Vísir - 24.10.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 24.10.1932, Blaðsíða 3
V z SI H KOLAVERSLUN ÓLAFS BENEDIKTSSONAR hefir síma 1845. úna sökk Florentz og fórust al' henni 7 menn, 9. þ. m. hélt Páll Zóphónias- son ráðunautur tvær hrútasýn- ingar hér i hreppnum, aðra á Miðf j arðarnesi og hina á Bakka við Bakkafjörð. A sýn- ingunni á Miðfjarðarnesi var komið með Ö1 hrút, þar af fengu ö önnur verðlaun, 16 þriðju verðlaun og 9 fengu •engin verðlaun. — Á sýning- una á Bakka var komið með 19 hrúta, einn fékk fyrstu verð- laun, önnur, 4 þriðju, en 11 engin verðlaun. Verðlaunin voru 10 kr. 1. verðl., 7 kr. 2. og kr. 3. verðlaun. — Á eftir sýningunum hélt P. Z. fyrir- lestra, leiðbeiningar um bú- fjárrækt. Tíðarfar hefir verið afar óþurkasamt að undanförnu, si- feldar þokur og rigningar, cn lVemur mild veður og engin frosl. Sjómannakveðja. * 23. okl. — FB. Komnir á fiskimið. Byrjaðir að fiska. Komum ekki heim í þessari veiðiför. Yellíðan. Kær- ar kveðjur. Skipverjar á Venusi. E.s. Súðin fór frá Djúpavogi kl. 6 í morg- un, áleiðis til Noregs. laugardag' voru gef- Dánarfregn. Pater J. Servaes, sem um eitt skeið var prestur kalxilska safnaðarins i Reykjavík og kennari við Landakotsskólann, andaðist 16. þ. m. á sjúkrahúsi i Hollandi eftir margra ára van- heilsu. Hann liafði dvalið 16 ár hér á íslandi og var mörgum að góðu kunnur. Veðrið í morgun. Iliti í Reykjavík -h 1 stig, ísafirði 1, Akureyri 0, Seyðis- f'irði ~ 0, Vestmannaeyjum 3, Stykkishólmi -h 2, Blönduósi -4- 6, Raufarhöfn 0, Hólum i Hornafirði -4- 1, Grindavik 1, Færeyjum 3, Julianeliaab 3, Jan Mayen 4- 4, Hjaltlandi 6 og Tynemoutb 6 stig. (Skeyli vantar frá Angmagsalik). - Mestur hiti liér í gær 6 stig, minstur 4- .3 stig. Sólskin í gær 3,0 stundir. Yfirlit: Lægð fyrir vestan Bretlandseyjar. Hæð yfir Grænlandi. Horfur: Suðvesturl., Faxaflói, Breiða- fjörður: Austan gola. Úr- komulaust og sumstaðar bjart- viðri. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Austan og norðaustan gola. Við- ast skýjað loft og sumstaðar lit- ilsbáttar snjóél i útsveitum. — Suðausturland: Norðaustan kaldi. Bjartviðri. Talning atkvæða hófst i morgun fyrir hádegi. Um,82öökjósendur höfðu kosið. Ferming fór fram í gær í dómkirkjunni. Fermd voru 25 börn (16 stúlkur og 9 drengir). Botnvörpungarnir. Snorri goði og Gulltoþpur eru farnir á veiðar. Karlséfni kom frá Englandi í gær og fór á veið- ar í gærkveldi. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er hér. Goðafoss er í Hull. Dettifoss kom að vesl- an og norðan í morgun. Brúar- l'oss er í Englandi. Lagarfoss er á útleið. Selfoss var á Siglufirði i gær. Aflasala. M.b. Víkingur frá Reykjavík ■seldi fyrir nokkuru isfisksafla í Englandi fyrir 480 sterlpd. Hjúskapur. Síðastliðinn in saman í hjónaband aí síra Bjarna Jónssyni ungfrú Úlla Ásbjörns- dóttir og Tvrfingur Þórðarson vél- stjóri. Heimili þeirra er á Framnes- vegi 17. Trúlofanir. Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðrún ITelgadóttir. Sænnmdssonar, og Richard Kristmundsson, verslunar- ííiaður. gær opinberuðu trúlofun sina ungfrú Margrét Sæmundsdóttir, írá Vestmannaeyjum, og Jón Þórð- arson, verslunarmaður. Farþegar á Gullfossi: ÖlafurThors alþm.og frú, Halldór lónasson, sendiherrafrú Fontenay, Helgi ’l'ryggvason, Jóhann Krist- jánsson, Jón ÁsgeirsSon, írú Hall- dórsson, írú Jacobsen, ungfrúmar Guðný Jónsdóttir, Solveig Jóns- dóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir o. fl. Gengið í dag. Sterlingspund .... Kr. 22.1 ö Dollar .............. — 6,54%. 