Vísir - 11.06.1932, Síða 2

Vísir - 11.06.1932, Síða 2
V 1 S I R Fyrirliggjandi: Nýtt pressuger. London, 10. júní. United Press. - FB. Lundúnaför De Valera árangurslaus. Opinberlega tilkynt, að sam- komulagstilraunirirnar milli De Valera og bresku ráðherranna hafi farið út um þúfur. Deilu- atriðin voru rædd ítarlega, en ógerlegt reyndist að ná sam- lcomulagi. — De Valera er lagð- ur af stað heimleiðis um Liver- pool. Rómaborg, 11. júní. United Press. - FB. Flugferðaráðagerðir ítala. Talið er víst, að italski flug- málaráðlierrann Balco, áformi að senda flugvélaflota til heim- sóknar í Bandarikjunum. Flug- vélarnar verða tuttugu og fjór- ar alls og Balco verður höfuð- maður leiðangursins. Ráðgert er að fljúga um Bristolsundið til íslands, Grænlands, Labra- dor, Quebec og þaðan til Chi- cago, en þar á að halda alþjóða flugmannaþing. Áreiðanlegar fregnir eru ekki fyrir hendi mn þessi áform, en tahð, að þau verði eigi framkvæmd fyrr en í maímánuði næstkomandi. Berlín, 10. júní. United Press. - FB. Frá Þýskalandi. von Gayl innanríkismálaráð- herra liefir haldið ræðu og neit- að þvi, að von Papen stjórnin áformi að endurreisa keisara- veldið i landinu. Hins vegar kvað von Gayl svo að orði, að eins og legu Þýskalands væri háttað, væri einveldi heppileg- asta stjórnarfyrirkomulagið. Chicago, i júní. United Press. - FB. Bifreiðaslys aukast. Bifreiðaslys jukust um 12% í Bandaríkjunum á fyrstu tveim mánuðum yfirstandanda árs, miðað við sama tímabil i fyrra. Alls biðu 4,800 manns bana af völdum bifreiðaslysa í landinu í janúar og febrúar í ár, en 4,300 i fyrra. Berlín, í júni. United Press. - FB. Leiðangur til Peru. Leiðangur þýskra fjahgöngu- manna og visindamanna fer innan skamms til Perú til ým- islegra rannsókna og athugana í þeim hluta Andesfjalla, sem kallast Cordillera Blanca. Höf- uðmaður leiðangursins verður dr. P. H. Borchers, en hann tók þátt í leiðangrinum, sem farinn var til Tíbet árið 1928. Leiðang- ursmennirnir hafa með hönd- um véðurathuganir, jarðfræði- legar og landfræðilegar athug- anir. Þegar þessum störfum er lokið er gert ráð fyrir, að leið- angursmennirnir taki að sér samskonar athuganir í fjöllun- um í Chile og Argentínu. Dr. Theodor Herzog frá háskólan- um í Jena hefir með höndum landfærði- og grasafræði-athug- anirnar, dr. Hans Kinzl frá há- skólanum í Heidelberg rann- sóknir á jöklum, en Hermann Hörlin frá Baden, frægur fjall- göngumaður og ljósmyndari, annast myndatökur o. fl. Hör- lin tók þátt í þýska Himalaýa- leiðangrinum 1930. Annar frægur fjallgöngumaður, Erwin Schneider frá Tyrol ætlar að gera tilraun til þess að komast upp á Huasacaran-tind, sem er talinn 6,760 metra hár, en eng- inn hefir, svo menn viti, gengið á tind þennan. Utan af landL Akureyri, 10. júní. — FB. Krossanesverksmiðjan verður að líkindum ekki starfrækt í sumar. Hefir framkvæmdar- stjórinn, Holdö stórkaupmaður, gefið til kynna, að sökum þungra skatta og álaga á verk- smiðjureksturinn oghárrakaup- greiðfelna teldu eigendur verk- smiðjunnar ,sér ekki fært að starfrækja liana, á meðan verð- ið á afurðum hennar væri jafn lágt og nú. Fundur var haldinn hér i gær af fulltrúum Glæsibæjarhrepps, Akureyrarkaupstaðar og út- gerðarmanna og verklýðsfélags- ins í Glerárþorpi, til þess að reyna að fá því til lciðar kom- ið, að verksmiðjan yrði starf- rækt í sumar. Var kosin fimm manna nefnd til þess að vinna að þessu. Símaði hún þegar at- vinnumálaráðlierra og baðst fulltingis ríkisstjórnarinnar. Stjórn verkakvennafélagsins liefir fengið þá breytingu á fiskverkunartaxtaniun, að á- kvæðisvinnuákvæðið um fisk- þvott er felt burtu og gildir því sama kaupgjald um fiskþvott og aðra fiskvinnu. Hríðarveður i nótt og snjóaði niður í f jallsrætur. Nýja-Sjálaad os ástandið þar. —o— Óeirðir liafa verið tíðar i Nýja-Sjálandi á undanförnum mánuðum. I einu uppþotinu söfnuðust 4000 manna saman fyrir utan þinghúsið