Vísir - 19.12.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1932, Blaðsíða 3
• VlSIR ...... —---------...............-------------------------------------- ■ líkur til þess, aS frekari rannsókn á þessum atriÖum mundi koma aÖ haldi, enda eru þessi atriÖi ekki stórvægileg. ÞaÖ verÖur samkvæmt því, er nú var sagt, ekki taliÖ sannað, aÖ ákærÖi hafi meÖ greiÖslum þessum gert sig sekan í refsiverÖum vcrknaÖL Það er upplýst í málinu hér fyrir dómi, að álcærði tók í desbr. 1929 út úr sparisjóðsbók þeirri, er i hinum áfrýjaða dómi getur, kr. 2500,00, og afganginn að undanskildum 2 krónum, i janúar 1930. Það er ekki upplýst x málinu, hvort ákærði hefir notað þessa fjárhæð til greiðslu á vörum eða verslunarkostnaði, eða til einkaneyslu, og verður hann þegar af þessari ástæðu ekki dæmdur til refsingar sakir þessa atriðis. Eins og teldð er fram í hinum áfrýjaða dórni, er það ekki sann- að, að ákærði hafi komið eignum sínum undan gjaldþrotaskiftum. Og einnig verður að fallast á það, að bókhald ákærða hafi ekki verið þann- ig, að hann verði dæmdur til hegningar þess vegna. Þá verður ákærði loks ekki látinn sæta refsingu eftir ákvæðum hegningarlaganna fyrir það, að hann sneri sér til málflutningsmanns síns, eftir að hann sá, hvernig komið var, með beiðni um það, að mál- flutningsmaðurinn reyndi að komast að samningum íyrir hans hönd við lánardrotna hans, í stað þess að íramselja bú sitt þegar til gjald- þrotaskifta, með þvi að ekki er sannað, að ákærði hafi gert þetta í sviksamlegum tilgangi, enda var hverjum lánardrotna hans að lögum jafnheimilt að krefjast gjaldþrdotameðferðir á búi hans eftir sem áður. II. Ákærði Magnús Guðmtmdsson. Eins og áðm- segir, leitaði Behrens til ákærða, Magnúsar Guð- ínundssonar, sér til ráðuneytis og aðstoðar við samningana við Tofte i október og nóvember 1929. Taldi álcærði verk sitt fólgið i því, að leiðbeina Behrens, draga úr lcröfum Tofte, svo sem xmt væri, og færa samninginn i stilinn. En það tók ákærði skýlaust fram, að svo yrði að ganga frá þvi máli, að Behrens hleypti sér ekki i neitt, sem talist gæti óheiðarlegt eða refsivert. Ákærði hefir kannast við það, að hann hafi ráðið Behrens til þess að ganga að samningnum 7. nóv. 1929, eins og hann varð að lokum, enda hafi hann eftir skýrslum Behrens og því, sem fyrir honum lá, talið Behrens eiga fyrir skuldum eftir eignayfir- færsluna 7. nóv. 1929, þegar ekki væri tillit tekið tii ættingjaskuld- anna, en það verður ekki talið ákærða til áfellis, þótt hann tæki þær frá, samkvæmt því, sem áður er sagt í 1. kafla. Efnahagur Behrens, eftir því, sem ákærði mátti lita á hann 28. okt. 1929, var þannig: Eignir samtals ................... kr. 93379,31 Skuldir samtals ...............................kr. 119147,92 — ættingjaskuldum................. kr. 23489,93 Óreikn. greiddum ísl. kr. •_____ — 6085,00 — 29574,93 kr. 89572,99 Ve'rða eignir þá reikningslega meiri en skuldir .................. kr. 3806,32 mátti standa og svo var til komin sem fyrr segir, og að ákærði mátti ætla, eftir því, sem fram var komið, að lítið af öðrum kröfum á Behrens væri þá fallið i gjalddaga, þá verður ekki álitið, aÖ ákærði hafi með mati sinu á efnahag Behrens og ráðleggingu sinni til hans gert sig sekan i aokkrum refsiverðum verknaði, enda verður engan veginn álitið, að ákærði hafi þá, eftir þvi sem fyrir honum lá, séð eða hlotið að sjá yfir- vofandi gjaldþrot hjá Behrens. Það verður þvi að sýkna ákærða, Magnús Guðmundsson, af kæru um hlutdeild i brotum samkvæmt 263. gr. hegningarlaganna i sambandi við samningagerðina 7. nóv. 1929. Það er ekki nákvæmlega upplýst í málinu, hvenær Behrens kom til