Vísir - 03.02.1933, Síða 4
Atbyglisverð ksikmjnd.
—•
Nýja Bíó sýnir þessi kveldin
þýska talmynd, „Jugend vor
Gericht“, og er hún kölluð liér
„Telpur fyrir rétti“. Ivvikmynd
þessi er athyglisverð fyrir
margnj hluta sakir. í lienni' er
lýst kjörum alþýðufólks í stór-
borg, sem hefir að eins eilt her-
bergi til íhúðar. Húsbóndinn er
götusali, sem hefir kvænst öðru
sinni, en á dóttur 14-—15 ára.
Stjúpa hennar hefir verið laus-
laetiskvendi og samkomulagið
milli hennar og manns hennar
er ekki gott og því síður milli
hennar og telpunnar. Húsbónd-
inn er drykkfeldur, en drekkur
])Ó minna en hann áður gerði,
enda vinnur hann sér lítið inn,
en hann reynir þó að sjá fyrir
heimihnu eftir getu og varð-
veita heimilisfriðinn. Fátæktar-
innar vegna er tekinn leigjándi,
ungur maður, sem hefir oft
komist i færi við lögregluna.
Stjúpan lítur liýru auga til leigj-
andans en Iiann flekar telpuna,
þegar stjúpa hennar er að
heiman. Nú atvikast þannig, aö
faðir hennar liegnir lienni fvrir
framkomu hennar gagnvart
stjúpunni og vekur það reiði
telpunnar og hefnigirni. Hún
keraur ekki heim næstu nótt,
er tekin af lögrcglunni, skoðuð
af la'kni, og verður honum Ijóst
hvað gerst hefir. Þegar gengið
er á telpuna, kennir hún föður
sínum um, af liefnigirni og í
hlifðarskyni við leigjandann, en
faðir hennar er ákærður fyrir ,
sifjaspell. Hið sanna kemst í ;
ljós síðar, er alt er um seinan, j
þegar faðir hennar hefir fram- j
ið sjálfsmorð í fangelsisklefan-
um. —
Kvikmyndin er átakanleg lýs-
ing á }>eim lífsskilyrðum, sem
fjöldi fátæks fólks á við að
striða í stórborgunum, og cnda
viðar, lífsskilyrðum þeirra í lé-
legum, heilsuspillandi, þröng-
um íbúðum, sem eru gi’óðrar-
stiur allsk. veikinda og lasta.
En kvikmyndin er ekki ein-
göngu gerð til þess að vekja
menn til umhugsunar um lifs-
skilyrði fátæklinganna, heldur
einnig til þess að lciða í ljós
live varlegt er að treysta á frain-
burð bania og unglinga, sem
oft láta tilfinningarnar og
ímyndunina hlaupa með sig i
gönur, en afleiðingarnar geta
oft orðið hörmulegar fyrir ung-
lingana sjálfa og aðra. Kvik-
myndin er hvorttveggja i senn,
alvarleg ákæra og bending lil
allra hugsandi manna. Inn-
gangsorð dr. Max Schmidt eru
þess verð, að menn lcynni sér
þau, því að þau varpa skýru
ljósi á þcssi vandamál. —
Kvikmyndin er gerð af venju-
legri þýskri vandvirkni og að
mörgu leyti snildarlega leikin.
— Kvikmynd þessa ættu seni
flestir að sjá. ,Það er liinn mesti
misskilningur, að slíkar kvik-
myndir eigi að eins erindi til
fólksins i stórborgunum. Hlið-
stæðir atburðir þeim sem t. d.
gerast í þessari kvikmynd, geta
gerst í hvaða borg sem er, hafa
gerst og kunna að gerast hér
sem annarstaðar, og ]>ví er vel,
ef eitthvað verður til þess að
vekja menn til umhugsunar
eins og t. d. þessi átakanlega
kvikmynd.
—r.
Yfiplýsing.
• —o—
I viðtali við núverandi dóms-
málaráðherra, Magnús Guð-
mundsosn, út af sakamálsrann-
sókn er hafin var á hendur mér
1928, Iét hann orð falla uin þáð,
að rannsóknardómarinn, Hall-
dór Júlíusson, hefði látið þess
getið við sig, að sú ákvörðun
hefði verið tekin af lionum og
dómsmálaráðherra Jónasi Jóns-
syni, að ekkert sakamál yrði
liöfðað á hendur mér, er senni-
lega styðst við það, að ekkerl
saknæmt hefir fundist. Bað eg
um skriflega viðurkenning lians
á þessu, og mótlók i dag svolát
andi bréf frá dómsinálaráðu
neytinu:
Dóms og kirkuinálaráðuneytið,
Reykjavík, 26. janúar 1933.
