Vísir - 02.03.1933, Blaðsíða 3
VISIR
verkunum, sem þeir hafa séð
liann í, og þeir mega ekki
gleyma því, að jafnvel glensið
hjá Brynjólfi í þessu hlutverki
er, ef vel er að gáð, annað og
meira. Þeir verða og að gjalda
þaklcirnar vel, þvi að það er
hið sorglega hlutskifti leikara
að gleymast fljótt, ,er getan
þrjHur með árunum. Þeir þurfa
því ölluin frekar að fá stað-
greiðslu.
Eg þakka Brynjólfi marg-
falda ánægju og kenslu, og það
munu fleiri gera.
G. J.
Þpíp erlendip
boínvörp-
ungar
taldir af.
Slysavarnaféiagi Islands hafa
borist tilmæli um það erlendis
frá, að skip við Island gefi til
kjmna, ef þau verði vör við
þessa botnvörpunga, sem ekki
hefir frést frá um skeið:
1. James Long, frá Hull.
Fór þaðan 29. jan. Mælt er, að
skip þetta hafi sést við Látra-
bjarg snemma í febrúar, en
fullvíst er það þó ekki.
2. Westbank, frá Weser-
múnde. Sást seinast 2. febrúar
að veiðum undan Snæfells-
jökli.
3. Meteor, frá Wesermunde.
Fór þaðan 1. febrúar.
Miklar líkur eru til, að öll
þéssi skip liafi farist. Á hverju
þeirra mun hafa verið 12—14
manna áhöfn. (FB.)
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavik 1 stig, Isa-
firði —6, Akureyri —2, Seyðis-
firði 1, Vestmannaeyjum 5,
Stykkishólmi —2, Blönduósi
—7, Raufarhöfn 9, Grindavík
1, Færeyjum 5, Julianehaab
—4,Jan Mayen —7, Angmagsa-
lik —14, Tynemouth 5 slig.
(Skeyti vantar frá Grimsey,
Hólum í Hornafirði og Hjalt-
landi). Mestur hiti hér i gær 2
stig, minstur —3 stig. Sólskin í
gær 3,7. stundir. — Yfirlit:
Viðáttumikið lægðarsvæði fyrir
sunnan ísland. Horfur: Suðvest-
urland: Austan átt, allhvast og
dálítil úrltoma undir Eyjafjöll-
um. Faxaflói, Breiðaf jörður,
Vestfirðir, Norðurland: Austan
gola. Úrkomulaust. Norðaustur-
land, Austfirðir, suðausturland:
Stinningskaldi á austan. Þykt
loft og nokkur úrkoma. Frost-
laust.
Slys.
Vélb. Víkingur misti út mann
við Hornafjarðarós í fyrradag
og varð lionum ekki bjargað,
Helga Jónsson að nafni, frá
Eskifirði.
Dr. Björg C. Þorláksson
heldur fyrirlestur í Háskólanum
í kveld kl. 8. Efni: Hugmyndir
helstu heimspekinga um eðlishvat-
irnar. öllum heimill aðgangur.
„Landabrugg og ást“,
leikur Mentaskólanemanda, þótti
takast hið besta, og verður leikið
á morgun öðru sinni. Á frumsýn-
ingunni var aðsóknin mjög mikil
og skemtu áhorfendur sér prýði-
lega. Óvist mun, að leikurinn verði
sýndur oftar en annað kveld, og
er því vissara fyrir þá, sem ætla
sér að sjá hann (og þeir eru vafa-
laust margir) að tryggja sér að-
göngumiða í tíma.
Aldarafmæli
á Switzer björgunarfélagið á
morgun, að því er fregn frá sendi-
herra Dana hermir. Björgunarskip
félagsins hafa alls bjargað um 12
þúsund skipum.
Skuggasveinn
verður leikinn í kveld, vegna
fjölmargra áskorana. Á leik-
sýningunni í gærkveldi var Er-
lendur Pétursson hyltur af á-
horföndum, er hann lék
Skuggasvein í 50. sinn.
Af veiðum
hafa komið Hafnarf jarðar-
togaramir Júpíter með 60 tn.
Surprise með 65 tn. og Garðar
með 90 tn. lifrar. Walpole er
nýfarinn á veiðar.
E.s. Goðafoss
fer héðan annað kveld um
Vestmannaeyjar áleiðis til Hull
og Hamborgar.
E.s. Selfoss
fer annað kveld eða laugardag
til Aberdeen, Grimsby og Ant-
werpen. Kemur við í Leith á
heimleið.