ákærða með beiðni um aðstoð hans við samningagerðir við lánardrotna Behrens. Verjandi ákærða hélt þvi eindregið fram fyrir hæstarétti, að ákærði hefði þegar i stað látið Behrens vita, að ekkert yrði gert i þessu efni fyrr en efnahagsreikningur væri fenginn, og yrði Behrens þá aö útvega hann. En efnahagsreikningurinn kom ekki frá endurskoðunarskrif- stofunni fyrr en 21. mai 1930. Þótt þvi svo kynni að vera, að Behrens hafi komið til ákærða áður en riftingarfrestur á ráðstöfuninnni 7. nóv. 1929 var liðinn, þá eru engar sönnur komnar fram unx það, að ákærði hafi orðið þess valdur, að efnahagsreikningurinn kom ekki fyrr en aö þeirn fresti liðnum. Og ekki er það heldur sannað, að ákærði hafi á- nokkurn hátt varnað lánardrotnum Behrens að krefjast gjaldþrotameð- ferðar á búi Behrens, meðan þessi írestur var að liða. Það ber þvi og þegar af þessum ástæðum að sýkna ákærðan, Magnús Guðmundsson, af kæru réttvísinnar út af þessu atriði. Eftir þessum úrslitum verður að sýkna báða hina ákærðu af greiðslu sakarkostnaðar, og verður þvi að greiða hann úr ríkissjóði, þar á meðal málflutningslaun til skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, 400 kr., og til verj- enda hinna ákærðu, 300 kr. til hvors. Rannsókn málsins er i einstökum atriðum ábótavant, og er þess getið hér að framan, þar sem ástæða hefir þótt til, og mn sum atriði hafa kom- ið fram nokkrar nýjar upplýsingar af hendi málflytjenda. Héraðsdómarinn hefir gert grein fyrir drætti þeim, sem orðið hefir á rannsókn málsins hjá honum, svo að ekki þykir hann þess vegna átölu- verður. Því dæmistrétt vera: Hinir ákærðu, Carsten Behrens og Magnús Guðmundsson eiga að vera sýknir af kærum réttvísinnar í máli þessu. Sakarkostnað- ur allur, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, greiðist úr rikissjóði, þar með talin málflutningslaun sækjanda fyrir hæstarétti, Lárus- ar Fjeldsted hæstaréttarmálflutningsmanns, kr. 400,00, og ver jenda hinna ákærðu, hæstaréttarmálflutningsmannanna Péturs Magnús- sonar og Jóns Ásbjörnssonar, kr. 300,00 til hvors. Ákærða var ókunnugt um skuld Behrens við bæjarsjóð Reykjavíkur og Det kongel. oktr. Brándassurancekompagni, svo og um lifsábyrgð Beh- rens. Og koma þessar upphæðir því ekki til greina hér. Ákærða var þar á móti kunnugt um makaskiftasamninginn um húseignimar, en það skift- ir hér ekki máli, fremur en um Behrens. Um útistandandi skuldir Behrens segir ákærði, að Behrens hafi sagt, að ekki mætti líta á þær sem venju- legar Verslunarskuldir, þar sem versltm hans væri svo ung. Þær væru betri. En þenna eignalið segist ákærði ekki hafa rannsakað sérstaklega. Er ekkert fram komið, er hnekki þessari skýrslu ákærða. Eftir eignayfirfærsluna 7. nóv. 1929 lítur efnahagur Behems þannig út, bygt á efnahagsreikningnum 28. okt. 1929, og með breytingum, sem á urðu 7. nóv. 1929: Eignir samtals ................. kr. 93379,31 -t- framseldum vörum og skuldum . — 47000,68 kr. 46378,63 Skuldir: 1. Hoepfner, þar í reiknuð afföll á hinum afhentu kröfum, og við- bættum vöxtum og ferðakostnaði Tofte ..'........................kr. 14083,19 2. Aðrir lánardrotnar .............