Vísir - 02.03.1933, Side 2
V I S I H
Holmhlads spil,
fjölbreytt úrval. — Þessi spil eru viðurkend af öllum
spilamönnum.
Sími: Einn — tveir — þrír — fjórir.
fmskeyf
Mukden 1. mars.
United Press. FB.
F. U. Me
A.-D. fundur í kveld kl. 8%-
Síra Bjarni Jónsson talar. Inn-
taka nýrra félaga. Allir karl-
menn velkomnir.
Ófriðurinn í Austur-Asíu.
Japanar lögðu undir sig
borgina Chifeng, sem er mikil-
væg borg frá hernaðarlegu
sjónarmiði séð. ICínverjar hörfa
undan suður á bóginn.
Mulcden 1. mars.
United Press. FB.
Fregnir hafa borist um það
hingað, að forvarðalið Japana
sé komið að útjöðrum Ling-
yuan.
Detrnit 1. mars.
United Pi'ess. FB.
Skrifari Henry Ford’s fundinn.
Liebold, einkaskrifari Hen-
ry Fords, fanst í Travers City,
Michigan. Kvaðst hann vera
orðinn þreyttur á öllu, og tek-
ið það ráð að flýja.
Detroit 2. mars.
United Press. FB.
First National bankinn hef-
ir hafnað tillögum og tilboði
Henry Fords um stuðning, sem
var því skilyrði bundið, að
Ford fengi einræðisvald í mál-
um bankans. — Bankinn hefir
ákveðið að opna á ný undir
eins og fylkisþingið hefir gert
ráðstafanir til vemdar bank-
anum.
New York City 2. mars.
United Press. FB.
Minkandi gullforði
i Bandaríkjunum.
Federal Reserve banliinn
hefir tilkynt, að gullforðinn
hafi minkað um 36.827.000
dollara, þar af 27 miljónir
vegna þess að menn hafa lagt
stund á að komast yfir gull og
geyma það. Samkvæmt opin-
berum fregnum hefir gullforð-
inn minkað um 194 miljónir
dollara í febrúar.
Berlín 1. mars.
United Press. FB.
Ástand og horfur
í Þýskalandi.
Samkvæmt bráðabirgðalög-
unum, sem Hindenburg forseti
hefir undirskrifað, liggur þung
hegning við hverskonar svik-
semi við þýsku þjóðina, og
við landráðastarfsemi liggur
dauðasök. Ströng ákvæði eru
í lögunum um hegningu fyrir
að láta af hendi hernaðarleg
leyndarmál, eða hafa liernað-
arlega njósnarstarfsemi með
höndum.
Erfurt 1. mars.
United Press. FB.
Lögreglan hefir fundið hér
leynilega, ólöglega aðalbæki-
stöð kommúnistiskra verklýðs-
félaga. Fanst þar mikið af
gögnum, sem sanna undirróð-
urs- og æsingastarfsemi kom-
múnista til hermdarverka.
Prentvélarnar, sem fundust í
bækistöðinni, voru gerðar upp-
tækar af lögreglunni. — Þrjá-
tíu og ríu kommúnista-leið-
togar hafa verið handteknir.
Frá Alþingl
í g æ r.
Efri deild.
Þar var eitt mál á dagskrá,
frv. til stjórnskipiuiarlaga um
bregting á stjórnarskrá kon-
unqsrikisins Islands. (Flm. Jón
Bald.).
Aðaltilgangur þessa frv. er:
1. Að gera landið alt að
einu kjördæmi, og skulu eiga
sæti á þingi 42 þjóðkjörnir
þingmenn, kosnir lilutbundn-
um kosningum. Þingið skal
skipað þannig, að hver þing-
flokkur hafi þingsæti í sam-
ræmi við atkvæðatölh þá, sem
greidd er frambjóðendum
flokksins samtals við almenn-
ar kosningar. Einnig er ætlast
til þess, að varaþingmenn séu
kosnir á sama liátt, um leið
og þingmenn eru kosnir, og
skal varaþingmaður ávalt taka
sæti þingm., ef liann deyr eða
forfallast af öðrum ástæðum.