100 rikismörk . - frakkn. fr. - belgur .... - svissn. fr. . - lirur ..... - pesetar . . — gyllini ... — tékkósl. kr. — sænskar kr — norskar kr. — danskar kr. Jjessi mun verða fjölsóttur af sendisveinum, þar sem þeir vilja hafa frið fyrir sliktun ó- í þokkapiltum sem ungir kont- múnistar eru. G. ASalfundur glímufélágsins Ariuann haídinn í gær í Varðarhúsinu. Var stjórninni þar þakkað fyrir prýði- lega unnið starf á síðastliðnu starfsári. í stjórnina voru kosnir: Jens Guðbjörnsson form.. með- stjórnendur: Ólafur Þorsteinsson, Kristinn Hallgrímsson, Jóhann Jó- bannesson, Jón G. Jónsson, Þórar- inn Magnússon og Björn Rögn- valdsson. Stjórnin skiftír síðan sjálf með sér verkum. Framhalds-aðal- fundur verður n.k. fimtudag, 27. okt., í Yarðarhúsinu kl. 84 síðd. U. M. "F. Velvakandi heldur fund í Káupþingssalnum á morgun, þriðjudag. kl. 9 síðd. V. K. F. Framsókn heldur fund annað kveld kl. í Iðnó. Sjá augl. Aðvörun við skarlatssótt. Athygli skal vakin á auglýsingu héraöslæknis, um áðvörun við skar- latssótt, sem hirt er i hlaðinu í dag. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 19,05 19,30 19,40 20,00 155,87 25,86 91,15 126,79 33,68 53,91 264,03 19,54 114,54 112,07 114,95 Veðurfregnir. Gullverð ísl. krónu er nú 57.03. Kvenréttindafélag íslands lieldur fund í vinnumiðstöð kvenna i Þingholtsstræti annað kveld kl. 8 x/>. Erindi verður flutt á fundinum. Áríðandi mál á dagskrá. Sálarrannsóknafélag Islands heldur fund í Iðnó miðviku- dagskveld kl. 8Jó. Hallgrimur Jónasson kennari flytur erindi um sýnir og skygni. Aðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur var haldinn í gcer og var fjölsótlur. Ur stjórninni gengu Þ. Scheving Thorsteinsson, er verið hefir formaður siðustu 2 ár, Harald- ur Jóliannessen bankafulltrúi og ungfrú Laufey Einarsdóttir. í stjórn voru kosin: Sigurliði Kristjánsson kaupm., formáður, Gunnar Einarsson prentsmiðju- stjóri, frú Anna Guðmundsdótt- ir, Reidar Sörensen stórkaupm. og Helgi Jónasson frá Brennu. Eyrir voru i stjórn Jón Kaldal Ijósmyndari og Jón Jóhannes- son verslm. Málfundafélagið Óðinn. Fundur kl. 8J4 í kveld í Hólel Rorg. Umræðuefni: „Framtíð- ár-atvinnuvegur Reykjavíkur“. Sendisveinafundur verður lialdinn í kveld kl. 8J4 í Varðarhúsinu. Er á fundinn boðið nokkrum kommúnistum til þess að ræða hina ódrengi- legu framkomu Jjeirra síðast- liðið föstudagskveld. Fundur Grammófóntónleikar: Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (Vilhj. Þ. Gíslason). 21,00 Tónleikar: Alþýðulög (Útvarpskvartettinn). Einsöngur (sira Garðar Þorsteinsson). Fiðlusóló: Mischa Elman leikur: Lag án orða, eflir Mendelsolm; í skóginum, eftir Paganini. — Jascha Heifeíz leikur: Sclierzo Tarantelle, eftir Wieni- avski; La Ronde des Lu- lins, éftir Bazzini. Kommfinistar Off filæti. A föstudagskvöldið var mér reikað niður i bæ og kom þá við í K. R. húsinu til þess að hlusta á umræður á fundi, sem jafnað- armenn höfðu boðað til. Átlust þar við jafnaðarmenn og kommúnistar, sem auðsjáan- lega höfðu fylkt liði. Var fund- arsalurinn þéttskipaður og var mikill en misjafn rómur gerður að ræðum þeirra, sem töluðu. Lauk fundinum rétt eftir ld. 11 og ætluðu víst flestir heim cn sú ætlim breytlist brátt hjá kommúnistuin. Stóð eg fyrir utan og hþrfði á ásamt kunn- ingja mínum þegar fólkið istreymdi út úr fundarsalnum. Iíom þá til okkar einhver blaða- sölupiltur, sem bauð mér að kaupa snepil einn, sem hann nefndi „Rauða fánann“. Svaraði eg honuni náttúrlega eins og við átti að eg mundi ekki kaupa það blað nema einu sinni hafði nýlega keypt það -r— til þcss að sjá með cigin aúgum !