— 27209,10 3. Mismunur á umboðsreikningi ... — 300,70 kr. 4i592.99 og verða þá eignir reikningslega hærri en skuldir................... kr. 4785,64 Sendingarkostnaður varanna, sem Behrens átti að greiða, er þó ekki hér talinn, vegna þess, að hann getur ekki hafa verið ákveðinn þegar 7. nóv. 1929, en þessi liður gat ekki frá sjónarmiði ákærða gert nokkurn úrslitamun í þessu sambandi. En ef sendingarkostnaðurinn er meðtalinn, þá verða eignir frarn yfir skuldir reikningslega kr. 3245,64. Eftir ráðstöfunina 7. nóv. 1929 átti Behrens útistandandi skuldir að uafnverði kr. 23097,17. Ekki :mátti gera ráð fyrir þeirn affallalausum, enda hafði Hoepfner yfirleitt fengið góðar kröfur, en eigi hafði ákærði ákveðið þær, þótt hann sæi lista yfir þær, heldur Behrens sjálfur með Tofte. Það er auðvitað álitamál, hversu mikið hafi verið hæfilegt að gera fyrir afföllum á skuldum þessum, þegar meta skyldi efnahag Behrens, en eftir framannefndri útkomu átti hann nægilegt til afskriftar 14% af þeim. Einnig fékk Hoepfner yfirleitt góðar vörur hjá Behrens, en ekki hafði ákærði afskifti af því, hvaða vörur voru teknar frá í þessu skyni. En allar voru vörur Behrens taldar með kostnaðarverði í efnahagsreikn- ingnum, svo að ákærði gat naumast búist við miklum afföllum á þeim vörum, sem eftir urðu, ef þær yrðu seldar með venjulegum hætti, en ákærði hafði þá ekki ástæðu til að gera ráð fyrir öðru. Þá hafði ákærði ástæðu til að ætla, að Behrens mundi losna við greiðslu 5805,69 króna skuldabréfskröfunnar til Hoepfners, og að efna- Iiagur hans gæti þvi batnað sem þessari upphæð næmi. * Þegar nú alls þessa er gætt og ennfremur þeirra upplýsinga, sem Behrens gaf ákærða um verslunarsambönd sín og framtíðarfyrirætlanir, og að Behrens lo.snaði með samningnum 7. nóv. 1929 við skuld, sem ekki Sknldagr eið slumálið og Frakkar. Eins og kunnugt er af skeyt- um frá United Press hefir mik- ill meiri hluti þeirra Evrópu- rikja, sem greiða áttu afborgan- ir og vexti af ófriðarskuldum sínum við Bandarikin, staðið við skuldbinuingar sínar, eða 10 riki af 15. í flokki þeirra ríkja, sem stóðu við skuldbind- ingar sínar, er — eins og vænta mátti — Bretland, en það er langsamlega stærsti skuldu- nauturinn. í hinum flokkinum, flokki þeirra rikja, sem ekki stóðu í skilum, er Frakldand, annar stærsti skuldunauturinn. Það er nú ennfremur kunnugt. að öll þessi 15 ríki, sem skulda Bandarikjunum frá þvi á ófrið- arárunum, lita svo á, að gera eigi nýja samninga um þessar skuldir eða endurnýia þá gömlu. Þegar skuldagreiðslu- frestur Hoovers kom til sög- unnar var í rauninni fyrirsjá- anlegt, að taka yrði þessi mál til rækilegrar endurskoðunar, ekki sist þar sem þá mátti telja ófriðarskaðbæturnar úr sög- unni. Frakkar hafa altaf lialdið þvi fram. að það væri órétt- mætt að krefja þá um greiðslu á meira fé en Þjóðverjar greiddi þeim, auk þess sem réttmætt væri að Bandarikin gæfi eftir eitthvað af þessum lánum eða öll, sem noklcurs konar framlag til þess að vinna striðið, vegna þess hve seint þeir tóku virkan þátt i þvi. Frakkland, Belgía og Bretland og fleiri riki hefði lengi barist og lagt alt í sölurnar til þess að vinna sigur á Þjóðverjum, en á meðan hefði Bandaríkin rakað saman stórfé. Ein höfuðástæða Bandaríkjanna hefir hinsvegar verið, að viðurkendum, gildum samningum sé ekki hægt að rifta eða breyta án gagnkvæms samkomulags og auk þess geti Evrópuríkin borgað, eins og sjá megi af þvi hve miklu fé þau verji til vígbúnaðar. Hvað sem segja má um skoðanir þær, sem uppi eru um þessi mál mun nú mega telja víst, að samningarnir verði endurskoð- aðir, og Bandaríkin verði fyrr eða síðar að slaka til. En jafn- víst er hitt, að aðstaðan var að ýmsu leyti erfið fyrir Bandarík- in til þess nú í liaust, að taka til greina kröfur um endur- skoðun, eins og ástatt er, þar sem kosningar eru nýafstaðnar, en nýja þjóðþingið og nýi for- selinn taka eigi við völdum fyrr en á næsta ári. Heppilegast var því án efa fyrir þau ríki, sem gátu greitt þ. 15. des., að gera það, að því tilskildu að endur- skoðun væri lofað á samning- unum þegar á næsta ári. Sú varð lika raunin á, að % skuldu- nautanna stóðu við