Vísir - 25.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R Heimsins besta bveiti Cream of Manitoba er gú komið aftur. ímskeytf Wadebridge, 23. júlí. Mótl. 24. júlí. United Press. - FB. Aukakosning í Bretlandi. Aukakosning hefir frani farið í Nortli Comwall og bar sigur úr býtum frambjóðandi frjáls- lyndra, Sir Francis Auckland. Hlaut liann 16.933 atkvæði. Iíosningin fór fram vegna and- láts fyrrverandi þingmanns, Sir Donalds MacLean. Frambjóð- andi íhaldsmanna, A. M. Willi- ams lilaut 15.387 atkvæði. Aðr- ir voru ekki í kjöri. Genf, 23. júli. Mótt. 24. júli. United Press. - FB. Afvopnunarráðstefnunni frestað. Aðalnefnd afvopnunarráð- stefnunnar befir fallist á upp- kast að ályktun, sem inniheldur öll þau atriði afvopnunarmál- anna, sem þegar hefir náðst samkomulag um. Afvopnunarráðstefnunni var því næst frestað um stundar- sakir. London, 25. júlí. United Press. FB. Gronau komin til Grænlands. Gronau lenti í Ivigtut kl. 4 e. h. í gær (Ivigtuttimi). Gronau liafði meðbyr á leiðinni og gott skygni. Hann flaug yfir Suður- Grænland. (Gronau lagði af stað héðan kl. 10,25 f. b. í gær). Úrslit þingkosninga í Manitoba. 25. júlí. FB. Þingkósningar i Manitoba fóru þannig: Brackenstjórnin hlaut 35 þingsæti, Þjóðmegunar- flokkurinn 10 þingsæti, Yerka- menn 5 þingsæti, Óbáðir 2 þing- sæti, óvíst um úrslit i 3 kjör- dæmum. Alls: 55. Brackenstjórnin hafði áður 29 þingsæti. Þingsætin 3, sem óvíst er um, fær stjórnin senni- lega. Fær Jiún þá 38 þingmenn og bætir við sig 9 þingmönnum i kosningunum. iÞjóðmegunarfl. tapaði 5 þingsætum, verkamenn hættu við sig 1, óháðir mistu mikið fylgi. í Gimlakjördæmi var E. S. Jónasson kosinn með 269 atkv. Tveir aðrir íslendingar voru þar í kjöri I. Ingjaldsson og G. S. Thorvaldsson. Stefán Einarsson náði ekki kosningu í Swan River kjör- dæmi. Þar náði Þjóðmegunar- flokksmaður að nafni Renouf kosningu. H. M. Hannesson náði ekki kosningu í Rockwoodkjördæmi. Hét sá McKinnell er kosningu náði. Skúli Sigfússon var kosinn í St. Georgekjördæmi. Hann er nú frjálsþmdur Brackenstjóm- armaður. Það er E. S. Jónasson hka, þeir töldu sig báðir frjáls- lynda (liberal) áður, (nú ,,Bracken-liberaI“). Utan af landi. —o— Akureyri, 25. júlí, FB. Krossanesdeilan jöfnuð. Krossanesdeilunni lauk i gær- kvcldi. Samkomulag varð um kr. 1.10 á klukkustund fyrir 10 klst. og kr. 1.30 fyrir 2 klst., sem teljast eftirvinna. Unnið allan sólarliringinn í tveim 12 klst. vökum. Vinnudagafjöídi óákveðinn. Frakkneski Grænlandsleiðangurinn fór liéðan i morgun. Ritfregn. Tímaritið Iðunn. Þótt eg leggi það ekki i vana minn að skrifa ritfregnir í blöð, get eg ekki stilt mig um að minnast með nokkurum orðum á seinasta Iðunnarheft- ið, en Iðung, tímaritið vinsæla, sem ýmsir bestu menn þjóðar- innar gerðu vinsælt með allri alþýðu manna, virðist nú leggja mikla álierslu á að gvlla fyrir mönnum kenningar, sem bera meiri og minni keim af kommúnisma. Mundi enginn liafa spáð þvi, er tímaritið var í höndum þeirra, sem síðar endurreistu það, að þau yrði örlög Iðunnar, sem nú er kom- ið í dagsins ljós. I seinasta heftinu er grein eftir ritstjórann, Árna Hall- grímsson, uin heimskreppuna. Er þetta að eins fyrri hluti greinarinnár. Verður þvi eigi fjölvrt mjög um hana að sinni. En í grein þessari er gei'ð til- raun til að skýra orsakir og afleiðingar heimskreppunnar, eins og þetta keinur kommún- istum fvrir sjónir. Virðist Árni hallast mjög að kenningum þeirra, og' er þá ekld djúpt tek- ið í árinni, þótt svo sé til orða tekið. Þess skal að eins getið að sinni, að sú staðhæfing höfundarins, að „þjóðfélags- skipun sú, sem kend er við auðvald, syngi nú sinn eigin útgöngusálm,“ er vægast sagt vafasöm í meira lagi. Höf. bendir á hinar risavöxnu framkvæmdir í Rússlandi, en þess er að gæta, að framtíð þess skipulags, sem nú er ríkj- andi þar i landi, er óráðin gáta. Það skipulag á sér skamma sögu, og framtíð þess