2. Að kosningarrétt til Al-
þingis hafi karlar og konur,
sem eru 21 árs eða eldri, og
hafa ríkisborgararétt hér á
landi og hafa verið búsettir
hér í landinu árið áður en
kosningar fara fram. Óflekk-
að mannorð og fjárforræði er
og áskilið, til þess að geta átt
kosningarrétt.
J. B. kvað biðina hafa verið
orðna svo langa eftir stjórnar-
skrárfrumvarpi ríkisstjórnar-
innar, að sér hefði ekki þótt
fært að draga lengur að koma
fram með þetta frumvarp, sem
markaði „baráttugrundvöll“
Alþýðuflokksins i þessu máli.
Hann kvaðst binsvegar vita
það, að frumvarpið mundi
ekki verða samþykt, og þó að
nú væri lika komið frv. frá
stjórninni, þá virtist eins lík-
legt, að engin lausn málsins
fengist á þessu þingi, enda
mundu nú sjálfstæðismenn
horfnir frá fyrri kröfum sin-
um í kjördæmamálinu. Mælt-
ist hann að lokum til þess, að
frv. yrði vísað til 2. umr. og
kosin sérstök stjórnarskrár-
nefnd.
Jón Þorláksson mótmælti
þeirri aðdróttun J. ,B. í garð
sjálfstæðismanna, að þeir væri
nú orðið ekki sammála AI-
þýðufl. um kjördæmamálið í
aðalatriðinu, sem væri það, að
stjórnmálaflokkarnir fengi
þingmannatölu í lilutfalli við
kjósandafjölda. Hitt væri rétt,
að um fyrirkomulagið væri
þeir ekki á sama máli.
Jón Jónsson kvaðst, að gefnu
tilefni, ekki geta um það sagt,
hver yrðu afdrif stjórnarskrár-
breytinga á þessu þingi. En
auðvitað kæmi ekki til mála,
að frv. J. B. næði fram að
gúnga.
Jónas Jónsson kvað sjálf-
stæðisniönnum liafa skjátlast í
samningunum við Framsókn í
fyrra, er þeir hefðu látið sér
nægja loforð um, að frumvarp
yrði borið fram, en enga trygg-
ingu áskilið fyrir þvi, að það
yrði samþykt. — Var þá hleg-
ið mjög.
Frumvarpi J. B. var siðan
visað til 2. umr. og samþykt að
kjósa 5 manna stjórnarskrár-
nefnd.
Neðri deild.
Þar voru 6 mál á dagskrá.
1. Frv. til l. um breyting á
lögum um útflutning hrossa, 3.
umr. Frv. var samþ. eins og það
nú lá fyrir og visað til efri
deildar með 15 shlj. atkv.
2. Bifreiðaskattur o. fl., til
3. umr. Um mál þetta urðu tals-
verðar umræður, og lmigu þær
flestar í sömu átt og ræður
þingm. við fyrstu umr. málsins.
En nokkrar breytingartillögur
höfðu komið fram, og náði frv.
að lokum samþykki deildar-
innar og var vísað til efri deild-
ar. —
3. Frv. til l. um bann gegn
jarðraski við sjó í kaupstöðum
og sjávarþorpum var tekið af
dagskrá.
4. mál á dagskrá var tili. til
þál. um styrk handa lækni til
þess að nema lyfjafræði. Nokk-
ur ágreiningur var um það,
hvort máli þessu skyldi vísað
til allsherjaruefndar (tillaga
flutningsm.) eða fjárveitinga-
nefndar, og var því vísað til
fjárveitinganefndar með 17:1
atkv. og umr. frestað.
5. máli, frv. til l. um lögreglu-
stjóraembætti i Bolungarvík,
var umræðulaust vísað til 2.
umr., með 19 shlj. atlcv. og alls-
herjarn. með 16 samhlj. atkv.