E.s. Gullfoss
fór héðan í gær áleiðis til Kaup-
mannahafnar. Á meðal fárþega
voru: Jón Brýnjólfsson,. Vilhjálm-
ur Þór, Isafold Jónsdóttir, Hulda
Davíðsson, Áslaug Borg, Einar
Olgeirsson o. fl.
Bæjarútgerð.
Á fundi bæjarráðsins 17. f. m.
var lögð fram ályktun frá fulltrúa-
ráði verklýðsfélaganna í Reýkjavík
um bæjarútgerð. í sambandi við
þá ályktun gaf borgarstjóri skýrslu
um tilraunir sínar til þess, að fá
leigða togara hingað til bæjarins
frá útlöndum nú á vetrarvertíð-
inni. Því næst lagði hann fram
svohljóðandi tillögu: — „í sam-
bandi við erindi fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík, dags.
13. þ. m. um ráðstafanir til bæjar-
útgerðar, gerir bæjarráðið þá til-
lögu, að bæjarstjórnin beiti sér fyr-
ir skipun nefndar til þess að íhuga
frá öllum hliðum og gera tillögu
um þau atriði sem þarf til þess, að
útgerð togara hér úr bænum geti
borið sig fjárhagslega og án óhæfi-
legrar áhættu, og á hvern hátt slíka
útgerð megi auka svo sem þörf
bæjarins krefur. Nefndin sé skip-
uð sjö mönnum, og farið fram á
það við Félag íslenskra botnvörpu-
skipaeigenda, að það tilnefni tvo
menn i nefndina, við fulltrúaráð
verklýðsfélaganna í Reykjavík, að
það skipi aðra tvo, en bæjarstjóm-
in kjósi 3 nefndarmenn með hlut-
fallskosningu." — Tillaga þessi var
borin undir atkvæði og samþykt.
Hættulegur leikur.
Það er ljótur siður og hættuleg-
ur, sem unga fólkið hefir tekið upp
á öskudag, að stinga fólk með
prjónum (sjalprjónum, bandprjón-
um). Á öskudag eiga menn að
hengja smekklega öskupoka á ná-
ungann, en ekki stinga hann í bak-
ið eða rispa til blóðs. Það getur
verið hættulegt. B.
Saumanámskeið.
Heimilisiðnaðarfélag íslands efn-
ir til saumanámskeiðs fyrir hús-
mæður, og hefst það 8. þ. m. —
Kenslan fer fram í Austurbæjar-
bamaskólanum kl. 8—10 á kveldin.
— Allar uppl. um námskeiðið gefur
frú Guðrún Pétursdóttir, Skóla-
vörðustíg 11, sími 3345. — Heim-
ilisiðnaðarfélagið á þakkir skildar
fyrir að efna tíl námskeiðs sem
óessa, og ættu húsmæður, er því
geta við komið, að sækja það.
Fermingarböm
síra Bjarna Jónssonar eru beðin
að koma í kirkjuna á föstudag kl. 6
(ekki kl. 5).
Verslunarskólablaðið.
Nýlega hefir Málfundafélag
Verslunarskóla íslands gefið út
myndarlegt blað með ofanskráðu
nafni. „Tilgangur blaðsins er með-
al annars sá, að gefa aðstandend-
um og öðrum velunnurum skólans
kost á að kynnast og fylgjast með
félagsmálum og öðrum áhugamál-
um nemenda,“ segir í ávarpi eða
inngangsorðum blaðsins. — Blað
þetta „mun vera stærsta skólablað,
sem enn hefir verið gefið út hér á
landi“ og það „er ávöxtur af tóm-
stundavinnu nemenda." — Blaðið
er snoturlega úr garði gert og
prýtt mörgum myndum.
Snæfellinga-, Hnappdæla-
og Mýramannamót
verður haldið að Hótel Borg n.k.
föstudagskveld. — Til skemtunar
verður : ræðuhöld, söngur, danssýn-
ingar og dans! Á meðal , ræðu-
manna verða þeir alþingismennirn-
ir Halldór Steinsson, þingm. Snæ-
fellinga, og Bjarni Ásgeirsson,
þingm. Mýramanna.
Otur
kom af veiðum í morgun, með
95 tn. lifrar.
Es. Hekla
fór héðan í morgun, áleiðis til
Spánar og Italíu með fiskfarm.
Á veiðar
hafa farið Ólafur, Tryggvi gamli
og Kári. .
Skautasvell.
Nú er betra að vera á skautum á
Eiðistjörn en á Reykjavíkurtjörn
segja kunnugir. Notið skautaísinn
og sólskinið. B.
Notið
snjóinn og sólskinið, þegar hægt
er. B.
Gengrið í dag.
