Vísir - 07.10.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1932, Blaðsíða 2
V I s I H Fyritfliggjandi: Stormvax. Þéttir hurðir og glugga. Mmskeyti —o--- París 7. okt. United Press. - FB. Afvopnunarmálin og jafnréttiskröfur Þjóðverja. A‘ð afstöðnum löngum við- ræðum milli Herriot, foi-sætis- ráðherra Frakklands, og Tyrell lávarðs, sendiherra Bretlands i París, hefir hinni ráðgerðu herveldaslefnu til að ræða jafn- réttiskröfur cÞjóðyerja, verið frestað. Norman Davis, fulltrúi Bandaríkjanna, fer nú til Lon- don frá I’aris, til þess að ræða við hresku stjörnina um af- vopnunartillögur Ifoovers, — en um það efni er mikill skoð- anamunur milli stjórnarinnar i Bandaríkjunum og þjóð- stjórnarinnar breskit. Leieester, 6. október. Uuited Press. - FP>. Frá Bretlandi. A ársþingi verklýðsfélaganna var borin fram og samþykt ein- róma ályktun, er var á þá leið, að krefjast Jiess, að hefja þegar i stað samningaumleitanir um uppgjof ófriðarskaðabóta og ófriðarskulda. „Brctland á ekki að taka á móti einu einasta sterlingspundi framar upp 1 ófriðarskuldir eða ófriðarskaða- bætur og á þá einnig að hætta öllum slikum greiðslum.“ Blackpool, (i. október. United Press. - FB. Þegar ársþing ihaldsfiokksins hafði verið sett, var einróma samþykt ályktun Sir Henry Pagecroft’s, þess efnis, að þing- ið óskaði þjóðstjórninni til ham- ingju með þann mikla árangur, sem náðst hefði á Ottawa-ráð- stefnunni með gerð viðskifta- samninganna, þvi að í þeini væri það lagt til grundvallar, að breskar þjóðir léti viðskifta- hagsmunina innan Bretaveldis sitja í fyrirrúmi fyrir viðskifta- hagsmunum annara þjóða. London 21. sept. Unitcd Press. - FB. Afvopnunarmálin. Að ]>ví er best verður séð, er allur almenningur i Bretlandi hlvntur till. Hoovers Banda- rikjaforseta i afvopnunarmál- unum, en eins og kunnugt er, liefir hann lagt til að dregið verði úr öllum vígbúnaði að einufn þriðja. Þjóðstjórnin hef- ir hinsvegar óbeinlínis hafnað tillögum Hoovers, með því að bera fram aðrar tillögur. Á- stæður þær, sem þjóðstjórnin her fram fyrir því, að hún geti eigi fallist á tillögur Hoovers eru, að öryggi Bretaveldis sé hætta búin, ef dregið verði úr vígbúnaði á sjó svo nemi %. Tilraunir verða gerðar til ]>ess að koma á samkomulagi milli Brcta og Bandarikjamanna um þetta mál, áður en Þjóða- bandalagið kenuir saman á ný i Genf. Horfurnar eru þó tald- ar þær nú, að Bretar muni ald- rei fallast á tillögur Hoovers í sinni uppliaflegu mynd, en gildar ástæður eru til að ætla, að Bretar nuíni slaka mjög til, ef Bandaríkjamenn létti á þeim ófriðarskuldagreiðslum. Þjóðstjórnin er alls ekki á einu máli um þetta efni. Er talið, að Ramsy MacDonald forsætis- ráðherra, flokksmenn lians i þjóðstjórninni og tveir frjáls- lyndir ráðherrar, séu hlyntir tillögum Hoovers. íhaldsmenn i þjóðstjórninni og frjálslynd- ir, sem fylgja Sir Jolm Simon að málum, eru á móti tillögum Iloovérs. (Skipun þjóðstjórn- arinnar hefir breyst frá því, er þetta var skrifað, eins og kunn- ugt er af skeytum). Þrátt fyrir það, að allur almenning- ur er hlyntur tillögum Hoovers, getur þjóðstjórnin haldið lil streitu stefnu sinni i þessum málum, þar sem hún liefir vf- irgnæfandi fylgi á þingi. Full- yrða má, að menn af öllum stéttum aðliyllist Hoover|s-til- lögurnar, en almennast fylgi