Vísir - 08.09.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1932, Blaðsíða 3
V I S I R t»au orð gæti verið einkunnar- orð Timaliðsins. Bændur eiga allir að verða leiguliðar ríkisins —— þeir eiga að verða politískir þræJar. Sú er hugsjón Jónasar Jónssonar og hans nóta. Þessi nýja stefna er alveg óskyld þeirri þróun, sem verður vart á stöku stað liér á landi, að syeitaþorp séu í myndun, af þvi að sérstök skilyrði eru fyrir hendi til myndunarinnar og að- staðan liefir batnað að öðru leyti. Sú þorpamypdun, einkan- lega ef hún er í nánd við sjó, og menn geta notið hæði lands og sjávar gæða, er æskileg, og hún verður án þess að hinum dreifðu býlum landsins sé í nokkuru hætta búin. Sú þorpa- myndun og sú þorpastækkun er ekki pólitísk, og þess vegna liættulaus sveitamenningunni, enda enginn kommúnistiskur Jónasarandi þar yfir vótnun- um. Um þessi mál ei. lævísJega skrifað i Timann um þessar mundir, en frálei u lælur nolík- ur sjálfstæðismaður blekkjast til fylgis við Jiina nýju Jónasar- stefnu, sem er grímuklædd sem hinar fyrri, grímuklædd á ann- an liátt og i öðru formi. Ætla mætti að liinn andlegi leiðtogi kommúnista færi að sanníær- asl um, að liann geli ekki leng- ur blckt þjóðina. Hann er sjálf- ur bersýnilega á annari skoðun. Hann lieldur, að liann geti altal’ blelct bændur. Og þess vegna fer hann á fund þeirra með nýja og nýja grímu. Ifann gel- nr leikið þann leik áfram og ef til vill blekt einhvern liluta bændastéttarinnar áfram. En hann verður ekki látinn óáreitt- ur með blekkingarstarfsemi sína og undirróður. I livert skifti og liann tekur til á nýjan leik sleal vægðarlaust að lion- um gengið og gríman rifin af honum, un's liann varpar sér að fullu i faðm kommúnista, því að þar á hann heima * Ekkjan lapttoiðsr PirlBiisdðttir Jésl á elliheimilinu Grund föstud. 2. þ. m., á þriðja ári yfir áttrætt. Hún var fædd i Miðdal í Laugárdal 4. dag júlí- mánaðár 1850. Bjuggu þar þá föreldrar hennar: Þorleifur Eyjólfsson og liúsfreyja hans, Itígunn Ásmuudsdóttir, ættuð úr Grhnsnesi, merkislijón og vel metin. Þorleifur var frá Snorrastöðum í Laugardal, af svo nefndri Snorrastaðaætt; voru þau systkini mörg og þeir bræður Eyjólfssvnir flestir eða allir hreppstjórar og sveitar- höfðingjar á sinni tið, Þorleif- ur, Erlendur í Skálholti, Guð- mundur i Austurhlíð, Eyjólfur á Laugarvatni, Kolbeinn i Kollafirði. Systir þeirra var Katrín, móðir Magnúsar pró- fásts á Gilsbakka og þeirra systkina. Ragnlieiður fluttist um ferm- ingaraldur með foreldrum sín- um að Efstadal í Laugardal. •Giftist úr foreldrahúsum 24. jiiní 1875, Þórði Þórðarsvni frá Syðri-Reykjum, bróður IJalI- <dórs bókbindara og Jóns hrepp- stjóra á Hliði. Reistu þau bú í Reykjaholti og bjuggu þar þrjú ár. Ragnheiður misti beilsuna árið eftir að hún gift- ist, er hún var 26 ára, af nokk- urs konar lömun, lá þá rúm- föst um þrjú ár og náði síðan aldrei fullri heilsu. Urðu þau hjónin því að bregða búi og fluttust til Reykjavíkur vorið 1878, og bjuggu hér upp frá því. Þórður lést árið 1911, ald- urhniginn