í Welling- ton og hófu grjótkast inn um glugga þess. Að þvi búnu æddi lið þetta um borgina, braust inn í búðir og gerði þar mikil spjöll. Upp|x)t þetta léiddi af kröfugöngu, sem haldin var í mótmælaskyni út. af því, að styrkurinn til atvinnuleysingj- anna hafði verið lækkaður að tilhlutan ríkisstjómarinnar og samþyktar ráðstafanir um að menn yrði að láta vinnu í té fyrir fjárgreiðslur. ríkisins. — Samskonar uppþot urðu nýlega i Dunedin og Auckland. Af eyðslusemi og óhófs- stefnu þeirra, sem ineð völdin hafa farið í landinu, hefir leitt, að óeirðir eru í landinu, tíð uppþot og jafnvel blóðsútliell- flnskvaroa Vapettfabriks AB. þessi heimsfræga sænska verksmiðja framleiðir: Ofna og eldavélar, gasvélar, ofnrör, ýmsar steypuvörur, svo sem potta, þakglugga og úti- bekki, pönnur, pressujárn, straujárn (rafm.), kjötkvarnir, ísvélar, kaffikvarnir, brauð- hnífa o. fl. o. fl. Umboðsmenn: Þdrðnr Sveinsson & Go. Grímsá í Borgarfirði með liúsum og öllu tilheyrandi, til leigu til 20. júni. — Upp- lýsingar í sima 1001. ingar. Þeir, sem með völdin fóru, töldu þjóðinni trú um, að engin takmörk væri fyrir því, hve stór og dýr lán mætti taka til opinberra framkvæmda og til þess að greiða mönnum fé fyrir að sitja í iðjuleysi. Og nú sýpur þjóðin seyðið af þess- ari óviturlegu stefnu. Viðskifta- lífið í landinu hefir aldrei verið í verra ásigkomulagi en nú. Svo freklega hefir verið gengið að skattgreiðendunum, að geta þeirra er sló rlega lömuð. Mikill hluti. tekju- og eignarskatts gengur til Jpess að greiða at- vinnuleysiss tyrki, en jafnframt verður stöðugt meiri skortur fjár til þess að halda uppi at- vinnufyrirbækjunum i landinu. I engin ný fyrirtæki er ráðist, rikistek j lU'nar fara minkandi og atviruiuleysið eykst. Þetta eru afleiðingar ólióflegrar eyðslu og óhyggilegrar fjár- málastefnu, þ. e. að taka lán á lán ofan og skattleggja borgar- ana til þess að \ geta haldið áfram fjáraustri til þess, sem engan arð gefur þjóðinni. Lánstraust ríkisins er þori'ið og almenningur hefir drukkið í sig þær skoðanir, að rikið eigi að sjá fyrir öllum borgurum landsins. Menn sjá eigi lengur sóma sinn í því, að sjá fyrir sér sjálfir. Sama liefir reynslan orðið í Englandi, Ástraliu, New- foundlandi og í Nýja-Sjálandi. Það er Iiin dýrkeypta reynsla á frainkvæmd socialistiskra hugmynda. Það, sem læra má af þessari reynslu er það, að ef eyðsla rikisstjómanna heldur áfram að vaxa þangað til þjóð- arauðurinn er að þrotum kom- inn, þá er stefnt i beinan voða og hrun fyrir ríkið og einstak- lingana og þjóðar-vansæmd. (Úr amerísku blaði). Illur leikur. Það er vist alment viðurkent meðal siðaðra manna, að þeir, sem dánir eru, eigi að fá að hvíla i friði og óáreittir. Sagan varðveitir nöfn þcirra, sem stað- ið hafa i fylkingiarbrjósti, t. d. á liinum pólitískai vígvelli, eða getið sér orðstír c»g frægð með öðrum hætti. En allur þorri manna gleymist, og flestir mjög bráðlega. Síðustu árin hefir sá liáttur verið upp tekinn af ákveðnuin flokki manna, að ráðast á mannorð og minningu þeirra, sem dánir eru, ef liaganlegt hef- ir þótt eða líklegt til einlivers árangurs. Þetta hefir yfirleitt verið fordæmt og ekki talið sæmilegt neinmn heiðarlegum manni. En hitt er þó lítið hetra, að hlaða oflofi á dána menn, Ijúga upp á þá afreksverkum, sem allir vita, að þeir hafa hvergi nærri komið. Slíkt oflof er ekk- ert annað en háð og spott og verður auðvitað skilíð svo, sem verið sé að draga dár að minn- ingu hins framJiðna. En það er illur leikur og óþarfur og get- ur valdið sársauka, þar sem síst skyldi. Enginn kunnugur maður ef- ast um það, að Sigiurður heit- inn Jónsson frá Ysta-Felli hafi verið valinkunnur maður. Hann var það áreiðanlega. En þann kom gamall og slitinn á þing og naut sín, þar aldrei þau fáu ár, sem liann átti þar sæti. Hitt er víst, að hann vildi láta gott af sér leiða. Þless er ekki að vænta, að gamall' og lúinn