Vísir - 26.02.1933, Blaðsíða 2
V I S I H
Höfum fyrirliggjandi:
NETAKÚLUR
ódýrar.
Björn Kristjansson,
fyrrum lcaupmaður, banka-
stjóri og ráðherra, er hálf-
áttræður í dag, fæddur 26.
febrúár 1858. — Hann hefir nú
látið af öllum opinberum
störfum, en sýslar að liugðar-
málum sínum heima fyrir. —
Honum er orðið þungt um
gang, því að fæturnir eru
teknir að bila, en hann er enn
ungur í anda og vakandi,
hugsar mjög um heill lands og
þjóðar.
Björn Kristjánsson hefir ver-
ið óvenjulega fjölhæfur gáfu-
maður, starfsamur í besta lagi
og fylginn sér. Iiann hefir
vafalaust verið efni í mikinn
visindamann (efnafræði), list-
hneigður og áhugasamur um
söngment, fésýslumaður ágæt-
ur, stjórnmálamaður og ein-
att framarlega í flokki, þing-
maður sama lcjördæmis heilan
mannsaldur samfleytt, ritfær
vel og iðulega staðið í snörp-
um deilum.
Hann er gott dæmi þess,
hversu ungir menn geta hafist
úr fátækt og umkomuleysi til
vegs og mannvirðinga, ef gáf-
urnar eru miklar, viljinn
traustur og gifta með i för.
FB. 25. febr.
Stjórnarskifti í Noregi.
Kgl. norska aðalræðismanns-
skrifstofan i Reykjavik til-
kynnir:
Samkvæmt símskeyti frá ut-
anríkismálaráðuneytinu norska
hefir rikisstjórnin i Noregi
beðist lausnar x dag.
Tokio 25. febr.
United Press. FB.
Ófriðurinn í Austur-Asíu.
Samkvæmt opinberri til-
kynningu féllu 1000 menn af
liði Kínverja, er Japanar náðu
Peipiao á sitt vald. 1 tilkynn-
ingunni er þess eigi getið, hve
mannfall var í liði Japana. í
henni segir svo: „Japanska
stjórnin gerir sér vonir um, að
fullnaðarsigur vinnist, án þess
að til mjög mannskæðra bar-
daga komi.“
Washington 25. febr.
Unitcd Press. - FB.
Cordell Hull.
Það er alment álit stjórn-
málamanna, að það sé aug-
Ijóst af vali Roosevelt’s á Cor-
dell Hull í utanrikisráðherra-
embættið, að hin nýja stjórn
Bandaríkjanna ætli sér að
leggja meginálierslu á að bæta
sambúðina við erlend ríki,
ekki síst að þvi er til viðskifta
kemur. Cordell hefir mikla
reynslu i opinberu lifi. Hann
hefir átt sæti bæði i fulltrúa-
deild og öldungadeild þjóð-
þingsins, og látið þar mikið til
sin taka. Er hann í miklu áliti
sem viðskifta og fjármálasér-
fræðingur. — (Cordell Hull
varð lögfræðingur í Tennessee
1891. Átti sæti i fulltrúadeild
Tennessee-ríkis 1893—1897.
Var sjálfboðaliði í spænsk-
amerísku styrjöldinni og hafði
kapteinstign. Átti sæti í full-
trúadeild þjóðþings Banda-
ríkjanna 1907-—1921 og 1923 og
enn 1931. Kosinn til setu i öld-
ungadeild þjóðþingsins 4. nóv.
1930 með 154.131 atkvæðum,
en andstæðingur hans fékk
58.654).
Utan af landi.
—o—
Siglufirði 25. febr. FB.
Tíð afar umhleypingasöm
frá áramótum, en snjólétt.
Hægviðri allmikil og frost sið-
ustu dagana. Ekkert róið frá
miðjum desember fyrr en nú
nýlega. Hafa nokkrir bátar ró-
ið og fengið reytings-afla á
grunnmiðum. Nokkurir Hrís-
eyjar og Ólafsfjarðarbátar eru
komnir hingað, og verður
haldið út héðan. Fleiri eru
væntanlegir bráðlega. — f dag
var afli sæmilegur, alt upp í
9000 pund, mest í gær 5000
pund. Mest þorskur allvænn.
Samkomubanninu vegna
skarlatssóttarinnar hefir nú
verið af létt og kensla byrjuð á
ný í skólunum.
Tunnuverksmiðja, sem Þor-
kell Clementz st'endur fyrir, er
tekin til starfa hér, en efnis-
skortur er nolckur.
íbúatala kaupstaðarumdæm-
isins í ársbyrjun var 2180
manns.
