Vísir - 08.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R DWbihhh&Qlseh Blautsápan eftlrspuröa, er komin aftur. Símskeyti Cher'bourg, 7. júlí. United Press. FB. Kafbátur sekkur. 66 menn farast. Fralckneskur kafbátur „Pro- methe“, sökk 20 mílur undan Cherbourg í dag. Óttast menn, að 70 menn hafi farist. Fiski- menn hafa bjargað 7 af skip- verjmn. Síðari fregn: Opinberlega til- kynt, að 66 menn hafi farist þegar kafbáturinn sökk. Alls voru 73 menn á kafbátnum, þ. á. m. margir sérfræðingar. Helsingfors, 7. júlí. United Press. FB. Frá Finnum og Rússum. Svinliufvuð forseti hefir fyrir Finnlands hönd endanlega sam- þykt samning þann, sem Finn- land og Rússland liafa gert með sér, þess efnis, að livort landið um sig heitir því, að ráðast eigi á hitt, lieldur jafna deilumáhn með friðsamlegum liætti. Frá bæjarstjðrn. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn hér í gær og fór sjálfur fund- urinn ntjög friðsamlega fram, og áhorfendur innan veggja hinir prúðustu. Hinsvegar vitað um |iað fyrir fram að viðbúnaður mikill var til þess að gera aðsúg að fundinum, og hafði bæði al' hálfu „jafnaðar“-manna og kommúnista verið skorað á alþýðu að fjöl- menna á fundinn, þó að allir vili að ekki er húsrúm fyrir fleiri en 50—70 áheyrendur í fundarhús- inu, og var ]>ví lögreglan látin hafa hemil á aðstreyminu.og var ekki hleypl inn í húsið nema hæfdegum fjölda. Störf bæjarstjórnar gengu og mjög greiðlega; var þeim lokið kl. 8, og stóð fundurinn þannig aðeins þrjár stundir, og fór þó megnið af þeim tíma í umræður um síðasta dágskrárliðinn: atvinnu- leysið og ráðstafanir til þess að bæta úr því, sem tekið hafði ver- ið á dagskrá eftir beiðni Stef. Jóh. Stefánssonar. Bar St. Jóh. St. fram tillögu af hálfu þeirra jafnaðarmanna og var hún í 15 liðum, um ýmsar ráðstafanir til að bæta úr vandræðum atvinnu- leysingja í bænum, og fylgdi hann tillögunni úr hlaði með alllangri ræðu. — Borgarstjóri taldi ýms vandkvæði á framkvæmdum þess- arar tillögu. — Jakob Möller lagði til að tillögu St. Jóh. St. yrði vís- að til fjárhagsnefndar til athug- unar, og yrði síðan kallaður sam- an auka-bæjarstjórnarfundur, er lokið væri þeirri athugun, ef fjár- hagsnefnd teldi þess þörf. Var þessi tillaga samþykt með 7 at- kvæðum gegn 5, að því viðbættu að nefndin hraðaði störfum sín- um* — Ólafur Fr. bar fram til- lögu um það að skora á ríkisstj. að „setja þegar í gang síldarmjöls- verksmiðjuna á Siglufirði“, en þeirri tillögu var visað frá með svohljóðandi rökstuddri dagskrá frá Jak. M.: í trausti þess að ríkisstjórnin starfræki síldar- bræðsluverksmiðjuna á Siglufirði, ef fært er, tekur bæjarstj. fýrir næsta mál á dagskrá. — Var dagskrártillagan samþykt með 8:6 atkvæðum. Kosning liafnarstjórnar. Samkvæmt nýjum lögum um hafnarstjórn Reykjavíkur, fór fram kosning á fimm fulltrúum í hafnarstjórn. Kosnir voru innan bæjarstjórnar: Einar Arnórsson og Jón Ólafsson, af hálfu sjálf- stæðismanna, og Sigurður Jónas- son af hólfu jafnaðarmanna, en utan bæjarstjórnar Ólafur Þ. John- son stórkaupm., af hálfu sjálfstæð- ismanna, en Jón Axel Pétursson af hólfu jafnaðarmanna. í barnaverndarnefnd samkvæmt nýjum lögum voru kos- in: Sigurður Jónsson