í Rússlandi er óvissari en hið gamla, þrautreynda auðvalds- skipulag, sem stendur enn í dag og kann að standa áfram, hvað sem kreppunni, áhrifum hennar og afleiðingum líður, og hrakspám kommúnista. Framfarir þær, sein orðið hafa i Rússlandi, byggjast að miklu levti á þvi, að verkamcnn gera litlar kröfur, þeir standa jdir- leitt á lægra menningarstigi en stéttarbræður þeirra í öðrum löndum, vinna fyrir lægri laun, og fá lítið til eigin þarfa, en kröfur þeirra fara vaxandi, og það er ekki hægt annað en taka tillit til þeirra,, enda eru kommúnistar þcgar í ýmsu farnir að sveigja af braut sinn- ar fyrstu stefnuskrár. Leiðtog- ar kommúnista í Rússlandi eru farnir að sjá, að menn eiga að uppskera í hlutfalli við það erfiði, sem þeir inna af liendi. Auk þess er mikið unnið í nauðungarvinnu í Rússlandi. Rússar liafa því getað dembt mikilli fram- leiðslu á erlenda markaði og selt vörur undir framleiðslu- verði í öðrum löndum, og not- að arðinn til frekari fram- kvæmda heima fyrir og til byltingarundirróðurs i öðrum löndum. Slikt helst þeim vit- anlega ekki uppi til lengdar, og þegai' rússneskir verka- menn standa jafnfætis stéttar- bræðrum sínum i öðrum lönd- um menningarlega og gera söniu kröfur, en að því rekur, sveigist til sama horfs í Rúss- landi og annarsstaðar. í Rúss- landi er mikið gert, og mikið unnið og því verið að safna þar auði, seni fyrr segir, og notaður er á þann hatt, sem á hefir verið drepið. En þótt talað sé um sameignarstefnu og að allir séu jafn réttháir og þar fram eftir götunum, þá er það blekking ein, því að mik- ill meiri liluti þjóðarinnar er ófrjáls, bundinn í viðjar hins tiltölulega fámenna kommún- istiska flokks, sem öllu ræður. Það er ákaflega fjarri því, að hægt sé að segja, að Rússar séu ánægðir mcð stjórn komm- únista, enda þótt margir þeirra kunni að vera ánægð- ari en á dögum keisaraveldis- ins, er þjóðin var einnig kúg- uð á marga lund. Um þetta má vafalaust segja margt með og móti. Rússavcldi nær vfir stór flæmi í tveimur heimsálfum, sem margar þjóðir byggja. Og dóma sína um ástandið þar byggja menn hér sem í öðrum löndum eftir þeim upplýsing- um, sem fyrir liendi eru. Þeir, sem fara eftir kommúnistarit- um fá vafalaust fræðslu, sem fengið liefir kommúnistiska gvllingu, en Iiatursmenn kom- múnismans fara eftir ýmsum miður góðgjörnum skrifum um að ástandið sé verra en á kúgunartímum keisaraveldis- ins. Eg befi kynt mér skrif beggja þessara flokka, en sér- staklega hefi eg þó kynt mér skrif ýmsra manna, sem dval- ið liafa langvistum í Rúss- landi, flestir sem starfsmenn ráðstjórnarinnar. Þessir menn eru flestir þeirrar skoðunar, að framfarirnar séu afar miklar í landinu, en um fram- tíðina, hvernig hinum risa- vöxnu áformum Rússa reiði af, verði ekkert um sagt.Þjóð- ina telja þeir að sumu levti betur setta en á einveldisdög- unum, en að ýmsu leyti unir hún illa liag sinum. Og þeim ber saman um, að þetta kunni alt að liendast áfram með risaskréfum - að vissu marki, en livað þá tekur við er óvíst. En eitt er víst: Rússar liafa lagt milcla áherslu á að auka framleiðsluna á ýmsum svið- um, framleiðslu, sem þegar er of mikið af i lieiminum, fram- leiðslu, sem erfitt er að selja. Og spurningin verður þá þessi, þegar þeir eru komnir svo langt, að þeir hafa brund- ið i framkvæmd öllum sínum Rio-kaffi jafnan fypipliggjandi. Þírðnr Sveinsson & Co. miklu áformum um fram- leiðslu járns, kola, vefnaðar- vöru o. s. frv. og þessf fram- leiðsla selst ekki, annað hvort vegna þess að aðrar þjóðir útiloka hana af mörkuðum sínum, eða af því að Rússar geta ekki lengur framleitt ó- dýrara en aðrar þjóðir, — livað tekur þá við? Það er erfitt um að spá, en alt bendir til, að sameignarauðvaldið rússneska eigi erfiðustu tím- ana framUndan. Og það er ekkert, sem bendir til, í frá- sögnum manna frá Rússlandi, að verkamenn i öðrum lönd- um heims þurfi að öfunda stéttarhræður sina