Vestm.eyjum 25. febr. FB.
Rannsókn stendur yfir i
málum beggja botnvörj)unga-
skipstjóranna. Dómar falla
sennilega ekki fyrr en á morg-
un eða mánudag.
Frá Alþing!
í gær.
Efri deild.
Þar voru 2 mál á dagskrá.
1. Frv. til laga um leiðsögu
skipa. — Dómsmálaráðherra
gerði grein fyrir frumvarpinu
sem hér segir:
Löggjöf er engin til um þessi
efni, en þörfin fyrir hana fer
vaxandi ár< frá ári, eftir því
sem siglingar aukast. Enda
hafa verið skipaðir leiðsögu-
menn skipa víðsvegar, en það
hefir verið gert samkvæmt
gömlum venjum, en ekki sam-
kvæmt neinum gildandi lög-
um, og þykir nú ekki rétt að
láta það dragast lengur að
setja slíka löggjöf. Þörf skip-
anna, sem hingað sigla, fyrir
slika leiðsögu er brýn, og auk
þess ekki ólíklegt, að af henni
leiði það, að betri leigukjör
fáist á skipum til flutninga. —
Vitamálastjóri hefir undirbúið
lagafrumvarpið og sniðið það
eftir Iöggjöf annara Norður-
landö. Engin almenn leiðsögu-
skylda er lögð á, umfram það,
Ágætt htís
með stórri lóð, við Skerjafjörð,
er til sölu eða í skiftum. Uppl. á
Nönnug. 5. Sími 3951.
Með e.s. Gullfoss kom
Dúnléreftið eftirspurda
og livít Léreft
Ásg. G. Gnnilangssoa & Co
sem gilt hefir um einstakar
hafnir. Landinu er skift í leið-
söguumdæmi, og fá leiðsögu-
menn einkarétt til skipaleið-
sögu hver í sínu umdæmi, ella
mundi ög erfitt að fá menn til
að taka leiðsöguna að sér, þvi
að ekki er gert ráð fyrir, að
neinn kostnaður af leiðsögunni
falli á ríkissjóð. — Frv. var
vísað til 2. umr. og sjávarút-
vegsnefndar.
2. Frv. til laga um eftirlit
með sparisjóðum. Jónas Jóns-
son er flutmngsmaður frum-
varpsins, sem er þess efnis, að
leggja niður bankaeftirlits-
starfið og fela Landsbankan-
um endurskoðun sparisjóða í
landinu. — Flutningsmaður
kvað þetta mál „svo sjálfsagt“,
að um það væri ekki þörf að
ræða margt, „enda fylgir því
allítarleg greinargerð“, sagði
hann og krafðist svo atkvæða-
greiðslu með nafnakalli um
það, hvort þvi skyldi vísað til
2. umr. — Var það samþykt
með 9 samhljóða atkvæðum, 4
þm. greiddu ekki atkv. og 1
var fjarverandi. Samþ. var
líka með 7 atkv. að visa frv.
til fjárhagsnefndar.
Neðri deild.
Þar voru tvö mál á dag-
skrá.
1. Frv. til Ijósmæðralaga, 2.
umr. 2. þm. Rang. (Sv. Högna-
son) fór nokkurum orðum um
frv. og smávægilegar breyting-
ar, sem gerðar voru á þvi í
allsherjarnefnd. Frv. var síðan
vísað til 3. umr. með 16 sam-
hljóða atkv.
2. Frv. lil laga um lælmis-
héraðasjóði. Flutriingsmaður
þessa frv. er Vilm. Jónsson, og
hefir frv. verið flutt á þremur
undanförnum þingum. Til-
gangur frv. er sá, að stofna
sérstaka sjóði í þeim læknis-
héruðum, sem eru læknislaus,
og skulu þá*launin eða launa-
hluti með dýrtiðaruppbót
renna í þenna sjóð, sem á að
verða eign hlutaðeigandi hér-
aðs. „I sama sjóð eiga að
renna laun yfirsetukvenna
þeirra umdæma, er auð kunna
að standa innan læknishéraðs-
ins“. Einnig segir i frv.: „Fé
þessara læknishéraðasjóða
skal varið til þess að tryggja
það, að héruðin séu sem
sjaldnast læknislaus og yfir-
setukvennalaus, svo sem með
þvi, að leggja það til læknis-
bústaða, uppbótar á launum
yfirsetukvenna eða annars
þess, sem ætla má að verði til
þess, að gera héruðin eftir-
sóknarverðari fyrir lækna og
yfirsetukonur.“
Flutningsmaður lagði til, að
frv. yrði vísað til 2. umr. og
allsherjarnefndar, og var það
gert með 16 samhlj. atkv.
