Vísir - 05.01.1933, Síða 3
V í SIR
fyrir smábáta-útveg, lielst með
fullkominni bátahöfn.
2. Allur Seltjarnarneshreppur
sé lagður undir lögsagnarum-
dæmi Reykjavikur.
3. Garða- og Bessastaða-
hreppar sé lagðir undir lög-
sagnarumdæmi Hafnarfjarðar.
4. Jiæjum og kauptúnum sé
vfirleitt gefinn greiður aðgang-
ur að landi til nytja og ræktun-
ar.
5. Alþingi veiti Reykjavíkur-
bæ þann stuðning, sem hann
þarf til þess, að iiægt sé að
byrja á Sogsvirkjun þegar í
stað.
6. Skipuð sé (þriggja manna)
nefnd til þess að gera upp
skuldaskifti áveitusvæðanna i
Flóa og á Skeiðum og tekið sé
land upp í skuldina til ríkis-
sjóðs, sem svo verði mælt út í
hœfilega stór einyrkjabýli, og'
verji ríkissjóður 500 þúsund
krónum á ári til þessarar ný-
býlastofnunar.
Tillögur þessar hefir höf. leit-
•ast við að rökstyðja í ritgerð
sinni og má gera ráð fyrir, að
flestir geti fallist á sumar
þeirra, en aðrar munu valda
ágreiningi.
Áliugi Magga læknis á þess-
um málum er lofsverður og eru
menn hvattir til þess að eignast
bækling lians og lesa rækilega.
— Með tillögum sínum hefir
hann fyrir sitt leyti — lagt
grundvöll að umræðum um eitt
hið mesta vandamál, sem nú er
aippi með þjóð vorri.
Erlfindar fréttir.
—o--
London í des. FB.
Astandið í Bretlandi.
Álirif kreppunnar liafa ver-
i'ö svo víðtæk og mikil, að
bæði heima fyrir á Bretlands-
æyjum og erlendis er fjöldi
thanna þeirrar skoðunar, að
alt viðskifta- og atvinnulif i
tandinu hafi stórum lamast af
völdum hennar. örist er um
það, að áhrif kreppunnar hafa
orðið mikil og þungbær, en
eigi að síður er margt, þrátt
fyrir kreppuna, sem sannar
•ótvírætt, að limarnir eru ekki
eins slæmir og margir ælla.
Hitt er cigi nema eðlilegt, að
menn einblíni á skuggaliliS-
.arnar, svo mjög sem kreppu-
ástandið er rætl, í blöðuin, á
þingi og manna á meðal. —
Við nána athugun á opinber-
;um skýrslum um iðnað og
verslun kemur í ljós, að
;ástandið er eigi eins slæmt og
ætla mætti, og að á undan-
förnum árum hafa mjög mik-
ilvægar breytingar átt sér stað
í atvinnu- og viðskiftalífinu.
t>að vekur þannig mikla eftir-
tekt manna, við athugun
skýrslnanna, að þrátl fyrir
kreppuna hefir meira en he.lm-
ingur af 55 iðnaðarflokkum,
sem 12 miljónir alvinnutrygðra
verkamanna flokkast i, bætt
við sig mönnum, á tímabilinu
júlí 1931 til júlí 1932. Fjöldi
atvinnutrygðra verkamanna,
karla og kvenua, liefir á niu
árum, aukist urn 14.8%, en í
byggingaiðnaðinum, rafmagns-
iðnaðinum og nokkurum fleiri
atvinnugreinum liefir fjöldi
verkamanna aukist um alt að
10%, og í allmörgum greinum
um 5.3%, en hins vegar hefir
námamönnum fækkað um
12%. Fjöldi þeirra verka-
raanna, sem vinna ,að bifreiða
og bifhjólasmíði, flugvélasmiði
o. s. frv., hefir aukist um 33%
miðað við 1923. Fjöldi þeirra,
sem vinna við sporvagna og
fólksflutningabifreiðir, hefir
aukist um 71.2% miðað við
1923, en aflur hefir járnbraut-
arverkamönnum og járnbraut-
arstarfsliði öllu fækkað mikið.
— Af hverjum 1000 verka-
mönnum voru 1923 hverir 119
verkamenn námamenn, nú 91,
verkamenn i baðmullariðnað-
inum 114, nú 99. málmiðnað-
inum 192, nú 164, verkamenn
i byggingaiðnaðinum 81, nú 99,
starfsmenn sporvagna og bif-
reiðafélaga 109, nú 152 o. s.
frv. — A þessum tíma, sem um
er að ræða, liafa margar iðn-
greinir verið endurskipulagð-
ar. Ýmsar atvinnugreinir cru
nú komnar til sögunnar, sem
þrífast vel vegna þess, að
verkamannastéttirnar geta
veitt sér ýmiskonar þægindi,
er þær áður urðu að fara á
mis við. Verkamenn i Bret-
landi búa nú við miklum mun
meiri þægindi en áður var,
geta ferðast meira og skemt
sér meira en áður, og þeir eru
yfirleitt miklum mun betur
mentaðir en þeir áður voru. —
Þótt þvi verði ekki neitað, að
atvinnuleysismálin séu enn
þjóðarmein, er ástandið í Bret-
landi ekki eins slæmt og marg-
ir ætla.
