Vísir - 22.11.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1932, Blaðsíða 3
nr próf. aiS viö höfum hafið árás á Jón Benediktsson meö því aö birta svargrein okkar í opinberu dagblaöi. úr því okkur var neitaS a'ð svara ósannindum hans og sví- viröingum í Læknablaðinu, af því viö vrerum utanfélagsmenn ? Eöa finst prófessornum sanngjarnt, aö viö þegöum viö slíkú? Or því Jón Benediktsson og prófessorinn eru búnir aö koma þessu námsmáli á dagskrá, langar mig til að athuga ]iaö nokkuö nánar. Prófessorinn segir, aö Jón Bene- <liktsson og aörir læknar, sem læra tannlækningar á líkan hátt og hann, séu sérfræðingar i tannlækn- ingum. Nú er þaö vitanlegt að læknar eru jafn ókunnir hinu verk- lega námi, sem kent er á tann- læknaskólum og aðrir þegar þeir koma þangað, nema ef til vill deyf- ingum og tannútdrætti. Læknarn- ir ljúka þessu námi á helmingi styttri tíma en hinir. Nú er ekki nema tvent fil: annaðhvort eru læknarnir helmingi gáfaöri og af- kastameiri en aðrir menn eða þekking þeirra í þessum greinum verður þeim mun ófullkomnari en annara tannlækna sem námstími þeirra er styttri. Hvernig er þá hægt að gera þá að sérfræðingúm eða nokkurskonar yfir tannlækn- um úr því þeir hafa ekki þekkingu á við vanalega tannlækna í starfs- grein sinni ? Ef prófessorinn hefir kynt sér námstilhögun og námstíma i klin- iskum og tekniskum greinum tann- læknaskólanna, lílýtur hann aö vera mér sammála um þettá. Annars getur tæplega verið rétt að tala um tannlæknisfræðina sem sérgrein. Hún er orðin svo yfirgripsmikil, aö það er ekki á færi neins eins manns að veröa sérfrreðingur i öllum grein- um hennar, jafnvel þó hann hafi fengið fullkomna tannlæknament- u.n. A hinn bóginn hefir tannlækna- starfið skifst i ýmsar sérgreinir á seinni árum. Þar, sem fjiölmenni er nógu' mikið velja margir tann- læknar sér einhvern vissan hluta starfsins sem sérgrein* eftir að hafa veitt sér aukna mentun á þyí sviði, alveg eins og læknar gera i sínu starfi. I fyrra var tilhögun tannlækna- námsins mjög á dagskrá hjá Sví- um. Prófessor Haggquist, inspec- tör tannlæknaskólans í Stokk- hólmi, lagði lil við heilbrigðis- stjórnina aö tannlæknanáminu skyldi breytt ])annig, að hver sá, ■sem vildi veröa tannlæknir yröi fyrst að taka læknapróf, síðan vera i —Jj4 ár viö tannlæknanám ó eftir. Þessar tillögur prófessor Elagg- quists voru mikiö ræddar á fund- um og i tfmaritum lækna og tann- lækna. en endirinn varð sá, að til- lögurnar ])óttu með öllu óhæfar. ef framkvæmdar yröu, og gera tannlæknastéttina óhæfa til að rækja starf sitt, þar eöa mest af námstímnnum færi í að læra náms- greinar, sem ekki koma að neinu gagni í tannlæknastarfinu, en aft- ur á móti væri tíminn, sem ætlað- ur væri til hins eiginlega tann- læknanáms algerlega ófullnægj- andi. Heilbrigöisstjórnin hafnaöi því öllum tillögum prófessor Haggquists og hann hröklaöist frá skólanum við lítinn orðstír. Pró- fessor Haggquist vildi ])ó haga náminu nákvæmlega eins og pró- fessor Guðmundur Thoroddsen iinst vera idealið. Eg get ekki stilt mig um að, til- færa nokkrar setningar úr bréfi, sem sænsku heilbrigÖisstjórninni * Tannréttingar, dental ort hopædi, tannkirurgi, gull og postu únsvinna o. s. frv. var skrifað i tilefni af þessu máli. Bréfiö er undirskrifaö af stjórn Sænska tannlæknafélagsins, stjórn sænska tannlæknasambandsins, prófdómurum við tannlæknaskól- ann og kennararáöiskólans. í ke.nn- araráðinu og meðal prófdóm- enda eru. auk tannlækna. bæöi læknar og