Vísir - 30.05.1932, Blaðsíða 3
y i s i r
+
Frn Ágnsta Sigfnsflöttir
ekkja Sighv. heitins Bjarnason-
ar bankastjóra, andaðist hér i
bænum í morgun. t
Frú Ágústa var dóttir sira
Sigfúsar Jónssonar, prests að
Tjörn og Undirfelli, systir
Magnúsar lieitins Th. S. Blön-
dahl, Björns Sigfússonar fyrv.
alþm. á Kornsá og þeirra syst-
kina.
Hún var nokkuð hnigin að
aldi'i, merk kona og góð.
var því annar maður kosinn i hans
stað. Bjarni hefir sýnt afburða
ósérplægni í starfi sinu fyrir sam-
bandið og ungmennafélagsskapinn
yfirleitt, og er því íremur vert að
geta þess, sem heimilisástæÖur hans
hafa verið erfiðar, einyrkjabúskap-
ur við ómegð og veikindi konunn-
ar. — (FB.).
Dánarfregn.
Friðjón Þorsteinsson, Skarði i
Lundarreykjadal, andaðist á Land-
spítalanum 26. þessa mán., að eins
22 ára gamall. Friðjón var mesti
efnis- og gæðadrengur. Lík hans
verður flutt til heimkynna hans til
greftrunar, á e.s. Suðurlandi i
fyrramálið.
Veðrið í morgun.
Hiti í Rvík n st., ísafirði 10,
Akureyri 8, Seyðisfirði 8, Vest-
mannaeyjum 8, Stykkishólmi 11,
Blöndúósi 11, Raufarhöfn 8, Hól-
um i Hornafirði 9, Grindavik 13,
Færeyjum 12, Julianehaab 7, Jan
Mayen 3 st. (Skeyti vantar fráAng-
magsalik, Hjaltlandi, Tynemouth og
Kaupmannahöfn). — Mestur hiti
hér i gær 14 st., minstur 9 st. Sól-
skin í gær 9,4 st. — Yfirlit: Há-
þrýstisvæði yfir norðanverðu At-
íantshafi. — Horfu'r: Suðvestur-
land, Faxaflói, Breiðaf jörður:
Hægviðri. Úrkomulaust. Vestfirð-
ír, Norðurland, norðausturland,
Austfirðir, suðausturland: Hæg-
viðri. Þoka með ströndum fram,
einkum að næturlagi. •
Esja.
Bráðabirgðaviðgerð fer fram á
Esju hér, en áð jiví búnu verður
skipið sent til útlanda til fullriaðar-
viðgerðar. — Séð var fyrir flutn-
ingi pósts og farþega frá Stykkis-
hólmi með öðru skipi.
Eimskipafélagsskipin.
Ðettifoss fer annað kvöld i hrað-
ferð til Isafjarðar, Siglufjarðar,
Akureyrar og Húsavíkur. Skipið
kemur við á Patreksfirði. Gullfoss
fer frá Kaupmannahöfn á morgun.
Goðafoss kom til Hull í morgun.
Brúarfoss er i Stykkishólmi. Vænt-
anlegur hingað á morgun. Lagarfoss
fór frá Akureyri í morgun. Selfoss
Jkom til Antwerpen i gær, og fer
þaðan í kveld.
Höfnin.
Esja kom i gær frá Stykkishólmi.
Enskur línuveiðari kom í morgun
með veikan mann.
Dagheimili Sumargjafar
tekur til starfa næstkomandi mið-
vikudag. Sjá augl.
G.s. Botnia
fór frá Færeyjum kl. 6 í morg-
jun áleiðis hingað.
E.s. Lyra
kom í morgun.
Hjúskapur.
Á laugardag voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Ida Jensen og
ísak Jónsson. Heimili þeirra er á
Grettisgötu 57.
Málverkasýning.
Úrvalssýning á íslenskum mál-
verkum verður haldin í Stokkhólmi
í haust, i sambandi við íslensku vik-
uria, sem haldin verður þar í borg.
-— Þeir málarar ,sem ætla að taka
þátt i sýningunni, eru lieðnir að
senda myndir sínar i Nýja barna-
skólann fyrir 1. ágúst. Sjá augl.
í blaðinu í dag.
Gengið í dag.
