Vísir - 21.08.1932, Qupperneq 2
V
)) Htom & Qlsemi íl
Nýkomið:
Slétt járn.
Biðjið jafhan um
æ
æ
æ
Millennium i
liveiti.
Fæst hvarvetna.
æ
æ
æ
æ
æ
ææææææææææææææææææææææææææ
Þðrðar Sveinsson & Co.
fllllIII!IllllfllIllllllIflBmBliai»imillllIflBBIIIia!IHllKI8iHIIIIIIHUaillBIlllB
MASONITE
Þilborðin sænsku eru nú aitaf fyrirliggjandi
af mörgum gerðum og til margvíslégra nota.
Mjðlkarfélag Reykjavíkur.
..................
Sífnskeyti
Ottawa, 20. ágúst.
United Press. - FB.
Ottawa-ráðstefnan.
Viðskiftasamnlngar, 12 að
tölu, voru undirskrifaðir liér i
dag, milli Bretlands og nýlend-
anna. Viðskiftasamningarnir
verða birtir í London á morgun
(sunnudag).
Montreal 20. ágúst.
United Press. - FB.
Mollison í Montreal.
Flugvélasýning liefst hér í
dag', i St. Hubert flugstöðinni.
Mollison flýgur hingað, til þess
að verða viðstatídur, er sýning-
in verður opnuð, en flýgur því
næst áfram til New York á
morgun (sunnudag).
Utan af landi.
Siglufirði, 20. ágúst. — FB.
Búið var að salta hér á mið-
nætti í nótt 69,881 tn. af salt-
sild, 21,826 af kryddsíld, sykur-
salta 25,159, verka fyrir Þýska-
landsmarkaðinn og öðru vísi
meðfama 5,975 tn. og af milli-
síld 476 tn.
Lagt hefir verið i rikisbræðsl-
nna 101,800 mál, til Hjaltalíns
20,619 mál.
Vikusöltunin hér 30,565 tn.
alls. Allmikið hefir auk þess
verið sett í íshúsin. Talsvert af
síld Iiefir borist að í morgun.
I gær snjóaði hér í fjöll. Gott
veður í dag. Þorskafli góður.
Norskar
loftskejtafregnir.
Osló 20. ágúst.
NJRP. — FB.
Loftskeyti til danskra bíaða
herma, að leiðangursskipið Po- (
larbiörn liafi sett á land norska
veiðimenn milli Kun-eyjar og
Besselfjarðar, og reist stóra
loftskeytastöð við Ardencaple-
fjörðinn, og auk þess reist
veiðimannakofa á milli stöðv-
arinnar og húsa danska veiði-
félágsins Nanok.
Godtfred-Hansen, komman-
dörkapteinn, lætur svo um
mælt i Extrabladet, að Jjetta
kunni að liafa alvarlegar af-
leiðingar fjfrir Nanok-félagið,
að því er fjárhag félagsins
snertir. Kveðst hann vona, að
ríkisstjórnin í Danmörku haldi
fast á rétti félagsins gagnvart
Norðmönnum. Telur hann
framferði Norðmanna ólög-
legt. Per Rygli, lögmaður, sem
liafði Grænlandsmálið til með-
ferðar í Haag, telur ásakánir
Dana ckki liafa við rök að
styðjast. Norðmenn hafi í engu
brotið fyrinnæli Grænlands-
samningsins.
Á ráðuneytisfundi var í gær
skipað ráð manna, til þess að
hafa með liöndum skipulagn-
ingu á saltfisksútflutningnum,
i samræmi við ný lög uin það
efni. I ráðinu verða: Thore
Bersetli, Alasundi, Erik Rolf-
sen, Kristianssundi, Oluf Ny-
gaard, Salten, J. M. Mostervik,
Besaker, Jolian Pedersen,
Skjelfjord.
Vegna blaðaumæla um sölu
á hvallýsi Sven Foyn leiðang-
ursins, hefir stjórn félagsins
lýst því yfir, að salan liafi ver-
ið samþykt einróma á stjórn-
arfundi, og hafi viðskiftahags-
munir aðeins komið til greina.
Gengi i Osló í dag: London
19.95. Hamborg 137.50. París
22.65. New York 5.76. Stokk-
hólmur 106.70.
Umræður.
—o—
„Alþýðuhlaðið“ vill liafa
miklar umræður um vandræði
atvinnulausra manna. Það vill
láta meta „hug“ manna „til
hins þrautpínda“ mannfjölda
eftir því, hvað mikið þeir vilja
ræða um þarfir hans opinber-
lega í tíma og ótíma. Um fram-
kvæmdir virðisl í rauninni
skifta minna. — Það var ]iví
að vonum, að blaðið teldi það
skyldu sína, að flytja svolít-
inn pistil um hugarfar þeirra
bæjarfulltrúa, sem á síðasta
hæjarstjórnarfundi greiddu at-
kvæði á móti þvþ að teknar
yrðu á dagskrá og umræður
hafðar um nýjar tillögur frá
sameiginlegum fundi „Dags-
brúnar og Sjómannafélags-
ins. — Og hvílík harðýðgi og
mannvonska, — að vilja ekki
le>Ta umræður um þessar til-
lögur! — En til hvers?