6. mál var frv. til l. um sölu
kirkju jarðarinnar Mið-Sáms-
staða. 1. flutningsm. (Tr. Þór-
hallsson) lagði til að málinu
yrði visað til 2. umr. og alls-
herjarn., og var það gert með
16 samhlj. atkv.
Stjörnarskrárbreytlngln.
í gær var útbýtt í báðum
deildum Alþingis „frumvarpi
til stjórnarskipunarlaga um
breyting á stjórnarskrá kon-
ungsríkisins íslands, 18. maí
1920.“
Stjórnin leggur frumvarp
þetta fyrir Alþingi og hefir
áður verið sagt frá efni þess
liér i blaðinu, að því er tekur
til tölu þingmanna og kosn-
inga-fyrirkomulagsins, en þó
skal vikið að því öðru sinni.
„Á Alþingi eiga sæti alt að
50 þjóðkjörnir þingmenn,kosn-
ir leynilegum kosningum, þar af
32 í einmennings- og tvímenn-
ingskjördæmum þeim, sem nú
eru“ og er kosning þeirra ó-
hlutbundin. — í Reykjavík
skulu kosnir 6 þingmenn hlut-
bundnum kosningum „og jafn-
margir til vara samtimis.“ —
Loks verða alt að 12 uppbótar-
þingsæti „til jöfnunar milli
þingflokka, svo að hver þeirra j
hafi þingsæti sem næst sam- j
ræmi við atkvæðatölu þá, sem 1
greidd er þingmannaefnum
flokksins samtals við almenn-
ar kosningar.“
Um kosningarrétt til Alþing-
is segir svo í frv.:
„Kosningarrétt við kosning-
ar til Alþingis hafa allir, karl-
ar sem konur, sem eru 21 árs
eða eldri, þegar kosning fer
fram, hafa rikisborgararétt
hér á landi og hafa verið bú-
settir i landinu siðustp fimm
Útsala byrjar i dag.
Verslun Ben. S. Þórarinssonar selr fyrir hálfvirði og
minna: Stufkápur, Morgunkjóla, Svuntur, Náttkjóla,
Skyrtur, Barnanáttföt, Gúmmísvuntur, Vinnujakka og
Smádrengjajakka- og Matrósaföt o. fl. Útsalan stendr
til helgar. —
árin áður en kosning fer fram.
Þó getur enginn átt kosningar-
rétt nema hann hafi óflekkað
mannorð og sé fjár síns ráð-
andi.“
Aðrar breytingar á gildandi
stjórnarskrá eru þær lielstar,
að gert er ráð fyrir, að frum-
varp til fjárlaga og fjárauká-
laga skuli ávalt leggja fyrir
sameinað Alþingi og afgreiða
þar við þrjár umræður.
í greinargerð fyrir frum-
varpinu segir svo m. a.: —
„Tala uppbótarþingmanna,
sem koma í stað landkjörinna
þingmanna, má ekki fara fram
úr 12, en getur verið lægri,
þegar jöfnuður næst með lægri
tölu. Auk þess er 2 þingsætum
bætt við Reykjavik. Ef balda
á núverandi kjördæmaskipKii
óbreyttri, þá verður ekki jafn-
að til á annan veg en með
nokkurri þingmannafjölgun.
En sá sparnaður, sem af þvi
leiðir, að ræða fjájrlög ein-
göngu í sameinuðu þingi, ger-
ir meira en að vega upp á
móti.“
Alftadráp.