Sterlingspund .......... kr. 22.13
Dollar.................. — 6.01
100 ríkismörk ............ — 143.02
— frakkn. frankar . . — 23.92
— belgur .......... — 84.23
— svissn. frankar ... — 118.20
— lírur ............... — 31-06
— pesetar ............. — 49-96
— gyllini ............. — 244.63
— tékkósl. kr. ...... — 18.04
— sænskar kr..........— 113-84
— norskar kr..........— 110.81
— danskar kr..........— 121.10
Gullverð
íslenskrar krónu er nú 62.01.
Útvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19/10 Tónleikar: — Alþýðulög
Útvarpskvartettinn).
20,00 Klukkusláttur.
Grammóf óntónleikar:
EinsÖngur: Tenna Frede-
riksen syngur: Bæn Tos-
ca og lag úr 1. þætti óp.
„Tosca“ eftir Puccini.
Ippolito Lazaro syngur:
La Bruja, eftir Carrión
y Cliapi og La partida,
eftir Alvarez.
Píanó-sóló: Valsar eftir
Brahms.
20.30 Fréttir.
Bethania.
Arthur Gook hefir samkomu i
Bethaniu í kveld kl. 81.
Valur, 1. flokkur.
Engin æfing annað kveld, vegna
annarar starfsemi á véllinum.
Skemtiferð.
í gær bauð stjórn Ármanns fim-
leikamönnunum frá Akureyri aust-
ur í Laugardal. Var farið heimleið-
is um Þingvelli. Veður var hið á-
kjósanlegasta og skemtu þátttak-
endur. sér hið besta. — Annað
kveld (þriðjudag) hafa fimleika-
mennirnir sýningu á íþróttavellin-
um, en á miðvikudagsmorgun
halda þeir heimleiðis landveg.
íþ.
í. R.
Úrvalsflokkur félagsins fór til
Grindavíkur í gær og sýndi þar
leikfimi. Vísir hefir verið beðinn
að flytja 1. R.-mönnum þakkir frá
Grindvíkingum fyrir komuna.
K. R.
Knattspyrnuæfing í 1. og 2. fl.
á iþróttavellinum kl. 9 i kveld.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 2 kr. frá Á. G.
Að gefnu tilefni.
Eg las í „Vísi“ greiniiia um
tilvonaiuli bamastarfsemi kom-
múnista hér í borginni og eg
er „kennara“ mjög þakklátur
fyrir þessa grein, því eg liefi
orðið þess var, að liún liefir
vakið mikla athygli, jafnvel
menn, sem aldrei liafa virst
hafa neinn sérstakan áliuga
fyrir kristindómsmálefnum,
liafa sagt við mig, að nú þyrfti
að hefjast handa til varðveislu
æskulýð þessa bæjar. Þegar til
alvörunnar kemur, þá mun það
nú vera svo, að mikill meiri
hluti manna, mun ekki vilja
að íslenska þjóðin glali liinum
þúsund ára gamla arfi sínum,
kristinni trú og íslensku þjóð-
erni, en þetta tvent hata kom-
múnistar. — Ællun mín með
þessum línum var sú, að vekja
athygli foreldra og aðstandenda
barna hér i borginni á kristi-
legu barnablaði, sem eg hefi
nokkuð kynst liér og tel vera
svo gott blað, að verl sé að
vekja athygli á þvi. Blað þetla
er Ljósberinn. Eg tel aðalkost
þessa blaðs einmitt þann, hvað
það er ákveðið kristilegt, þvi
það ætla eg, að öllum muni
skiljast, að þegar ákveðin guð-
leysisstarfsemi er hafin meðal
æskulýðsins, að þá þarf ákveðna
kritsilega starfsemi á móti. Eg
vona það, að á móti þessari
guðleysisstarfsemi verði þegar
liafin sókn, og fyrir lienni
gangist atkvæðamenn þessa
bæjarfélags, tel þar á meðal
prestana sjálfsagða forgöngu-
menn. Og einn drjúgasta þátt-
inn í þeirri sókn mundi eg
telja það, að stutt væri að út-
breiðslu þessa barnablaðs og
yfirleitt hlynt að kristilegum
blöðum og starfsemi á meðal
æskulýðs bæjarins, því þar livgg
eg að gott og þarfl starf sé
unnið.
Z.
Sannleiknr og villa.