Það kom auðvitað engum
manni til liugar, að þessar til-
lögur yrðu samþyktar á þess-
um hæjarstjórnarfundi. Því
síður að þehn yrði hrundið í
framkvæmd án alls frekari
undirbúnings. Atvinnubóta-
málið hefir verið í höndum at-
vinnuhótanefndar. í þeirri
nefnd eru starfandi fimm full-
trúar verkamanna og tveir full-
trúar fyrir nieiri hluta bæjar-
stjórnai’. — Frá þeirri nefnd
lá fyrir bæjarstjórnarfundin-
um tillaga um, að séð yrði fyr-
ir atvinnu handa 200 manns,
fyrst um sinn til mánaðamóta.
„Alþýðublaðið“ neitar því nú,
að þessi tillaga sé „tillaga Al-
]iýðuflokksmanna“ í nefndinni.
Fyrir . bæjarstjórnarfundinum
lá eftirrit af fundargerð nefnd-
arinnar og í þeirri fundargerð
var bókuð þessi tillaga nefnd-
arinnar. Undir fundargerðina
rita allir nefndarmenn Alþýðu-
flokksins, og viðurkenna með
því, að þessi tillaga sé þeirra
tillaga. Það á sér þvi engan
stað, sem Alþhl. lieldur fram,
að Alþýðuflokksmenn hafi
flutt aðra tillögu. Það eru vís-
vitandi ósannindi, svo sem
staðfest er með undirskrift
þessara fimm nefndarmanna.
— Ennfreinur má geta þess, að
borgarstjóri hefir, i samráði
V I S I R
við alla atvinnuhótanefndina,
án nokkurs ágreinings, faríð
fram á það við ríkisstjórnina,
að tillagið úr ríkissjóði, til at-
vinnubóta í Pieykjavík, á þessu
ári, yrði hækkað um 50 þús.
kr., svo að vinna geti orðið til
áramóta (frá miðjum ágúst)
fyrir sem svarar 330 þús. kr.
— Það kom því ekki til mála,
að á þessum hæjarstjórnar-
fundi vrði gerð ályktun um að
auka þessa vinnu, þvert ofan
í fyrirliggjandi tillögu atvinnu-
hótanefndar, án frekari rann-
sóknar. Umræður um tillög-
ur verkamannafundarins um
aukning vinnunnar, þannig, að
nú þegar yrði gerðar ráðstaf-
anir til að 350 manns gæti feng-
ið vinnu yfir sumarmánuðina
og að til áramóta yrði unnið
fyrir 500 þús. kr„ voru því ger-
samlega tilgangslausar, að svo
stöddu.
Það er nú harla óvíst, að
kleift verði að framkvæma það,
sem borgarstjóri, í samráði við
atvinnuhótanefnd, ráðgerði i
erindí srnu til rikisstjórnarinn-
ar, að lialda uppi atvinnubóta-
vinnu til áramóta fyrir 330 þús.
kr. Alþbl. skýrir að vísu svo
frá, að fjármálaráðh. liafi lýst
því yfir, að ekki skyldi standa
á þvír að ríkissjóður legði fram
fé til þess að sínum hluta. Um
það var nú raunar ekkert svar
komið til horgarstjóra á fimtu-
dag, þegar bæjarstjórnarfund-
urinn var haldinn, og það var
ekki komið, er hæjarráðsfund-
ur var haldinn á föstudag. En
jafnvel þó að engin fyrirstaða
sé á því, að tillag ríkissjóðs
fáist, þá hefir bæjarsjóður ekki
handhært fé til áð framkvæma
þá atvinnubóta-áætlun, sem
borgarstjóri og atvinnubóta-
nefnd hafa gert, hvað þá meira.
Og meðan svo er, til hvers er
þá að vera að hafa „umræð-
ur“ um auknar framkvæmdir?
I sjálfu sér er alveg það
sama að segja um aðrar tillög-
ur verkamannafundarins. T. d.
um það, að fella riiður inn-
heimtu á útsvörum atvinnu-
lausra manna, alveg án tillits
til þess, hvort þeir géta greitt
þau. Væntanlega léttir það þó
lítið undirmeð framkvæmd at-
vinnubótavinnu. — Um enga
tillöguna hefði verið gerð nein
álvktun á þessum bæjarstjórn-
arfundi. Hinsvegar er auðvit-
að, að allar tillögurnar verða
lagðar fyrir bæjarráðið til al-
hugunar, og þar á Stefán Jó-
liann sæli, og getur því auð-
veldlega flutt þar allar þær
upplýsingar og skýringar, sem
honum sárnaði svo mjög að fá
ekki að flytja í „uinræðum"
á hæjarstjórnarfundinum á
fimtudaginn.
Að endingu skal að eins vak-
in athygli á því, að það virðist
óþarfi af Alþbl., að vera að gera
Stefán Jóhann opinberlega að
athlægi, eins og það gerir með
því, að skýra frá þeirri barna-
legu „hefnd“, sem liann hafi
komið fram við meiri hluta
bæjarstjórnar í samhandi við
meðferð útsvarsmálanna á
fundinum. Sú „hefnd“ fór fram
fyrir luktum dyrum og því ó-
þarft að láta nokkuð vitnast
um hana. — Segir Alþbl., að
samkvæmt liefndar-kröfu Stef.
