Vísir - 04.08.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1932, Blaðsíða 2
V I S I R ÞAKJÁRN. ÞAKPAPPI. ÞAKSAUMUR. Fyrirliggjandi. Ástand og horfor í Þýskalandi Miinchen, 3. ágúst. I Uuited Press. - FB. Hitler hefir lýst þvi yfir i við- tali, að ef liann taki við völd- unum, verði Lausannesamn- ingurinn ckki samþyktur til fullnustu (ratified) af Þjóð- verjum. Kvað hann ennfremur svo að orði, að það væri að þvi komið, að stofnað vrði facista- veldi í Þýskalandi. „Vér ætlum oss ekki að gera neitt bandalag við miðfIokkana.“ Hitler kvað Nazista mundu viðurkenna verslunarskuldir Þjóðverja und- ir eins og völdin séu komin i þeirra Iiendur. Berlin, 3. ágúst. United Press. - FB. Óeirðir voru um gervalt Þýskaland i dag, en mestar í nánd við Königsberg. Þar var ráðist á tvo leiðtoga lýðveldis- sinna og særðist annar hættu- lega á böfði. I Augsburg var ráðist á kommúnista nokkurn og konu hans. Hann slapp við meiðsli. en kona lians særðist. Fregn frá Zweibrúcken herm- ir, að Nazistar hafi grýtt tii bana mann, sem var meðlimur í verklýðsfélagi. Nýja rikisþingið kemur sam- an þann 13. ágúst. Mæpid. Eg sá þess getið i Visi um daginn, að Ólafur Friðriksson mundi ekki vera kommúnisti lengur. Hann hefði bætt ráð sitt og væri nú orðinn hægfara. Eg lield að þetta sé nokkuð hæpin fullyrðing, því að stundum hef- ir mér fundist, t. d. á Dagsbrún- arfundum, að Ölafur sé óbreytt- ur. Og hann var kommúnisti, ekkert siður en Jónas, eins og líka var tekið fram í blaðinu. Mér hefir altaf fundist, að bæði Ó. F. og ýmsir aðrir for- ingjar verkalýðsins, sé alt af reiðubúnir til þess, að verða kommúnistar, ef þvi er að skifta. En þeir hafa „hitann í haldinu“, sem kallað er, og skai eg' nú skýra frá, livernig þessu vikur við. Það er vitanlegt, að danskir jafnaðarmenn eru mótsnúnir komm únismanum og fordæma liina rússnesku stefnu. Danskir jafnaðarmenn eru margir vel mentaðir og ágætir menn, hóf- samir um alt og vilja byggja upp jafnaðarmannaríkið með skynsemd og' fara að lögum í hvívetna. Þeir — eða langmest- ur hluti þeirra að minsta kosti — fordæma allan skrílshátt og óspektir og vilja yfirleitt hegða sér eins og siðaðir menn. Þeir hafa barist gegn ærslum og' vit- leysu kommúnista þar í landi og árangurinn liefir orðið sá, að dönskum kommúnistum hef- ir liríðfækkað. Hafa flestir danskir kommúnistar hallast á sveif með jafnaðarmönnum, en þeir sem eftir eru, munu eink- um launaðir undirróðrarmenn, sem lialda enn saman þroska- minsta hluta verkalýðsins. Eru inargir þeirrar skoðunar, að eftir nokkur ár verði engir danskir kommúnistar til. Nú er því svo liáttað, eins og allir vita, að jafnaðarmanna- flokkurinn liér í Reykjavík nýt- ur árlega mjög mikils peninga- styrks frá dönskum jafnaðar- mönnum. Er fullyrt að styrk- veitingar þessar liafi sum árin að minsta kosti numið mörg- um tugum þúsunda. En það hafa menn fyrir satt, að styrk- urinn hafi, síðari árin, verið þvi ófrávíkjanlega skilyrði bund- inn, að jafnaðarmannaflokkur- inn hér greindi sig algerlega frá kommúnistum, og léti þá ekki fá eyrisvirði af hinu danska gjafafé. Danskir jafnaðarmenn munu liafa ráðlagt skoðana- bræðrunum