Með skirskotun til viðtals
tjáir ráðuneytið yður hérmeð,
að sakamálsrannsókn þeirri, er
fyrirskipuð var á liendur yður
vorið 1928, verður úr þessu ekki
haldið áfram.
M. Guðmundsson.
Gissúr Bergsteinsson.
Til fyrverandi sýslumanns
herra Einars Jónassonár.
Núverandi dómsmálaráðu-
neyti fól þeim skrifstofustjóra
Guðmundi Sveinbjörnsson og
Gissuri Bergsteinssyni fulltrúa,
að yfirfara rannsóknina,og hafa
þeir haft til meðferðar öll skil-
riki, og virðist þvi núverandi
ráðuneyti hafa komist að sömu
niðurstöðu, en fyrir Iivaða sakir
var mér þá vikið frá embætt-
inu?
Reykjavík, 27. janúar 1933.
Virðingarfylst
Einar M. Jónasson.
V I S 1 R
VatnsglBs,
vínglös, asíettur, ávaxtaskálar,
kökudiskar og bollapör, marg-
ar tegundir. Borðlinífar, gaffl-
ar og hverskonar búsáhöld best
og ódýrust í búsáhaldaverslun
Vöggur,
Laugaveg 64.
Útvarpsfréttir
Berlin í morgun. FÚ.
Róstunum i Þýskalandi lield-
ur enn daglega áfram, og urðu
í gær blóðugir bardagar víða
uin rikið. í Altona réðust kom-
múnistar á þjóðernisjafnaðar-
menn — hina svo nefndu Naz-
ista — og féll 1 maður í þeirri
viðureign, en 7 menn særðust.
— 1 Hamborg urðu sainskonar
skærur og særðust þar 3 menn.
í Zittau á Saxlandi réðust Naz-
istar á jafnaðarmenn og féllu
þar 4 menn, en 7 særðust. í
Duisberg urðu og róstur, og var
ein kona drepin í þeim.
í gær fór fram húsrannsókn
i aðalbækistöð kommúnista i
Berlin, „Karl Liebknechthaus“,
og í 26 öðrum bækistöðvum
þeirra þar í borginni. Fanst þar
fjöldinn allur af prentuðum rit-
um, sem bönnuð eru, og voru
þau öll gerð upptæk.
Breslci verslunarmálaráðherr-
ann, Runciman, hélt í gær
mjög eftirtektarverða ræðu um
viðskifli Breta og Þjóðverja.
Kvað hann Breta vera fúsa lil
þess, að styðja að verslunarvið-
skiftum milli þjóðanna, því að
það væri ekki mikið, sem skildi
Þjóðverja og Breta. Það væri
að vísu rétt, að báðar þjóðirn-
ar versluðu mikið til með sömu
vörur, og að Bretum stafaði
mikil samkepni af Þjóðverjum,
en það skifti cngu máli, því að
Bretar ynnu Þjóðverjum vel
viðskiftanna. Hann vélc og að
því, að Belgía og Frakkland
hefðu ekki liorfið frá gullinn-
Iausn, en það stafaði af því, að
löndin hefðu talið þetta vel-
gengni sinni fyrir bestu. Hins
vegar bæri þetta vott um of-
fraust á gullinu, þvi að það væri
ekki gullið, heldur framleiðslan,
en þó sérstaklega viðskifti þjóð-
anna, sem réði genginu á gjald-
eyri þeirra.
K.F.U.K.
A. D. fundur í kveld
kl. 8VZ.
Frú Guörún Lárusdóttir annast
fundarefnið.
Alt kvenfólk velkomið.
r
KAUPSKAPUR
íslensk
kaupi
eg ávalt
hæsta verSi.
Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjargötu 2. Sími 4292.
Til leigu óskast nú þegar eitt
gott herbergi og eldliús. með
þægindum. A. v. á. (53
Sólrík Ira berbergja ibúð
með öllum þægindum, á góðum
stað í bænum, er til leigu 14.
maí n. k. Tilboð, merkt: „XII“,
sendist afgr. Yisis fyrir 5. þ. m.