Jóh. hafi allar útsvarskærur
verið lesnar upp orðréttar, svo
að fundur hafi orðið eins lang-
ur og orðið hefði, þó að atvinnu-
bótaumræðumar hefði farið
fram fyrst, því að venjan sé að
lesa að eins upp „innihald“
þeirra!! — Liklega er nú með
„innihaldi“ átt við aðalefni eða
útdrátt og meiningin, að það sé
venjuleg meðferð á útsvars- |
máluin á bæjarstjórnarfund- j
um, að lesa ekki upp erindi |
þeirra manna, sem fara þess á
leit, að fá útsvör sín lækkuð, og
að bæjarfulltrúar greiði svo at-
kvæði, án þess að hafa heyrt
orðrétt slcýrslur beiðanda um
ástæður. En þetta er algerlega
rangt. Það er alveg föst venja,
að lesa öll slík erindi orðrétt
upp. Umrædd „hefnd“ Stefáns
Jóhanns var þá heldur ekki
fólgin í öðru en þvi, að lesin
voru upp fylgiskjöl með beiðni
um samþykki til einkaskifta
á búi eins gjaldanda. Lestur
þessara skjala mun hafa tekið
minna en 5 mínútur, en með-
ferð allra útsvarsmálanna hátt
upp í tvo klukkutima. —
„Hefndin“ var þannig mjög
við hæfi Stefáns Jóhanns!
Við skordýrarannsóknir
hafa þeir verið i sumar i Austur-
Skaftafellssýslu. Geir Gíg'ja og
Pálmi Jósefsson. Tíðarfar til slíkra
rannsókna hefir veriÖ óhagstætt þar
eystra i sumar til skamms tíma.
Yoru úrkomur tíÖar, einkanlega
framan af sumrinu.
íslensk vínber
eru nú komin á markaÖinn hér.
Hafa þau verið seld í Hressingar-
skálanum í Austurstræti. Vínberin
eru framleidd á Reykjum. Er tal-
iÖ, aÖ fVamleiðslan í sumar muni
verÖa 40—50 kg. Vínher voru
framleidd á Reykjum í fyrra, og
voru þau til sýnis á blómasýning-
unni hér i bæ síöastl. haust. ÞaÖ
er Fresenius garÖyrkjumaÖur, sem
hefir haft meÖ höndum ræktun vín-
berjanna og undangengnar tilraun-
ir i því sambandi.
Aðalfundur
Prestafélagsdeildar Austurlands
var að þessu sinni haldinn á NorÖ-
firði.
Hjónacfni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Lilja Matthíasdóttir
(Ólafssonar f. alþingismanns) og
Sölvi Jónsson, bóksali, Óðinsgötu
24.
M.s. Dronning- Alexandrine
fór héðan í gierkveldi áleiðis
til útlanda:
Nýja Bíó
sýnir í fyrsla sinn. í kveídi
þýska tal og hljómkvikmynd,.
sem kölluð er „Drenguriun
minn“. Aðallilutverkin leika:
Magda Sonja, Hans Feher og
.Tar. Kocian.
Nýtt stórhýsi.
Stórhýsi mikið er Sigurður
Jónasson framkvæmdastjóri a4
láta reisa við Tryggvagötu,
milli Eiinskipafélagshússins og,
húss Mjólkurfélags Reylcjavik.-
ur.
Frá Þingeyri
er Vísi skriíað: „Nú er verið
að reisa prestssetur hér á Þing-
eyri og verða Sandar lagðir
niður sem prestssetur. Yfir-
maður er Olgeir Sigurðsso*
trésmíðameistari, frá Reykja-
vík, en um framkvæmd verks-
ins sér sóknarpresturinn. Húsið
er 8,50x7,50 metrar, með
kjallara, hæð og porthæð, og
verður útbúið öllum þægiud-
um. Hreppurinn leggur til lóð
á fegursta staðnum í þorpdnu.
Verður þá prestssetur Sanda-
I>restakalls framvegis á Þing-
eyri og hefir söfnuðurinn ósk-
að ]>ess eindregið, að svo yrði.“
Heimatrúboð leikm.anna..
Vatnsstíg 3. Almenn samkoma. í
kvöld kd, 8.
Áheit á Strandarkirkju,
aíhent Visi: 2 kr. frá S. R., 5
kr. frá K. A.
Ctvarpið í dag.
10,00 Messa í dóriikirkjumai
síra Friðrik Hallgrims-
son).
11,15 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19.40 Barnatimi: Uin iþrótlir
eða útiveru (Bened. G.
Waage).
20,00 Klukkusláttur.
Erindi: Peningahrunið í
Þýskalandi (Guðbr. Jóns-
son, rithöfundur).
20.30 Fréttir.
21,00 Grammófóntónleikar:
Píanó-konsert eftir Raófc-
maninoff.
Danslög til kl. 24.