Vísir - 08.01.1933, Side 3

Vísir - 08.01.1933, Side 3
V 1 S«í R Sjóndapnr er sá, sem þarf gler- augu, til að sjá, að vör- ur okkar eru þær fall- egustu og um leið ódýr- astar. — Gotí þykir að semja við okkur. Hósgagnavef’sl. við Dótnkirkjnea — er sú rétla. — 10 O.F 3 =114198 = 8V* »• .Síra Ólafi Sæmundssyni, presti i Kraungerði, -heíir verið veitt lausn frá embætti, samkvæmt beiðni hans, frá næstu fardögum að telja. Síra Ólafur hefir gegnt Hraungerðisprestakalli síðan 1889 æða i 44 ár, og tók við kallinh af föður sínum, síra Sæmundi próf- asti Jónssyni. Síra Ólafur er fædd- ur í Hraungerði, og hefir alið all- an aldur sinn þar. :Slæmt símasamband var yfirleitt í gær, og sambands- Saust við sumar stöðvar. Um tima var sambandslaust við Seyðisfjörð, en . samband náðist aftur austur x cgærkvekli. Má þó búast við, að er- afend skeyti hafi eitthvað tafist. Veður var slæmt í gær víða um land, sunnan og suðvestan hvass- viðri og mikil úrkoma. Laust embætti. Héraðslæknisembættið i Ólafs- fjarðárhéraði hefir verið auglýst taust til umsóknar. — Umsóknar- frestur til 29. þ. m. rStrætisvagnafélagiÖ hefir óskað „meðmæla bæjarráðs með því, að það fái að hafa í notk- un fjórar bifreiðir alt að 200 cm. breiðar, til mannflutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur, og tvær bifreiðir alt að 210 cm. breið- :ar til mannflutninga í Reykjavík". —- Bæjarráðið vill veita hin um- beðnu meðmæli. Atvinnuleysið. A fundi bæjarráðs 6. þ. m. var lögð fram skýrsla atvinnu-úthlut- unar-nefndar um skráða atvinnu- leysingja. — Alls eru skráðir 1057 atvinnulausir menn. „Hvítabandið" liefir sótt um 9200 króna lán úr „Heilsuhælissjóði skólabarna i Reykjavík", að því er segir í' fund- argerð skólanefndar 6. þ, m., „gegn þriðja veðrétti í húsi félagsins við Skólavörðustíg". Skólanefnd hefir ekki séð sér fært að mæla með er- indinu. Leikhúsið. „Æfintýrið“ verður leikið í kveld kl. 8. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari syngur í Gamla Bíó í dag kl. 3. Verði eitthvað óselt af aðgöngumiðum verða þeir seldir eftir kl. 1 í dag. Um Gunnar Gunnarsson » skáld talar Sigurður meistari Skúlason i útvarp i kveld kl. 8i/2. Þýska herskipið, „Schlesien", verður til sýnis fyrir almenning í dag lcl. 12— 3. Bátar fara frá steinbryggj- unni á hálftíma fresti. Sýning Finns Jónssonar i Bankastrœti 7, verður opin í dag frá kl. 10 árdegis til 10 síðdegis. Siðasti sýningardagur- inn er í dag. Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kveld kvikmyndina „Valsdraumur“. Er það þýsk tal- og söngvakvik- mynd í 9 þáttum. Lögin eru eftir Franz Lehár, en aðalhlut- verk leika ýmsir kunnir þýskir leikarar. | Nýja Bíó. j sýnir í fyrsta sinni í kveld | kvikmyndina „Weekend i Para- dís“. Er það gamanmynd eftir | Arnold og Bacli. Aðalhlutverk leika ýmsir kunnir þýskir leik- arar. .Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefir faidð'þess á leit, að bæjar- csjóður „ákvæði þóknun handa nefndinni fyrir störf hennar, auk húsaleigu, ferðakostnaðar, ritfanga -íjg prentunarkostnaðar."— Borgar- stjóra hefir verið falið að tala við fonnann nefndarinnar um málið. Hjónaefni. A aðfangadag'skvöld jóla opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Hall- <lóra Þórðardóttir, fósturdóttir Páls Magnússonar, óðalsbónda á Hvals- nesi (Sandgerði) og J. Halldór Runólfsson, teikni- og trésmíða- meistari, frá Grundarfirði. .Slökkviliöið var kvatt inn á Hverfisgötu 82, seinni hluta dags í gær. Hafði kviknað þar í fötum, sem verið var að þurka við ofn. Þegar slökkvi- liðið kom á vettvang, var búið að kæfa eldinn. Sjötugsafmæli átti i gær Guðmundur Stefáns- son, fyrverandi lögregluþjónn. TímariliÖ Jörð. Siguröur Einarsson, fyrv. prestur, finnur það að timarit- inu „Jörð“, að það sé andvigt jafnaðarstefnunni. Eru þetta hin besíu meðmæli jncð ritinu, enda er mér