Vísir - 03.07.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1932, Blaðsíða 3
V í S I R 'poooooooaaoooooooooooooootxxmaooooooooooaoooaooooaocM Hjartans þakkir flyt eg ölluin hinum mörgu, sem glöddu mig á einn eður annan hátt á 80. afmæli mínu. Elliheimilinu 2. júlí 1932. , Jónea Kristín Jónsdóttir. kxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx KXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXH Þökk fyrir allan kærleika og vihsemd, sem komið hefir fram við mig i tilefni af fimtugsafmæli mínu. Sigurjón Jónsson. KXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXM Fjórða og síðasta sýningarskrá. Anna Borg og Poul Reumert lesa og leika FAUST eftir Göethe. Mánudaginn 4. júlí í Iðnó kl. 8% síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó sunnud. kl. 4—-7 síðd. og mánudag eftir kl. 12. Simi 191. t sumarbústaði, úttlegar og ferðalðg, er handhægl og gott að lmfa með sér hina fjölhreyttu niðursoðnu rétti frá oss: Smásteik (Gullasch), ' Lifrakæfa (Leverpostej), Saxbauti (Böfkarbonade), Iiindakæfa, Bayjarabjúgu (Wienarpylsur), ' Kindakjöt, Medisterpylsur, Nautakjöt. Steikt lambalifur, Kjötká), Kjötbollur, Fiskbollur, Dilkasvið, Gaffalbitar. Ennfremur: Áskurður (á brauð), fjölbreyttari og betri tegundir, en áður liafa verið framleiddar hér á landi. Allt úr innlendum efnum, unnið á eigin vinnustofum. I smásölu, í útsölum vorum: Matardeildinni, Hafnai',stræti 5, simi 211, Matarbúðinni, Laugaveg 42, shni 812, og Kjötbúðinni, Týsgötu 1, simi 1685. Sláturfélag Suðurlands. Heildsala: Lindargötu 39, sími 249 (3 línur). .Júlíus Júliníusson skipstjóri á „Brúarfossi“ lief- 3r legið sjúkur hér í bænum undaníarið. Hann varð hér eft- ir af skipinu í næst-síðustu ferð ;íþess til útlanda. Nú er hann kominn svo til heilsu, áð liann er tekinn aftur við skipstjóm- inni á „Brúarfossi“ og stýrði honum i för hans vestur um land og til útlanda liéðan í íyrradag. Sjúkdónmrinn var að- kenning af ristilblæðingu. >G.s. Island fór vestur og norður í fyrra- kveld. E.s. Suðurland fór til Borgamess í gær og .er væntanlegt aftur í kveld. Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af sira Árna Sigurðs- :syni ungfrú Rebekka Isaksdótt- ir, Fífuhvammi og Viggó Iv. O. Jóhannesson ísliússtjóri, Jófríð- :arstöðum. Kappreiðar. Hestamannafélagið „Fákur“ efnir til kappreiða í dag og liefjast þær á skeiðvellinum \ið Elliðaárnar kl. 3. Fjöldi nýrra gæðinga keppir að þessu sinni. Talhlaup verður sýnt í fyrsta sinni á þessmn kappreiðum og mun marga fýsa að sjá það. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: kr. 4.00 frá M. G. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. — Almenn sam- ;koma í kveld kl. 8. Bethanía. Samkoma í kveld kl. 83/2. — Allir velkomnir! Knattspymumót íslands. I kveld kl. 8/2 keppa Valur >og Vikmgur. Allir út á völl! Tónlistarskólinn tekur til starfa 1. okt. n.k. Um- -sóknir eiga að vera komnar Páli Isólfssyni, skólastjóra, í hendur fyrjr nhðjan sept. Sjá augL .Atvinnuleysisskráning fer fram á morgun að tilhlutun Sjómannafélags Reykjavíkur og Verkamannafél. Dagsbrúnar. Sjá :augl. „Rún“. Hinir nýju eigendur trésmíða- og líkkistuverksmiðjunnar „Rún“ aug- lýsa í blaðinu í dag hverskonar ;störf verksmiðja þeirra tekur að sér, svo sem hurða- og glugga- smíði úr ýmsum viðartegundum, viðgerðir, innréttingar o. m. fl. — Verksmiðjan hefir ávalt fyrirliggj- andi líkkistur af öllum stærðum og sér um jarðarfarir að öllu leyti. Þrastalundur. Bifreið verður í sumar til afnota fyrir gesti i Þrastalundi. Geta þeir, sem þess óska, farið í bifreið til ýmissa fagurra staða í nágrenni gistihússins. Sjá nánara í augL, sem birt er í blaðinu í dag. Garnla Bíó sýnir i fyrsta sinni í kveld kl. 9 kvikmyndina „Skipsfélagar“, sem er talmynd í 9 þáttum. Á alþýðu- sýningu verður sýnd ágæt rnynd, „Fra Diavolo“. Aðalhlutverkið þar leikur Tino Pattiera, heimsfrægur söngvari. Nýja Bíó sýnir þessi kveldin kvikmyndina „Dansinn i Wien“. Er þetta þýsk tal- og söngvakvikmjnd frá Ufa- félaginu. Hefir mikið þótt til þess- arar kvúkmyndar koma erlendis. Aðalhlutverk leika Willy Fritch og Lillian Harvey. Ctvarpið í dag. 10,00 Messa í dómkirkjunni (sira Bjarni Jónsson). 11,15 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Bamatimi (Hinrik Thor- arensen). 