hafa þær innan frjálslynda flokksins og verklýðsflokksins. ----—-mmmstrnam----- I»ingvalla- prestakall. —-o-- Söfnuðurinn krefst þess, að presfur verði settur á staðinn. —o— Eitt meðal margra annara „afreksverka“ stjórnar þeirrar, scm kend hefir verið við Tryggva Þórliallsson, fyrrum prest til Hestþinga, er það, að hafa lagt niður Þingvelli sem prestsetur. Var presturinn flæmdur af staðnum fyrir noklcurum árum og þjónusta safnaðanna (Þingvalla- og Úlf- ljótsvatns) fengin nágranna- 'prestum í liendur. Hinn siðasti Þingvalla-prest- ur, síra Guðmundur Einarsson, var ákveðinn stjórnmála-and- stæðingur þáverandi ráðlierra og mun það miklu Jiafa ráðið um framferði stjórnarinnar í þessu efni. Hún reyndi, sem kunnugt cr, að flæma andstæð- inga sina úr emhættum og stöð- um, svo sem frekast varð við komið. Henni tókst nú að visu ekki að finna neinar sakir á hendur síra Guðmúndi, en eigi að síður varð niðurstaðan sú, að hún flæmdi hann af staðn- um. í annan stað mun þáverandi kirkjumálaráðlierra hafa hugs- að sér, að troða þarna inn þæg- um flokksmanni sínum (komm- únista), sem einhverskonar eft- irlitsmanni. Hefir honum vafa- laust þótl fara vel á því, að kommúnisli settist í sæti prests- ins og réði lögum og lofum á hinum helga stað. Þingvallasöfnuður varð þeg- ar í slað óánægður yfir því, að vera sviftur presti sinum. Krist- in trú var lögtekin á Þingvöll- um, sem kunnugl er, og töldu menn, að best færi á því, að þar væri jafnan kirkja og prest- ur, meðan þjóðin játar kristna trú. Iiitt væri óliæfa, að svifta þenna sögufræga og helga slað liresti sínum, jafnvel þó að prestum væri fækkað annars- staðar. Lægi miklu nær, að reisa veglega kirkju á Þihgvöllum og ætla þar jafnan sæti sérstökum verðleikamanni innan klerka- istéttarinnar. En stjórnin sat við sinn keip. Þegar presturinn var á brott hrakinn, holaði hún niður á staðinn Guðmundi kennara Da- víðssjmi, kommúnista, að því cr kunnugir lierma, og fékk honum forráð staðarins, undir yfirumsjón Þingvallancfndar. Segir fátl af afreksverkum hans þar eystra, nema hvað hann hef- ir verið að bjástra við að kæra eiganda Valliallar við og við, en lítinn árangur hafa þau frum- hlaup bórið. Mun Guðmundur þessi hafa átl að verja „Þjóð- garðinn" fyrir ágangi sauðfjár nú í sumar og er talið, að liaini Iiafi liaft tvo luinda gr.imma sér til aðstoðar, en þeir hurfú skyndilega og vita menn ekki gerla, livað af þeim liefir orðið. Þvi var um eitt skeið haldið fram í blöðurn stjórnarinnar, að Þingvallastaður Iiefði verið losaður við prestinn af sparn- aðar-ástæðum. Þarna væri ekki nema um tvær kirkjusóknir að ræða og báðar fámennar. Það gæti þvi ekki, samkvæmt sparn- aðarstefnu stjórnarinnar, kom- ið lil mála, að sérstakur prest- ur væri settur yfir þessar fáu sálir. Væri kappnóg og langt fram yfir það, að fá nágranna- presta til þess, að skreppa stöku sinnum að Þingvöllum og Úlf- Ijótsvatni, til þess að flytja messur og sinna öðrum prest- störfum. Kostnaðurinn yrði sára-Ií till og sparnaðurinn því mjög álitlegur. En livernig mundi nú þetta Jiafa orðið í reyndinni? — Þeim, sem þetta ritar, er ekki kunn- ugt, liversu mikil laun umsjón- armaður staðarins muni hafa. Kunnuga greinir á um það og segja s'umir 4800 kr„ en aðrir 6000 kr. — Auk þess hefir hann leigulausan bústað, og