Vísir - 15.08.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R Síldarnet ' • útvegum við með stuttum fysrirvara frá Gæðin viðurkend. Jokan Hansens Sönner A.s. Bergen. æ æ æ æ æ æ æ Þðrður Svemsson & Co. ® æ Símskeyti —o— Madrid, 14. ágúst. United Press. - FB. Uppreisnin á Spáni. Spánversku einveldissinnarn- ir, sem þátt tóku í uppreistinni, verða sennitega gerðir land- rækir, og hafðir i haldi í ný- lendu Spánverja í Afriku, en þeir menn úr hernum, sem höfðu forgöngu á hendi i upp- reistinni, verða leiddir fyrir rétt, og fá mál þeirra sömu með- ferð og önnur mál, eftir þvi sem lög mæla fyrir um. Dublin, 15. ágúst. United Press. - FB. Erfiðleikar fríríkisstjórnarinnar. Gerald Boland, fulltrúi De Valera, hefir haldið ræðu í Castlerea, og lýst því yfir, að fríríkisstjórnin ihugi að leggja fyrir neðrideild (Dail) frum- varp til laga um að leggja nið- ur efri deild þingsins (senate), vegna þess, að hún hafi gert sig seka uin að tefja fyrir fram- gangi nauðsynlegra þjóðmála og verði að telja slíkt and- stætt liagsmunum þjóðarinnar. ÁfeagisbroBBBBin í sreitaiom. Þaö er alkunna, aS áfengi er nú bruggaö í ýntsum sveitum lands- ins, enda fer drykkjuskapurinn í sveitunum hraövaxandi. Hér verö- ur eigi rætt um hverjar orsakir liggja til þeirrar bruggunaraldar sem virðist upprunnin í sveitunum, að neinu ráði, að eins skal á það ibent, aö þótt kenna mætti banninu um bruggið, þá er það engan veg- inn víst, aS afnám bannsins myndi leiða af sér, að menn hætti aö brugga áfengi. Það eru einmitt af- ar miklar hættur á því, hvort sem bannið verður afnumið eða ekki, aS bruggunin haldi áfram aö fær- ast út um sveitirnar, ef ekki verð- ur tekiö í taumana. Og þaö er ein- mitt þaS, sem hér þykir ástæða •til aö benda á, að ríkisvaldið hef- ir aldrei beitt sér, aldrei Iagt sig fram um, aS gera ráöstafanir til útrýmingar á áfengisbruggun i sveitunum. ÞaS er ákaflega auö- velt að ræSa af miklum fjálgleik um allar hinar illu afleiðingar af heimabruggun, aukinn drykkju- skap, barsmíöar og meiðsli o. s. frv. og kenna banninu um alt, en það sanna er, aS hvaö sem um bannið má segja, þá er svo kom- ið, að allar líkur lænda til aS bruggunin haldi áfram livað sem banninu líður, svo fremi að sama sinnuleysi verði ríkjandi hjá hinti opinbera um að gera ráðstafanir til jiess að uppræta heimabruggunina. Sá, er þetta ritar, hefir alt af ver- i'S og er andbanningur, en sér enga ástæðu til þess, að fánýtt skraf um bann eða ekki bann, verði látið tefja fyrir framkvæmd þeirrar sjálfsögðu skyldu, að gera ráðstaf- anir til þess að uppræta. bruggun- ina í sveitunum. Að það sé hægt, dettur engum manni í hug að neita, ef þeir sem laganna eiga að gæta, verða látnir verða þess varir, að ríkisstjórnin í landinu hafi áhuga fyrir því, að þessum lögum sé hlýtt. En því mun ekki verða neitaÖ, að það sé skylda ríkisstjórnarinnar og allra embættismanna, að stuðla að því, að öll lög séu haldin, hvort sem þau þykja góð eða ill. Lögum, sem illa reynast, ber að breyta eða afnema, en það er annað mál. Mér er í fersku minni nokkurra daga dvöl i fjallasveit einni á Suð- urlandi á þessu sumri. Bruggun er enn ekki hafin í þessari sveit. Sveit þessi hefir verið menningar- og f ram f ar asveit. Sóknarpresturinn, sem þar var til skamms tíma, var þjóðkunnur sæntdarmaður, og gæt- ir áhrifa hans þar enn. 1 þessari sveit hafa menn haldið trygð við ]>að gantla, en ekki hafnað hinu nýja, sem nýtilegt er. í þessari sveit eru blómagarðár og trjágarð- ar á flestum bæjum og garðrækt þar á háu stigi. Og yfirleitt hafa menn lagt þar mikla rælct við heintili sin. Sveitarbúar komast alntent vel af, og þeir hafa af engum utanaðkomandi ófögnuði haft að segja, fyrr en í suntar. 