Vísir - 07.08.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R toHro«M(OisiEM ÞAKJÁRN. ÞAKPAPPI. ÞAKSAUMUR. Fyrirliggjandi. fmskeyt Kaupmannahöfn 6. ágúst. United Press. - FB. Eknian, stjórnarforseti Svíþjóð- ar, beiðist lausnar. Sænski forsætisráðherrann, Ekman, hefir afhent konungi lausnarbeiðni sína. Stokkhólmi 6. ágúst. United Press. - FB. Lausnarbeiðni Ekmans. Ekman, fyrv. forsætisráðh., mun á mánudaginn skýra frá ástæðunum til lausnarbeiðni sinnar, sem orðrómur liggur á að standi í sambandi við Kreu- germálin. Felix Hampin, fjár- málaráðherra, liefir verið skip- aður forsætisráðlierra. Stokkliólmi 6. ágúst. United Press. - FB. Ekman forsætisráðherra fékk í febrúarmánuði síðastliðnum 50.000 kr. frá Kreuger til styrktar flokki sínum. Ekman hafði áður neitað þessu fyrir rannsókndrnefndinni í Kreug- er-málunum, en ýmis atvik neyddu hann til að meðganga síðastl. föstudag. Ann Arbor, Mich., í júlí. United Press. - FB. Veturseta á Grænlandi. Leiðangursmenn frá Michi- gan-háskólanum (í Ann Arbor) fara í haust lil vetursetu i Grænlandi. Fararstjóri verður Ralþ Belknap, verkfræðingur og jarðfræðingur. Hinir eru námsmenn við háskólann, Max Demorest, Evans Schmeling og Herhert Gardner. Þeir ætla að vera upp undir ár í Grænlandi í nánd við Górnell-jökulinn. Þeir ælla að vinna að jarð- og veðurf ræð ilegmn athugunum. Ennfremur ælla þeir að gera uppdrátt af svæðinu fyrir norð- an jökulinn. Utan af landi. Siglufirði 6. ágúst FB. Búið var að verka hér í gær- kveldi samtals 53.322 tunnur síldar til útflutnings. Þar af saltsild 32.047 tn., kryddsíld 6431 tn., sykursöltuð 1202 tn., sérverkuð 11.338 tn., fínsöltuð og hreinsitð 1404 tn. Af bræðslusíld voru komin á land í morgun 00.000 mál til ríkis- itræðslunnar, og 13.200 mál til Hjaltalíns. — Um hádegi i gær var húið að verka til útflutn- ings á öllu landinu um 70.000 tunnur. Óstilt veður og hrim síðustu daga hafa hindrað herpinóta- veiði. Þó komu nokkur skip í gærkveldi og i nótt með síld, sem þau höfðu veitt á Eyja- firði. — Regn og norðangarri í <lag. — Netabátar öfluðu lítið i nótt. — Gullfoss lestar hér síld í dag. Siglufirði 6. ág. FB. Um 70 norsk veiðiskip ligg.ja hér inni í dag. Eftir viðtali við þau er scnnilegt, að um (j() norsk herpinótaskip salti utan landhelginnar í suniar og liafi til jjessa veitt og saltað um 700 tunnur á skip. Um 90 ei’lend reknetaski]) eru við síldveiðar. Meðalafli þcirra er 220—500 tn. Jiingíið til. — Nokkur norsk . hei'pinótaskip eru farin heim fullfermd. Margir Norðmenn liafa selt aflann fyrirfram við lágu verði. Dönsku síldveiða- skipin veiða nú innan land- iielgi á Eyjafirði, en liafa að sögn fengið fyrirskipun urn að greiða toll af þeim afla, sem veiddur er innan landhelgi. Rússneski speninn. —o--- Rússar eru taldir ósínkir á fé lil jieirra manna, sem lofa að nota það til stjórnmála-und- irróðurs í öðrum löndum. Hafa því margir vandræðamenn, ó- drættir og letingjar, sem ekki nenna að vinna fyrir sér, geng- ið á það lagið, að leita lil Rússa um f járframlög til þess, að boða kenningar þeirra með öðrum þjóðuxn. Og ráðstjórnin tekur öllum vel, þeim er skrifta fyrir henni, sýna liið „rétta liugar- far“ og sverja liollustu-eiðinn. Því næst eru náungar þessir gerðir út „með nesti og nýja skó“ og sendir til lieimkynna sinna, til þess að lioða trú kom- múnista og undirbúa heims- byltinguna. Eins og menn vita hefir ófögn- uður þessi borist hingað til lands. Fáeinar landeyður, sem ckki hefir tekist, sakir menn- ingarleysis eða af öðrum svip- uðum ástæðum, að vinna fyrir