(T;r blaðatilk. Bretastjórnar).
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík — 0 stig, ísa-
firði 2, Akureyri 2, Seyðisfirði
1, Vestmannaeyjum 2, Stykkis-
hólmi 0, Blönduósi 0, Raufar-
liöfn 2, Hólum í Hornafirði 3,
Grindavik 2, Færeyjum 3, Juh-
anehaab -4- 12, Jan Mayen 3,
Angmagsalik 4- 6, Hjaltlandi 5,
Tynemouth 6 stig. (Skeyti vant-
ar frá Grímsey). Mestur liiti hér
í gær 2 stig, minstur 4- 1. Úr-
koma 2,0 mm. Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói, Breiða-
fjörður, Vestfirðir: Suðvestan
kaldi. Éljagangur. Noröurland,
norðausturland, Austfirðir:
Suðvestan gola. Viðast léttskýj-
að. Suðausturland: Suðvestan
gola. Dálítill éljagangur.
Pétur Jónsson,
söngvari, heldur hljómleika
í Gamla Bíó kl. 3 á sunnudag-
inn. Er Reykvikingum jafnan
tilhlökkunarefni, að hlusta á
þennan ágæta söngmann, sem
að .rödd og kunnáttu stendur
fremstur i hópi íslcnskra
söngvara og hefir þeiiæa glæsi-
legastan feril að baki sér, sem
„hetjusöngvari“ við ýms bestu
söngleikaliús mestu tónmentar-
þjóðar lieimsins. — Söngskrá-
in á sunnudaginn er fjölbreytt
og skipuð ýmsum úrvalslögum.
Má nefna tvær ariur eftir Pue-
cini, aðra úr „La Boheme“ og
liina úr „Mádchen aus dem
goldenem Westen“, aríu úr
„Die Judin“, efir Halévy, lag
úr Grænlandsóperunni „Kad-
dara“, eftir Hákon Börresen, og
svo hina góðkunnuogtignarlegu
Schubertssöugva „Erlkönig“ og
„Aul‘enthalt“. Loks verða fjög-
ur íslensk lög á söngskránni,
þar á meðal spánýtt lag, „Ridd-
arinn“, eftir Pál ísólfsson, og
hið vinsæla lag Karls Runólfs-
sonar „Den farende Svend“, við
kvæði Jóhanns Sigurjónsson-
ar. Páll ísólfsson leikur undir
á hljómleikunum. Ekki þarf að
draga í efa, að allir söngvinir
fjölmenni á þessa liljómleika.
Sjötug
verður á niorgun írú Sigríður
Sigurðardóttir, Njálsgötu 6oB.
Höfnin.
Sindri kom frá Englandi í gær.
Fékk slæmt veður á leiðinni. Karls-
efni fór á veiðar í morgun. Wal-
pole fór á veiðar í nótt.
Es. Suðurland
fór til Borgarness í raorgun.
Skip Eimskipafélagsins
Selfoss fór héðan í gærkveldi á-
leiðis til Englands með ísfisk. Gull-
foss cr á útleið. Goðafoss er í Ham-
borg. Brúarfoss fór frá Kauprn.-
höfn 3. j>. m. Lagarfoss er í Kaup-
mannahöfn. Dettifoss er i Ham-
borg.
Hjúskapur.
A gamlársdag síðastl. voru gefin
saman í hjónaband af lögmanni
ungfrú Níelsína Ósk Daníelsdóttir
og Sigurður M. Wium, loítskeyta-
maður. Heimili þeirra cr á Lauga-
vegi 41.
Slökkviliðið
var kvatt vesttir á Sólvallagötu
22 í gær. Hafði kviknað þar í
gluggatjöldum frá jólatré. Eldur-
inn varð slöktur íljótlega.
Að gefnu tilefni
skal ]>ess getið, að „Minnisbæk-
ur“ ]>ær, sem sagt var frá í Vísi
í gær, eru blaðinu með öllu óvið-
komandi.