--O--
Fyrir iiærfelt liálfri öld skrif-
aði D. Cliarles Portherfield
liarla eftirtektarverða lýsingu
af viðureign sannleikans og vill-
unnar innan kristnu kirkjunn-
ar. Hefir sú lýsing staðið bæði
í þýskum og dönskum, enskum
og norskum blöðum, og á við
vora tíma, engu siður en þá,
cr liún var rituð. Fer hún hér
á eftir, í lauslegum íslenskum
búningi:
„Þegar villan (þ. e. villukenn-
ingin, liver sem liún er) nær
að smeygja sér inn í kirkjuna,
sjáum vér liana jafnan á þess-
um þremur þroskastigum:
1. Fyrst krefst villan um-
burðarlyndis, að hún sé látin
hlutlaus. Talsmenn hennar tala
þá á þessa leið við liina mörgu
andmælendur: Þið þurfið ekki
að óttast okkur; við erum svo
fáir og áhrifalausir. Lofið okk-
ur að vera í friði; ekki munum
við raska ró kirkjunnar. Kirkj-
an hefir sína játningu, sem okk-
ur dettur ekki í liug að am-
ast við. Við kref jumst þess eins,
að við séum látnir i friði með
einka-skoðanir okkar.
2. Þegar villan hefir svo ver-
ið umborin þannig um nokkurt
skeið, færir hún sig upp á skaft-
ið og fer nú þess á leit, að
henni verði gert jafnhátt undir
höfði, eins og sannleikanum:
Sannleikur og villa eiga að
njóta jafnréttis. Kirkjan má
,ekki láta það á sannast, að liún
kveði upp ákveðinn dóm, öðr-
um aðilanum i vil —- það væri
hlutdrægni. Það lýsir þröngsýni
og liörku, að segja að sannleik-
urinn sé rótthærri. Látum okk-
ur vera ásátta um það, að liver
liafi sína skoðun. En sá, sem
heldur sannleikanum fram sem
(fullum) sannleika, Iiann er
hlutdrægur. Meginalriðin lialda
báðir aðilar fast við; Það, sem
ágreiningur er um, eru smá-
munir. Sá, sem öðru heldur
fram, raskar friðí kirkjunnar.
Sannleikur og villa eru tvö Iilið-
stæð öfl, sem kirkjunni er ætl-
að að samræma með hyggind-
um og forsjá.
3. Þegar villan er svo vel á
veg komin, á hún skaml eftir
ófarið að þvi marki, sem hún
hafði sett sér í fyrstu: að ná
drotnunarvaldi innan kirkjunn-
ar. Alt að þessu liefir sannleik-
urinn umborið villuna; nú verð-
ur hann sjálfur að láta sér
nægja að vera umhorinn — og
það að eins um stundar sakir.
Um öll ágreiningsefni heimtar
villan úrskurðarvaldið. í virð-
ingarstöðurnar skipar hún sin-
um mönnum — ekki þrátt fyrir
afhrigðin frá trú og kenningu
kirkjunnar, eins og i fyrstu,
heldur einmitt vegna þeirra. —
Hún livetur til frálivarfs frá
trúnni og fær menn til að hafna
sannleikanum og gerast sem öt-
ulastir á þvi sviði.“
Er ekki þessi lýsing alveg
eins og hún væri samin um
vora tíma?
Það er um að gera, bæði fyr-
ir hvern kristinn einstakling og
söfnuðina í heild sinni, að vera
vel á verði. Þvi að nú er hættu-
legri tið, en nokkru sinni áður.
En ef vér höldum oss að
Drotni og hans orði, þá mun
hann leiða oss til sigurs.
Á. Jóh.
Metaskrá Í.S.Í.
Sund fyrir karla:
10 st., frjáls aðferð, 31,6 sek.
Jón D. Jónsson (Æ.). Sett 14.
sept. 1930..
100 st. Frjáls aðferð, 1. m.
14.3 sek. Jónas Halldórsson.
(Æ.). 26. júlí 1931.
400 st. Frjáls aðferð, 6 m.
39.4 sek. Sami. Sett 30. júlí
1931.
500 st. Frjáls aðferð, 8 111.
44,8 sek. Sami. Sett 23. ágúst
1931.
1000 st. Frjáls ^aðferð. 20 m.
57 sek. Magnús Magnússon (Iv.