sérfræðingar í hinum ýmsum greinum, sem kendar eru við skólann. í þessu bréfi er meðal annars bent á aö tannlæknir, sem útskrif- aðist samkvæmt tillögum prófess- ors Haggquists hefði ekki nóga praktiska þekkingu til aö geta unnið hin vanalegu klinisku störf tannlækna; hann yrði því aö hafa tekniker til að vinna þau, sjálfur yröi liann aðallega ábyrgðarmað- ur, tannlækningastofunnar, og gæti aöeins gert fá af hinum dag- legu störfum. Og svo bæta þeir við. „Hans* studieplan ger ej en fullgod tandlákare utan tvá kvack- salvare". Á íslensku: Með náms- tillögum hans fæst ekki einn full- gildur tannlæknir, heldur tveir fúskarar. Heldur nú ])rófessor Guðmund- ur Thoroddsen, að ])essir menn og heilbrigðisstjórnin sænska hafi hafnað þessari námstil.högun af |)vi aö þeir hafi álitið sænska lækna standa útlendum aö baki? Ef svo er ekki, þá er heldur engin ástæöa til aö bera okkur íslenskum tannlæknum á brýn aö viö lítils- virðurn íslenska lækna meö því að hafa sömu skoðun á sámskonar máli hér. Hallur Hallsson. Ath. Guöm. próf. Thoroddsen er heimilt rúm hér í blaðinu til andsvara. Ritstj. Veðrið í morgun: í í Hiti í Reykjavík i stig, ísafiröi -r- 2, Akureyri -Fr o, Seyðisfirði 3, Vestmannaeyjum 2, Stykkis- hól.mi o. Blönduósi 1, Raufarhöfn -f- 1, Hólurn í Hornafirði 2, Grindavik 1, Færeyjum 7, Júliane- liaal) -f- 6, Angmagsalik -f- Hjaltlandi 7, Tynemouth 7 stig. (Skeyti vantar frá Jan Mayen). Mestur hiti hén i grer 4 stig, minst- ur -f- 3 stig. Úrkoma 4,2 mm. Yf- irlit: Djúp lægð yfir austanvérðu Islandi á hreyfingu austur eða noröaustur eftir. Horfur : Suövest- urland, Faxaflói, Breiöafjöröur: Hvass norövestan og noröan. Snjóél í dag, en léttir til í nótt. Vestfirðir, Norðurland : Noröan og norðaustan stormur með snjó- koniu. Norðausturland, Austfirðir: Hægviðri frarn eftir deginum, en hvessir síðan á norðan með snjó- komu. Suðausturland : Hvass norö- austan. Léttir til. Silfurbrúðkupsdag eiga á morgun Páll Jónsson innheimtumaöur hjá tollstjóra og Steinunn Gísladóttir. Bjargi viö Kaplaskjólsveg. Karlakór K. F. U. M. endurtekur samsöng sinn i Gamla Bió annað kveld kl. 7)4- Einsöngva syngja þeir Einar B. Sigurösson, Garðar Þorsteinsson, Kristján Kristjánsson og Óskar Norðmann. Samsöngur þeirra á sunnudaginn var mjög vel sóttur og þótti takast meö afbrígðum vel. E.s. Gullfoss fer héöan i kveld áleiðis til út- landa. * próf. Haggquists. ylsiR E.s. Dettifoss kom að vestan og noröan i morgun. Þórólfur kom frá Englandi í nótt. Otur kom frá Englandi í gærkveldi. E.s. Súðin fór héöan á hádegi í dag áleiðis til Önundarfjarðar. E.s. Lyra kom til Bergen i gærmorgun. G.s. ísland fór frá Leith í gærkveldi áleiðis hingað. Alþýðufræðsla safnaðanna. Þessa viku verða erindi flutt í frakkneska spítalanum, sem hér segir. Þriöjudagskveld kl. 8% Gísli Sigurbjörnsson, frímerkja- kaupm. Fimtudagskveld kl. 8J4, Aðalsteinn Sigmundsson, kennari. Lugardagskveld kl. 8Jó dr. Alex- ander Jóhannesson, háskólakenn- ari. Allir velkomnir. Á sunnudag- inn kl. 3, veröur barnaguðsþjón- usta haldin á sama staö. Öll börn velkomin. Iðnaðarmannafélagið helclur fund annað kveld kl. 8J--> í baðstþfunni. Sjá augl. Gengið í dag. Sterliúgspund........ kr. 22,15 Dollar .............. — 6,77% 100 ríkismörk .......— 161,17 — frakkn. fr.....— 26,65 — bclgur ........— 93,83 — svissn. fr....... — 130,49 — lírur.......... —- 34,83 — pesetar........— 55,72 — gylMni ........— 272,27 — tékkósl. kr....— 20,20 — sænskar kr.....— 118,17 — norskar kr. . . . 