur fjandskapur und-
ir niðri. Hugðu sumir þetta ein-
hverskonar „ríkismanna-rig“,
en aðrir fullyrtu, að Jónasi þætti
Ásgeir lítt byltingasinnaður og
livergi nærri nógu „rauður“.
Þá mun og Jónasi hafa þótt Ás-
geir nokkuð féfastur, síðan er
þeir urðu samverkamenn í
■pUórninni, og fleiri greinir hafa
orðið með þeim. Hins vegar
er talið, að Ásgeiri hafi þótt
Jónas fara langt of geyst og
rasa einatt fyrir ráð fram. Mun
og hefnda-stefna Jónasar hafa
verið eitt atriðið, er stækkaði
bilið milli þessara manna. Er
Ásgeir lítt hneigður til liermd-
arverka og leggur stund á, að
gæta sóma síns i augum al-
mennings.
Fátt segir að vísu af opinber-
um árekstrum milli flokks-
manna þessara. Þó var mælt
og haft fyrir satt, að Jónas hefði
gert alvarlega tilraun til þess,
að hnekkja kosningu Ásgeirs í
Vestur-ísaf j arðarsýslu síðastlið-
ið ár. Þótti það grár leikur af
samherja og telja má víst, að
fullur fjandskapur ráði, þar sem
gripið er til slíkra úrræða.
Þau tíðindi hafa nú gerst, sem
öllum eru kunnug, að fram-
isóknarstjórnin liefir neyðst til
þess að beiðast lausnar. Er haft
fyrir satt, að Ásgeir hafi verið
því fylgjandi, að stjórnin legði
niður völd, en Jónas lagst mjög
eindregið gegn því. Mun hann
hafa grunað, að Ásgeir væri að
eflast að völdum i stjórnar-
flokkinum, en jafnframt væri
nú tekið að halla undan fæti
hjá ærslabelgjunum. Má þá vera
að honum hafi virst, sem tvent
væri i aðsigi og livorugt gott:
Fyrst það, að liann mundi verða
að liröklast frá völdum og hitt
annað, að Ásgeiri Ásgeirssyni,
höfuð-fjandmanni og keppinaut
hans innan framsóknarflokks-
ins, yrði falin myndun nýrrar
stjórnar. Má nærri geta, að
Iivorttveggja muni ihafa lagst
allþungt á J. J. og fara þeir
nærri um slíkt, sem þekkja
skaplyndi hans að nokkuru og
vita liver kappsmaðtir hann er.
Alþýðublaðið hefir við og við
vcrið að hnýta i Jónas Jónsson
aö undanförnu, en alt hefir það
verið til málamynda og i gamni
gerl. Hafa aílir mátt sjá, að þar
lxefir engin alvara fylgt, enda
vitanlegt, að .1. J. og ýmsir
Iiinna svokölluðu leiðtoga al-
þýðunnar hér í hæ eru að öllu
samdauna í stjórnmálum og
samherjar. Mun það koma enn
betur i ljós síðar, er línur skýr-
ast og ný stjórn er tekin við
völdum.
Eins og eg gat um i upphafi
þessara orða, her néi mjög á
])ví, að sumir jafnaðarmenn sé
ergilegir út af stjórnarskiftim-
um. Tala þeir af litilli kurteisi
um hinn væntanlega stjórnar-
forseta, og þykjast miklu svift-
ir, er Jónas Jónsson hverfur úr
ráðherrasessi. Hins vegar telja
þeir enga eftirsjá að Tryggva
og segja sem satt er, að einu
gildi Iivar „gagnslaus gaufar".
Annars eru þeir sumir þeirrar
skoðunar, að best færi á því,
að Jónas yrði gerður að alræð-
ismanni hér á landi, þvi að þá
skyldi margir fá að bíta i gras,
þeir er nú beri höfuðið hát't.
Til munu þeir menn hér í
bæ, sem er það nokkur ráðgáta,
bvað valda muni óróleika og
vanstillingu sumra jafnaðar-
manna hér út af því, að Jónas
súpur í pökkum eru hvarvetna viðurkendar það
besla, sem fæst I þeirri grein.
Fyrirliggjandi í heildsölu.
Þöröur Svsinsson & Co.
skuli nú vera í þann veginn að
hverfa frá ráðherrastörfum.
Þetta er þó engin ráðgáta. Jafn-
aðarmenn hafa, mjög margir
að minsta kosti, talið Jónas full-
trúa sinn i stjórninni, og þeim
fellur að vonum illa, er þeir
missa þennan fulltrúa. — For-
sprakkarnir búast nú við færri
bitum og sopum úr búri stjórn-
arinnar, þegar liinn örláti mat-
gjafi er á brott rekinn.