Bjarni Ásgeirsson, þingmað-
ur Mýramanna, hefir fundið
hvöt lijá sér til þess að stuðla
að álftadrápi út um sveitir
landsins, og verður sannast að
segja ekki séð, livað fyrir þing-
manninum vakir, nema hann
sé hér í hugsunarleysi að reka
erindi einhverra þröngsýnna
kjósenda sinna, sem ætla sér
að liagnast á því. Islendingar
liafa til þessa látið álftirnar í
friði, þessa tigulegu söngfugla,
sem telja má einhverja unaðs-
legustu prýði landsins. Er þess
að vænta, að menn hefji al-
menn mótmæli gegn þessu
frumvarpi þingmannsins. Kjós-
endur hans, og Breiðfirðing-
arnir, sem liann þykist bera
fyrir brjósti, þurfa áreiðanlega
ekki að sækja sér björg í bú
með álftadrápi. Með því að
leyfa álftadráp liygg eg, að
unnið sé ilt verk, og án efa
mun það spilla öllu þvi, sem
gert hefir verið til þess að
venja menn af óþörfu fugla-
drápi og ala hjá mönnum ó-
beit á því. Þegar álftunum á
ekki að verða vært lengur, livað
mun þá um aðrar fuglategund-
ir, ýmsar? Ástæðum þeim, sem
tilfærðar eru í greinargerð
frumvarpsins, legg eg ekki
mikið upp úr. Það mun eng-
inn gera, nema þeir, sem hafa
svo spilst, að þeir hika ekki við
að meta magafylli og nokkurra
aura hagnað meira en fyrir-
litning alþjóðar.
Þingmaðurinn ætti að sjá
svo um, sjálfs sín vegna og
kjósenda sinna, að þetta leið-
inlega frumvarp verði ekki
rætt á þingi. Úr því sem kom-
ið er, er það eina leiðina fyrir
þingmanninn, til þess að
losna við vansæmd af málinu.
En ef svo færi, að hann héldi
frumvarpinu til streitu, munu
íoíiöoísooosíoísoísooeíioöoíioöoc
. , ;--OvJ4 SOOSÍÍ SOOOISOSStX
SOOOÍSÍSOOOÍSOOOÍSOOSSSSOOÍSÍSOOOC
SOOOOSSOOOCSOOOtSOOOCSSSOOCSOOOC
Bestar eru
CIGARETTUR
Mildar
og ilmandi.
TEOFANI - LONDON.
ssssssssss sssssos soosss ssssssss ssssssss sssossc
SSSOSSOSSOOOSSSSOOSSOÍSOSSOOOSSSSSSSSS
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSOOíSSSSSSSOSSSSSSSSSSSSSSSSS
SOOOOSSOOOSSOOSSSSOOOSSOOOSSSSOSS5
menn alment óska þess, að það
komi í ljós, að það sé ekki
nema einn álftadrápsmaður á
Alþingi íslendinga.
Álftavinur.
Brynjólfar Jóhannesson
mun i dag leika eitt vinsælasta
hlutverk sitt, Friðmund Frið-
ar í „Karlinn i kassanum“, og
gefur Leikfélagið honum kost
á því, til þess að minnast þess,
að nú eru 15 ár síðan liann lék
fyrst. Annars á Brynjólfur alt-
af færi á því að leika, svo að
þetta er frekar tækifæri, sem
áhorfendum býðst til þess að
gleðjast yfir þessum ágæta
leikara í þessu hlutverki, og
til þess að sýna honum, hvað
þeir hafa á honum miklar mæt-
ur. Hann er vel að því kominn,
og það er eins og þar stendur,
sannarlega verðugt og rétt, gott
og mjög hjálpsamlegt, að
þakka altaf alt það, sem vel
er gert.
Leikarar eru með margvís-
legu móti. Sumir leika af því,
að þeim er það í blóðið borið,
aðrir af því, að þeir eru vits-
munamenn á vísu slcilnings og
glöggir á náunga sina. I tölu
hinna siðari er Brynjólfur.
Hann er vitsmunamaður, sem
með köldu auga skilningsins
sér mennina í kringum sig, veg-
ur þá og metur, lærir þá og
sýnir þá. Slíkir leikarar eru
oftast fjölhæfari en hinir, sem
leika eftir tauganna tilvísan,
en hvort tveggja hefir þá jafn-
mikið til sins ágætis.
Þegar Reykvíkingar sjá
Brynjólf nú enn einu sinni í
hinu bráðhlægilega hlutverki
Friðmunds Friðar, mega þeir
ekki gleyma öllum hinum hlut-
>