Nýtt frumvarp.
Eitt nýtt frumvarp hefir
komið fram enn: Frumv. til
stjórnarskipunarl. um bregt-
ing á stjórnarskrá konungsrík-
isins lslands, frá 1920. —
Flutningsmaður: Jón Bald-
vinsson.
Rjómabolluí — Súkkatbollur —
Krembollur — Rúsínubollur —
Súkkulaðibollur — ljúffengar og
góðar.------
Sent um allan bæ. — Pöntunum veitt móttaka
í síma 3292.
BakaríiO á Klapparstig 17
B-e-s-t-u---
bollurnar
------- v-e-r-ð-a
eins og að undanförnu, á Vesturgötu 14, hjá
INGA HALLDÓRSSYNI,
sími 3854.
J Bæjarfréttir y
10 OF 3 = 1142278 =8l/s.O
Dr. Björg C. Þorláksson
flytur fyrirlestra í Háskólanum
um samþróun líkama og sálar, og
verður fyrsti fyrirlesturinn á morg-
un kl. 8 síðd. Fyrirlestrarnir verða
framvegis fluttir tvisvar í viku,
mánudaga og fimtudaga, kl. 8 síð-
degis. Öllum heimill aðgangur.
f dag
eru síðustu forvöð að sjá sýn-
ingu Ferðafélagsins í Sundhöllinni.
Hún verður opin kl. I—io.
Brauðsölubúðir
eru opnar til kl. 5 e. h. í dag.
Bolludagurinn
er á morgun.
Sindri
fór á saltfisksveiðar í gær.
Hilmir
fer að líkindum á saltfisksveiðar
nú um helgina.
Norska vörusýningin.
Níunda norska vörusýningin
verður í ár haldin í Stavanger
dagana 16.—23. júlí, og er bú-
ist við, að menn fjölmenni
mjög á liana frá ýmsum lönd-
um heims. — (FB).
Leikhúsið.
„Æfintýri á gönguför“ verð-
ur leikið í kveld í síðasta sinn.
Heyrst hefir að leikfélagið fari
bráðlega að sýna mjög skemti-
legan gamanleik, sem heiti
„Karlinn í kreppunni“.
Álfafell
verður leikið kl. 3I- í dag í síð-
asta sinn.
Árni Friðriksson
náttúrufræðingur flytur erindi í
Nýja Bíó kl. 3 í dag um bandortna
og sulli.
Náttúrufræðifélagið
hefir samkomu mánudaginn 27.
þ. m. kl. 8'J síðd. i náttúrusögu-
bekk Mentaskólans.
TÍSKOBLÖfi nýkomin:
Elite.
La Mode de Paris.
I’ÉIégance Feminine.
Pariser Record.
Butterick.
Weldon’s Ladies Joumal.
Mabs Fashions.
Children’s Dress.
Weldon’s Children’s Fash.
Home Fashions.
Romas Pictorial Fashions.
Nordisk Mönster-Tidende.
Pappírs- og ritfangaverslunin
„Penninn“.
Ingólfshvoli.
Skuggasveinn
verður leikinn í K.-R.-húsinu í
kveld.
Bethanía. ,
Samkoma i kveld kl. 8|. Stud.
theol. Sigurbjörn Einarsson talar.
Allir velkomnir. — Smámeyja-
1 deildin hefir fund kl. 3! e. h. All-
ar smámeyjar velkomnar.
V. K. F. Framsókn
Samkv. auglýsingu, sem birt er í
blaðinu í dag, tekur fjármálaritari
félagsins á móti árstillögum, fyrst
utn sinn á miðvikudögum og föstu-
dögum kl. 7—-8 síðd., báða dagana,
á Bergþórugötu 6 B. — Sigríður
ólafsdóttir, Bergþ.g. 6 B, er f jár-
málaritari, og geta lconur, er æskja
upplýsinga um félagsmál, snúið sér
til hennar.
Hafnfirðingar!
Framtalsfrestur til tekju- og
eignarskatts í Hafnarfirði er 'út-
runninn 28. þ. m., en verður fram-
lengdur til 7. mars. Sjá nánara í
augl., setn birt er í blaðinu í dag.
Nauðsynjamál.
Samkvæmt beiðni margra
ætlar Öl. B. Bjömsson að end-
urflytja erindi það, sem hann
hélt i útvarpið, um „nauðsyn
slysavama", i Nýja Bió kl. 1%
i dag, en ekki kl. 2, eins og aug-
lýst var. Ágóðinn rennur allur
til Slysavamafélagsins.