sér með heiðarlégu móti, liafa lagst á rússneska spenann og jiykjast nú vera að vinna hér að byltingu í anda „húsbænd- anna“ þar ei'stra. Ganga mikl- ax sögur af því, að piltar jiess- ir hafi of fjár milli lianda, enda liafði gloprast út úr einum jæirra, að hin hlessaða stjórn- mála-kusa jieirra Rússanna væri bæði liámjólk og dropsöm. — Gefa kommúnistar liér út blöð og timarit og ber ekki á öðru, en að gnóttir sé í búi hjá for- sprökkunum, en orð leikur á j)ví, að algengir flokksmenn sé ekki aldir úr liófi. En j>eim er ætlað áð bera mikla lotningu fyrir forsprökkunum og Jilýða skilyrðislaust öllu, sem fyrir j>á er lagt. t Sumir eru nú þeirrar skoð- unar, að kommúnistar J)ér á landi meini ekkert með gaspri sínu. Hitt sé lieldur, að j>eir verði að bera sig mannalega og stofna lil uj>pj>ota og óspekta annað veifið, svo að j>eir geti sýnt „húsbændunum“ fram á, skýrt og ótvirætt, að þeir vinni j>ó fvrir mat sinum og sé ein- lægt að l>æ>la við að undirbúa bvltinguna. T. d. liafi uppþot- ið á I)æjarsljórnarfundinum 7. f. m. verið alveg nauðsynlegt til j>ess, að fjársendingar að auslan (þ e. frá Rússlandi eða u m boðsmönn u m ráðs t jórnar- innar í Svíþjóð eða Finnlandi) stöðvuðust ekki. Er mælt, að kommúnistum erlendis liafi jiótt Jognið liér fullmikið, og J)cnt forsprökkum liérlendra lvommúnista á j)að, að við svo búið mætti ekki standa. VAri jafnvel liætt við, að spenanum yrði kipt úr munni þeirra, ef j)eir sýnfli elcki einlivern lit á því, að vinna fyrir mat sínum. Hafi j)á forsprakkarnir brugð- ið við og stofnað lil óspektanna, en j)ví næsl gerl „liúsbændun- um“ grein fyrir tilhurðunum og frammistöðunni og livergi dregið úr. Kommúnistar liafi verið Jjarðir til óbóta af æstum skríl liöfuðstaðarins og mundi ekki af veita, að lieldur væri aukinn skamturinn eftir slíkar meiðingar. Hér verður ekki um það sagt, livort j)etta muni rétt, en j)að er ekki ósennilegt. Kommúnist- ar liér geta ekki verið j>au hörn eða óvitar, að jieim detti i lmg, að j)eir sé j)ess megnugir, að ná nokkurum tökum á jijóðinni. Islendingar eru svo frábitnir kommúnisma, ’sem mesl má verða, og telja jæssa Rússa- sinnuðu æsinga-pilta hrjóstum- kennanlega aumingja. Það cr og gersamlega vonlaust verk, að ætla sér að snúa islenskri j)jóð til landeyðustefnunnar eða kommúnistískrar trúar. Þjóðin istendur nálega einliuga gegn áhlaupi slíkra pilta — stendur eins og jarð- fastur klettur. Hún horfir með vanjióknan á j)essa anga - ji^ssi pelabörn eða spena-snápa rúss- neskrar J)öðlastjórnar, sem eru að orga og sprikla og niða ut- an í henni. En „einhversstaðar lilýtur maðurinn að versla“, eins og karlinn sagði forðum. — Og forspraklcar kommúnista liér á landi munu liafa tekið að sér að hoða ný og fráleit stjóm- mála-trúarhrögð gegn því, að j)eir fengi að Iiggja við rúss- neska spenann og totta nægju sína. — Það er liægur starfi og fyrirhafnar-lítill. Og Jiættu- litið mun J)eim finnast að standa bak við fylkingu undirmanna sinna, aðallega óþroskáðra ung- linga, sem ski])að er fram til upphlaupa og óláta. Það er svo auðvelt að flýja úr fylkingar-jaðrinum, ef á þarf að lialda. Hitler I Hamborg. —o— Niðurl. Kæru félagar mínir, menn og konur, tekur hann til ipáls. J?ið hljótið sjálf að finna það, að viö lifum á sögulegum tímamótum. pann 31. júlí á að kjósa, og eg er viss um, að meðal ykkar er eng- inn, sem á þeim degi hugsar meira um annað en það, að gerbreyta um fulltrúa í Jjýska þinginu, fá nýja stjórn, sjá ráðherrastólana skipaða réttum mönnum. Við getum ekki sagt í dag, að kosningarnar þann 