1 sumar hafa verið nokkur brögð að því, að ntenit úr næstu sveitum, þar sent bruggun er hafin, hafa flutt með sér áfengi inn í sveitina, en af þvi hefir leitt ölvun, spjöll og 'meiðsli. Og ef að líkum ræður verður farið að brugga í þessari. sveit eins og fleirum innait skamms. Þessa er hér að eins getið til að sýna frant á, hvernig heintabrugg- unarspillingin færist út um landið, á meðan algert athafnaleysi er á haírri stöðum um ráðstafanir til þess að kveða þennan ófögnuð niður, en öllum hlýtur að vera ljóst, að það er hægðarleikur, ef ríkisstjómin sýndi festu og sterkait vilja í því, að uppræta ósómann. Iíg get vel skilið það, að það er freistandi fyrir stæka andbanninga, a'ð nota sér þetta vaxandi spilling- arástand til þess að hamra á því, að flýta verði fyrir afnánti bann- laganna; þeirn sé um þetta að kenna. En slik rök er reist á ram- skökkunt grundvelli, þegar vitað er, að löggjafarvaldið gerir lítið sem ekkert — sennilega ekki neitt, sem gagn getur talist í, til þess að upp- ræta braggunina í sveitunum. Nú ætti ])að að vera noklairn veginn augljóst mál, að þjóðfélag- inu og rikinu hlýtur að verða ólrel- anlegt tjón að því, ef ekkert verð- ur aðhafst í þessum málum. Það er vafalaust ha'gt að blekkja ein- hvern hluta þjóðarinnar á þá skoð- un, að vegna aukinnar heimabrugg- unar verði að afnenta bannlögin, og heimabruggunin verður sjálfsagt einhverjum einstaklingum gróða- vegur, en hvorugt þetta getur ver- ið aðliald ríkisstjóm og ]>iiigi að halda í það ófremdarástand, sem er í þessum efnum hér á landi. En eftir hverju er beðið, til þess að útrýma sveitabrugguninni ? Hvað veldur því, að ekki er hafist handa i þessum efnum? Ríkisstjómin get- ur upprætt heimabruggunina í sveit- unum, ef hún vill, á nokkrum mán- uðum, og sennilega án þess að beita harðnesku, ef rétt er að farið. Þeir, sem hafa áhuga fyrir upprætingu áfengisbölsins, andbanningar jafnt og bannmenn, spyrja: Hvers vegna er ekkert aðhafst? Það verður spurt, ])angað til svarið fæst, spurt ]>angað til viðunanlegt svar fæst — og viðunandi framkvæmdir. A. LJtan af landi. Siglufirði, 14. ágúst. FB. Lík Guðmundar Skarphéðins- sonar fanst í morgun fram af Ríkisverksmiðjunni. Vestm.eyjum, 15. ágúst. FB. Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin í Herjólfsdal á laugar- dag og sunnudag. Iiátíðina sóttu flestir Eyjaskeggjar, eins og vant er, og héldu til i tjöldum sínum, sem voru að þessi sinni 250. — Á liátíðina koniu frá Reykjavik á tveimur seinustu skipum 200 manns. Einstök veð- urbliða báða dagana og fjöl- breytt skemtun, svo sem bjarg- sig. Tveir menn sigu samhliða livor á mót öðrum og vakti það sérstaka aðdáun, einkum gesta. íþróttir, ræða, söngur, flugeld- ar, brenna o. s. frv. Fimtán manna sveit knatt- spymulélagsins Vals, Reykja- vik, eru gestir