og farinn að lieilsu. Ragnheiður dvaldist á heim- ili sinu, Hábæ við Skólavörðu- stig, alt þangað til síðastliðið vor, að hún fluttist á elliheim- ilið Grund. Siðustu árin sjö lá hún rúmföst. Var ávalt vel fyr- ir henni séð af einkadóttur þeirra hjónanna, ungfrú Ingi- leifu, er mörg ár hefir starfað við slvi'ifstofu ríkisféliirðis; var hún stoð og stytta foreldra sinna á efri árum þeirra, og annaðist hún móður sína með einstakri nákvæmni, sem við ér brugðið. Ragnheiður var góð og merk kona, eins og hún átti kyn til, þótt liún nyti sín litt, sakir langvarandi veikinda. Hún var einkar rólynd, þrekmikil og þolgóð og sýndi aldrei önug- lyndi eða óþolinmæði, sem oft vill fylgja langvarandi lieilsu- leysi. Að því leyti var hún al- veg'einstök. Hún var mjög dag- farsgóð, lii^ur og hlýleg í allri umgengni, umburðarlynd og einkar barngóð, svo að hún umbar góðlátlega þótt þau kynni að breka eittlivað kring- um heimili hennar. Hún var þvi vinsæl af nágrönnum sin- um og öllum þeim, er eittlivað kyntust henni. Munu þeir ávalt minnast þessarar góðu konu með hlýjum hug. Jarðarför Ragnlieiðar fer fram frá dómkirkjunni á morg- un (föstud.) og hefst kl. 2 sið- degis. B. Sv. í Utan af landi. —o-- Vestmannaeyjum, 7. sept. FB. Varðskipið Fylla tók tvo þýska botnvörpunga að land- helgisveiðum i morgun, auslur við Portlaud. Kom varðskipið með þá hingað um liádegisbil- ið. Réttarliöld standa yfir. Annar botnvörpUngurinn heit- ir Hans Joachim og er frá Geestemúnde, en hinn dr. A. Straube og er frá Nordenham. Veðrið í morRun. Hiti i Reykjavík 9 stig, ísafirði 6, Akureyri 8, Seyðisfirði 4, Vest- mannaeyj mn 8, Stykkishólmi 8, Blönduósi 7, Hólum í Hornafirði 7, Grindavík 9, Færeyjum 4. Juli- anehaab 7, Jan Mayen 1, Angmag- salik 2, Hjaltlandi 10, Tynemouth 13 stig. (Skeyti vantar frá Raufar- höfn). — Mestur hiti liér í gær 10 stig, minstur 6. Úrkoma 0,7 mm. Sólskin í gær 10.7 sturidir. — Yfir- lit: Grunn lægð yfir Norðurlandi, á hægri hreyfingu austur eftir. All- djúp lægð yfir Bretlandseyjum. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Breytileg átt og liægviðri. Smá- skúrir. Breiðaf jörður, Vestfirðir, Nor'Surland: Vestan og norðvest- an gola. Skúrir. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Ilæg vestan átt. Léttskýjað. Kveldúlfsbotnvörpungarnir. Skallagrímur og Þórólfur eru hættir veiðum og koma síðdeg- is í dag eða nótt. Skallagrimur Sumargistihfisið á Laugarvatni hættir 12. þ. m. (mánudag). — Hr. Tage Möller spil- ar þar núna um helgina. Ms. Dronninj Búðin í Alexandrine KtpbJ ustræti ÍO fer föstudaginn 9. þ. m. kl. 8 síðd. til ísafjarðar, Siglufjarð- ar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar um vörur komi í dag. Skrifstofa C.Zimsen hefir aflað alls 15,600 mál, en Þórólfur 16,700 mál sildar. Hin- i r Kveld ú! f sbot nvörpun garnir. munu liætla veiðum næstu daga. E.s. Gullfoss fór héðan í gærkveldi: Með- al farþega voru: Ásgeir Ás- geirsson forsætisráðherra og frú, dr. Bjarni Sæmundsson, Jón Sveinbjömsson konungsrit- ari, Páll Torfason og frú, Árni ÍZimsen kaupm., frú Svava Þór- hallsdóttir, María Markan söng- mær, Bjarni Ásgeirsson og frú, Ben G. Waage og frú o. m. fl. Farþegar til útlanda voru vfir 50. 