Vísir - 19.12.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 19.12.1932, Blaðsíða 2
V 1 S I R ímskeyti --o— París 19. des. United Press. - FB. Ný stjórn í Frakklandi. Boncour hermálaráðherra hefir myndað stjórn. Hann er sjálfur forsætisráðherra og ut- anríkismálaráðherra, Camille Chautemps er innanríkismála- ráðlierra, Henri Clieron fjár- málaráðherra og Douard Da- ladier hermálaráðherra. London 19. des. Uuited Press. - FB. Tom Mann settur í fangelsi. Yfirvöldin kröfðust þess af byltingarleiðtoganum Tom Mann, sem handtekinn var á laugardag, að liann héti því að hætta allri æsinga- og undir- róðursstarfsemi um árs bil. Tom Mann neitaði að lofa nokkru i þessu efni eða veita heimild til þess, að reynt væri að afla fjár í því slcyni, að hann yrði látinn laus gegn tryggingu. Tom Mann liefir því verið fluttur í Brixton fangelsi, þar sem hann verður hafður i haldi tvo mánuði, nema hann gangist undir að skuldbinda sig til þess að „halda friðinn“. Utan af landi. Siglufirði 17. des. FB. Skarlatssóttin er allmikið út- breidd í hænum og er nú búið að loka barnaskólanuni og banna allár samkomur iyrst um sinn. Dauðsföll af völdum veikinnar munu vera sex eða sjö. Heilbrigðis- og sóttvarnar- nefnd skipa hér héraðslæknir, bæjarfógeti og spítalalæknir. — Kommúnistar hafa gengist fyrir harðri árás á hendur nefndinni fyrir ónógar sótt- varnar-aðgerðir. Nefndin er hins vegar ósamþykk innbyrð- is og á í blaðadeilum. Tíð óstilt að undanförnu. Ekkert róið. Talsverða fönn gerði hér í gær og nótt, en i dag birti upp. Taralögreglan. Skoðun almennings. Eg vil láta þess getið í upp- hafi þessara orða, að eg er ekki og hefi ekki verið í neinum stjórnmálafélagsskap hér i bæn- um síðustu 10—15 árin. Eg er ekki ánægður með stefnu þeirra flokka, sem nú eru uppi hér á landi, og kýs því heldur að standa utan við allar deilur og flokkadrætti. — Eg ætti þvi, að mér finst, að hafa nokkur skil- yrði til þess, að geta litið óhlut- drægt á málin, enda vona eg, að allir sjái, er þeir hafa lesið þessar línur, að eg hafi ekki haft löngun til þess, að halla á neinn, hvorki flokka né ein- staklinga. I öðru lagi vil eg gcta þess, áður en lengra er haldið, að störfum mínum er þannig hátt- að, að eg hitti fjölda manna að máli daglega, og verð því oft margs vísari um það, hvernig allur almenningur lítur á mál Nítlska dönrovesM, seðlaveski, visitkorta- möppur, mynda-al- búm og rammar ár skinni. Cigarettu- og eldspýtnahyiki, budd- ur. Fyrir dömur og herra - o. fl. o. fl. þau, sem efst eru á baugi í það og það skiftið. Þegar eg tala uxn almenning, á eg ekki eingöngu við verka- menn og sjómcnn eða það fólk, sem Alþýðublaðið er vant að kalla „alþýðuna" eða „verka- lýðinn“. Eg á við allan almenn- ing, þ. e. alt það fólk, sem eg umgengst, hverrar stéttar sem það er. Þar eru „eyrarvinnu- menn“ og sjómenn, verslunar- fólk, einbættismenn ýmsir og aðrir starfsmenn rikis og bæj- ar, eða með öðrum orðum fólk af öllum stéttum. Dagana eftir 9. nóvember voru hugir mikils þorra manna óvenjulega æstix*. Hvar sem komið var beindist tahð óðara að ofbeldisverkunum, er ráðist var á fulltrúa bæjarins á fundi, þar sem þeir voru að sinna skylduverkum sínum. Eg lield, að mér sé óhætt að fullyrða, að níu rnenn af hverjum tíu, sem eg hefi átt tal við, fordæmi