Vísir - 28.02.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 28.02.1933, Blaðsíða 3
V I ,S I R ' Frv. var siðan samþ. með 16 slilj. atlcv. og vísað til 3. umr. með 15 shlj. atkv. ðlafnr Jónsson læknir I andaðist 14. jan. síðastliðinn. -Jarðarförin fór fram 1. febr. við afarmikið fjölmenni. Ólaf- ur læknir var fæddur að Þór- oddsstað í Köldukinn i Þing- eyjarsýslu, 19. nóvember 1889. Foreldrar hans voru presturinn síra Jón Arason Jochumssonar, bróður Matthíasar Jochums- sonar skálds, og frú Guðríðar Ólafsdóttur frá Mýrarhúsum við Reykjavik. Ungur fór Ólaf- ur læknir í mentaskólann, og lauk þar prófi með lofi. — Sið- an sigldi liann til Kaupmanna- hafnar og las þar við háskól- ann læknisfræði um stund, en hvarf svo aftur heim, og lauk liér læknisfræðinámi við há- skólann með I. einkunn.. — Kandidatsstörfum gegndi hann um hríð við spitala í Dan- mörku. Settist þá að hér í Reykjavík sem „praktiser- andi“ læknir. Jafnframt starf- aði hann með Matth. Einars- syni, lækni, við margvísleg læknisstörf. Árið 1915 kvæntist Ólafur Láru Lárusdóttur, prestst Jóhannessonar, sýslu- manns og frú Guðrúnar Björnsdóttur, áður bæjarfull- trúa hér í borg, mjög góðri konu. Þau hjónin eignuðust 5 börn, sem öll eru á lífi, elsta 17 ára. Með dauða Ólafs læknis er nú höggvið tilfinnanlegt skarð í læknastétt landsins. Þyngstur harmur er þó kveðinn að eftir- lifandi ekkju og börnum, sem og margreyndri móður hans, ásamt nær áttræðri tengda- móður, sem dvalið hafði nú um nokkur ár hjá honum og dóttur sinni og revndíst liann henni sem besti sonur. Oklcur Reykvikingum finst hér mikið mist, er Ólafur Jóns- son lælcnir er látinn. Þjóðin hefir mist einn af sin- urn ágætustu læknum, einn af sínum drenglyndustu mönnum, einn af sínum hjartahlýjustu sonum. Það voru margir streng- ir í sálu hans, sem bergmáluðu margt í boðskap Jesú Krists. Ólafur læknir var mannvinur mikill, vinfastur og vinsæll. Sérstaklega var liann vinur allra þeirra, sem þörfnuðust lians mest, allra jieirra sjúku og þjáðu, sem leituðu hans Þeim var hann manna fljótast- ur að rétta liknar og vinarhönd, enda var hann læknir hinn besti, vel lærður, og þvi vel til þess fær. Borgunin fyrir læknis- verkið var honum ávalt eins og aukaatriði; hitt var aðalatriðið að geta orðið þeim sjúku að sem mestu liði. Það var glatt og hlýtt yfir Ólafi lækni hegar liann hafði unnið sigur á sjúk- dómi og þjáningum — og jafn- vel á dauðanum sjálfum. Það voru honum bestu launin, ásamt hlýju handtaki þeirra, sem hann hafði hjálpað. Hvort síóklingurnn átti nokkuð ann- að til endurgjalds skifti engu máli, ef svo stóð á. Eg tel því víst, að fjölda margir hér í borg og viðar um land, sem hann hcfir læknað eða hiálpað á einn eða annan hátt, flétti honum nú fagran minningarkrans vökvað- an með þakklætis og saknaðar- tárum. Gestrisin voru þau hjón- in með afbrigðum, enda var þar mjög gestkvæmt úr borg og bygðum, sífelt nætur- og dag- gestir. Engu síður voru þau gestrisin við smáa en háa. Einu sinni var eg sjónarvoltur að því, á fyrsta jóladag, að ól- afur