skólastjóri, Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi, Jón Pálsson, fyrv. gjaldkeri, Maggi Magnús læknir (af hólfu sjálfstæð- ismanna), Katrín Thoroddsen, Að- albjörg Sigurðardóttir og Hallgr. Jónsson (af hálfu jafnaðar- og framsóknarmanna) og til vara: Guðrún J. Briem og Stefán Sand- holt og Laufey Valdimarsdóttir. Grjútkast og rúðubrot. Meðan á bæjarstjórnarfundinum stóð, voru allmikiLærsl úti fyrir, og er á leið fundinn var tekið að kasta grjóti inn um gluggana og voru flestar rúður brotnar. Einn steinninn kom á brjóst Péturs Sigurðssonar varabæjarfulltrúa, en glerbrotin hrulu um alt gólf. — Frásögn af ærsiunum úti fyrir er á öðrum stað í blaðinu. Stj ómarfar og atvinnuleysi. Það liefir oftlega verið vikið að þvi í greinum, sem hirst hafa í Vísi og fleiri blöðum, sem voru í andstöðu við stjórn þá, sem fór með völdin í land- inu, ])angað til samsteypu- stjómin var mynduð i vor, að erfiðleikaástandið í landinu sé ekki réttmætt að kenna ein- göngu krepj)unni. Á það liefir verið bent margsinnis og með skýrum rökum, að vegna ó- stjórnar þeirrar, sem þjóðin álti við að búa á meðan framsókn- arflokkurinn fór með völdin, studdur af jafnaðarmönuum, stóð þjóðin berskjölduð fyrir, er kreppan fór verulega að þjappa að mönnum hér á landi. Fé rikisins var eytt gegndar- laust og stórlán tekin til ]>ess að geta haldið áfram eyðslunni. Af henni leiddi, að ríkið liefir aldrei verið skuldugra en nú. Tekjur rikisins hafa rýrnað og fara enn rýmandi.Verð áöllum afurðum er lágt og söluerfið- leikar miklir. I*að er miklum erfiðleikum bundið að standa straum af lánunum, sem óhófs- stjómin tók, og halda öllu i horfi. En svo er þó koinið, sem betur fer, að eyðsluseggimir fara eigi lengur með völdin. Það varð að fá stjóm landsins gætnum mönnum í liendur, mönnum, sem hafa ábvrgðartil- finningu, mönnum, sem hafa vit og drenglund til þess að ráða fram úr. vandamálunum, þótt nú dynji á þeim ókvæðisorð þeirra manna, sem mest studdu að eyðslunni, þegar liægt var að gera mikið og þó leggja til lilið- ar, til notkunar i erfiðu árun- Um. Bindigarn Saumgapn Fypipliggjandi. Það mun nú vera orðið sæmi- lega ljóst öllum þorra lands- manna, að engin leið sé til að liaida áfram framleiðslunni til lands og sjávar, nema kauj)- gjald lækki, það þýðir ekki að heimta hátt kaup, þegar verð á öllum afurðum liefir fallið gíf- urlega og atvinnuvegimir hafa lamast stórkostlega. Megin- ]xuTa manna mun ljóst, að at- vinnustöðvun er yfirvofandi og neyð meðal verkalýðsins, ef samkomulag næst ekki um lækkun framleiðslukostnaðar- ins. En það eru einmitt for- sprakkar verkalýðsins, sem ein- blína á það eitt, að kaupið megi ekki lækka,og berjast með oddi og egg gegn því, að verkalýður- inn fái atvinnu, því að það er augljóst, að ef verkalýðurinn heimtar sama kauj) nú og á meðan afurðimar voru í háu verði, stöðvast framleiðslan al- gerlega við sjávarsíðuna. Það er ekki nema um tvent að velja: Atvinnu og lægra kaup eða at- vinnuleysi og óbreyttan papp- irskauptaxta. Kaup karla og kvenna, sem að sveitavinnu ganga sumar- tímann, hefir þegar lækkað að miklum mun, enda mundi bændum alment alls ekki liafa orðið kleift að kauj)a vinnu fyr- ir sama kaup og í fyrra og liitt eð fyrra, körlum 40—45 kr. um vikuna um sláttinn