þær tiltektir. Menn skilja ekki, að þess háttar framferði geli leitt til neins góðs. Hins vegar er augljóst, að margt ilt getur af þvi lilotist. — Vegurinn til þess, að koma fram sanngjörn- um kröfum, er vissulega ekki sá, að limlesta eða drepa þá menn, sem aðiljar eru að hverju máli. Foringjum verkamanna hefir mjög yfirsést, nálega i hvert einasta skifti, sem ágreiningur hefir orðið um kaupgjald. Þeir hafa oftast byrjað á þvi, að út- húða þeim mönnum og svivirða á allar lundir, sem við hefir þurft að semja. Þeir liafa reynt að særa andstæðingana og vekja hjá þeim tregðu til allra samn- inga, áður en til samninga kæmi og á meðan umleitanir færi fram. Þetta framferði, að ráð- ast með vonsku á þá, sem við þarf að semja, er ákaflega heimskulegt og í rauninni þann- ig vaxið, að nokkur ástæða er til að ætla, að þess sé ekki ósk- að af foringjum verkalýðsins, að hagkvæmir samningár tak- ist. Munu verkamenn og sjó- menn nokkuð alment vera farn- ir að átta sig á þessu og fam- ir að óska þess — með sjálf- um sér að minsta kosti — að ávalt sé farið vel að þeim, sem við á að semja. Hins vegar er ekki því að leyna, að atvinnurckendur munu stundum hafa sýnt lítinn skilning á kröfum og þörfum hins vinnanda fólks. Ber vitan- lega að átelja slikt harðlega. Skeytingarleysi um apnara hag og velferð, er Ijótur löstur í fari hvers manns. En eins og eg sagði áðan, liafa foringjar verkamanna liaft cinstakt lag á því, að espa atvinnurekendur gegn ákveðnum mönnum inn- an verklýðshreyfingarinnar, þeim mönnum vitanlega, sem vaðið lxafa upp á þá, sem fyr- ir atvinnunni ráða. Og svo hafa iðulega sjálfir árásarmennirnir látið kjósa sig til þess, að semja við þá menn, sem þeir hafa verið að svívirða. Þetta hefir oft spilt allri samningagerð, eins og líklegt má þykja. Og mér er nær að halda, að sýna megi með óhrekjandi dæmum, að verkafólkið hafi beinlínis goldið foringja siilna oflar en einu sinni, sakir framferðis þeirra áður en samningar hóf- ust og meðan á þeim stóð. Erx þetta níá ekki svo til ganga. Báðir aðiljar, vinnuveit- endur eða vinnukauþendur og vinnuseljendur verða að tefla fram til samninga úrvalsmönn- um, gætnum, sanngjömum og góðviljuðum. Þá munu samn- ingar oftast ganga greiðlega. Eg er nú kominn uokkuð langl frá aðalefni þessarar greinar og er þó mikill skyld- leiki milli þess, sem eg hefi nú tekið fram og hins, sem á eft- ir fer. Eflir atburðina !). f. m., þeg- ar ekki var annað sýnna, en að liér væri verið að stofna lil blóðugrar byltingar, tók ríkis- stjórnin það ráð, sem sjálfsagt var, að konxa upp varalögreglu. Hefði verið óverjandi með öllu, að láta siíkt undir höfuð leggj- ast. Hending ein virðist hafa ráðið því, að ekki urðu stór- kostleg manndráp í sambandi við bæjarstjómarfundinn 9. nóv., og vissulega var eklci á það hættandi, að lála alt reka á reiðanum. Höfðu æsinga- mennirnir mjög í hótunum eft- ir fundinn og óhug mikluxn sló á marga bæjarbúa. Konur urðu óttaslegnar, og börn, sem hlust- að höfðu á orðbragð einhverra æðisgenginna manna, lilupu lieim til sín grátandi. — Aðal- atriðið var þó það, að svo virt- ist, sem litlu munaði, að bær- inn væri í hers liöndum. Það hefði verið gersamlega óverjandi, að sitja auðum liönd- um og hafast ekki að, er stór- kostlegar meiðingar og inis- þyrmingar