hér að fara ávalt samningaleiðina og lagaveginn, en forðast ærsl og bjánaskap kommúnista. Tæki islenskir jafnaðarmenn að ballast að rússneskum kenningum, mætti þeir búast við, að danskir jafn- aðarmenn slægi hendinni af þeim og styrkti þá ekki lengur. Það segir sig nú sjálft, að flokki jafnaðarmanna hér muni hentugt, að njóta liins mikla fjárstyrks frá dönskum skoð- anabræðrum. Og þó að for- sprakkarnir sumir sé ef til vill kommúnistar i raun og veru, þá mun þeim ekki verða skota- skuld úr því, að slaka nokkuð til, þegar gull er í boði. For- ingjar islenskra jafnaðarmanna eru yfirleitt miklir fjárafla- menn fyrir sjálfa sig, og býst eg við að sumir þeirra sé með allra efnuðustu mönnum lands- ins. Hitt er óvíst, að þeir sé ör- látari en aðrir menn og fáir vita til þess, að þeir hafi hjálpað þurfandi mönnum, né verið fús- ir til hárra kaupgreiðslna úr eigin vasa. Nýkomið: glænýtt íslenskt smjör. Terslonin Tíðir. Sími 2320. Ólafur Friðriksson var eld- rauður kommúnisti, einsog sagt var í áðurnefndri Vísis-grein og sjálfsagt fyrsti kommúnisti hér á landi, með fóstbróður sínum Jónasi. — Eg tel mjög bæpið, að liann hafi skift um skoðun i raun og veru, en atvikin liafa hagað því svo, að hann hefir kosið að starfa i anda danskra jafnaðarmanna, en þeir eru hægfara og yfirleitt löghlýðnir menn. Ólafur mun og liafa fundið, að kommúnisminn er ekki líklegur til þess, að festa hér rætur, og þvi hallað sér að þar, sem fjölmennið var fyrir. Danska gullið er lokkandi og margir kunna þá list, að aka seglum eftir vindi. X. Norskar loflskeytafr e gnir. Osló, 3. ágúst. NRP. — FB. Hákon Norðmannalconungur er sextugur i dag. Langar gx-ein- ir með myndum birtust í öllum blöðum landsins, i tilefni af- mælisins. Ivonungurinn tók á móti gestum i konungsliölhnni i dag. Ríkisstjórnin flutti kon- ungi heillaóskir. Ólafur krón- prins og krónprinsessan efna til veislu i kveld á Slcougum fyrir konungshjónin. Úrskurður í Grænlandsdeil- unni fehur í dag, samkvæmt simfregn frá Haag. Rjrgh lög- maður og Hoel docent komu í dag úr Haagferð sinni. Hoel docent liefir sagt i viðtali við blaðamenn, að Norðmenn liaí'i að vissu leyti náð tilgangi sín- um, áður en úrskurðurinn fell- ur, þvi að dansld málflytjand- inn viðurkendi, að ekki mundi koma tii þess, að Danir beitti ofbeldi við Norðmenn i Græn- landi. Hoel kvað eigi ólíklegt, að ágreiningur liefði orðið um úrskurðinn milli dómendanna, þar sem svo lengi hefir staðið á honum. í júlimánuði nam útflutning- urinn 12,3 miljónum króna, en 11,7 miljónum i sama mánuði i fyrra. Samband skipaútgerðar- manna tilkynnir, að nú sem stendur séu 257 norsk skip ekki í notkun. Samlögð smálestatala þeirra er 1,264,549, en þessi tala var í fyrra um það 65,000 hærri. Frá Olympsleikjunum berast þær fregnir, að Bandaríkin hafi fengið 91 stig, Þýskaland 51, Frakkland 36. Samkvæmt fregn, sem birt er í Dagbladet, bafa kolanámur „Nederlandske Spitzbergen- kompagni“ á Spitzbergen verið seldar rúsanesku félagi, sem heitir „Arctic“. Rússar áforma að hefja starfrækslu í námun- um eins fljótt og auðið er. Frést hefir, að þeir muni hefjast handa innan skamms og liafa í byrjun 60 manna við námu- gröft þarna. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 13; stig, ísafir'Si 10, Akureyri io;, Seyðisfirði 10, Vestmannaeyjum 11, Stykkishólmi 10, Blönduósi 10, Rauiarhöfn 8, Hólum í Hornafirði 11, Grindavík 11. Færeyjum 12, Julianehaab 5, Jan Mayen 6, Hjaltlandi 13:, Tyne- mouth 12. (Skeyti vantar frá Ang- magsalik). Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 10. Urkoma 6,4 mm. Sólskin í gær 3,9 st. Yfirlit: Lægð- in er nú yfir suðausturlandi og hreyfist austur eftir.. —- Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Norðan kaldi í dag, en hægviðri í nótt. Bjartviðri. Breiðaf jörður: N.orð- austan kaldi. Tjrkomulaust. V estfirð- ir, Norðurland: Norðaustan lcaldi. Þykt loft og dálítil rigning, einkum í útsveitum. Norðausturland, Aust- firðir: Norðaustan kaldi. Þokuloft og nokkur rigning eða úði. Suð- austurland: Hægviðri ‘ og dálítil rigning austan til i dag, en léttir til með norðanátt í nótt. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag á venjuleg- um tíma. Þar verður tilkynt stað- festing stjórnarráðsins á samþykt utn stjórn bæjarmálefna. Kosning' bæjarráðs. Tekin ákvörðun um ,,gegningu“ embættis borgarstjóra í fjarveru hans. Rætt um atvinnu- bætur o. fl. Kveldúlfs-botnvörpungarnir hafa nú allir koniið inn þriðja sinni, frá því er síldveiðarnar hóf- ust. Aflinn í seinustu veiðiferð þeirra var 1000—1400 mál. Síld- ina fengu þeir að þessu sinni á Isafjarðardjúpi. Stormar hafa hamlað síldveiði við Norðurland. Leiðangur Lauge Kochs. Samkvæmt tilkynningu frá sendi- herra Dana, ganga vísindarann- sóknir Dana mjög að óskurn. Flug- maðurinn V. Petersen, sent tekur þátt í leiðangri L. Kochs. hefir farið margar flugferðir inn yfir landið. Utvarp frá Stavangerfjord. Útvarpsstöðin á Stavangerfjord útvarpar í • kveld kl. 7—12 handa hlustöndum hér á landi. Utvarpað verður á 420 metrum. Gs. Island er væntanlegt hingað seinni hluta nætur. Fer héðan laugardagskvöld til útlanda. Gs. IJotnia kom til Leith í gær. Geir kom af veiðum í dag. Fer liéðan áleiðis til Englands i kveld. Skemtiferðaskip frakkneskt, sem Columbia lieitir, er væntanlegt hingað í fyrramálið. Stavangerfjord •fór héðan á miðnætti i nótt. Gengið í dag. Sterlingspund ...... Kr. 22,15 Dollar ............. — 6,31% 100 ríkismörk.......— 150,53 — frakkn.fr......— 24,89 — belgur ...........— 87,59 — s\4ssn. fr.....—- 123,25 — lírur ........... — 32,33 — pesetar ..........— 51,21 — gyllini ......... — 254,67 — tékkósl. kr....— 18,82 — sænskar kr. ... — 113,97 — norskar kr. ... — 111,11 — danskar kr. ... — 119,09 Gullverð isl. kr. er nú 59.06. ímskeytí Los Angeles, 31. júlí. United Press. - FB. Olymps-leikarnir. 