79 ára er í dag öddur Tómasson, Grettisgötu 31 A. E.s. Lyra fer héðan í kveld. Meðal far- þega eru: Dr. Cannegieter, frú G. Jacobsen með 3 börn, Ásgeir Hjart- arsori, B. Sörensen o. fl. G.s. Botnía kom í gær. M.s. Dronning Alexandrine kom í morguri. ásamt stórxá geymslu, er til leigu frá 1. október. Semja ber \dð Harald Johannessen hankafulltrúa. 66 9 Svona vinn jeq mj&r verkið hœqt ^ secjir Mara Rinso berhita og þunga þvodadagsins STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL PAKKI o,30 AURA © M-R 44-047A IC Þvotturinn er enginn þræl- dómur fyrir mig. Jeg bleyti þvottinn í heitu Rinso vatni, kanske þvæli lauslega eða sýð þau fötin sem em mjög óhrein. Síðan skola jeg þvot- tinn \-el og eins og þið sjáið, þá er þvotturinn rninn hreinn og mjallhvítur. Reynið þið bara Rinso, jeg veit að þið segið : „ En sá mikli munur.“ R. S. HUDSON l.IMITED, I.IVERPOOL, ENGLAND Geir kom af veiðum i morgun með 2200 körfur. Skemtun verður haldin á Klébergi á lvjal- arnesi næstk. sunnudág. Sjá augl. Grænlandsförin Gustav Holm og Godthaab fóru héðan í morgun. Papev, línuveiðari úr Hafnarfirði. kom af síldveiðum í gær. Knattspyi'numót II. flokks. Úrslitaleiknum í gær lauk með þvi að K. R. sigraði Yal með 2 4. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Almenn sam- koma i kveld kl. 8. Til bágstöddu ekkjunnar, afhent Visi: 3 kr. frá R. G., 2 kr. frá M. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tónleikar (Útvarps- tríóið). 20,00 Klukkusláttur. Grammófóntónleikar: Carneval-Suite, eftir Schumann. 20.30 Fréttir. Músik. Gullverð isl. kr. er nú 58,53. Kaupið kjól í NINON með útsöluverði: 15_20—25—35 kr. (áður frá 35 til 65 kr.) Nokkrir ELEGANTE kjól ar með 30—35% afsl. Nokkrar BLÚSSUlt 10 kr. (áður 15—20 kr.). Það er skynsamlegt að at- huga, hversu ódýran bjól þér getið keypt yður á út- sölunni í NINON 01310 • ^ Glænýtt hvalrengi fæst nú aftur í smásölu á Norð- ui'stíg 4. Verðið óbreytt. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 11 lcr. frá G. L., 5 kr. frá gamalli norðlenskri konu. Sumargistihúsinu á Laugarvatni verður lolcað næst- komandi mánudag (12. þ. m.). TO leigu. Húsnæði það i Pósthússtræti 7 (Reykjavíkur Apótek), sem Ferðamannafélagið Hekla hefir haft í suinar, og áður var „Hressingarskálinn“, er til leigu frá 15. sept. — Uppl. á skrif- slofu Reykjavíkur Apóteks. Leifs-kaffi. Lag: Ich bin ja heute so glúcklich. Mér líkar Leifur heppni, já, heppni, já, heppni, senx klýfur gegnum keppni með kaffi hér i bæ. Þótt allir eigi i önnum, i önnum, í önnum, á ölliun kaffikönnum hrátt Leifur lieppni er. Hó, hó og hæ, hó, hó og hæ, besta kaffi hér í bæ, hó, hó og hæ, lió, hó og hæ, besta kaffi sem eg fæ. Svo lofgjörðir þér senda, já, senda, já, .senda, uin blcssað kaffið brenda, fólk fi'á sjó og sveit. Ánægður neytandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.