Vísir - 11.12.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 11.12.1932, Blaðsíða 3
V 1 S I R HIIi!lfl!ifl!!f!^ KOLA VE.RSLUN SIGURÐAR ÓLAFSSONAR heíir sfma 1933. <4H!I!l||M|f|ffl Norskar loftskeytafregnir. Osló, 9. des. NRP. — FB. Riiser-Larsen kapteinn er ný- lega kominn heim frá Þýskalandi og Bretlandi, en hann var i þess- um löndum til þess aö Ihúa sig undir ferö sina til suðurskauts- landanna. í vi'ötali við Aftenpóst- en skýrir hann frá því, a'ö hann hafi samiö um smíöi tveggja alu- míniumbáta í Þýskalandi og loft- skeytastö'övar. Leiðangurinn fer af staö frá Sandefjord i ársbyrjun. Haldiö veröur til Enderby-lands og þa'Öan til Graham’s-lands. í rá'Öi er að gera uppdrátt af 2.5Ó0 km. svæöi, er enginn uppdráttur er til af- I . Aldarafmælið. Hátíðarhöldunum í tilefni af aldarafmæli Björnsons lauk í gærkveldi með samkomu í þjóðleikhúsinu, en þar voru sungin og lesin lög eftir Björn- son, sonur hans, Björn Björn- son las þar upp kvæðið „Ja, vi elsker dette landet“. Um sama leyti var lialdin alþýðleg sam- koma í „Miljonshuset“ í Cal- meyergötunni. Aðalræðuna þar hélt Mowinkel. Um kl. 9 gengu menn með blys frá Tullinlök- ken að þjóðleikhúsinu. Þar héldu ræður, Sunnanaa, for- maður stúdentasambandsins, Christensen leikhússstjóri og Björn Björnson. Loks efndi ríkisstjórnin til veislu á Hotel Bristol og voru þar 300 -gestir. Minningarliátíðir voru haldnar í öllum skólum landsins. Sam- kvæmt símfregnum frá öðrum löndum hafa Norðmenn út um allan heim lialdið minningar- samkomur í tilefni afmælisins. Grænlandsmálið. Alþjóðadómstóllinn liefir, að heiðni Danmerkurstjórnar, frestað munnlegum flutningi Grænlandsmálsins til 16. janú- ar næstkomandi, frá því er lok- ið er hinum munnlega mál- flutningi lögmanna Noregs. Gert er ráð fyrir, að málflutn- ingi þeirra verði loldð i seinasta lagi næstkomandi miðvikudag. I dag hélt Rygh lögmaður áfram málflutningi sínum og gerði sérstaklega að umtalsefni hina margumræddu yfirlýsingii Ililens utanríkisráðherra frá ár- inu 1919. Benti hann á mis- notkun þessarar yfirlýsingar af Dana hálfu og lagði álierslu á, að Grænlandssamkomulagið gæti engin úrslitaáhrif haft á yfirráðarétt þann, sem um væri deilt. Slceie prófessor er nú farinn til Haag og eru nú allir lög- fræðingar þeir, sem málið flytja fyrir dómstólnum, lcomn- ir til Haag. Björgun. Skipið Mercur, eign Björg- vin j arguf usldpaf élagsins, hefir bjargað 11 mönnum af eim- skipinu Victoria frá Lettlandi. Kom Mercur til Hamborgar í nótt og skilaði áhöfninni þar af sér. Victoria hafði karhidfarm meðferðis og varð sprenging í lestunum, er Victoria rakst á skipsflak. Osló, 10. desember. NRP. - FB. Samkv. fregnum frá Tsjelju- skinliöfða hefir leiðangur Rússa sem hefir vetrarsetu í Maud- liöfn, fundið kofa, sem á sínum tima var notaður af Tessem og LANDSSMfflJAN, REYKJAVÍK. Símnefni: „Landssmiðjan“. Símar: 1680 & 4800. JÁRNSMÍÐI. TRÉSMÍÐI. JÁRN-STEYPA. KÖFUN. Njthku vélar og áhöld. Sé f éðir menn í hverri grein. Jólagjafip vid allra haefi. Raftækjaverslunin Jón Siprðsson, Austurstræti 7. Sími 3836« EE3E Allar teg. af skrúfjárnum með skralli fypirliggjandi. Ábypgd fylgir hverju áhaldi. Verslunin BRYNJA. Sími 4160. Knudsen, þátttakendunum í Maud-leiðangrinum. í kofanum fanst dagbók, sem Tessem liafði haldið. Rygh lögmaður lauk mál- flutningi sínum fyrir alþjóða- dómstólinum í dag. Stóð mál- flutningur hans yfir i sex daga. Næstur í röðinni er Sunde lög- maður. Á fundi í norska vísindafé- laginu í