100,000 menn vorn viðstadd- ir, er Curtis varaforseti hélt stutta ræðu og lýsti þvi yfir, að olympsmótið væri sett. Tuttugu þjóðir tóku þátl i skrúðgöngu á íþróttasvæðinu og fóru Grikkir fremstir, þá hver þjóðin af annari eftir stafrófsröð. Haag, 4. ágúst. United Press. - FB. Grænlandsdeilan. Alþjóðadómstóllinn kvað upp dómsúrskurð síðari hluta dags í gær og liafnaði kröfu Norð- manna um að gera ráðstafanir viðvíkjandi vernd og réttindum norskra ríkisborgara i Suðaust- ur-Grænlandi. — Alþjóðadóm- stóllinn áskildi sér rétt til þess, að taka þetta til atliugunar síð- ar, ef ástæður væri fyrir hendi til þess, að gripa til slíkra vernd- ar-ráðstafana, er farið var frain á. — Dublin, 4. ágúst. United Press. - FB. Frá Irum. De Valera hefir farið fram á þa'ð við þingið, að stofnaður verði sjóður að uppliæð tvær miljónir sterlingspunda til þess að afla nýrra markaða og slofna nýja iðnaði. Detroit í júlí. United Press. - FB. Gúmmíframleiðslan og starf- semi Henry Fords. Ræktunar- og framleiðslutil- raunir þær, sem Henry Ford, bifreiðakóngurinn, lætur fram fara í Suður-Ameríku, vekja hina mestu eftirtekt um Vestur- álfu alla. Það var fyrir f jórum árum, senr fyrsta tilkynningin kom frá Henry Ford um þessi áform. Hann tilkynti, að hann ætlaði að gera stórfelda tilraun til þess að rækta jurtir og runna til gúmmiframleiðslu í Ama- zon-dalnum. Við ræktunar- og framleiðslustörfin þar hefir Ford 2000—3000 menn að störf- um og til þessa mun liann liafa varið 7—8 miljónum dollara til undirbúnings þessum fram- kvæmdum. Liðlega 1000 ekrur lands liafa verið teknar lil rækt- unar árlega og liefir trjám nú verið plantað í liðlega 4000 ekr- ur lands. Afar mikil vinna lief- ir farið í að gera landið hæft til gúmmíframleiðslu, því að hvervetna var þéttkjarr (jungle) þar sem rutt hefir verið. Rækt- unarstöð Henry Fords í Ama- zon-dalnum er kölluð Boa Vista og er inni í landi, 610 rnílur enskar frá Para, hafnarborg, sem stendur við ósa Amazon- fljótsins. Vegalengdin frá New York til Boa Vista er 3.600 míl- ur enskar. í Boa Vista er alt í framför, vegna framkvæmda Henry Fords, liús eru bvgð í tugatali árlega, götur lagðar o. s. frv. Talið er, að innan fjög- urra ára verði svo langt komið gúmmiframleiðslunni, að út- flutningur liefjist. — Para-fylki í norðurliluta Brazilíu var um meira en aldar bil aðal-gúmmí- framleiðslulandið í heiminum. Árið 1908 var aðalgúmmífram- leiðsla heimsins í Para og öðr- 11111 Brazilíu-fylkjum, Venezu- ela, Columbia, Ecuador, Peru og Bolivíu. En árið 1910 lcorn ný framleiðsla á markaðinn, ó- dýrara „Para-gúmmí“, sem framleitt hafði verið á ekrum í Malai-ríkjunum, þótt þaðan væri langtum lengra á New York markaðinn, en frá Para. — Þetta leiddi til lirasks með gúmmí og stofnun gúmmí- hringsins. Verð á gúmmí rauk upp á heimsstyrjaldarárunum. Mun þctta alt hafa leitt til þess, að Henry Ford ákvað að fram- leiða það gúmmí, sem liann þurfti, upp á eigin kostnað. Þess er nú skamt að biða, að 5000 ekrur lands hafi verið ruddar í Amazon-dalnum og „Hevea Braziliensis" gróðursett í þær, en Ford ætlar að leggja álierslu á margskonar fram- leiðslu aðra. Þarna á að rækta tré til harðviðar-framleiðslu, ávaxtatré o. fl. Og þarna á að framleiða hrísgrjón, kókó, baðmull, baunir, sykur o. s. frv. Járnbraut hefir verið lögð til Boa Vista og sögunarmylla lief- ir verið reist þarna. Enn frem- ur járnsmiðja, rafmagnsstöð, trésmíðaverkstæði, skólahús o. fl. — Búist er við, að verka- menn verði alls 6.000—10.000 þarna í dalnum, þegar fram- kvæmdir eru komnar í fullan gang.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.