Sjúkrasamlag- Reykjavíkur
bíður þess getið, samlagsmönn-
um til athugunar, að nú er fallinn
úr gildi .samningur sá, er á sínum
tíma var gerður við hr. nuddlækni
Tón Kristjánsson um nuddlækning-
ar fyrir S. R. — Samlagið greiðir
nú fyrir nuddlækningar samkv. þri,
sem ákveðið er í hinni nýju sam-
þykt S. R. (6. gréin, 3. liður, 4.
málsgrein)
Stjórn Trésmiðafélags Rvíkur
biður þess getið, að hljómsveit
i\age Lorange leiki á jólatrésfagn-
aði félagsins. Aðgöngumiðar að
dansleiknum verða seldir í Iðnó eft-
ir kl. 5 á föstudag.
Gengið í dag.
Sterlingspund........ kr. 22.15
Dollar ................. —6.65%
100 ríkismörk ..... — 158.49
— fraklm. fr..... 26.11
— belgur .......... — 92.10
— svissn. fr. ..... — 128.19
— lirur............ — 34.20
— pesetar ......... — 54.63
— gyllini ....... -—- 267.52
-v- tékkósl. kr... — 19.85
— sænskar kr..... — 120.73
— norskar kr. ... 114.36
— danskar kr .... — 114.77
Gullverð
isl. krónu er nú 56.05.
Lúðrafélagið „Svanur“.
Æfing á föstudaginn. Áríð-
andi að allir mæti.
Næturlæknir
er i nótt Kristin Ólafsdóttir.
Simi 2161.
Fímleikaæfingar
hjá Glímufélaginu Ármann eru
nú byrjaðar aftur af fullum krafti
eftir jólafríið; einnig aðrar íþrótta-
æfingar félagsins. Félagar eru beðn-
ir að fjölmenna á æfingantar og
byrja strax að æfa.
Svar við fyrirspnrn.
Út af fyrirsptim til Trésmiðafél.
Reykjavíkur vil eg leyfa mér að
taka þetta fram: Mér virðist að
,,Trésmiðurinn“, sem telur sig vera
meðlim félagsins, sé ckki mjög
kunnugur félagsskapnum, því sern
meðlim ætti honum að vera það
ljóst, að hve félagsmaður verður
að hafa félagsskírteini scm er út-
gefið af stjórn félagsins og undir-
ritað af öllttrn stjórnarmeðlimum.
Trésmiðurinn hefði ]iess vegna
tneð skírteini sitt í höndunum, get-
að náð sambandi við okkur á mik-
ið heiðarlegri hátt eti hann hefir
gert, a'Ö eins með ])ví að fá lánaða
símaskrá, ef hann hefir hana ekki
sjálíur. og athuga hvort enginn
okkar hefir sínta. 1 símaskránni er-
um við 4 aí 5 stjórnarmeðlimum
skrifaðir fyrir síma undir fullu
nafni og heimilisfangi. —• Annars
verð eg, á meðan Trésmiður getur
ekki vcrið })ektur fyrir að láta
nafns síns getið, að draga í efa að
hann hafi sitt íélagsskírteini, og þá
um leið engan rétt til aðgöngumiða
að jólatrésfagnaði félagsins.
Björn Rögnvaldsson
Bergstaðastræti 78.
Útvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19,05 Graminófóntónleikar.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
20,00 KJukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Erindi: Askja, II. (Pálmi
Hannesson,' rektor).
21,00 Tónleikar. (Útvarps-
kvartettinn).
Fiðlusóló (Georg Tak-
ács) Mendelsohn: Fiðlu-
konsert i E~moll.
SkilagreinH
um jólastarfsemi Mötuneytis safn-
aðanna í Reykjayík í descmber ’32.
Jólasöfnunin hófst 12. desember
og var haldið áfram þangað til 1.
jóladag.
Alls hafa borist gjafir sem hér
segir:
a. í peningum frá alls 78 gef-
öndum kr. 3899.41.
h. Kol frá flestum kolaversl-
unura 1 Rvík, samtals 7 tonn. Eim-
skipafélag íslands gaf 5 tonn af
kolum, en þau kol hafa ekki ennþá
komið til úthlutunar.
c. Fatnaður barst írá fjölda-
mörgum heimilum og verslunum
og var einungis stuðningi og fram-
lagi bæjarbúa að þakka, að það
tókst að geía íöt til svo margra
heimila sern raun har vitni.
d. Flestar heildverslanir Rvíkur
hafa á einn eða annan hátt stutt
starfsemi Mötuneytisins, og gáíu
sumar þeirra ríflega til jólastarfs-
ins og í matinn handa gestunum í
Mötuneytinu um jólin. Einnig gáfu
þær og kaupmenn ríflega í jóla-
pakkana, sem sendir voru til all-
margra.
Gjöfum þeim, sem Mötuneytið
félck var varið þannig:
Kol voru send á 158 heimili,
jólapakkar voru sendir á 170 staði.