bóndi, sem lætur leiðast til þess, ókunnugur öllum stjórnarstörf- um, að takast á hendur ráð- herraembætti á vandræðatím- um, geti á svipstundu glöggvað sig á umsvifamiklum og flókn- um störfum og ráðið fram úr vandamálum lieillar þjóðar. Það er sitt livað, að gegna bú- sýslustörfum uppi í sveit, eða að annast búskap heillar þjóð- ar. Það er létt verk að rabba við bændur og búalið um kaup- félög og þess liáttar. Hitt er erf- iðara, að semja við framandi þjóðir á ófriðartímum. — Og eg geri fastlega ráð fyrir, að Is- lendingar eigi yfirleitt bágt með að skilja, hvernig það megi vera, að íslenskur bóndi eða hver annar islenskur borgari, geti ráðið yfir vöruverðinu á lieims- markaðinmn. — En þvi er lialdið fram í „Tímanum“ síð- ast, að þetta hafi Sigurður heit- inn Jónsson frá Yzta-Felli gert. Blaðið segir, að árið 1917, þegar S. J. varð ráðherra, liafi hann þurft „að leysa“ tvö mál sérstaklega. „Annað var versl- unin með erlenda nauðsynja- vöru, liitt var ástand Lands- bankans“. — Og því er haldið fram, að S. J. hafi tekist að „tryggja landsmönnum nægi- lega matvöru ineð sanngjörnu verði“, þó að alt vöruverð væri þá ósanngjarnt og hátt. - Þetta er furðuleg staðhæfing. Dettur nokkurum manni i hug, að S. J. hafi getað ráðið einhverju um verðlag á útlendum vörum — verðlag á heimsmarkaðinum ? — Mér þykir það ósennilegt. Sannleikurinn er sá, eins og all- ir vita, að íslendingar urðu að sætta sig við það verð, sem heimtað var á hverjum tíma fyrir erlendar vörur, eins og all- ar aðrar þjóðir, og það verð var breytilegt nokkuð, en æfin- lega liátt þessi árin. Vitanlega var það á einskis manns færi hér, að ráða neinu um það verð- lag, en flutningurinn á vörun- um hingað til lands inun stund- um hafa orðið óþarflega dýr, aðallega vegna þess ,að fákunn- andi menn yoru að basla við þau störf, sem þeir réðu ekki við. Skakkaföllin frá þeim ár- um (1917—192(/) eru alkunn og ekki fallin í gleymsku. Eg ef- ast ekki um, að Sigurður Jóns- son, sem þá gegndi ráðherra- störfum, liafi reynt að stjórna verslunarmálunum svo vel, sem honum var auðið, en mistökin og skakkaföllin voru mörg og Bæjar- girdingin verður smöluð á morgun. Óskað, að menn fjöhnenni og smalamenskan geti byrjað ekki siðar en kl. 10. Fjáreigendafél. Reykjavíkur. stór, Annars sé eg ekki ástæðu til, að fara að rekja það mál liér. ^En þegar því er haldið fram, að ráðherra framsóknar hafi gert eitthvert kraftaverk í lækkun vöruverðs á heims- markaðinuin 1917 eða síðar, þá verður það ekki skoðað öðru vísi en sem beint skop og háð og tilraun til þess, pð yarpa skringiljósi yfir minningu þess framliðna ráðherra, sem hér á hlut að máli. Þá er liitt málið. Greinarhöf- undurinn segir, að Sigurður heitinn Jónsson hafi breytt „Landsbankanum úr kliku- banka i þjóðbanka.“ Mér þykir hætt við, að ahnenningur eigi bágt með að átta sig á þessum visdómi. Það er nefnilega alls ekki kunnugt, að Sigurður heit- inn Jónsson liafi breytt Lands- bankanum hið allra minsta. Þær breytingar, sem orðið hafa á fyrirkomulagi bankans, eru áreiðanlega ekki verk neins ein- staks manns og er það mál svo kunnugt, að ekki þarf um að ræða. S. J. mun liafa verið horf- inn úr ráðherrasessi og af þingi fyrir löngu, er þær breytingar gerðust á fyrirkomulagi bank- ans, sem greinarhöfundurinn virðist eiga við. Landsbankinn varð ekki þjóðbanki, fyrr en honum var fenginn í liendur seðlaútgáfurétturinn. Þetta veit höf. mætavel, en hann kann bara betur við, að fara rangt með þetta, eins og annað. Það er vitanlega ekki mitt verk, að bera liönd fyrir höfuð látinna framsóknarmanna. En eg kann því mjög illa, að ver- ið sé að gera gys að þeim, sem lagstir eru til liinstu hvíldar og geta ekki borið liönd fyrir höf- uð sér. — Menn verða að gæta þess, að oflof er sama sem háð og sómir sér litlu betur en arg- asta níð. Kaupsýslumaður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.