sennilcga ljós og Jiita ókeypis. Er því berl af þessu, að laun Jians eru miklu liærri en venjuleg laun presta. En ekki er alt upp talið með þessu. Mosfells-prestar tveir liafa verið til þess fengnir, að þjóna prestakallinu. Hefir presturinn að Mosfelli i Mos- fellssveit annast prestþjónustu í Þingvallasókn, gcgn 1000 kr. þóknun árlega, og presturinn að Mosfelli í Grímsnesi þjónar Úlf- ljótsvatnssókn gegn jafnháu gjaldi, 1000 krónum á ári. Ríldssjóður greiðir því árlega 2000 kr. fyrir prestþjónustu í Þingvalla-kalli, en auk ]iess er hann látinn greiða umsjónar- manni staðarins 4800 eða 0000 kr. ár livert. Þetta verður sam- tals 6800—8000 krónur árlega, eða sem svarar launum tveggja presta að minsta kosti. Þetta er hinn mikli sparnaður við það, að hafa flæmt prestinn af Þing- völlum. Óhætt mun að fullyrða, að Þingvallasveitar-menn liafi yfir- leitt litlar mætur á umsjónar- manninum og þætti til muna betur, ef hann viki af staðnum sem allra fyrst. En ekki skal farið fleiri orðum um þá hlið málsins að sinni. Heyrst hefir og mun satt vera — að Þingvellingar, þ. e. bændur i Þingvallasveit og aðr- ir, hafi nú sent — eða sé í þann veginn að senda — áskorun til stjórnarinnar eða bænarskrá þess efnis, að Þingvallabrauð verði þegar í stað auglýst lausl til umsóknar og því næst veitt, samkvæmt kosningu safnaðar. Með þessu liafa þeir kveðið upp úr um það, að þeir óski ]>ess, að prestur sitji á Þingvöll- um, svo sem verið hefir um margar aldir undanfarnar, og i annan stað, að þeim þætti ekki saka, þó að styltast tælci í vcru umsjónarmannsins þar eystra. Er þess að vænta, að stjórn- in bregðist vel við og láti að óskum safnaðarins. Háskólafyrirlestrar. Hinga’Ö til háslcólans er kominn fjTÍrlestragestur frá Danmörku, Erik Brúel málflutningsmaður vi'Ö landsréttinn. Hr. Brúel er sérfræð- ingur i þjóðarétti, ritstjóri eina sér- timaritsins unt þjóðarétt, cr út kem- ur á Nortiurlönduin, og mjög vel metinn fræðimaður. Hann hefir i hyggju. ao halda hér fimm fýrir- lestra unt .þjóÖaréttarefni. Tveir íyrstu fyrirlestrarnir verða fyrir al- menning. V'erða þeir um samfélag þjóÖanna, uppruna þess. tilgang og jtroskun, og verða þeir haklnir í Kattpþingssalnum laugardag og mánudag n.k. kl. 5 síðd. Hinir þrír fyrirlestrarnir eru aðallega ætlaðir stúdentum, og fjalla þeir tim réttar- stöðu hresku lýðrikjanna (Domini- ons), um ])jóðaréttarleg mótmæli og mu einhliða afvopntm ])jóða. Gefst hér ta;kifæri til að hlýða á fyrir- lestra ágæts sérfræðings um merki- leg efni, sem nú eru mjög á dag- skrá í hoiminum, og er þess að vænta, að hr. Brúel fái góÖa aðsókn aö íyrirlestrum sínum, hæði af laga- mönnum og öðpum. cr fýsir aÖ kynnast þessum efnum. Bæjarstjórnarfundur var lialdinn í gær og var þar til umræðu tillaga Sl. .1. St. þess efnis, að bæjarstjórn reyndi að fá ríkisstjórnina til jtess að greiða þegar þær 95 þús. kr„ sem hún hefir lofað að greiða á yfirslandandi ári lil at- vinnubóta hér í bænum. Enn- fremur að bæjarstjórn reyni fyrir sér um lán i Landsbank- anlim til atvinnubóta og að jafnframt verði 150 mönmun hætt við í atvinnubótavinnu. St. .1. St. talaði fvrir tillögum sín- um og kvað nauðsyn á, að bæj- arstjórn gerði alt, sem í liennar valdi stæði, til að bæta úr at- vinnuleysinu. Settur borgar- stjóri, Guðm. Ásbjörnsson, gaf