(49
Góð íbúð, 2 herbergi og eld-
hús, í Hafnarfirði, til leigu nú
þegar eða 15. febrúar. Skipti á
ibúð í Reykjavík gætu komið til
greina. Uppl. í síma 1927. (48
Vélstjóra á Gullfoss vantar 3ja
herbergja íbúð. Mætti vera 4 lit-
il. Tilboð, merkt: , ,8“, leggist
inn á afgr. blaðsins. (47
Þriggja herbergja íbúð
með öllum þægindum og rúm-
góðu eldhúsi, vantar mig 14.
mai. Jón Ófeigsson, yfirkennari.
Simi 3908. (45
Herbergi og eldhús eða eldun-
arplássi óskast til leigu strax.
Uppl. i síma 3899. Magnús
Helgason. (58
Gott geymsluherbergi óskast
til leigu i Austurbænum. Uppl.
; Barónsstíg 20A. (57
j Til leigu forstofustofa. Grett-
I isgötu 2. (55
j Upphituð herbergi fást fyrir
j ferðamenn ódýrast á Hverfis-
; götu 32. (39
t ———
i Til leigu gott lierbergi með
húsgögnum á Öldugötu 27. (60
Skíðasleðar, allar stærðir. —
Vatnsstíg 3. Húsgagnaverslim
Reykjavíkur. (63
3ja lampa Telefunken við-
tæki, fyrir bæjarstraum, til
sölu. IJverfisgötu 35. (50
Grímubúningur til sölu ó-
dýrt. Þingholtsstræti 5. (46
ískassi, hentugur fyrir stór-
an mótorbát, til sölu. Uppl, í
síma 3144. (41
Til sölu: 2 barnarúm með
dýnum, 15—20 kr. stk., og tvær
kojur með dýnum, 35 kr. Sig.
Einarsson, Njálsgötu t. Sími
2766. (54
! Nýtt steinhús til sölu. Útborg-
un 15000 kr. — Enn fremur
smærri og stærri hús. Hef kaup-
anda að fremur litlu húsi. Ann-
an að erfðafestulandi. Jóhann
Karlsson, Bergþórugötu 29.
Sími 2088, (61
'VINNA
Stúlka óskar eftir góðri vist.
Uppl. í sima 1978. (51
Góð stúlka óskast í vist nú
þegar eða fyrir 15. þ. m. UppL
á Ljósvallagötu 22, niðri. (44
Unglingsstúlka óskast í visf,
Njarðargötu 61. (42
Ráðskona öskast til Sand-
1 gerðis. Uppl. Bræðraborgarstíg
1 26, frá kl. 7—10 i kveld. (64
I
KEMSLA
Hef saumanámskeið fyrir
nokkrar stúlkur á kveldin. —
Saumastofan Ingólfsstr. 6. (62
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
JÍRNÖ^TILKYHMI
ST. FRÓN, nr. 227. Fundur í
kveld. Innsetning embættis-
manna. Br. sira Árni Sig-
urðsson. Sjálfvalið efni. (43
Frón i kveld. Unidæmisstúkan
heimsækir. (56
St. Skjaldbreið nr. 117. Fundur
í kveld kl. 8V2. — Pétur Zóp-
hóníasson flytur erindi. (59
Sá, sem vildi lána 6—8 þús-
und krónur gegn tryggu fast-
cignarveði geri svo vel og senda
tilboð sitt á afgreiðslu þessa
blaðs, merkt: „Fasteignaveð“.
(52
Likkistuvinnustofan, Óðins-'
götu 13. Sjáum um jarðarfarir.
Kistur altaf fyrirliggjandi, mál-
aðar, fóðraðar og skreyttar.
Simi 4929. Ólafur og Halldór.
(509‘
H E F N D I R.
fallegu, ungu stúlkurnar á hans reki hafa gleymt
honum. — Okkur er ekkert um það gefið, að hann
verði piparsveinn.“
„Þér eigið við það,“ sagði Nang og rödd iiennar
varð alt í einu undarlega hás —“ þér eigið við það,
að sonur yðar fari heim til þess að kvongast?“
„Já“, sagði móðir lians. — „Heima á Englandi
bíður ung stúlka, sem eg býst við að þyki mjög vænt
um, að sjá hann aftur.“
„Og hingað kemur hann aldrei framar?“ Nang
neyddi sjálfa sig til, að segja þctta með bros á vör-
um.