20,00 Klukkusláttur. Erindi: — Skemtanir a Spáni (cand phil. Þór- hallur ÞorgiLsson). 20.30 Fréttir. 21,00 Grammófóntónleikar: Fiðlu-sónata í G-dúr, eft- ir Beetlioven. Kórsöngur: Lög úr „Mes- sias“ eftir Hándel, sungin af Royal Choral Society. Danslög til kl. 24. Grænlandsmðlið. a Smurt fcrauð, nesti etc. sent heim. QQ Veitingar. ■AT8T0FAN, AðalstrsU 9. Nú fer að reka að því, aÖ flytja eigi Grænlandsmálið fyrir dóm- stólnum í Haag, og eru Danir bún- ir að ráða sér þar málflytjanda, prófessor Charles de Vissrher fr£ Genfc. Upprunalega var svo til ætíast og ákveðið, að málspartar skyldd leggj a sókn og vöm fyrlr dónj' stólinn i. júlí síðastliðinn. Þótti Dönum fresturinn, sem málssvari þeirra fékk til þess að kynnast mál- inu, vera full skammur, og leituðu þeir hófanna í Haag og i Noregi um lengingu á þessum fresti. Norsk blöð, bæði Aftenposten og Dag- bladet, hafa tekið þessu frekar illa, og þykir önnur muni vera ástæðan fyrir beiðninni, en látið er í veðri vaka, en dómstóllinn í Haag hefir lengt frestinn fram'í miðjan ágúst. En livað hefir stjórn íslands hafst að í málinu? Það var sam- þykt á Alþingi í fyrra, að ísland skyldi láta flytja sinn málstað í þessu efni fram fyrir dóminn líka, og lét hin nýfráfarna stjórn gera mikið álitsskjal um málið. Siðan hefir ekkert heyrst um ])að. Á sið- asta þingi bar Pétur Ottesen að vísu fram fyrirspurn um hvað mál- inu liði, en hún kom aldrei til greina. Það er nú alþjóð nokkuð nauð- synlegt að fá að vita, hvort málið hefir lcgnast útaf í höndum síð- ustu stjórnar, og hvort hún hafi ekki komist til þess að anna þvi fyrir áfergju við að reyna að halda i völdin. Hefir íslenska stjórnin ráðið sér málssvara fyrir dómstólnum í Haag, og er hún viðbúin að leggja þar fram sín plögg i miðjum ágúst næstkomandi, og ef svo er ekki, hvað hefir nýja stjórnin gert til þess að bæta úr því? Eða eru innanlandsdeilurnar búnar að gera stjórnirnar svo ein- rænar, að þser fái ekki séð utan- rikismál vor og nauðsyn ]>ess, að þar sé verið á verði? Komi ísland ekki fram fyrir dómstólinn í Haag i þessu máli, hvort sem það er íyrir hirðuleysi stjómarinnar eða af öðru, hefir það,. eftir það sem á undan er gengið oii5ið sér til minkunar frammi fyrir Evrópu, og það sem verst cr, fært Norðuriöndum og sérstaklega Noregi heim sannin um, að ekki þurfi að taka utanrikis- málarekstur vorn nema sem hvert annað marklaust gaspur. Br. Gr. Hestamannafélaoifi Fðknr. Kappreiðar Fáks liefjast kl., 3 í dag á skeiðvellinum við Elliðaárnar. — Fjöldi nýrra gæðinga keppa og þátttaka*meiri en nokkru sinni áður. Tafhlaup (hindrnnarhlanp) verður í fvrsta sinn sýnt á þessum kappreiðum. STJÓRNTN. í Þrastalundi er oftast sólskin og blíðviðri, 1. flokks simstöð. Allar upplýs- ingar gefnar á Skjaldibreið. Bíll verður í surnar til afnota fyrir gesti, sem óska að fara til hinna ýmsu skemtilegu staða, i öll- um áttum i nágrenni [Þrastalundar. Eánnig verða ferðir mánu- dagsmorgna til Revkjavikur ef óskast. Tonlistarskdiinn tekur til starfa 1. október n. \k. með svipuðu fyrirkomulagi og síðasta vetur. Umsóknir séu komnar fyrir miðjan septembermánuð. Nánari upplýsingar gefur. Páll ísólfsson skólastjóri. Tilkynninö frá austurrisku ræðismanns- skrifstofunni um reglur þær, sem giida i Austurríki um er- lendan gjaldeyri, er ferðamenn hafa meðferðis frá útlöndum. Útlendingar, er koma til Austurríkis og hafa meðferðis erlendan gjaldmiðil (seðla, gull eða silfurmyntir, víxla, ávísan- ir —• einnig svonefndar ferða- ávisanir) geta innan tveggja mánaða frá því, er þeir komu til landsins, tekið með sér aft- ur til útlanda fyrirstöðulaust sömu upphæðimar í útlendri mynt, þó því að eins, að þeir hafi við komu sína til landsins látið landamæraverði (Grenz- rita á vegahréf sitt þær, er þeir liafa kontrollc) upphæðir meðferðis. Austurrískur gjaldmiðill, sem komið er með til Austurríkis, telst eigi til þess fjár. er færist inn á vegabréf. Án áðuniefndrar hmfærslu er ekki liægt án samþykkis þjóðbankans í Austurríki að flytja með sér við brottför sina úr landinu stærri fjárhæð en hér segir: 1. Austurrískan gjaldmiðil (að undanteknum gullniynt- um) alt að 200 s., þar af silfur- peninga alt að, 10. s. 2) Ctlendan gjaldmiðil (að undanteknum gullpeningum) alt að 500 s., þar af 20 s. silfur- peninga. e

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.