113,22 — danskar kr .... — 115,12 Gullverð íslenskrar krónu er nú 55,06 Verslunarmannafélagið Merkúr heldur skemtikveld á morgun á Vífli kl. 8J/2 sd. Veröur þar margt til skemtunar svo sem einsöngur, gamanvísur, upplestur og síöast en ekki síst dans fram eftir nóttu. Eru skemtikveld Merkúrs ávalt vel sótt, enda er þar altaf margt til skemtunar og svo er Merkur nú órð'iö eitt af fjölmennustu íélög- um hér í bæ. — Aögangur aö skemtikveldinu er ókeypis fyrir íélagsmenn. S. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Altnenn samkoma í kveld kl. 8. U. M. F. Velvakandi heldur fund í Kaup]>ingssalnum í kveld kl. 9. Bethania. Biblíulestur í kveld kl. 8, Bjarni Jónsson kennari útskýrir. Allir velkomnir. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12.15 Iládegisútvarp. 16,00 Veðurfrcgnir. 19,05 Fyrirlestur: Áfengis-lög- gjöf þjóðanna. (Felix Guðmundsson). 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi: Um hraðritun. (Ilelgi Tryggvason). 21,00 Tónleikar: — Píanósóló. (Emil Thoroddsen). 21.15 Upplestur. (Margrét Jónsdóttur). 21,35 Graxnmófóntónleikar: Kvartett í G-dúr, eftir Haydn. Búhnykkur ? Það var fyrir nokkrum dögum, sem eg las ]>að í einu víölesn- asta blaði hér, aö e.s. „Súðin" væri komin til Noregs og ætti aö ferma hana tilbúnum áburði. Þegar eg las þessa auglýsingu gramdist mér svo, að eg gat ekki annaö en varpað af mér „þagnar- hjúpnum", hvort sem ]>að ber])ann árangur, sem eg vildi óska, eöa ekki. Matjurtareitir þeir, sem eg gat um i greinum mínum í ,,Vísi“ í sumar gáfu uppskeru svo sem hér segir: Nitróposka bletturinn skilaöi 630 kg. jarðepla. Sáö var i liann 40 kg. = 15 föld uppskera. ' Síldarbletturinn skilaði 420 kg. jaröepla. Sáö var 25 kg. == 16 föld uppskera. Þessa viöleitni mína má ckki skoða sem rannsókn, er hægt sé að byggja á öruggar staðreyndir! Veikindi mín í vor, meðal ann- ars, hömluðu því, aö þetta gæti oröiö í því lag-i sem eg vildi, og ]>aö ]>urfti að vera. Ekki veit eg meö vissu, hversu margar smálestir áburðar eiga að koma núria með ,,Súöinni“ en fyr- ir ])á upphæð, sem eytt var til útlendra áburöakaupa 1930 mun láta nærri aö gera hefði mátt út 40 síldveiðagufuskip í fulla tvo mánuöi. Á þeim flota hefði aö minsta kosti 720 sjómenn fcngiö atvinnu. Mér er sem eg' sjái þann fríöa harðgerða flokk samankom- inn við orustuvöllinn. Þeir, sem eitthvaö þekkja til sildarvinuu, bæöi viö söltun og verksmiðjur, geta gert sér í hugar- lund hvilíkur fjöldi karla og kvenna heföi fengiö atvinnu viö afgiæiðslu alls þess afla, sem floti ]iessi hefði á land lagt. Síldarmjölið hefir nú þegar fengið maklegt lof, sem fóður hjá bændum, hvort seni Búnaðarfélag íslands hefir átt frumkvæðið aö þeirri notkun eða einhver víðsýnn og framtaksamur bóndi. En því tel eg sterkar líkur fyr- ir, aö síldarmjöl þaö, sem nú er uotaö til fóðurs, sé ekki eins heppi- legt til áburöar. Veldur því að lik- indum, meðal annars. þurkunin. Það bendir sumt til þess, aö á- burðarmjöl eigi aö vera lýsisborn- ara og blandað fiskimjöli eða ])ví innlendu efni, sem eykur köfnun- arefni þess. Hve mikið þarf að vera, í prósentutali, er enn ekki nóg rannsakað. En best gæti eg trúaö ])vi, aö flestir hinir gætnari bændur ’þessa lands, sem hengingaról skuldanna cr nú, of viöa, næstum að kyrkja, (svo spurning er hvort heimili sumra þeirra liggja ekki nærri hungri í vetur), væri „spámönn- um“ sínum þakklátari fyrir ]>á ráö- stöfun hefðu þeir nú séö um að Súöin flytti til þeirra matvöru