„O—jú“ sagði Hilda, er nú kom lil þeirra.
„Einliverntíma kemur liann aftur — ef til vill — og
gerist forstjóri fyrir þeirri deild útgerðarinnar og
verslunarinnar, sem rekin er hér.“
„Eg er hrædd um,“ sagði frú Gregory, „að Basil
sé einn þeirra manna, sem eiga bágt með að taka
ákvarðanir, sem binda til Iengdar.“ — Nang Ping
þótti þetta undarlega mælt af móður. Hún skildi
ekkert í þvi, að nokkur móðir gæti sagt svona liluti
um drenginn sinn. — En hún var alveg sannfærð um,
að þetta væri rétt. — Svona var Basil i raun og Veru.
— Hún klappaði saman lófunum og reis á fætur.
Það merki var ætlað Ah Sing.
„Mætti eg biðja yður um að gera mér þá ánægju,
að drekka með mér te,“ sagði hún því næst og fylgdi
þeim að hinu skreytta borði.þar sem alt var lil reiðu,
en margir þjónar stóðu umhverfis, bláklæddir, tein-
réttir eins og steinlíkön. — Nang Ping gekk fyrir
að borðinu og þegar liún nálgaðist, lineigðu þjón-
ariiir sig því nær til jarðar. Frú Gregory reyndi að
sýnast alvarleg og hátíðleg, en Hilda gat elcki að fullu
varist því að flissa, og reyndi lnin þó að stilla sig
svo sem henni var auðið.
„En livað þetta er skemtilegt,“ sagði lnin um leið
og þær settust til borðs — dæmalaust skemtilegt —
„Dásamlegt,“ sagði móðir hennar, og Nang Ping
þótti vænt um, að gestir hennar voru ánægðir. En
sjálfri leið lienni ekki vel — hún var þjökuð and-
lega og líkainlega. Hún var sannfærð um, að mæðg-
urnar voru einlægar, og bæði Low Soong og Ali
Wong, sem höfðu nánar gætur á þeim, voru þess
fullvissar, að gleði þeirra væri elcki uppgerð. —
Low Soong var þarna eins og lilýðin brúða að vanda,
og Ali Wong var bara fávís, trygglynd og torlryggii;
kona af lágum stigum. Enginn vissi hvað liún bugs-
aði eða livort lnin yfirleitt hugsaði nokkuð. Hún stóð
þarna allan iimann, hlustaði á það sem sagt var, og
horfði á það sem gerðist. — Sannleikurinn var sá;
að liáðar höfðu þessar stúlkur fest sér í minni hverl
orð, sem sagt var, og tekið eftir hverju einasta
augnatilliti. — Og þó var hvorug vel að sér í málinu,
sem talað var. Ah Wong kunni mjög litið í ensku
og Low alls ekki neitt.
XVI. KAPÍTULI.
Hugprýði.
Frú Gregory kunni til fullnustu að hegða sér sam-
kvæmt þjóðarvenjum við hið kínverska teborð.
Hún braut engar venjur og meiddi ekld tilfinningar
annara á nokkurn hátt. — Hún hafði lært listirnar í
húsi landstjórans og þótti nú vænt um, að hún hafði
gert það samviskusamlega. Hitt sárnaði henni, að
Hilda skyldi ekki hafa lært þessar listir lika.
Nang Ping lvfti tebolla sinum hátt i kveðjuskyni.
Fyrst heiLsaði hún frú Gregory, en því næst Hildu —
en beið þess svo, að þær sypi á bollunum. Low Soong
gerði slíkt hið sama. Síðan drukku þær teið, hneigðu
sig hvað eftir annað, og tæmdu liina htlu bolla.
Þessu næst var boðinn kryddbakstur og sykraðir
ávextir. — Frú Gregory tók að eins einn lítinn mola,
en síðar tók liún annan, er eftir því var gengið. —
En Hilda tók fimm eða sex mola, ]>egar er Nang
Ping bauð henni. Nang Ping tók þá enn meira liandá
sér, og slikt hið sama gcrði Low Soong, en var þó
auðsjáanlega forviða. — Frú Gregory veitti l>essu