í Rúss- landi. Þeir mundu kalla líf rússneskra verkamanna hlátt áfram hundalíf. Á meðan all er í óvissu um framtíð kommúnismans, á meðan c-kki verður séð, að bann komi í staðinn fyrir „auðvalds“ skipulag, þar sem menning liefir dafnað í skjóli þess, menning, sem grundvall- ast á viðtækara frelsi og betri kjörum tn rússnesk alþýða á við að búa, þá er áreiðanlega of snemt að boða kommúnist- iskar kenningar sem einbvern lífselixir við meinum þjóð- anna. Það gelur alveg eins farið svo, að Rússland eigi eftir að verða kapitalistiskt riki aftur, en á frjálsari og heilbrigðari grundvelli en áður var, er þjóðin var kúguð á einveldis- tímanum. Framli. Lesandi Iðunnar. Iðnsýningin. —o— Framh. I stofu nr. 22 sýnir Ljps- myndastofa Sigr. Zoéga & Co. allmargar ljósmyndir. Ljós- myndastofa þcssi var stofnuð árið 1914 og liafði fyrst aðset- ur i Austurstræti 14 og Var þar eitt ár, en flutti því næst á Hverfisgötu 18, en þar var þá ljósinyndastofa Péturs Bryn- jólfssonar. Keypti ljósmynda- stofa Sigi'. Zoéga & Co. ])á hið mikla plötusafn hans og er það enn til og býr Ijósmyndastofan enn þá til myndir eftir þessum plötum. Nú er ljósmyndastofa S. Z. & Co. i húsi Garðars Gísla- sonar stórkaupmanns, Hverfis- götu 4, efstu liæð. Ljósmynda- salurinn er rúmbestur slíkra sala hér á landi og er hægt að taka þar myndir af 60 manns í einu, enda hefir S. Z. & Co. tekið mifeið af hópmyndum (skólum, kórum o. s. frv.). —- Einnig hefir ljósmyndastofan löngum þótt levsa vel af liendi ýmiskonar aðrar mvndatökur, eigi sist inyndir af börnum. Sigríður Zoéga stofnaði ljós- myndastofu þessa 1914, sem fyrr segir, en tók síðar í félag við sig Steinunni Thorsteins- son, en þær höfðu báðar unnið að ljósmyndagerð hjá Pétri Brynjólfssyni, kgl. Ijósm., sem lengi hafði ljósmyndastofu hér í bæ, og mikið orð fór af á sínum tíma. Sigriður fullnum- aði sig i iðngrein sinni á ágæt- um ljósmyndastofum í Þýska- landi. Myndir þær, sem S. Zoéga & Co. hefir á sýningunni, bera vott um mikla vandvirkni, smekkvísi og stárfsþekkingu. Framb. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 stig, ísa- firði 9, Akureyri io, SeyðisfirÖi g, Vestmannaeyjum io, Stykkishólmi io, Raufarhöfn 8, Hólum í Horna- firði 12, Grindavík n, Færeyjum io, Julianehaab io, Jan Mayen 8, Angmagsalik 15, Hjaltlandi 13, Tynemouth 13 stig. — Mestur hiti hér i gær 16 stig, minstur io stig. Urkoma 0.2 mm. Sólskin í gær 8.8 st. Yfirlit: Lægðin er nú yfir Skotlandi og þokast austur eftir. Hæð yfir vestanverðu Atlantshafi og Grænlandshafi. — Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð- ur, Vestfirðir: Norðan og norð- austan kaldi. Úrkomulaust og víða bjartviðri. Norðurland, norðaustur- land, Austfirðir : Norðaustan kaldiT Skýjað lofl og sumstaðar dálítil rigning. Suðausturland: Norðaust- an kaldi. VJrkomulaust að mestu. Síldarverksmiðja ríkisins. Stjórnin (Magnús Guðmunds- son) hefir sett Loft Bjarnason út- gerðarmann i stjórn •verksmiðj - unnar í stað Sveins Benediktsson- ar. E.s. Lyra kom í dag. Meðal farþega voru Andersen-Rysst, fyrv. ráð- herra, og Jóhannessen veslunar- ráð, en þeir eru fulltrúar Norð- manna við samningaumleitanir þær, sem hefjast nú í vikunni, um verslunar og viðskiftamál Islend- inga og Norömanna. Viðskifti Norðmanna og íslendinga. —- Fulltrúar íslendinga við samninga- umleitanir, um verslunar- og við- skiftamálin verða þeir Ólafur Thors alþm. og Jón Árnason fram- kvæmdastjóri. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun Kragh simaverk- stjóri og frú. Hollenskir flugmenn eru væntanlegir hingað. Eiga þeir að aðstoða við daglegar veð- urathuganir úr lofti. í sambandi við „pólrannsóknirnar“ svo köll- uðu, er allar þjóðir talca þátt í á ýmsum stööum á norðurhveli jarðar. Standa rannsóknir þessar yfir þangað til í ágúst 1933. E.s. Suðurland kom frá Borgarnesi í gærkveldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.