31. júlí fari fram einungis vegna síðustu 6 viknanna, sem yfir okkur hafa gengið. Andstæðingar okkar vilja binda sig við j>að að gaspra um ráðuneyti von Papens. Við þurf- um ekki að hliðra okkur við slíkum umræðum, því að við erum eini flokkurinn í landinu, sem höfum sið- ferðilegan rétt til þess að dæma um það, sem orðið er. En við mun- um ekki láta umræðurnar um síð- ustu 6 vikurnar J?urka út minning- una um þjáningar síðustu 13 ára (þ. e. síðan Hitler lióf pólitíska bar- áttu). Fjandmenn okkar, sem hafa svörtustu afbrot, er sagan þekkir, á samviskunni, mundu ekki harma það, þó að við gleymdum okkar eigin baráttu í þessari kosningahríð. peir hafa.lagt þjóðlíf okkar í auðn. Hvar sem þið lítið á hér í pýska- landi, er alt atvinnulíf lagt í rústir. Eg man þá tíð, að jafnaðarmenn- irnir þrumuðu yfir því, að kjötpund- ið steig um 2 pfenninga, en nú gera þeir ekki annað en væla yfir því, að ráðuneyti það, sem stjórnar pýskalandi, hefir skrifað undir 3 milliarda fjárgreiðslu. peir einu, sem hafa rétt til þess að taka af- stöðu gegn þessu framferði, erum við, því að við höfum í 12 ár ver- ið í andstöðu við þá fávisku og glæpsemi, sem skaðabótapólitíkin stjórnast af. Jafnaðarmennirnir, sem fyrir tveim árum héldu, að þýska þjóðin gæti greitt 130 milj- arða, mögla nú undan þriggja miljarða greiðslu. Og eg get full- vissað þá herra um, að þessir 3 miljarðar verða aldrei greiddir. Ekki af því að jafnaðarmennirnir mögla nú. J?eir gengu inn á að greiða 130 miljarða fyrir tveim ár- um. Nei, heldur vegna þess, að hin pólitíska stefna okkar er í uppsigl- ingu og vegna þess, að við Nazist- ar látum heiminn vita, að með sigri okkar skulu skaðabótagreiðsl- urnar hætta. í dag er ekki um ráðuneyti von Papens né Gayls að ræða, heldur um tvær stefnur, stefnu kcmmúnista og stefnu okk- ar Nazistanna. pað eru þær stefn- ur, sem slagurinn stendur um. Ef fjandmenn okkar bera okkur það á brýn, að við þolum engan flokk jafnfætis okkur, þá hafa þeir á réttu að standa. Við viljum það alls ekki. Við viljum losa þýsku þjóðina undan því bclvunaroki að dragast með 27—30 pólitíska flokka. — Haldið þið að pýska- lands eigi nokkurrar uppreisnar von, meðan allir þessir flokkar magnast hér í landinu? Nei, aldrei. En við Nazistarnir viljum í staðinn fyrir flokka borgaranna, iðnaðar- manna, bænda, kaþólskra, öreiga, mentamanna, mótmælenda og hvað þeir nú allir heita, skapa einn flokk, sem að eins viðurkennir Pýskaland. Fjandmenn okkar segja, að við getum þetta aldrei. En við skulum geta það. Við skul- um sýna þessum andstæðingum vor- um, að enn á þýska þjóðin þá fölskvalausu þrá í brjósti sér, að lcsna við alla sníkjuflokkana. Og eg er þess fullviss, að brátt mun sólin aftur ljóma yfir pýskalandi, þegar baráttu okkar er lokið. Okk- ur er sama, þó að fjandmennirnir vantreysi okkur, því að þegar einn flokkur, sem fyrir 13 árum var samtals 7 menn er orðinn 14 milj- ónir, þá megum við fastlega vænta þess, að öll þjóðin muni einn góð- an veður dag fylla þennan flokk. Eg hefi síðustu dagana séð, hvern- ig miljónir manna hafa streymt til ckkar, og ef fjandmenn okkar ætla sér að hefta framgang okkar með lygum eða bakmælgi, þá er það um seinan. peir geta heldur ekki bælt ckkur niður með ofbeldi. peir geta ekki leyft sér að vænta undirgefni af okkar hálfu. Eg er viss um, að næstu kosningar munu færa okkur nýja möguleika og aukin réttindi. Eg er viss um, að við Nazistar göngum hér af hólmi með glæsileg- an sigur. Og ef þýska þjóðin þekk- ir sinn vitjunartíma og kann að gera skyldu sína við næstu