og konum 30 kr. Nú er kaup karla um sláttinn víða aðeins 25 kr. um vikuna og fjöldi manna í kauj)- stöðunum mundi fegins hendi gripa við tilboði lun að fara í kauj)a\lnnu fyrir það kauj), en eftirspurn er lítil. Eftirspurn eftir kaupakonum er allmikil, en Jieim mun óvíða goldið meira en 15 kr. um vikuna og sumstaðar minna. Enginn held- ur því fram, að eigi væri æsld- legt, að kaup f}7rir þessa vinnu væri miklum mun liærra, en það sanna er, að vegna verðfalls á afurðum bænda geta þeir eigi greitt liærra kaup en þeir gera, og margir þeirra mega ekki við því að greiða þetta lága kaup, þótt þeir neyðist til þess og þar af leiðandi verði að gera minni kröfur sjálfir að ýmsu leyti, spara á allan Iiátt, til ])ess að geta þó keypt að nokkra vjjnnu. Þetta veit allur almenningur og bændur fá ódýrari vinnu en áð- ur, af því að hin skijmlags- bundna eyðileggingarstefna jafnaðarmanna liefir ekki náð út fyrir kaupstaðina að ráði. Hún hefir liinsvegar grijiið svo um sig í kaupstöðunum, að svo liorfir, að sjávarútvegurinn leggist í rústir, en fari svo, á hverju ætla forsprakkar alþýð- unnar fólkinu að lifa? Það þýð- ir ekki að kalla á rikishjálp, því að ríkið er illa statt, og for- sprakkar jafnaðarmanna vita manna best hvernig á þvi stend- ur, því að þeir studdu eyðslu- stjómina og báru ábyrgð á evðslu hennar, sem leiddi til ]æss, að nú, er kreppan er á skollin, er ekkert fé fyrir hendi, sem um munar, til atvinnu- bóta. Gaspur alþýðuleiðtoganna um yfirráðin til alþýðunnar villir smna verkamenn kannske enn. En það fer ekki lijá þvi, að g Þðrðar Sveinsson & Co. g augu verkamanna munu oj)n- ast fyrir því, þótt síðar verði, að það er ekki nema eitt bjarg- ráð til að losna úr öngþveitinu og það er, að taka til sinna ráða, hvað sem forkólfarnir segja og taka þá atvinnu sem býðst. Þeir munu að minsta kosti komast að raun um það, þegar sulturinn fer að sverfa enn meira að þeim, að alþýðufor- kólfamir munu ekki seðja hungur þeirra. Velji þeir ])ann kostinn, að taka vinnu og lágt kauj) heldur en sult og aðgerða- leysi, þá liafa þeir og lagt sinn skerf til þelrrar viðreisnar, sem þarf að vinna að, eigi þjóðinni að verða lífvænlegt í landinu. Þeim væri því heillavænlegast að snúa baki við forsprökkun- um, niðurrifs og æsingamönn- unum, og snúast i lið með ])eim mönnum, sem vilja reisa við það, sem lirundi i tið óstjómar- manna, í lið með þeim, sem vilja bæta stjómarfarið í land- inu. Verkamenn ættu að festa augu sín á þeim sannleika, að af bættu stjómarfari leiðir að fjárhagur rikis og einstak- linga batnar og þá er björninn unninn. Atvinnufyrirtækin fara að rétta við smámsaman. Það rofar aftur til og alþýða manna þarf ekki að örvænta um liag sinn, því að komist atvinnufvr- irtækin á réttan kjöl, skapast aftur næg' og góð atvinna i landinu. Kreppan stendur ekki að eilífu, en það er einmitt þýð- ingarmeira en alt annað að halda lífinu i atvinnufyrirtækj- unum nú, á meðan kreppan stendur, því verði þau drepin fyrir tilverknað forsprakkanna, getur orðið hér atvinnulevsi og erfiðleikaástand áfram um langan tíma, en takist að halda í þeim lífinu út kreppuna munu ]>au fljótt rétta við, er batnar i ári. Og að því eiga verkamenn að stuðla og hrista af sér þræls- viðjar þær, sem forsprakkam- ir hafa á þá lagt. * Kommttnistaöeirðir í gær. Uppþot við G. T.