Knattspyrnufél. Vestmannaeyja. Úrslit í kapp- leik urðu þau, að Valur sigraði með 3:0. Þættip úr spænskri bókmentasögu. Mærin frá Elche. Það virðist svo þegar menn líta á landabréfið, að iheriski skaginn sé mjög einangraður, þar sem að honum liggja höf á þrjá vegu, en á einn veg hin hrikalegu Pýreneafjöll þvert yfir eiði það hið mikla, sem tengir skagann við meginland Evrópu. Og þvi gætu menn hugsað, að ibúar skagans hefðu jafnan átt hægl með að lifa sinu lifi óáreittir, varðveita frelsi sitt og efla þjóðfélagsein- inguna. í rauninni liafa þó hvorki höfin né fjöllin verið nógu sterk víggirðing til að bægja frá þeim útlendu innrás- arherjum. Þvert á móti hefir Pýreneaskaginn ekki getað sloppið við neina þá plágu, sem þjóðflutningar og víking her- skárra nágrannaþjóða höfðu i för með sér. Landabréfið getur ekki lield- ur gefið réttar hugmyndir um afstöðu og eðli hinna ýmsu landshluta. Fjallgarðar eða „si- en-as“ liggja hér og þar um landið og skifta því í héruð mis- jafnlega stór. Samgöngur eru oft ógreiðar yfir þessa fjall- garða. Vegna hæðarmismunar frá sjó og ýmsra annara orsaka eru héruðin næsta ólilc að lofts- lagi, jarðvegi, gróðri o. s. frv. Ilvað getur t. d. verið ólíkara en kastiljanska hásléttan, þyrk- ingsleg, óbhð að verðrátlufari og fáskrúðug, og austur- eða suðurströndin, þar sem gróður- inn minnir helst á plantekrur eða vinjar suður í hitabeltinu? Eins má segja, að Pýreneadal- irnir norðanvert við Ebró séu harla ólíkir norðurdölum Kantabríufjalla og Galisiu- stjröndinni. En það er ekki nóg með það, að öll þessi liéruð séu ólík frá landfræðilegu sjónar- miði, heldur hafa þau og sætt ó- líkum örlögum í sögunni, þau hafa verið numin og bygð á mismunandi tímum af ólíkum þjóðflokkum, sem liöfðu ekki sömu menningu, tungu né trú- arhrögð. Eining landslilutanna í menningar- og stjórnarfars- legu tilliti var verk margra alda og tókst ekki fyr en eftir marg- ar mishepnaðar tilraunir. Og þrátt fyrir eining Spánar, sem svo seint og erfiðlega varð til lykta leidd, þá eru í fáum löndum jafn greinileg sérein- kenni hvers landshluta og menn óviða jafn fastheldnir við forn- venjur sínar og héraðsmállýsk- ur. Hverjir fyrstir bygðu Spáu verður engum getum að leitt, en fyrstu ibúarnir, er sögur fara af voru liinir svo nefndu Iberar. Þeir eru fvrst nefndir á nafn i skrifum rómverska sagnaritar- ans Varró, sem uppi var á 1. öld fyrir Krist, og notar hann þetta lieiti yfir ættkvíslir þær, sem áttu sér bústaði á hans dögum umhverfis Ebró-fljótið. Um uppruna íbera er alt á huldu eins og vænta má. Menn hallast þó mest að þeirri skoð- un, að þeir hafi komið frá Asíu og verið náskyldir frumbyggj- um Kaldeu og Assýríu eða hin- um svo nefndu „Súmer-Akkadí- um“ eins og úral-altaísku þjóð- irnar“ (Finnar, Mógúlar o. s. frv.) nú á dögum. Þeir niunu liafa brotist inn á Spán að sunn- an, komið frá Aíriku. Þar munu þcir hafa látið eftir sig ýms vegsummerki og ef til vill átt talsverðan þátt i myndun egipsku þjóðarinnar. Um menningu þeirra á Spáni verður htið sagl. Eitt verk er það þó, sem varðveist liefir eft- ir þá og er ])ögull en órækur vottur um það, að þeir liafi að minsta kosti á sviði myndlistar- innar staðið merkilega framar- lega með tilliti til þáverandi þroskastigs manna. Það er „mærin frá