>ær lygar og blekkingar, sem kommúnistar eru svo ósvifnir að bjóða æskumönnum lands- ins. Rétt i því að sölupilturinn fer frá okkur kemur ungur maður, seni er svo ólánsamur að vei'a í hóp þeirra manna, sem öllu vilja spilla og öllu vilja hrinda — sem ekkert vilja annað en eymd og örbirgð. Spurði þessi piltur mig hvort það væri satt að eg hefði verið að reyna að telja sendisveinum trú um það á fundi einum að i Rússlandi (paradis afbrota- manna og kommúnista!) væru höfuð af prestum seld lágu verði!! Sagðist eg ekki efast um að hann liefði rétt eftir mér þar sem hann og hans líkar væru yfir það hafnir að fara með lygar vísvitandi! Gerðu félagar þessa pilts nú mikla þröng að mér og var mér ýtt upp að steinvegg hinum megin við götuna og skorti ekki illyrði né fúkyrði kommúnista i minn garð. Komu revndar -brátt að nokkurir menn, sem eru dreng- skapar menn sem flestir íslend- ingar nema komníúnistar þar sem þeir sáu að hér réðst múgur og margmenni að einum manni. Þessir menn voru að vísu ekki margir og hefðu eflaust verið ofurliði bornir af bálfviltum lýð kommúnista ef ekki tveir eða ]n’ír menn, sem að visu eru kommúnistar, en eru ekki sneyddir dreng- skap hefðu komið vitinu fyr- ir félaga sína. — Elti þó þessi hópur mig frá fundarhúsinu og að dómkirkjunni — en þar tók cinn ungur jafnaðarmaður^upp það snjallræði að halda ræðu yf- ir þessum lýð, sem liafði gleymt þvi, sem hverja þjóð prýðir en það er sannur drengskapur. Stöðvaðist hópurinn þarna en eg hélt leiðar minnar ásamt nokkurum sendisveinum, sem liöfðu reynt að koma mér til hjálpar — en l'ullorðnir konuu- únistar höfðu haldið. — !\g hefi aldrei liaft mikið álit á kommúnistum en elcki jókst það vi'ð þessa viðkynn- ingu. Hafði eg að visu aldrei haldið að þeir væri slikir ó- drengir sem raun varð á — að þeir skyldu eklci blygðast sín að ráðast að einum manni — mörg hundruð saman. — Hefi eg þó ekkert til saka unnið annað en það að hafa aðrar skoðanir á j þjóðfélagsmálum og láta ekki sitja við orðin tóm í því að rétta við hag og kjör sendi- sveina i bænum. — Geta komm- únistar seint gleymt þvi, að Jjeir höfðu ekki manndáð í sér til að koma skipulagi á þau mál heldur létu sér nægja að hjala um þau mál öll eins og gamlar konur. —- Er framkoma kommúnista á föstudagskveldið þeim til ævarandi skammar, og mun áreiðanlega verða til þess að opna augu margra fyrir þeirri hættu, sem er að grafa um sig i landinu — rauðu hætt- unni. I4r það alvarlegt mjög að mikill hluti af æskulýð Reykjavíkur skuli vera svo af- vegaieiddur að hann hefir gleymt því sem iengst hefir einkent íslendinga og haldið uppi lieiðri þjóðar vorrar gleymt þvi sem er drengskapur og manndáð. Þess er vonandi ekki langt að biða, að tækifæri gefisl fyrir æskumenn lands- ins að sýna kommúnist- um hversu djúpa fvrirlitningu allir sannir íslcndiifgar liafa fyrir framkomu slíkra manna og kommúnistar eru. Einnig getur verið að þess verði ekki langt að biða að kommúnistum verði refsað að makleikum fyr- ir slíka framkomu og á föstu- dagskveldið. Æltu reyndar ekki einstaka menn að þurí'a að vera að verja hendur sínar fyrir lýð komni- únista, heldur ætti lögreglan í bænum að gefa þessum þokka- piltum gaum áður en meiðsl og harsmíðar liljótast af yfirgangi þeirra. Reykjavik, 22. okt. 1932. Gísli Sigurbjörnsson. fatoððor liverju náfni sem nefnist, hvergi stærra lirval, hvergi lægra verð. Geysip.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.