Eg lái ekki jafnaðarmönnum
eða foringjum þeirra, þó að
þeim þyki sárt, að verða nú að
missa foringja sins úr valda-
mestu stöðu þjóðfélagsins. Hef-
ir margur maðurinn borið sig
illa yfir minna missi. En búast
má við því jafnan, að hver
veisla og fagnaður taki eitt sinn
enda, og eins hinu, að nær þok-
ist skuldadögum.
J. J. væri og að sjálfsögðu
hollara, að sorg og gremju út
af missi hans úr matbúrinu
væri í hóf stilt opinberlega. —
Hann hefir siglt slaitu sinni
undir fána framsóknarinnar og
talið sig þar öruggan skip-
stjórnarmann, þó að hann hafi
borið rauðu duluna á brjósti
innan klæða.
* ❖
Stjðrnmálahorfnr
eru mjög óvissar um þessar
mundir hér á landi. Fram-
sóknarstjórninni skildist lolcs,
að bláköld alvara lægi á bak
við kröfur andstöðuflokkanna
uni réttláta kjördæmaskipun,
og beiddist lausnar vegna van-
máttar sins að gera nokkuð,
sem leiddi til lausnar á þessu
mikla máli. Framsóknarstjórn-
in hefir nú fengið lausn í náð,
en ráðherrarnir annast embætti
sín til bráðabirgða eða þangað
lil ný stjórn er mynduð. Það
er nú kunnugt orðið, að hinir
gætnari menn i framsóknar-
flokknum hafa eflst að áhrif-
um innan flokksins, og hefir
það orðið þeirra hlutskifti, að
gera tilraun lil myndunar
nýrrar framsóknarstjórnar, en
þcgar þetta er ritað, er óvíst
hverjir verða fyrir vali í þá
stjórn, en kunnugt er, að
Ásgeir Ásgeirsson fjármála-
ráðherra hefir stjórnarmynd-
unina meo höndum. Alment er
búist við því, að honum takist
að mynda stjórn, en óvíst er
hvað svo tekur við.
Sjálfstæðismcnn munu al-
ment lita svo á, að um engar
tilslakanir geti verið að ræða
af hálfu flokksins i kjördæma-
málinu í meginatriðum.
Það er þvi augljóst mál, að
hin nýja stjórn getur eigi bú-
ist við því, að Sjálfstæðis-
menn slaki á kröfum sínuin í
þvi máli eða fallist á, að mál-
inu verði slegið á frest. Lausa-
fregnir hafa horist um það
manna á meðal, að framsókn-
armenn geri sér vonir um, að
liægt verði að komast að sam-
komulagi við andstöðuflokk-
ana um afgreiðslu fjárlaga-
frumvarps, gengisviðauka o. s.
frv. og að komist verði hjá
þingrofi og nýjum kosningum.
Er sagt, að fyrir framsóknar-
mönnum vaki að fá kjör-
dæmamálinu slegið á frest til
næsta árs. Mun þá sennilega
vera gert ráð fyrir, að hin
nýja stjórn skoði sig sem
bráðabii’gðastjórn, er gefi
sig aðallega að viði’eisn at-
vinnulífsins og fjármálanna.
Hvað rétt er í þessu kemur
væntanlega bráðlega í ljós. En
i þessu sambandi er rétt að
taka það fram, að það er þó
næsta ólíklegt, að framsókn-
armenn skuli eigi enn hafa
séð, að kjördæmamálið er
sjálfstæðismönnum svo mikið
alvörumál, að um það getur
ekki verið að ræða, að þeir
fallist á að slá málinu á frest.
Sjálfstæðismönnum er ljóst
hvaða hættur eru við það
bundnar, að fresta þessu rétt-
lætismáli. Þeir ættu hins veg-
ar að geta vænst þess, að fram-
sóknarmenn þeir, sem nú eru
ráðandi í flokknum sjái, uð
þeir verði að gera sitt lil að
leysa einmitt þetta mál, enda
mun afstaða Sjálfstæðismanna
til hinnar nýju stjórnar fara
mjög eftir þvi, livað liún legg-
ur til einmitt í kjördæmamál-
inu.
Fréttabréf
af Vestfjörðum.
—o—
sá samanburður, að Vestfirðir
standa öðrum landshlutum
jafnfætis í verklegri og félags-
legri menningu.
Verðlaun fyrir fyrirmyndar
dugnað í búnaði úr verðlauna-
sjóði sambandsins voru að
þessu sinni veitt þeim bræðrum
Ivristjáni og Jóliannesi Davíðs-
sonum i Neðra-Hjarðardal (100
kr.) og Guðmundi Hafliðasyni
á Fremri-Bakka í Langadal (70
kr.).
Fjárhagur sambandsins er í
ágætu lagi og eru eftirstöðvar á
reikningi þess rúmar 5000 kr.