meö hagkvæmum greiösluskilmálum, en léti þá fremur nýræktarviðhaldið veröa, aö einhverjú leyti, útundan næsta sumar. Það veröur lítiö um hinn útlenda áburðaraustur. ])eg- ar efnalegur þróttur bændanna er stór lamaöur, eða horfinn. Eg býst viö að unnendur hins útlenda áburöarefnis svari því til, að bændur hafi ekki fremur pen- inga til síldarmjölskaupa en útl. áburðar, en það held eg sé ekki rétt. Svo íramarlega sem ekki er hægt að selja út úr landinu kjöt, er jafngildi aö fjárhæð hinum út- lendu áburöarkaupum, þá finst mér þetta vafasöm lciö. Útgeröin öll og einstaklingar kauptúnanna þurfa geysi mikið kjöt og hvort þaö væri heldur ríkisverksmiöja eöa verksmiöja einstakra manna. ætti að geta farið þarna fram nokkurskonar vöruskifti. Ef þjóöin væri orðin svo þroskuð í mataræöi sínu, aö áætla mætti 1 síldartunnu á hverjá 5 menn landsmanna. væru þar 20, 000 saltsíldartunna. Það er meðal afli (saltsildaraf 1 i) 5 gufuskipa yfir 2ja máanöa tíma. Ef drottning kvenþjóðarinn- ar, tískan, vildi meö einhverjum brögöum koma síldar og garð- ávaxtaneyslunni inn í ,,móöinn“ hjá ambáttum sínum og þrælum, eins og Lúðvík 14. gerði forðum, með kartöflublómið, væri ])essu ])arfa máli sigurinn vís. í miðgrein minni um þetta efni leyföi eg mér að beina þeirri spurningu til háttv. landsstjórnar, . aö hún stuðlaöi aö því að Efna- rannsóknarstofu ríkisins og okkar snjöllu fiskifræ'ðingum væri falið að leita nú þegar aö innlendu á- burðarefni. en hefi enn ekki feng- ið svar. Gömlu bændurnir voru vanir að ncfna „búhnykk" þau verk, er stefndu búskap þeirra til hagsælda. Hvað mundu þeir hafa taliö áburð- arinnkaup vor, sum síöast liðin ár? Sjaldan hefir oss verið meiri þörf á hollráöum en nú, og einnig að muna vel spaklegu orðin eins skáldsins okkar snjalla og fram- faramannsins viðsýna, aö „hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er aö elska, byggja og treysta á landið," og mið þess. Magnús Lárusson, Útvarpsfréttir. —O— ' A* Berlín, kl. 11% í dag. FÚ. Enn liefir ekki fengist lausn á því, livort Hitler niuni taka a& sér kanslarastöðuna eða ekki. Bréf það, cr hann sendi rik- isritaranum dr. Meissneri í gær, inniheldur aðallega fyrirspurn- ir viðvíkjandi ýmsum skilvrð- um, sem Hindenhurg hefir sett við því, að Hitler verði kansl- ari. Skilyrði þessi eru fyrst og fremst í sambandi við persón- ur ráðherranna og áskilur Hindenburg sér rétt lil þess að liafna mönnum, sem Hitler kunni að bcra fram. —- Auk þess krefst Hindenburg að Ilitler birti skýra stefnuskrá um meðferð sína á fjármálum ríkisins. — 1 þriðja lagi krefst Hindenburg þess, að 48. grein stjórnarskrárinnar verði ekki breytt. Dr. Meissner mun svara hréfi Hitlers i dag og má þá húast við svari. — Það er tekið fram af hálfu stjórnar- valdanna, að allar getgátur við- víkjandi stjórnarmyndun Hit- lers séu skaðlegar og t. d. sé þvi lialdið fram, að tilhoð Hind- enburgs sé ekki meint alvar- lega og þess vegna setji liann Hitler skilyrði, sem óaðgengi- leg séu og sé þctta gert að ráð- um von Papens. — Öllum þess- um getgátum afneitar ])ýska stjórnin. Norskar loftskeytafregnir. —o--- Osló, 21. nóv. NRP. - FB. Grænlandsdeilur. Fulltrúar Norðmanna og Dana komu til Haag á laúgar- dag siðastl. Málflutningurinn hefst seinni hluta dags i dag. Málflvljendúr Dana taka fyrst til máls, og er búist við að mál- flutningur þeirra standi yfir alla þessa viku. í>vi næst verð- ur tveggja daga hlé, en að svo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.