gær, tilkynti Koht pró- fessor, að hafist verði handa um að safna drögum til ítarlegrar æfisögu Björnsons. í því sam- bandi gat hann þess, að blaða- greinar Björnsons yrði, afritað-* ar og birtar sem hluti af ævi- sögu hans og hinar helstu þeirra ljósmyndaðar. Á ráðherrafundi í dag kom fram tillaga um skatt, sem nem- ur 3%, á viðskifti í sölubúðum. Skatturinn reiknast samkvæmt daglegri sölu. Brauð og mjólk eru að heita má einu vöruteg- undirnar, sem undanþegnar verða skattinum. Skatturinn á að koma til framkvæmda þeg- ar, er stórþingið hefir lögtekið hann. Þættir fir spænskri hókmentasðgn. —o— Framli. Handrit atS þessu mikla verki fanst laust eftir 1400 í klaustri nokkru í Sankt-Gallen (Sviss). ÞaS hefir veriö prentaö mörgnm sinnum og þýtt á flest mál. Af spænskum latínuskáldum eru þeir nafnkunnastir Martial og Lúkanus, Mártial fæddist í Bil- bilis, en rústir þeirrar borgar eru skamt fyrir sunnan Ebro, ná- lægt bæ þeim, er Calatayud nefn- ist. Foreldrar hans voru fátækir, en sakir frábærra gáfna sonarins gerSu þeir sitt ýtrasta til aS koma honum til menta. Liölega tvítugur aS aldri fór hann til Rómar og ætla'öi a'S ljúka þar laganámi. En svo fór, að hann dvaldi þar i sam- fleytt 35 ár og haf'Si ofan af fyrir sér mestmegifis me'ö skáldskap, orti einkum gamanvísur, spak- mæli og tækifæriskvæöi. Ilann lif'ði fjóra keisara og dó kringum 104 e. Kr. Mun hann alla tíð hafa verið lítt efnum búinn og ekki , hlotið þá hylli keisaranna, sem bú- ast mætti við að launum fyrir hið stjórnlausa lof, sem hann til- einkar þeim, einkanlega Domiti- anusi, í vísum sínum. Þegar hag- ur hans stóð sem best átti hann húskofa í Róm og lítinn sumarbú- stað í nágrenni borgarinnar. Keis- arinn gerði hann að riddara og lét honum í té þau sérréttindi, er lög- in áskildu þeim, sem áttu a. m. k. þrjú börn (jus trium liberorum), þótt hann ætti ekkert barn og væri ekki einu sinni kvæntur. Martial fékk mjög misjafna dóma, þótt rit hans fengju mikla útbreiðslu 0 g kveðlingar hans væru á hvers manns vörum, en rithöfundurinn Plinius yngri, sem oft reyndist honum hjálplegur, þegar hann var í fjárþröng, ber Jhonum yfirleitt vel söguna. Mun líferni hans ekki hafa verið svo ábótavant, sem sum kvæða hans gefa ástæðu til að ætla. Martial orti eingöngu smá tækifæriskvæði. Stóð honum stuggur af hinum stærri viðfangsefnum. En í sinni grein segir hann sjálfur að enginn standi sér á sporði. Og hefir það reynst satt vera. Kvæði hans og stökur eru að formi til eitt af því vandvirkasta, sem liggur eftir höf- unda þeirra tíma. Og að efni til eru þær ómetanlegar fyrir þær upplýsingar, sem þær gefa um daglegt lif i Rómaborg, einkum um skuggahliðar þess, léttúðina 0g siðspillinguna, sem þróaðist í skjóli óstjórnar og sukks hinna æðri stétta. í böðunum og á torg- inu gat hann fengið sig mettan af hneykslissögum dagsins, en er heim kom, skrifaði hann þær nið- ur í nokkrum mergjuðum ljóðlín- um, þó þannig að nöfnum sögu- persóna var slept, eða þau dulbú- in á viðeigandi hátt, því eins og hann sjálfur tekur fram, vildi hann „hlífa persónunum sjálfum, en af- hjúpa lestina." Um 390 stökur eru tileinkaðar kvenfólki, og er hann þar víða svo berorður og klúr- yrtur, að fám hefir tekist að leika eftir. Heföarfrúrnar í Róm not- uðu þær óspart til að breiða út chróður hver um aðra. Jafnvel lagskona skáldsins slapp ekki und- an áreitni hans, og að henni lát- inni stílaði hann til hennar ein- hverja klúryrtustu vísuna sína. Þótt háð og níð sé aðalinntak kvæða