Sambandið var stofnað á
Isafirði vorið 1907. Formenn
þess hafa verið: Síra Sigurður
Stefánsson í Vigur, 1907—1919,
og Kristinn Guðlaugsson, bóndi
á Núpi, frá árinu 1919 til þessa
dags. Báðir ágælir menn,óeigin-
gjamir í starfi, víðsýnir og
gætnir.
Búnaðarþingsfulltrúar voru
kosnir þeir Kristinn Guðlaugs-
son og Jón H. F'jalldal á Mel-
graseyri.
10. maí. — FB.
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Vestfjarða var haldinn á
Isafirði 6. og 7. maí s. 1. —■
Sambandið er nú 25 ára gam-
alt. Var afmælisins minst á
þann hátt, að samsæti var liald-
ið að fundinum loknum á
Kirkjubóli í Skutulsfirði, hjá
Tryggva Pálssyni stjórnar-
nefndarmanni. Sátu það allir
fulltrúarnir, 24 að tölu, ásamt
stjórninni og noklcurum æfifé-
lögum. Heiðursgestur fundar-
ins var Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastjóri. Tóku alls
um 50 manns þátt í samsætinu.
Formaður sambandsins, Krist-
inn Guðlaugsson bóndi á Núpi
talaði um stofnmi þess, störf
og álirif þau, sem það hefir
haft á búskap Vestfirðinga, og
trú manna á framtíðarmögu-
leika búnaðarins.
Sigurður Sigurðsson flutti er-
indi um „Búnaðarsamband
Vestfjarða 1907—1932“.
Samsætið fór hið besta fram,
etið og drukkið, sungið og mælt
fyrir minnum, híbýla og jarða-
bætur skoðaðar. Hefir Tryggvi
Pálsson m. a. reist vandað
steinsteypuhús til íbúðar á jörð
sinni. Var húsið reist s. 1. sum-
ar. Sátu allir gestir þar undir
borðum í einu í sama salnum.
Á fundinum gerðist það
markverðast, að ákveðið var að
verja á árinu unx 2500 krónum,
aðallega til aukinnar garðrækt-
ar. Er fulltrúunum ljós nauð-
syn og mikilvægi garðyrkjunn-
ar nú í kreppunni.
Á fundinum flutti Jóhannes
Davíðsson bóndi, Neðra-Hjarð-
ardal í Dýrafirði erindi um
Vestfirði. Samanburð gerði
hann á efnalegri afkomu manna
á Vestfjörðum og annarstaðar
á landinu, en einnig gat hann
um, hve mikið þeir leggja af
mörkum til hins opinbera og
hvað þeir fá í staðinn. Sýndi
Hérðaðsþtnff
D. M. F Vestfjarða.
—o—
Héráðsmmband U. M. F. Vest-
fjarða tilkynnir:
Héraðsþing- U. M. F. Vestfjarða
var haldið 22. og 23. rnars s.l. að
Núpi í DýrafirSi, á þeim stað, þar
sem haldi'S var fyrsta héraðsþingiS
fyrir 20 árum. Nú var þingið hald-
ið i hinni nýju og myndarlegu
skólabyggingu, sem ungmennafé-
lögin á sambandssvæðinu hafa
styrkt með 15.000 króna fjárfram-
lagi, auk annars liðsstyrks i orði
og verki. — Þingið sóttu II full-
trúar frá 7 félögum, en alls eru í
sambandinu 11 félög með nálægt
-400 félagsmönnum. Tvö af félög-
unum eru í Dýrafirði, eitt á Ingj-
aldssandi, þrjú inni í Önundarfirði,
eitt í Hnífsdal, eitt á ísafirði, eitt
í Álftafirði, eitt í Geiradal og eitt
í Kollsvík.
Héraðsþingið , ræddi að þessu
sinni um islensku vikuna og íslensk-
an iðnað, íþróttir, héraðsskólamál,
fyrirlestrastarfsemi, vínbann, og
bindindi á vín og tóbak, og um
menjar og minningar li'ðins tima og
varðveislu þeirra. Samþykti það til-
lögur í öllum þessum málum og hét
m. a. á alla félaga sína að efla ís-
lenskan iðnað og efla gengi íslensku
vikunnar, starfa eindregið að bind-
indi víns og tóbaks og beita sér sem
mest fyrir íþróttum, einkurn sundi
og vetraríþróttum.
Allmörg undanfarin ár hefir
stjórn héraðssambandsins verið
endurkosin á hverju héraðsþingi og
hafa þessir menn átt sæti í henni:
Björn Guðmundsson skólastjóri á
Núpi, forseti, Kristján Davíðsson
bóndi i Neðra-Hjarðardal, féhirð-
ir, Bjarni Ivarsson bóndi í Álfadal
á Ingjaldssandi, gjaldkeri.
Að þessu sinni baðst Bjarní
Ivarsson undan endurkosningu og