læknir sótti sjálfur gamlan bláfátækan mann, sem gckk alls á mis, og var sannnefnt öln- bogabarn mannfélagsins á ail- an hátt og bauð honum að borða hjá þeim um jólin. Mér er minnisstæð alúðin og inni- legheitin sem þau hjónin sýndu þessum manni. Það var þvi lík- ast, sem hann væri bróðir þeirra, sem þau hefðu ekki lengi hitt. Og eg gleymi aldrei augunum i gamla manninum; þau báru átakanlega vitni um gleðisnautt líf, og hyldýpi von- brigða og þjáninga — en urðu alt i einu eins og leiftrandi stjörnur, er liann settist við hægri hönd Ólafs læknis, við miðdegisborðið. Mér virðist þetta skýrt fyrirbrigði um ljúf- mensku Ólafs læknis og hjarta- hlýju og skilning hans á manns- sálunum. Það var stundum eins og hjarta hans logaði af meðaumkun og kærleika til beirra, sem skuggamegin eru í lífinu. Ólafur læknir var fluggáfað- ur, og skynjaði þess vegna svo einkar vel hin margvíslegu blæ- brigði lifsins; því hefir honum verið liægara og tamara en öðrum að setja sig í annara spor. Listrænn og listelskur var hann og móðir vora jörð elskaði hann eins og ástríkur sonur, og ferðalög um fagrar sveitir og fjöll voru honum unaðsríkar og ógleymanlegar stundir, þar sem útsýnið jókst, og guðsfriður ríkti. Nú liorfi eg á eftir þér, læknir, sem ein af mörgum, með söknuði í sálu — og bökk i hiarta. Guð blessi þér framhaldslífið. Að endingu kveð eg þig með erindi eftir Matthías Jochums- son, frænda þinn. „Yfir góðs manns banaból breiðist drottins heiði. Guði dýrð mót glaðri sól gráti rós á leiði.“ í guðs friði, góða sál! Þann 14. febrúar 1933. Elín Sigurðardóttir. Minningirorð. í dag er til moldar borin Monika Sigurlaug Lúðvíks- dóltir. Hún var dóttir Lúðvíks Jakobssonar, bókbindara og konu lians, Signýjar Þorsteins- dóttur. Mona, eins og hún var kölluð venjulega, var fædd 22. jan. 1909 og lést á Vífilsstaðahæli 18. febrúar s. 1. og var því rúmlega 23 ára, þegar liún lést. Þó- að aldurinn yrði ekki hár, á Mona mjög fagra sögu að baki sér, sem hún skapaði með sinni góðu og göfugu framkomu. Hún hafði alla þá kosti til að bera, sem urðu til þess, að þeim sem kyntust henni, þótti vænt um hana. Hún var bók- hneigð með afbrigðum og söng- elsk og hafði fallega söngrödd. Að eðlisfari var hún dul i skapi og seintekin, en þó glað- lynd. Eg, sem þessar línur rita, átti bvi láni að fagna, að eiga Moniku fyrir vinstúlku. Aldrei Mjólkurbú Fiðamanna Týsgötu 1. — Sími 4287. Reynið okkar ágætu osta. Til sölu einbýlishús úr timbri með öll- um nútíma þægindum. Upplýs- ingar gefa Árni & Bjarni. Bankastræti 9. hefi eg þelct eins hjálpfúsa og trygglynda stúlku, og það er þess vegna svo sárt að sjá á bak. henni svona fljótt. Síðasta árið sem Mona lifði, var hún sjúklingur á Vífilsstöð- um; allan þann tíma bar hún veikindi sín með stakri geð- prýði og kvartaði aldrei. Kæra vina! Nú er sjúkdómshölinu af þér létt; nú sé eg þig ekki fram- ar í þessu lífi, en hugga mig við það, að sá sem öllu ræður, gefi að við hittumst aftur, þar sem að ekkert fær skihð okkur. Vina. Tilboð óskast i 105 rúllur af fiskumbúðastriga