Var í pökkum þessum kerti, kaffi-
Itætir, ný brent og malað kaffi,
kex, molasykur og smjörlíki. Eimt-
ig voru epli og appelsínur og
brjóstsykur i Jlestum pökkunum.
Var náttúrlega ekki hægt að hafa
alla þessa pakka mjög stóra, en
verð þeirra mun samt hafa verið um
8 krónur að meðaltali, og var
þannig sent fyrir röskar 1200
krónur ýmsar jólavörar til ]>eirra,
sem minst höfðu.
Fatagjafimar voru sem fyrr seg-
ir miklar og rausnarlegar, og var
því kleift að láta fatnað til um 175
fjölskyldna, sem fatalitlar voru.
Einnig fengu um 25 einhleypir
menn talsvert af fatnaði. Síðan
saumastofa Mötuneytisins tók tft
starfa, hafa verið geíin föt til sami
tals um 250 fjölskyldna og eitthvað
50 einhleypra. Er aðsóknin að fata-
gjöfum afar mikil, og bcrast nú
eftir jólin beiðnir um íatnað frá
fjölda manns, sem klæðlitlir eru.
Enda þótt gjafimar sem bárust
væri miklar og rausnarlegar, v'arð
þó að kaupa talsvært til ]>ess að
geta orðið við öllum þeim beiðn-
urn sem bárust og teknar voru til
greina.
Voru keyptar eftirtaldar vörur:
Skófatnaður fyrir kr. 284.50. Kol,
sem seld voru við vægu verði, kr.
400.20. Fatnaður allskonar, sér-
staklega prónaföt, kr. 849.58. Mat-
væli, í jólapakkana, mestalt vrar þó
gefið, kr. 417-15-
Gefnar jólagjafir til ýmsra, sem
voru sérstaklega Jiurfandi, og einn-
ig jólagjafir til starfsfólksins, sem
hafði alt rnikið að gera um jólin,
kr. 293.00.
Kostnaður viö jólastarfið var kr.
195.90.
Þess skal þó getið, að fleetir
unnu ókeypis og að bifreiðastöðv-
arnar, B. S. R. og Bifreiðastöð
Steindórs, létu ókeypis í té bifreið-
ir, til lijálpar við útbýtingu á jóla-
pökkuuum.
Afgangurirnn af þeim peningmn,
sem inn koniu við jólasamskotin,
verður notaður í starfsemi Mötæ
neytisins, sem þarf á miklum pen-
inguni að halda, ]>ar eð uin 400
manns borða þar daglega.
Framkvæmdanefndin þakkar öll-
um þeim mörgu geföndum og
styrktarmönnum Mötuneytisins
íyrir stuðning þeirra, og vonar að
margir mttni feta í fótsþor þeirra.
Rvík, 30. desember 1932.
F. h. framkvæmdanéfndar Mötu-
neytis saínaðanna.
Gtsli Sigtirbjörnssoti,
gjaldkeri.
Héilbrigði barna og unglinga
í Bretlandi.
London i des. FB.
Bresk stjórnarvöld hafa liaft
skipulagsbundið eftirlit með
heilbrigði skólabarna í landintt
í nákvæmlega fjórðung aldar.
Þennan tíma hafa læknar baft
yfirumsjón með beilbrigöiseft-.
irlitinu i skólunum. En yfir-
maður beilbrigðismálanna all-
an þennan tima, hefir verið Sir
George Nevvman, og af hinuna
árlegu skýrslum hans um þetta
efni má sjá, að um stöðuga
framför er að ræða, að þvi er
beilbrigði skólabarna snertir.
Skýrsla bans fyrir árið 1931
leiðir í ljós, að lieilsufar skóla-
barna og unglinga fer batn-
andi. Til dæmis að taka, hefir
dauðsföllum meðal barna og
ungl. af völdum mislinga, skar-
latssóttar og fleiri slikra sjúk-
dóma, stöðugt fækkað, undan-
genginn mannsaldur. Fyrir eigi
lengri tíma en níu árum, var
berklaveiki í ýmsum myndum
lielmingi banvænni . en nú.
Dauðsföll barna á aldrinum 5
—10 ára hefir fækkað úr 3,6
á 1000 i 2,3, og 10—15 ára úr
2,5 í 1,5 af 1000 árin 1906—
1930. — Ýriðleitni ríkisins til
þess að auka heilbrigðina,
byggist að miklu leyti á þebn
grundvelli, að koma í veg fyr-
ir, að bömin veikist, og er í
því sambandi bent á, að fyrsttt
ár barnsæfinnar, jafnvel fyrstm
mánuðimir, hafi mest áhrif á
framtiðarheilbrigði bamanna.
(Úr blaðatilk. Bretastjórnar).