persónulega kunn- ugt um, að sala þess glæddist mjög, er Sigurður fyrverandi prestur hafði látið dómsorð sitt liið mikla á „þrykk út ganga“. — Er vonandi að hann auglýsi stjórnmálalieiðarleik tímarits- ins sem oftast, og hallmæli því um leið, helst til muna, svo að gengi þess vaxi sem örast ineð- al hugsandi manna. Vinur „Jarðar“. Sjómannastofan. Samkoma í dag kl. 6 e. h. í Varðarhúsinu. Allir velkomnir. Dómsmólaráðuneytið fékk fyrir nokkuru xxtskrift af rannsókn þeirri, sem fyrirskipuð var vegna óspekta kommúnista þ. 7. júlí síðastl. Ólafur Þorgrímsson lögfr. hafði rannsókn þessa með höndurn. Ráðuneytið hefir nú falið Kristjáni Kristjánssyni, fulltrúa lögmanns, að ljúka rannsókninni, og jafnframt fyrirskipað málshöfðun gegn 15 mönnum, sem á hafa sann- ast brot gegn lögum. Þess- ir fimtán eru: Einar Olgeirs- son, Guðjón Einarsson, Haraldur Knudsen, Haukur S. Björnsson, Hjörtur B. Helgason, Indiana Gari- baldadóttir, Jens Figved, Kristinn Árnason, Matthías Arnfjörð, Run- ólfur Sigurðsson, Sigríður Jóns- dóttir, Sigurjón A. Ólafsson, Tryggvi E. Guðmundsson, Þor- steinn Pétursson og Þóroddur Þór- oddsson. — Kristján Kristjánsson hefir, sem kunnugt er, haft með höndum rannsókn út af óspektun- um hér í bæ þ. 9. nóv. Iiefir dóms- málaráðuneytið, eins og áður hefir verið getið, fyrirskipað málshöfð- un gegn allmörgum mönnum, er riðnir voru við óspektirnar þann dag, þ. e. þeirn Adolfi Petersen, Brynjólfi Bjarnasyni, Erlingi Kle- menssyni, Guðjóni Benediktssyni, Gunnari Benediktssyni, Halldóri Kristmundssyni, Hauk Siegfried Björnssyni, Héðni Valdimarssyni, Hjalta Árnasyni, Jóni Guðjónssyni, Jafet Ottóssyni, Ólafi Magnúsi Sig- urðssyni, Sigurði Guðnasyni, Sig- urði Ólafssyni, Stefáni Péturssyni, Torfa Þorbjarnarsyni og Þorsteini Péturssyni. Farsóttir og mxinixdauði í Rvík vikuna 25.-31. desember 1932 (í svigum tölur næstu viku á und- an): Iiálsbólga 41 (15), Kvefsótt 42 (25). Kveflungnábólga 3 (o). Barnaveiki 1 (o). Iði-akvef 13 (3). Taksótt 1 (2). Hlaupabóla 2 (o). Munnangur 0(1). Kossageit 0(1). Umferðargula 1 (o). Mannslát 7 (5). Landlæknisskrifstofan. (FB.) Dansskóli Rigmor og Ásu Han- son hefir skemtidansæfingu (1. æfingu í janúar) á morgun i Iðnó, kl. 4 og 5 fyrir hörn og : gesti þeirra, en kl. 9 fyrir full- . orðna nemendur frá í vetur og ’ 6 undanförnum vetrum. — Sjá augl., sem hirt verður í blaðinu á morgun. • Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Samkomur i dag: Fyrir trúaða kl. 10 f. h. Barna- samkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. Bethanía. Samkoma í kveld kl. 8J4. — Bjarni Jónsson talar. Allir vel- komnir. Til fátæku konunnar, áheit frá ónefndum, 2 kr. Aövörun til kennara. Þar sem skólanefnd Reykjavíkur hefir í gær vikið þrem leikfimiskennurum frá Austurbæjarskólanum fyrir það, að neita að kenna leikfimi á salargólfi, þar sem héraðslæknir og skólalæknir liafa i embættisnafni bannað „alla þá leikfimi, sem byllur og meiðsli geta af hlotist“, þá aðvarast liérmeð allir kennarar um, að það verður metið sem f jandsamlegt við kenn- arastéttina, ef cinhver tekur að sér kenslu i stað þessara kenu- ara, á méðan ekki er fallinn fullnaðarúrskurður í málinu. Reykjavík, 7. jan. 1933. Stjórn Sambands íslenslcra barnakennarra. Álieit á Strandarkirkju, afhent Visi: 10 kr. frá G. E., 5 kr. frá Völu, 5 kr. frá G., 4 lcr. frá E. B„ 12 kr. frá N. N., 10 kr frá H. S. I4„ 2 kr. frá N. N„ 2 kr. frá ónefndum, 10 kr. frá S. Ó. Utvarpið í dag. 10.40 Veðurfregnir. 11,09 Messa í dómkirkjunni. (Síra Bjarni Jónsson). 15.30 Miðdegisúlvarp. Erindi. Hvað er félagsfræði? III. (Símon Ágústsson ma- gister). Músik. 18,45 Barnatími. (Hallgrimur Jónsson, kennari). 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófónsöngur. (Chahapine) Moussorg- ski: Söngurinn um flóna;Trépak tir „Söngv- um og dönsum dauð- ans“; Volgasöngurinn og Stenka Rasine. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi. Frá Gunnari Gunnarssyni. (Sigurður Skúlason). 21,00 Grammófóntónleikar. Beethoven: Symphonia nr. 3. (Eroica). Danslög til kl. 24. Nætnrgauf. Það var ekki siður í minu ungdæmi, að fólk væri að slæp- ast úli langt fram yfir mið- nætti, nema rétt ef það vildi til, og þótti þó ávalt liinn mesti ósiður. Reykvíkingar fóru tím- anlega í rúmið á þeirri tið — fyrir 60—65 árum — og snemma á fætur. Þá var ekki legið í bælinu lil hádegis, nema ef það kom fyrir í skammdeg- inu að vetrinum, og þá helst á sunnudögum, og að eins börn og unglingar. Gamla fólkið í þá daga var árrisult og man eg svo langt, að við kraklcarn- ir urðunr að liypja okkur á lappir tímanlega. — Nú er öld- in önnur, að því er virðist. Nú er ungt fólk að slæpast úti fram eftir allri nóttu og þyk- ir mér hætt við, að sumt af því sé ekki mjög árrisult. Eg lield, að þessi breyting sé ekki til neinna bóta, hvorki frá sjónarmiði heilbrigðinnar eða siðseminnar. Eg á lieima í einu af úthverf- um bæjarins, og verð þess oft var, að fólk, lielst tvent og tvent, stendur þar í liúsakrók og rahbar saman langt fram á nætur. Eg skil ekki livaö þetta lólk getur verið að gera þarna, en sjálfsagt er það eitthvað merkilegt eða nauðsynlegt, því að enginn gerir það að gamni sinu, að lianga svona úti um miðjar nættir og oft í misjöfnu veðri. — Eg heyri stundum þrusk og skraf fyrir utan gluggann minn, í dálitlum krók að liúsabak,i og þarna er stað- ið og masað von úr viti, stund- um í versta veðri. Getur varla lijá þvi farið, að unglingum verði kalt á svona fundum. Það er lika mesti ósiður, að hanga svona úti von úr viti og miklu nær að fara heim til sín. Mér hefir stundum dottið i hug, að ávarpa þessa „nætur- gesti" mina, en ekki hefi eg samt gert það ennþá. Mig lang- aði til að hjóða þeim inn fyrir i hlýjuna, því að það er óholt að norpa svona úti og getur veriS mjög lieilsuspillandi. Eg vildi óska, að blessaS unga fólkið vendi sig af þess- um eilifu næturvökum, því að það hefir ckkert gott af þeim, síður en svo. Fólk á að fara tímanlega í rúmið og snemma | á fætur. Og sagt hefir mér góð- j ur læknir, að svefninn fvrir og um miðnættið, sé hollastur og mest endurnærandi fyrir sál og likama. En mér er nær að halda, að meiri hlufi allra ung- linga í Reykjavík sofni ekki að jafnaði fyrr en eftir miðnætti og sumt ungt fólk er á flakki miklu lengur, og oft kvöld eft- ir kvöld eða nótt eftir nótt, rétt- ara sagt. E11 þess liáttar hefnir sin — því er nú ver og miður. Gamall i hetianni. Útvarpsfréttir. ’ —o— Londoii 7. jan. FÚ. Samkvæmt fregnum frá Reu- ters Bureau eru horfurnar i Kína uú mjög isjárverðar. — Ivínverjar senda stöðugt nýjan liðsauka til ófriðarsvæðisins og lióta Japanar því, að heita hörðu á móti, ef Kínverjar hætti ekki að auka lið sitt. í Slianghai eru ensk herskip reiðubúin til að fara til Norður-Kína og vernda réttindi Evrópumanna þar, ef þörf gerist. Reuter skýrir eim fremur frá því, að miðstjórn- inni í Peking berist stöðugt sím- skeyti frá herforingj'um um alt Kínaveldi og biðja þeir stjórn- ina um leyfi til þess að mega. fara á móti Japönum með lið sitt. — í Cambridge-liáskólanum í Bandaríkjunum var nýlega tek- inn fastur maður, sem hafði starfað þar um nokkurra mán- aða skeið, og þóst vera þýskur sendiprófessor í þjóðmegunar- fræði. -— Komst upp, að þessi maður var enginn annar en bankastjórinn Isac Lcwin frá Berlín, sem flýði þaðan fyrir nokkrum árum, eftir að liafa framið víxilfalsanir í stóruna stíl. — Lewin er rússneskur að ætt, og þótti allmildll fjármála- garpur á sínum tíma í Berlín. — Hefir liandtaka hans vakiS geyismikla eftirtekt i Bandar ríkjunum. Franskt blað skýrir frá því, að nú sé i ráði að gera tölu- verðar brevtingar á hegningar-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.