kosning- ar, mun árið 1932 ráða tímamót- um í sögu hennar. Eg kem ekki til ykkar, háttvirtir kjósendur ,eins og betlari. Eg kem ekki til ykkar eins og draumóra- maður. Eg kem vegna ykkar sjálfra. Afsökun mín er baráttan fyrir velferð ykkar sjálfra og sú staðreynd, að á 13 árum hefi eg megnað að safna 14 miljónum manna úr öllum flokkum og af öll- um stéttum undir merki okkar. Núna blossar flokkahatrið allsstað- ar. En sú kemur tíð, að þýska þjóðin mun fylkja sér um eina hugsjón. Og þá munu menn vera hissa á því, að hún hefir lotið svo lágt að líða innbyrðis hatur og flckkadeilur. pann 31. júlí göngum við til kosninga. Munið þá að gera skyldu ykkar. Lítið á atvinnuvegi ykkar. Lítið á rústirnar, sem alstaðar mæta augum ykkar og látið þær segja ykkur, hvernig þið eigið að kjósa. Standið hugrökk og einbeitt, það er alt og sumt, sem eg krefst af ykkur, og það sem eg skal lofa ykkur er, að barátta okkar skal halda áfram, hverju sem tautar. Ef við berjumst öll hinni góðu baráttu, sem að endingu mun sam- eina dreifða krafta okkar í eina bróðurlega heild, þá mun dómur sögunnar réttlæta baráttu okkar. Og þið öll, sem fylkið ykkur undir merki okkar getið sjálf sagt: Eg barðist þá líka með. — Hitler þagnar, stígur niður af ræðupallinum og gengur hægt í átt- ina til bílsins, sem bíður. En mann- fjöldinn Iirópar: Lengi lifi Hitler, foringinn. Alla leið að bílnum er hann hyltur, og fagnaðarlátunum linnir ekki fyr en næsti ræðumaður er stiginn upp á ræðupallinn. Hér hefir verið reynt að endur- segja í fám höfuðdráttum ræðu Hitlers í Hamborg þann 20. júlí. Svipaðar ræður heldur hann um alt jTýskaland þessa dagana. I í morgun var hann í Lúneburg og í kveld verður hann sennilega í Kiel. Uti á landsbygðinni meðal bænd- anna hefir hann yfirgnæfandi fylgi, cg hvar sem hann kemur, eykst fylgi hans stórkostlega. Miðstéttirn- ar streyma undir fána Nazistanna. pær hafa alt að vinna, en engu að tapa, og þegar þessi mikli ræðu- maður kemur fljúgandi, þessi póli- tíski trúboði, sem áreiðanlega held- ur að hann sé af forsjóninni sendur til þess að sameina þýsku þjóðina til endurreisnar, þá streyma menn að og lilusta og æpa. En hvað get- ur Hitler? Getur hann læknað við- skiftakreppuna? Er hann svo fávís og einsýnn, að hann trúi því, að hann geti annað en í mesta lagi breytt um stefnu, án þess að stýra út úr ógöngunum? Hvers er að vænta af manni, sem ekki kannast við neitt fólk nema eina einustu þjóð? Hvað geta slíkir pólitískir spámenn, sem reka starfsemi sína eins og trúboð annað en gasprað á fundum og æst fávísan lýð, sem öllu trúir, til fylgis við sig? En það vill svo til, að fjandmennirnir eiga örð- ugt um vik. Hitler getur deilt á alt hér í landi með nokkurum rökum; það getur nefnilega hvert barn. Neyðin hérna hrópar til himins. Ástandið er orðið óþolandi. Og í sjálfu sér er Adolf Hitler, Austur- ríkismaðurinn, sem barðist með pjóðverjum í stríðinu og hefir nú að því er virðist helgað líf sitt þýskri hugsjón, fyllilega verður sam- úðar þýskra kjósenda. Auk þess á hann sér hreinan feril að baki og persónulega verður ekki á hann deilt. Hann er ræðuskörungur, sem getur undirbúið jarðveginn og jafn- vel ráðið heilum kosningum. Hann kann að hrífa áheyrendur, og það er örðugt að gleyma honum, ef maður hefir heyrt hann halda ræðu. En framtíðin verður að svara því, til hvers barátta hans kann að leiða. pví verður vitanlega ekki svarað við þýsku kosningarnar þann 31. júlí 1932. Hamborg, 20. júlí 1932. Sigurður SI(úlason. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.