R.). Sett 12. sept. 1929.
100 st. bringusund. 1 111. 33,5
selc. Þórður Guðmundsson (Æ)
sett 12. júli 1931.
200 st. bringusund. 3 111. 19
sek. Jón Ingi Guðmundsson
(Æ.). Sett 23. júní 1928.
400 st. bringusund. 7 m. 10,8
sek. Þórður Guðmundsson
(Æ.). Sett 27. júlí 1930.
500 st. bringusund. 9 m. 1
sek. Jón Ingi Guðmundsson
(Æ.). Sett 26. ágúst 1928.
100 st. baksund. 1 m. 40 sek.
Jónas Halldórsson. (Æ.). Sett
6. júli 1930.
4x50 st. boðsund. 2 m. 14,2
sek. Sundfélagið Ægir, Rvk.
Sett 30. júli 1931.
100 st. stakkasund. 2 m. 39,2
sek. Jón D. Jónsson. (Æ.). Sett
15. júlí 1928.
Sund fyrir kbnur:
50 st sund, frjáls aðferð, 43,6
selt. Regína Magnúsdóttir. (K.
R.). Sett 26. júní 1927.
1000 st. sund. Frjáls aðferð.
22 m. 1,2 sek. Sama. Sett 15.
ágúst 1926.
100 st. bringusund. 1 m. 44,8
sek. Þórunn Sveinsdóttii'. (K.
R.). Sett 30. júli 1931.
200 st. bringusund. 3 m. 41
sek. Sama. Sett 26. júlí 1931.
100 st. baksund. 1. m. 51,3
sek. Regína Magnúsdóttir. (K.
R.). Sett 10 mai 1927.
Gnðm. Guðmondsson
frá Deild.
Dáinn 8. mai 1932.
Okkar setta ævi skeið
uppi hlýtur fjara.
Þú ert genginn þessa leið,
Jxá sem allir fara.
Margir sakna munu þín,
mætur félags bróðir.
Hjörtun klökna hér þá sýn
hverfa drengir góðir.
Meðan lrér þú liafðir töf,
lilaustu ei menta forða,
en veittist þér i vöggugjöf
vii og snilli orða.
Hugsana þú liafðir vald
hreint i flestum greinum,
Aldrei sigldir undanhald
í orðum fyrir neinum.
*
Öðrum gastu, eins og mér,
aukið gleði af tali.
Fáir voru fremri þér
að fyndni og orðavali.
Alstaðar sem ættir vin,
ef eitthvað bar á milli.
Gafst þin æ, sem geisla skin,
gamanyrða snilli.
Eitthvað þó að ættir bágt,
altaf sýndist glaður.
Enda varstu á ýmsan hátt
yfirburða maður.
\
Hvar sem að þú lagðir lið,
á landi eða sævi,
ætíð varstu ofan við
annara meðal-hæfi.
t
Þó að oft þér yrði tamt
orðum hreyfa af gáska.
I hjarta þínu hélstu samt
heilög jól og páska.
Undir gáska áttir dygð,
oft sem kom að góðu.
Sýndir öllum sanna trygð
sem þér nærri stóðu.
Farðu kæri vinur vel.
Vert er þig að muna.
Þú hefir sigrað þraut og lieJ.
Þökk fyrir samveruna.
Eilífðar við æðra skin
ert þú sæll i Kristi.
A þitt leiði látni vin
legg eg þessa kvisti.
Gamall vinur og félagí.
B. J.
= -......... :...........:
Ferþraut.
(1000 st. hlaup. — 1000 st.
lijólréiðar. — 1000 st. róður. ■—-
1000 st. sund.) 35 min. 51.1 sek.
Haukur Einarsson. (K. R.)*
Sett 31. ágúst 1930.
Kappróður, 2000 sL
(4 ræðarar).
8 min. 9,6 sek. Glímufélagið
Armann, Rvk. S|ett 13. sept,
1931.
Ath. ÖIl sundmetin eru sett í
svölum sjó, en ekki volgum
laugum.
4 herbergi
og eldhús, eða 2 íbúðir 2 her-
bergi og V2 eldhús til leigu nú
þegar á Smiðjustig 6.
Afar lientugur staður t. d,
fyrir saumastofu eða annan at-
vinnurekstur. Semja ber við
Kristján Siggeirsson,
Laugaveg 13.