Sterlingspund........kr. 22.15
Dollar ................ — 6.51
100 ríkismörk ......... — 155.36
— frakkn. fr. .... — 25.81
— belgur ............ — 91.45
— svissn. fr.......— 127.09
— lirur ............. — 33.36
— pesetar ........... — 54.39
— gyllini ........... — 263.75
— tékkósl. kr......— 19.45
— sænskar kr....... — 117.76
— norskar kr....... — 113.76
— danskar kr.......— 100.00
Gullverð
íslenskrar krónu er nú 57.32.
Bethanía.
Föstuguðsþjónustur voru haldn-
ar í Bethaníu í fyrravetur, og verð-
ur þeitn sið lialdið áfram á þessari
byrjuðu föstu. Verður fyrsta pré-
dikunin annað kveld kl. 8p2. Ing-
var Árnason talar. Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna,
Vatnsstíg 3. Almenn samkoma í
kveld kl. 8.
Guðspekifélagið.
Fundur i Reykjavíkur-stúkunni
á morgun kl. 8/2 síðd. Ungfrú
Jóhanna Þórðardóttir flytur erindi
um eðlisþætti mannsins. Gestir vel-
komnir.
Skautafólk.
Þær 500 krónur, sern bæjarsjóð-
ur leggur fram á þessu ári til við-
halds skautasvæðis á tjörninni, eru
þegar búnar, og hefir því ekki ver-
ið hægt að vinna neitt á skauta-
svæðinu undanfarna daga, og verð-
ur ekki framvegis, nema einhver ný
ráð verði vakin upp af því fólki,
sem ánægju hefir af skautaíþrótt-
inni. Eg, fyrir mitt leyti, tel ekki
sanngjarnt, að ætlast til meira
framlags úr bæjarsjóði í þessu
skyni, en tel aftur á móti ekki ó-
sanngjarnt, að ætlast til þess, að
fólk sem ánægju hefir af skauta-
ferðum, greiði eitthvað til þeirra
hluta, annaðhvort með því að ger-
ast meðlimir í Skautafélagjnu, eða
með því, ef sú leið yrði farin til
fjáröflunar, að greiða einhvern að-
gangseyri að skautasvæðinu. Áhugi
fólks fyrir því að gerast meðlimir
Skautafélagsins sést best á því, að
nú í rúma viku hefir legið frammi
og verið auglýst, bók í hljóðfæra-
versl. frú Katrínar Viðar, fyrir þá
að skrifa nöfn sin, er gerast vildu
meðlimir félagsins, gegn greiðslu
árstillags sem er 3 kr., og síðast
þegar eg vissi, höfðu þ r i r kom-
ið í viðbót við stofnendur. Betur
má ef duga skal.
Kjartan Ólafsson
brunav.
Útvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
10,12 Skólaútvarp (Pálmi
Hannesson rektor),
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19,05 Þingfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Stjórnmálaumræður.
Frá eplendu
líknapstapfí.
111.
1 Osló.
1 Osló kyntist eg meðal annars
„Heitu stofunum“, ellihælum og
matgjöfum í barnaskólum, og skal
segja ofurlitið frá þeim.
„Heitu stofurnar" („Varme Stu-
erne“) svo nefndu, voru settar á
stofn árið 1927. Stofnendur þeirra
voru nokkrar konur, sem sáu, að
mikil og brýn þörf var á hjálp
handa þeim, sem hvergi eiga höfði
sínu að að halla, og verða að híma
á götum úti nætur sem daga, í
hvaða veðri sem er. — Tilgangur-
inn er að veita þessum vesaling-
um eitthvert athvarf, svo að þeir
getið komið og setið í hlýjum og
vistlegum stofum nokkurn hluta sól-
arhringsins að minsta kosti. —
„Heitu stofurnar“ eru í löngum
timburskála, sem áður var fiskskúr,
en hefir verið hólfaður sundur og
gerður vistlegur mjög. Fyrir miðju
húsinu er eldhúsið, en til beggja
enda eru stórar stofur, bjartar og
hlýjar, þar sem konur og karlar
koma í hundraða tali á hverjum
degi. Er sérstök stofa fyrir kven-
fólk, og önnur fyrir karlmenn.
„Heitu stofurnar“ eru opnaðar
kl. 7 á morgnana, og lokað kl. 5
að kvöldi, alla daga vikunnar. Geta
menn fengið keypt þar kaffi fyrir
15 aura, með mjólk og sykri, og
stórar smurðar brauðsneiðar með
osti fyirr 5 aura. Hádegisverðurinn
kostar 20 aura, og er það súpa og
brauð. Á hverjum degi borða um
400—500 manns þarna, og þar að
auki koma um 150 daglega til þess
að sitja í hlýjunni og lesa dagblöð-
in. Konurnar koma með handa-
vinnu sína, og þykir þeim, sem karl-
mönnunum, gott að mega sitja
þarna inni þegar kalt er og illa viðr-
ar. Eru i Osló milli 2—300 manns,
sem hvergi eiga höfði sínu að að
halla (,,udliggere“) nema hjá þess-
ari stofnun, sem hefir gert mikið
gagn og orðið mörgum að liði.