skulabind- ingar sínar. Um Breta er það að segja, að þeir sýndu enn sem fyrri hve áreiðanleg og traust þjóð þeir eru i viðskiftum, því að þeir tóku það bert fram, að þeir meðfram vildu standa við skuldbindingar sínar, þar eð ella kynni afleiðingin að verða, að viðskiftatraustið spiltist þjóða milli. Og hvort sem menn hafa samúð með Bandaríkja- mönnum, Bretum eða Frökk- um, þá verða menn að viður- kenna, að illa fer, ef á að líta á millírikjasamninga sem papp- írslappa, er ekki þurfi að taka neitt tillit til, ef svo ber undir. Sú varð nú raunin á í Frakk- landi, að Herriot forsætisráð- herra, sem vildi, að Frakkland stæði við skuldbindingar sínar, varð að fara frá. Hann stendur fast við skoðun sína í þvi máli -'“‘-‘-T—1-n ÉIIIHÍB—II—I 11—11 ■! IJ IIJJ UJ 1;IILUI og þegar þetta er skrifað er óvíst, að nokkurum öðrum en honum takist að mynda stjórn á ný, með öðrum orðum eru líkurnar þær, að Frakkar neyð- ist til að fara að ráðum Herri- ot í þessu efni. En það er síður en svo, að mætir frakkneskir stjórnmálamenn aðrir en Hcrri- ot og kunnustu fjármálamenn Frakka sjái ekki hve liættulegt Frökkum getur orðið, að standa ekki í skilum. Tvö helstu fjár- málablöð Frakka, Capital og Information hafa einmitt lagt mikla áherslu á, að Frakkland eigi á hættu að einangrast, ef það skeri sig úr og fylgi ekki sömu stefnu í þessu máli og Bretland. Þessi blöð leggja enn- fremur áherslu á, að Frakk- landi sé nauðsynlegt að eiga vingott við Bandaríkin á þess- um tímum, er f jöldi vandamála, er varða framtíð þjóðanna, biða úrlausnar. Undir þessa skoðun tók blað róttækra jafnaðar- manna, Ere Novelle —, en hinsvegar er rétt að taka fram, að flest önnur blöð voru greiðslu mótfallin til skamms tíma. Blaðið Information bend- ir á, að þær þjóðir, sem standi i sldlum, hafi miklu betri að- stöðu til þess að fá betri kjör, þegar til endurskoðunar komi. Þær þjóðir, sem ekki standi í skilum geti einkis vænst nema erfiðleika. „Þær skulda áfram alla súpuna. Þær munu mæta liatri og litilli virðingu i fram- tíðinni.” Blaðið benti ennfrem- ur á, að Bandarikin myndi benda Frakklandi á, að það hefði undirskrifað samning og þvi næst rifið hann í tætlur, en enginn stjórnmálamaður, sem væri þess verður að bera stjórn- málamannsnafn, gæti tekið á sig þá ábyrgð að stuðla að því, að Frakkland sviki loforð sín. Og blaðið mælir fastlega með því, að Frakkar fari að dæmi Breta. — Nú er eftir að vita hvað verður ofan á í Frakklandi. En það er ekki að vita, þótt Herri- ot sé fallinu, nema hann eigi fviir sér av vuða forsætisráð- herra al'tur íxæstu daga. Mun þá óhætt trð spá því að honu.oi auðnist að k >ma þvi fram, ac' Fiakkland standi við skuJdhind- ingar sinar, og frekari árangcr af síarfi hans verði sá, að Fralcklaud sem onnur Evrópu- riki megi, vjð væntanJega eud- urðskoðun sanuiinganna, losna að miklu leyli við þessar gífur Iegu byrðar, vitaniega er réttmætt að vuði af þeini l«'t . ef ekki að'ölhi, a. m. k. að m; t ■ leyti. a. Ath. Nú hafa fregnir borist um, að Boncour hermálaráð- herra hafi myndað stjórn i Frakklandi, en fregnir ókomn- ar um liverja afstöðu stjórn hans tekur i skuldagreiðslu- málinu. Útvarpsfréttir Berlín kl. iil/2 í dag. F.Ú. Þýsku ríkisjárnbrautirnar hafa látiö byggja nýjan eimvagn, sem á aö halda uppi umferö milli Ber- línar og Hamborgar, og var hann reyndur á þeirri leiö í morgun. — Náöi hann alt aö 150 kílómetra hraSa á klukkustund og er nú hraöskreiöasti eimvagn i heimin- um, því a'S enska hraðlestin Flying Scotsman, sem hingaS til hefir haft met í hraða, fer a'S jafna'Si aöeins 123 kilómetra á klukku- stund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.