-húsið. — Lögreglan neyðist til að beita kylfunum. Það höfðu gengið sögur um það undanfarna daga, að koninninist- ar hefðu í hyggju að vera við- staddir bæjarstjórnarfundinn í gær, jtar sem ræða átti tillögur um at- vinnubætur, og gera ]mr óspektir nokkrar til þess að „knýja fram kröfur sínar“. — Bæjarstjórnar- fundur hófst kl. 5, en nokkuð löngu áður fór að safnast saman fólk í Templarasundi fyrir for- vitni sakir og er fundurinn Iiófst var þar orðið all-mannmargt. Lög- reglan hafði viðbúnað nokkurn, ef til óspekta kynni að koma. Þeg- ar áheyrendabekkirnir i G.T.-hús- inu voru íullskipaðir setti lögregl- an vörð í dyrnar og hleypti ekki íleirum inn. Konnnúnistar nokkrir, Einar Olgeirsson og fleiri „verkamennu fóru þá upp á tröppurnar á Þórshamri og héldu þaðan æs- ingaræður, eins og þeirra er háttur. Höfðu þeir um stór orð og töldu sjálfsagða kröfu að bæjarsljórnin kæmi út til þess að tala við þá. — Við og við komu sendiboðar nieð fregnmiða frá bæjarstjórnarfundinum, um gang mála þar, og Ias Einar Olgeirs- son þá upp og gerði sínar at- hugasemdir við. Þegar fregn kom um það að Sjálfstæðismenn hefðu komið ineð tillögu um að vísa málinu til fjárhagsnefndar, til rækilegrar athugunar, varð Einar óður og uppvægur. Sagði hann að þarna gætu menn séð hug „ihaldsins" til verkalýðsins. Þegar hann bæri fram kröfur sínar um atvinnu, þá 'ætluðu „ilialds- mennirniru, að láta athuga það i nefnd! — Rétt eins og honum fyndist, að slikum smámálum sem „atvinnubótavinnu í stórum stil“ væri hægt að hrinda í framkvæmd án allrar athugunar og undir- búnings. Ymsir konunúnistar, aðrir tóku til máls. Létu þeir ófriðlega og höfðu jafnvel i hót-. unum um blóðsúthellingur og manndráp. — Loks lét Einar Olgeirsson kjósa sig og tvo aðra í nefnd, til að fara á fund borgarastjóra og skora á hann að koma út og skýra frá fyrirætlunum sinum af tröpjiunum á Þórshamri. „Nefndinni" var Ievfð innganga, en að vörmu sjiori kom hún út aftur og skýrði frá því, að mála- leitun liennar hefði ekki borið árangur. Kom þá upp talsverður kurr í kommúnistahópnum, og fóru að heyrast raddir um að gera árás á lögregluna og brjót- ast inn. Safnaðist nú allstór hóp- ur fyrir framan dyr fundarhúss- ins og voru gerðar margar at- rennur til að brjótast inn, en lögreglan stóð fast fyrir, svo að það kom fyrir ekki. Stóð í þess- um slympingum all-lengi. I einni sennunni tókst ófriðarseggjunum að flænia einn lögregluþjóninn úr dyrunum og gera aðsúg að hon- um fyrirutan. Karl Guðmundsson lögregluþjónn var þá staddur úti í Vonarstræti, og er liann sá þetta, hljóp Iiann inn í blómagarð- inn sem er á milli hússins og götunnar og ruddist inn í þvög- una við dyrnar' Urðu þá allmikl- ar sviftingar, en Karl var ofur- liði borinn og varð undir i þvög- unni. Var ekki annað sýnna en að kommúnistarnir ætluðu að láta kné fylgja kviði. Þá var það að lögreglan neyddist til að grípa til kylfanna. Þusti hún út úr and- dyrinu og ruddi garðinn og gangstiginn við húsið á svip- stundu, en Einar Olgeirsson hróp- aði til sinna manna „Standið fyr- ir, látið ekki undan“, — úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.