Konurnar, sem sjá um þetta starf,
fá nokkurn styrk frá borgarstjóm-
inni í Osló, fyrir utan ókeypis hús-
næði, ljós og hita. Ýmsar gjafir ber-
ast til stofnunarinnar, og eru pen-
ingarnir venjulega látnir renna í
sjóð til þess að greiða húsnæði fyr-
ir þá, sem verst eru staddir. — Á
jólum og stórhátíðum öðrum, er
gefinn hádegisverður og haldnar
hátíðasamkomur, sem eru vel sótt-
ar. Einnig eru stundum haldin
skemtikvöld, þar sem frægustu og
þektustu listamenn Noregs skemta
ókeypis. Þykir fólkinu, sem leitar
athvarfs hjá „Heitu stofunum" mik-
ið koma til þessara skemtikvölda,
enda hefir það ekki oít tækifæri
til þess að skemta sér eða tækifæri
til þess að gleyma þeirri örbirgð og
eyrnd, sem það á við að stríða. For-
stöðumaðurinn, sem heitir Einar
Berg, gaf mér margar og góðar
upplýsingar um starfsemi stofnun-
arinnar, og þótti mér vænt um það.
Er stofnunin talsvert notuð af fá-
tækrastjórninni í Osló; gefur hún
sumum Jmrfamönnum ávísanir á
mat þar, og þykir það gefast vel.
Þegar eg fór að spyrja um elli-
hæli, var mér ráðlagt að snúa mér
til sr. Eugen Hansen; ellihælin hans
væru hrein fyrirmynd, og þau bestu
í öllum Noregi, að ýmsu leyti. —
Og eg varð ekki fyrir neinum von-
brigðum í því efni, þótt mér þætti
lofið um þau harla mikið, áður en
eg sá þau.
Síra Eugen Hansen tók mér hið
besta, sagði mér sögu hælanna og
sýndi mér þau.
Árið 1917, eða þar um bil, tóku
prestarnir í Osló sig saman um að
reyna að koma skipulagi á kjör
gamla fólksins, og reyna að bæta
úr þeirri brýnu þörf, sem þá var
á Elliheimilum. Voru samskot haf-
in í þessu skyni, og síðar keypt
gamalt hús og því breytt eftir því
sem þurfti, til þess að þar væri
hægt að hafa Elliheimili. Síðar var
haldið áfram að starfa að þessu
máli, og tvö Elliheimill reist. Vorii
þessi Elliheimili rekin með sama
skipulagi og venjulegast er; her-
bergin höfð ýmist fyrir einn eða
fleiri, eldhús saineiginlegt, borðsal-
ur ætlaður öllum rólfærum og flest
rniðað við sameiginlegt stórheimili.
Sira Hansen taldi þessu fyrir-
komulagi ábótavant; betra væri að
gamalt fólk gæti verið sem mest út
af fyrir sig. Fór hann nú að vinna
að því, að hægt væri að reisa slík
heimili, þar sem það gæti haft tæki-
færi til að matreiða fyrir sig og séð
um sig að mestu sjálft. Tókst hon-
um að reisa nokkyr hús fyrir gamla
fólkið á skömmum tíma, og núna
er búið að reisa um 16 hús, þar
sem á þriðja hundrað manns búa.
— Eru húsin reist í tveimur hlut-
um Oslóar, og fór síra Hansen með
mér í annað „Elliheimilahverfið“,
sem stundum er líka kallað „Han-
sensbær“, því að Hansen hefir ver-
ið, og er ennþá, lífið og sálin í
þessu starfi öllu. — Þótti mér
merkilegt, að þessi gamli maður,
sem með mér var og kominn var
á níræðisaldur, skyldi hafa þrek og
krafta til að standa fyrir þessu
mikla líknarstarfi, sem hefir hjálp-
að fjölda manna afar mikið. — En
séra Hansen sagði, að það væri
ekkert merkilegt, að hann gæti
starfað ennþá og séð uin alt þetta
starf, — næstum eða alveg hjálp-
arlaust, þar sem þakklæti fólksins,
sem býr í Elliheimilinu- hans gefi
honum daglega nýjan þrótt og kraft
til þess að starfa, — og þegar eg
fór með honum og heimsótti nokkra
af þeim, sem búa í Elliheimilahverf-
inu, þá sá og heyrði eg að þessi
1