með tilheyrandi garni. Verð sé miðað við staðgreiðslu eða 3ja mánaða víxil með góðri tryggingu. Tilboð, merkt: „Hessian“, sendist afgr. Visis fyrir föstudagskveld. >«xsooc5£soo«ooo«coísoooíxx>ooo<xxíooooqcx5öooo<ksoísooísoooooo« Knattspyrnufélag Reykjavíkur heldur næst siðasta dansleik sinn á vetrinum næstkom- andi laugardag, 4. mars. Salurinn skreyttur eins og á aðaldansleiknum. Hljómsveit Hótel ísland. Aðgöngumiðar verða seldir frá þvi á fimtudag i K. R.- húsinu. — Fjölmennum! Skemtinefndin. ÍOOOÍÍOSiOGíÍOOOSi OOOOOOOOÍ Öskudagssöfnun Rauía Krossins. Reykvíkingar skildinga sam- an i guðskistu Rauða Krossins einu sinni ári. Á öskudaginn hafa hin alkunnu og vinsælu merki félagsins verið seld á götum bæjarins, frá því að R. Kr. var stofnaður, og svo verð- ur enn á morgun. Rauði Krossinn hefir á s.l. ári keypt blaðið „Unga Island“, og verður því smám saman komið í sama horf og snið sem gerist um málgagn ungmenna- deilda R. Kr. erlendis (Junior Red Cross). Hjúkrunarsystirin hefir ferð- ast viða um land á þessum vetri, og haldið uppi vel sótt- um námskeiðum um hjúkrun og hjálp í viðlögum. Systirin starfar í Sandgerði nú á vetr- ar- og vorvertíð, sem undan- farin ár. Hefir R. Kr. hug á að koma þar upp hjúkrunarskýli, baðhúsi og lestrarstofu fyrir sjómenn, þegar efni leyfa. Á Akureyri er sérstök fé- lagsdeild, sem heldur uppi hjálparstöð fyrir berklaveika, og annast bæjarhjúkrun. Jafn- framt er á Akureyri sjúkrabíll, til flutnings svo langt, sem ak- vegir leyfa. í Reykjavik hefir Rauði Krossinn i mörg ár haft sjúkra- bíl, sem einkum liefir verið notaður til flutnings út fyrir bæinn, eri jafnframt hefir Rauða Kross bíllinn oft komið að notum við bilun á bæjar- bílnum. t fyrrasumar hélt félagið „Sumargjöfin“ uppi dagheim- ili í Grænuborg, þar sem börn voru tekin til umönnunar og fæðis fyrir vægt gjald. Rauði Krossinn léði dagheimilinu hjúkrunarsysturina endur- gjaldslaust alt sumarið til þess að sinna um börnin, ásamt öðru starfsfólki, sem þar vann. Félagið væntir þess, að merkjasalan á morgun gangi greiðlega, og þvi muni áskotn- ast væn upphæð, til þess að létta hin útdráttarsömu störf Rauða Krossins. G. Cl. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík — 2 st., ísafirði — 2, Akureyri — 3, Seyðisfirði — o, Vestmannaeyjum 1, Stykkishólmi — 4, Blönduósi — 3, Raufarhöfn — 2, Hólum í Hornafirði 2, Gríms- ey — 2, Grindavík — 3, Færeyjum 6, Julianehaab — 8, Jan Mayen — 7 st. Skeyti vantar frá Angmagsa- lik, Hjaltlandi og Tynemouth). Mestur hiti hér í gær 1 st., minstur — 3 st. Sólskin 8,6 st. Yfirlit: Há- þrýstisvæði um Grænland og ís- land, en lægð vestan við Bretlands- eyjar. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður: Allhvass norðaustan. Bjartviðri. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, Aust- firðir: Norðaustan átt. Sumstaðar allhvass og dálítil snjóél. Suðaust- urland: Allhvass norðaustan. Létt- skýjað. Björn Kristjánsson, fyrrum alþm. og bankastjóri átti 75 ára afmæli 26. þ. m., eins og getið var um hér í blaðinu. Var hon- | um þann dag sýndur margvíslegur vottur virðingar og sæmdar og j barst mikill f jöldi heillaóska-skeyta. I Inflúensan. Landlæknisskrifstofan hefir feng- ið skeyti frá ýmsum stöðum eystra um útbreiðslu inflúensunnar. Á Norðfirði breiðist inflúensan út, en er vægari en í byrjun. Engir fylgi- kvillar. Frá Hjaltastað á Fljótsdals- héraði símar héraðslæknirinn, að inflúnsan sé á 14 heimilum. H. u. b. hver maður tekur veikina, og legst hún allþungt á suma. Frá Eskifirði er símað, að væg inflú- ensa gangi þar, og hafi menn veik- ina 2—4 daga. Á Seyðisfirði er eng- in inflúensa. Á Djúpavogi er hæg- fara inflúnsa. — Landlæknir tel- ur að allmiklar líkur séu til, að víð- ast sé um samskonar, jafnvæga, in- flúensu að ræða, og gengur hér í bænum. Föstuguðsþjónusta í dómkirkjunni miðvikudag kl. 6 síðd. Síra Friðrik Hallgrímsson. Minning Ólafs læknis Jónssonar. Eins og getið hefir verið hér í blaðinu verður safnað fé til minn- ingar um Ólaf heit. Jónsson lækni. Fyrir fé það, sem safnast, verða keypt húsgögn í eitt herbergi í sjúkrahæli Hvítabandsins, og á stofan að tiera nafn hins látna lækn- is. Afgreiðsla Vísis tekur við gjöf- um í þesgu skyni. E.s. Selfoss kom frá útlöndum i nótt. TÁMALIT óbrothættu vörur: Bollar, Bikarar, Diskar, Staup, o. fL TÁMALIT er hentugt tilferða- laga, lil heimilisnotkunar fyrir börn, fyrir skólabörn o. m. fl. Sportvöruhús Reykjavíkur. Bankastr. 11. Aflasölur. Vénus seldi ísfisksafla i Bret- landi í gær, 2800 körfur, fyrir 1084 sterlingspund. Geir selur í dag eða á morgun. Á saltfisksveiðar hafa farið, frá þvi á laugardag síðastl.: Bragi, Kópur, Hilmir, Max Pemberton, Gulltoppur, Gyllir, Þór- ólfur, Snorri goði og Geysir. EgiII Skallagrímsson fer sennilega á veið- ar í dag, og Skallagrímur í nótt. E.s. Goðafoss kom að vestan og norðan í nótt. Ólafur er væntanlegur frá Englandi í dag. Gullverð ísl. krónu er nú 57.43. Tónlistarskólinn. Vegna mikiilar aðsóknar að unglinganámskeiði skólans, verður ekki liægt að taka fleiri umsóknir til greina en þegar eru komnar. Þeir sem sótt hafa um upptöku að námskeiðinu, mæti á morgun (miðvikudag) kl. 3 stundvíslega í Hljómskál- anum. Skemtun lieldur glímufélagið Ármann i Iðnó laugardaginn 4. mars. Verður þar fimleikasýning hins afbragðsgóða drengjaflokks Ár- manns, söngur og ýmislegt fleira til skemtunar og að lolc- um stiginn dans til kl. 4. Hin vel þekta hljómsvcit Aage Lorange leikur alla nóttiria. — Aðgöngumiðar fyrir félags- menn kosta kr. 2,50. Nánara auglýst síðar. (Á.). Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinni í kveld kvikm. „Frænka Charles”, sem oft liefir verið leikin hér sem annarsstaðar og mörgum orðið til skemtunar. I þessari kvikm. leikur Charles Ruggles „frærik- una“ og fer mikið orð af hve vel honum farist það úr hendL X. Dráttarvextir. Þeir gjaldendur hér í bæ, sem hafa ekki greitt lóðaleigugjöld og fasteignagjöld, sem féllu í gjald- daga fyrst í janúar þ. á., fyrir 3. næsta mánaðar, verða að greiða af þeim dráttarvexti frá gjalddaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.