Elche“, brjóstlíkan af ungum, fríðum kvenmanni meistaralega skorið út í kalk- stein og málað yfir með ýmsum litum. Það fanst á öndverðu sumri 1897 nálægt borginni Elche, alldjúpt niðri í jörðinni innan um mannabein, brot af leirkcrum og áhöldum, sem gáfu til kynna að þar mundi vera gröf frá dögum íbera. Finnendurna rendi engan grun í, hve fágætan dýrgrip og lista- verk þeir hefðu komist yfir og seldu það fvrir eina 4000 franka eða tæplega þá upphæð, sem hálsmenið og annað skraut á líkaninu var virt á. Nú er það á Louvre-safninu i Parísarborg. Þar mætti það standa við hlið Afródite frá Milos og þyldi vel samanburðinn, þótt það sé ekki eins og flestar aðrar höggmynd- ir fornaldarinnar, sem varð- veist hafa, tókn einhvers átrún- aðar, heldur að öllum líkindum mynd af íberiskri liefðarkonu. Það sýnir höfuðbúningurinn, fötin og' skartgripirnir, sem koma alveg heim við það sem menn vita best um búninga fólks á þeim tímum. Ef trúa má orðum Tliéophile Gautier’s liefir raunsæi rikt frá öndverðu yfir spænskri list og hvorki hugarflug né fyrirframsann- færingar orkað neinu gegn því. Og hafi svo ávalt verið, verða menn að játa, að íberiskir kven- menn hafi verið einkar fríðir sýnum. Andlitsdrættir meyjar- innar frá Elche lýsa, þrátt fyrir greinileg austurlensk áhrif, sér- kennilegri fegurð, sem ekki verður vart annarstaðar en á Spáni, enda má enn þá sjá sama ættarmótið yfir ungum stúlk- um í Murcia og Alicante. „Mær- in frá Elhe“ er Carmen vorra tíma, skreytt dýrindis djásnum eins og Salammbó, hin fagra konungsdóttir úr Karþagóborg, þessi sama Carmen, sem spænsk skáld og rithöfundar síðari tíma engu síður en listamenn hafa tilbeðið og tileinkað mörg sin fegurstu meistaraverk, eins og síðar mun vikið að. Um beina afkomendur íbera nú á dögum getur vart verið að ræða, en þó eru nokurar líkur til að Baskar séu það, og ef til vill Berbar í Afriku. Sumir halda fram, að Iberar liafi ekki einungis dreifst um alla norður- Afríku og Spán, heldur einnig um suður-Frakkland, Italíu, Sikilev, Korsíku og máske fleiri lönd og hafi á 15. öld f. Iír. myndast stórt íberískt-lybískt ríki, sem kept hafi um yfirráð- in í Miðjarðarhafinu við Egipta og Föníka, en orðið undir í við- ureigninni við þá. Og frá þeim tima séu fyrstu nýlendur Fönik- íumanna á Spáni. Nágrannar íbera voru Lígúrar á Frakk- landi, sem siðar brutust inn á Spán og blönduðust íbúunum i norður- og vestursveitum lands- ins. Voru þeir ekki ósvipaðir íberum eftir þvi sem liöfuð- mælingar virðast nú henda til (hvorirtveggja langhöfðar). Á. árunum 600—400 f. Kr. komu Keltar fyrst inn á Spán. Er þeirra a. m. k. ekki getið fyr en á fjórðu öld, að griski ferða- maðurinn Pyteas telur þá búa á vestaliverðu því landi, sem nú nefnist Frakkland. Þeir voru einnig komnir frá Asíu og dreifðust víða um lönd. Þeir voru Indógermanslcir eða ar- iskir, óskyldir íberum, ósiðaðir mjög og létu ekki að sér kveða í menningarlegu tilliti. Eftir marg-íírekaðar inni'ásartil- raunir tókst þeim að leggja undir sig allverulegan lilula Pýreneaskagans, og tóku sér þar bólfestu. Iberar híifðust eft- ir það við i Pýreneadölum, á strandlengjunni við Miðjarðar- hafið og súður-Spáni. Aftur urðu Keltar í meiri hluta þar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.