eftirtektarverða skýrslu um málið og liefir kostnaður við at- vinnuliótavinnuna farið mikið fram úr áætlun. Samkvæmf fcnginni reynslu mún bærinn þurfa 163 þús. kr. umfram það, sem áætlað var í upphafi, auk lánsfjár þess, 100 þús. kr„ sem ríkisstjórnin var beðin að út- vega. .1. M. benti á, að tii lítils væri að bæta mönnum i vinn- una á meðan 263,000 vantaði til ])ess, að hægt væri að halda áfram til áramóta áætlaðri at- vinnubótaviimu. Lagði hann til, að tillögum St. .1. St. og félaga bans væri vísað til bæjar- ráðsins og var það samþykt. S.iálfst{eðismenii, seni fara úr bænum og verÖa f jar- verandi kosningardaginn, fyrsta vetrardag, verða að muna aÖ kjósa hjá lögmanni, áÖur en þeir fara. Allar upplýsingar viðvíkjandi kosn- ingunni fást á skrifstofu VarÖar, í VarÖarhúsinu við Kalkofnsveg. Sími 2339. — C-listinu er listi sjálf- stæðismanna. Raflampar. Ljósakrónur. Dráttarlampar. Kögurlampar. Pendlar, Borð- lampar. Náttlampar. Ozon- lampar. Nýtísku gerðir. Alt selt með 20% afslætti frá fyrra árs verði. VERSL. B. H. BJARNASON. Glímufélagið Ármann heldur Svíþjóðarförunum sam- sæti í kveld kl. 9 í Iðnó. Verður ])aÖ án efa fjölment, því að allra dómi var för þeirra til Svíþjóðar hin mesta frægðarför. Félagsmenn. er ])átt taka i samsætinu, mega hafa, með sér gesti. Sjá að öðru leyti augl., sem hirt cr í blaðinu i dag. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á útleið. Goðafoss var á leið til Siglufjarðar í morgun. Brúarfoss er á Reyð- arfirði. Lagarfoss var á Hólma- vík í gær. Dettifoss er i Ham- borg. Selfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. A ísfiskveiðar fara innan skanuns Jæssir botnvörpungar: Þórólfur, Skallagrímur, Egill Skalla- grímsson, Draupnir og Hannes ráðherra. Gullverð isl. krónu er nú 58.06. Aflasala. Botnvörpungurinn Geir seldi ísfisksafla í gær og fvrradag fyrir samtals 1236 sterlings- pund. . Höfnin. Enskur botnvörpungur kom í nólt til að leita sér aðgerðar. Kolaskip til Sigurðar Ölafsson- ar kom í morgun. Eisktöku- skipið Bokn kom í gær. Skriftarnámskeið frú Guðrúnar Geirsdóttur byrjar aftur í næstu viku. Up|)l. á Laufásvegi 57 eða i síma 680. Sjá augl. Gamanleik i 5 þáttum, sem heitir „Þeg- iðu, strákur!“ eftir Óskar Ivjart- ansson, sýnir Litla leikfélagið i Iðnó á sunnudaginn kemur, í fyrsta sinn. Leikrit þetta er tal- ið skemtilegt, eigi síður en fyrri leikrit höf. Hendrik J. S. Ottósson opnar um þessar mundir þýð- ingaskrifstofu á Vesturgötu 29. Verða þar þýdd bréf á ensku, þýsku og dönsku, sbr. augl. í hlaðinu í dag. Heimdallur. Skemtikveld með kaífidrykkju og dansi lieldur Heimdallur annað kveld á Vífli. Sjá augL Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfreguir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónlcikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. — Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Erindi: Vísindi og sið- gæði I. (Símon Ágústs- son, magister). 21,00 Grammófóntónleikar: Eine kleine Nachtmusik, eftir Mozart. Kórsöngur: Scala kórinn i Milano syngur: II bel Giovanelto úr „Mefisto- fele“, eftir Boito; Zigeun- arakór úr „La Traviata“, eftir Verdi; Ivór verk- smiðjustúlknanna úr „Carmen“ eftir Biztit og O, Signore ehe dal tetto natio, eftír Verdi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.