Martials og þótt um hann hafi verið sagt, að hann hafi „oft- ast difið penna sínum í gall, ekki sjaldan í aur, stundum í blóð og eitur, en næstum því aldrei í mein- laust blek,“ þá ber það ósjaldan við að hann yrki um söknuð eða þrár, eða djúpar og daprar hug- leiðingar út af tilverunni, sem hann er löngu leiður á, en sættir sig við með stóísku jafnaðargeði. Loksins þreyttist hann á að hafa ofan af fyrir sér i Róm með smjaðri og hræsni við höfðingjana og fékk sig leiðan á ölmusum þeirra. Þráði hann nú að komast aftur heim til ættjarðar sinnar og njóta þar friðar og unaðar sveita- lífsins það sem eftir var æfinnar. Sá Plinius yngri honum fyrir far- kosti til Spánar, og með hjálp einnar vinkonu sinnar gat Martial keypt sér búgarð i nánd við fæð- ingarborg sína Bilbilis. Þaðan sendi hann frá sér seinustu kvæöa- bók sína og lést skömmu síðar (kringum 104 e. Kr.). Martial kemur siðar við sögu í bókmentum Spánar, þvi fjöldi merkra rithöfunda bæði spænskra og erlendra (m. a. Boccaccio, Moliére og Voltaire) hafa stælt hann og hnuplað ýmsu úr kvæð- um hans. Markús A. Lúkanus náði engu minni frægð fyrir skáldskap sinn en Martial, þótt æfi hans yrði rneira en helmingi styttri. Hann fæddist í Kordóbu árið 39 e. Kr. og dó í Róm árið 65 að eins 26 ára að aldri. Hann var bróðurson- ur Seneca. Fór hann mjög ungur til Rómar og naut þar fyrst til- sagnar málfræðingsins Palemóns, þess er kendi Martial. Síðar gekk hann i skóla hjá Seneca frænda sínum ásamt Neró, síðar lceisara, og fleiri tignum mönnum. Urðu þeir brátt mestu mátar, en um leið , keppinautar, því að báðir fengust þeir við kveðskap þegar á skóla- árunum og hafði Lúkanus jafnan betur í samkeppni þeirri. Strax og Neró tók við ríkisstjórn var Lúkanusi veitt hver tignarstaðan annari meiri við keisarahirðina. Tuttugu ára gamall hafði hann náð hátindi auðs og metorða. Orti hann í þakkarskyni lofkvæði um Neró. En á velgengi hans varð snögg breyting, er hann fór að verða kunnur fyrir hin miklu sögu- kvæði sín, Farsalia, Bruna Tróju- borgar 0. s. frv. Las hann oft kafla úr þeim opinberlega 0g fékk mikið hrós fyrir. Það sveið hinum keisaralega vini hans. Og eitt sinn, er lcvæði Lúkanúsar um „för Orfevs til heljar“ höfðu verið dæmd sigurverðlaun í kveðskap- arkeppni einni, sem Neró sjálfur tók þátt í, gramdist honum svo mjög úrslitin, að hann fyrirbauð Lúkanusi framvegis að lesa upp opinberlega. Skáldið undi þvi illa og snéri nú lofkvæði sínu um Neró upp i grimmilegt níð, og ekki nóg með það, heldur tók hann þátt í samsæri Pisós gegn keisaranum. Er það komst upp, var Lukanus handsamaður, sömu- leiöis- móðir hans, Acilia, og Seneca frændi hans. Lukanus neit- aði að hann væri sekur, en er hann sá sér engrar undankomu auðið, drýgði hann þann glæp að ákæra móður sína í von um að sleppa sjálfur. En lceisarinn gaf honum ekki upp sakir að heldur leyfði honum aðeins að kjósa sér dauödaga eins og Seneca, og lét Lúkanus líf sitt með sama hætti og frændi hans. Kyrjaði liann kvæði sín af miklum móði fram í andlátið. IJtvarpsfréttir Berlin, kl. 8 í gærkveldi. FÚ. Nobels-verðlaununum var út- hlutað í Stokkhólmi í dag. Yoru þar viðstaddir þeir, sem verð- laun hlutu í eðlisfræði og lækn- isfræði. Galsworthy gat ekki mætt söltum veikinda og tók breski sendilierrann við verð- laununum fyrir hans hönd. Björnsons liátíð var lialdin í Lybeck í fyrradag, að tilhlutan norræna félagsins og ríkisbóka- safnsins í Lybeck.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.