liöfðu átt sér stað af hálfu þeirra manna, sem ekki liafa komist upp á lag ineð að berjast fyrir álnigamálum sín- um á annan hátt, en með of- beldi. Stjórninni er slcylt, að verja borgarana og vernda frið- inn í landinu. Og úr þvi sem komið var, varð það auðvilað ekki gert með öðru móti en því, að efla og styrkja lögregluna. Fyrir því var það sjálfsagða ráð tekið, að koma upp varalög- reglu og mun flokkurinn nú um það bil fullskipaður. Er þess að vænta, að gifta iands og þjóðar taki nú í taum- ana og sveigi huga manna til skynsamlegrar og friðsamlegr- ar stefnu og bróðernis, svo að ekki þurfi ti,l þess að koma, að varalögreglunni vcrði beitt. Heyrst hefir, að forsprakkar. kommúnista og jafnaðarmanna sé að æfa sérstakar hersveitir sér til yarnar. Fregnin er ótrú- leg, en mun þó sönn. Er þar um uppreist gegn ríkisvaldinu að ræða og beina tilraun til þess, að kollvarpa þjóðskipu- laginu með byltingu. Allur almenningur liefir for- dæmt forsprakka uppþots- manna, þá er eggjuðu hugsun- arlausa unglinga til óhæfuverk- anna 9. f. m. — Eg hefi átt tal við fólk úr öllum stéttum um þessa atburði og langflestir harma, að slíkt skyldi geta kom- ið fyrir. Sumir voru dálítið heit- ir og æstir fyrstu dagana, bæði sjálfstæðismenn og jafnaðar- menn. Síðan hefir ró fallið yfir hugina, og fjölmargir jafnaðar- menn, sem eg hefi íalað við, eru þeirrar skoðunar, að svona til- tektir (eins og 9. nóv.) sé ekk- ert annað en hrein vitleysa — háskaleg viileysa, bæta sumir við. Og þeir fallast á það, að eins og komið hafi verið, hafi ekki verið um annað að ræða, en að stofna varalögreglu. En þeir taka það fram jafnframí, að þeir óski þess og vænti, að henni þurfi aldrei að beita. All- ar deilur eigi að útkljást í góðu og á friðsamlegan hátl. Svona hugsar og talar fólkið — allur almenningur. Nauðsyn varalögreglunnar er í þann veg- inn að verða viðurkend af öll- um öðrum en þeim, sem treysta sér ekki til þess, að láia á sér bera, nema með illindum og ofsa. Þeir menn eru að vísu ekki mjög margir, en búast má við, að þeim takist enn um stund að glepja unglingum og ójiroskuðum mönnum svo sýn, að þeir fylgi þeim eitthvað áleiðis í baráttu þeirra fyrir því, að kollvarpa þjóðskipulag- inu. — En vonandi vitkast þeir allir smám saman og hverfa frá villu sins vegar. Og þá má vera, að varalögreglan verði óþörf. — Fyr ekki. Vox. Hver sá maður, sem fengist hefir við að rita um horfnar aldir, liefir hlotið að finna til þess, hve bagalegt er að vanta myndir af því, sem verið er að lýsa, hvort sem um byggingar, gripi eða menn er að ræða. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sumu er ómögulegt að lýsa svo, með orðum, að les- andi eða áheyrandi fái rétta mynd, enda skortir oft mikið á, að sagnfræðingar geti öðlast réttan skilning á ýmsu, sem þeir vildu vita, einkum að þvi er tekur til menningarsögu. Mönnum er nú orðið það ljóst, að myndir eru bestu og öruggustu heimildir i sinni röð og eklci er ólíklegt, að kvik- myndir verði framvegis lang- besta heimild um suma at- burði, sem örðugt væri að lýsa með orðum og ekki cr hægt að sýna í samhengi á ljósmyndum. Erlendis er gefið út mikið af merkum myndaritum, sem eru sagnfræðingum ágætar lieim- ildir. Nýlega kom út eilt slikt rit varðandi dönsk prestsetur á Ascliehougsforlag i Ivhöfn (Gamle Præstegaarde). Er þetta allstór bók, 159 blaðsíður, með fróðlegum inngangi eftir II. Zangenberg og milli 70 og <S() myndum (teikningum) eft- ir Ilákon Spliid. í gömlum, dönskum þorpum var prestsetrið fvrrum öft álit- legasta býggingin að kirkjunni uudantekinni. Á 17. öld var svo komið, að prestabústaðimir voru víða hrörlegir, og víða verður þess vart i lieimildmn, að danskir prestar verða að taka við þessum vistarverum svo iUa á sig komnum, að þær liengu rétt uppi og var hætta búin af vindi og veðri. Um útlit danskra* prestsetra er nauðalítið kunn- ugt fyrst framan af, og ekki eru til eldri byggingar af því tagi en frá 17. öld. Af elslu dönsk- um prestsetrum má sjá, að þau hafa verið veglegri en samskon- ar húsakynni í sunnanverðri Sviþjóð, að því er ráða má af lýsingu Fraldcans Charles d’Ogi- er, sem ferðaðist um Svíþjóð ár- ið 1634 og lét þá svo um mælt i dagbólc sinni, að prestsetrin þar væri býsna lágkúruleg og að þeim svipaði íil gæsa- og hænsnaliúsa. Fyrrnefnt rit er merkileg heimild þeim, sem vilja setja sig inn í byggingarlag liðinna ííma, og reyndar liin ciguleg- asta bók, sakir þess, hve vel hefir verið til hennar vandað. Hér á landi hefir enn ekki ver- ið sint mikið slíkri bókaútgáfu, sem hér ræðir- um. í þvi sam- bandi má helst nefna hið vand- aða rit: Myndir úr menningar- sögu fslands, sem þeir Sigfús ílentugt til jólagjafa. Leðurvörudeild Hljúðfærabússms og ATLABÚÐ. Blöndal og Sigurður Siglryggs- son gáfu ú't fyrir skömmu. — Heyrst hefir, að biskup vor, df. Jón Helgason, sem er prýðilega drátthagur maður, hafi á yfir- reiðum sinurn um landið teikn- að allar eða allflestar íslenskar kirkjur. Væri gott til þess aS vita, að svo merkilegt mynda- safn yrði bráðlega gefið út í bókarformi, ef til vill með á- þekku sniði og dönsku prest- setrin,. sem Ascliehoug hefir sent frá sér, og mundi vafa- laust margur vilja eiga þá bók, auk þess sem hún yrði góð heimild á sinum tíma. S. Sk. Visir er 8 síður í dag. — Dónim* Hæstaréttar í málum þeirra Magnúsar Guðmundssonar og C. Behrens er birtur í aukablað- inu. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík í morgun -j- 0 st, ísafirði 1, Akureyri -j- 2» Seyðisfirði 2, Vestmannaeyjum 3, Stykkishólmi — 1, Blönduósí -t- 1, Hólum i Hornafirði 1* Færeyjum 7, Julianehaab -j- 14* Jan Mayen -j- 4, Hjaltlandi 9 stig. (Skeyti vantar frá Gríms- ey, Raufárhöfn, Grindavík og Angmágsalik). Mestur liiti hér £ gær 2 stig, minstur -j- 1 stig. Urkoma 1,5 mm. — Yfirlit: Kyrstæð lægð yfir Grænlands- hafi. Önnur milli íslands og Færeyja á lireyfingu norðaust- ur eftir. Horfur: Suðvesturland: Faxaflói, Breiðafjörður, Ve»t- firðir: Suðaustan og sunnan kaldi. Snjóél. Norðurland og norðausturland:' Suðaustan og sunnan gola. OrkomulausL Austfirðir, suðausturland: Breytileg ótt og hægviðri. Snjó- él. Esja var í Stykkishólmi í mörgun. Væntanleg hingað í nótt eð« fyrramálið. Aflasölur. Rán hefir nýlega selt ísfisk- afla í Englandi fyrir 947 stpd. og Belgaum fyrir 775 stpd. Sviði hefir selt ísfiskafla í Þýskalandi fyrir 12,100 rikiv mörk og Gulltoppur fyrir 14,000 rm. Glímuíelagið Ármaim. Glímt verður um fjölbragða- peninginn i kveld kl. 8, og er það í fyrsta skifti á þessum vetri. Merkilegt heimildarrit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.