Vísir - 11.03.1933, Page 3
V í s I R
Forsætisráðherra verður að
gera sér ljóst, að meiri Uuti
þjóðarinnar sættir sig ekki við
núverandi réttleysi öllu lengur.
Málið verður ekki svæft eða
þaggað niður, þó að Jónas frá
Hriflu og aðrir kommúnistar
imyndi sér það i fávisku sinni.
— Ásgeir Ásgeirsson verður að
vera skeleggur í þessu máli og
segja flokksmönnum sínum, að
taka við stjórninni, ef þeir
leggjast gegn jæssari sjálfsögðu
réttarbót. — F,n tíðindavænlegt
gæti þá orðið í landinu, er Ás-
geir væri horfinn úr stjórnar-
forsæti, en Jónas leystur úr
böndum og slept á landslýðinn
öðrn sinni.
Önnur réttarbót frumvarps-
ins er álcvæðið um það, að kosn-
ingarrétturinn skuli framvegis
bundinn við 21 árs aldur. Mun
öll hin unga kynslóð fagna því,
að stjórnin liefir tekið þetta
ákvæði upp i frumvarp sitt.
Það er ekki kunnugt enn sem
komið er, hvcrnig jafnaðar-
menn á þingi muni snúast við
frumvarpinu. — En sé ráð fyr-
ir-þvi gert, að þeim leiki í raun
og veru nokkur liugur á því,
að fá einhverju um þokað í
kjördæmamálinu, þá er óhugs-
andi, að þeir snúist gegn þvi.
Þeir vita mæta vel, að krafa
þeirra, nm gð alt landið verði
gert að einu kjördæmi, er alveg
ófáanleg — cldci einungis á
þessu þingi eða næstu þingum,
heldur jafnvel um alia framtíð
eða meðan ekki verður horfið
frá núverandi þjóðskipulagi. —
Virðist því alveg sjálfsagt, að
þeir taki þvi besta, sem í boði
er á hverjum tíma, en hafi jafn-
an liugfast, að þoka málunum
áfram, lengra og lengra i átt-
ina til þess sigurs, sem þeir telja
eftirsóknarverðastan.
Eg þarf væntanlega ekki að
taka það fram, að eg íel sjálf-
sagt, að reynt verði að laga
frumvarp stjórnarinnar svo, að
sem flestir megi við una í bráð.
Stjórnin hefir lagt samkomu-
lags-grundvöll með frv. sínu og
er þess að vænta, að reynt verði
að lagfæra það á þeim grund-
velli, i þeim atriðum, sem helst
þykja óaðgengileg eða varhuga-
*verð.
5. mars.
Kjósajttdi.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. u, síra Frið-
rik Hallgrímsson; kl. 5, síra Bjami
Jónsson.
í fríkirkjunni kl. 2, síra Ámi Sig-
urðsson.
I fríkirkjunni í Hafnarfirði, kl.
2, síra Jón Auðuns.
í Landakotskirkju: Lágmessur
lcl. 6j4 og kl. 8 árd. Söngmessa kl.
10 árd. Guðþjónusta með prédik-
,un kl. 6 síðd.
1 Aðventkirkjunni kl. 8 siðd. All-
ir velkomnir!
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík o st., ísafirði
— 2, Akureyri 1, Seyðisfirði 2,
Vestmannaeyjum 2, Grímsey o,
Stykkishólmi — o, Blöriduósi 1,
Raufarhöfn 1, Hólum í Hornafirði
7, Grindavík 1, Færeyjum 8, Juli-
anehaab — 2, Jan Mayen — 3,
Angmagsalik — 9, Hjaltlandi 7 st.
Mestur hiti hér í gær 5 st., minst-
ur o st. Úrkoma 4,7 mm. Sólskin
4,2 st. Yfirlit: Grunn lægð yfir Is-
landi. — Horfur: Suðvesturland,
Faxaflói: Norðvestan og norðan
gola. Smáskúrir eða éljagangur.
Breiðafjörður, Vestfirðir: Flæg
norðanátt, úrkomulaust að mestu.
Norðurland, norðausturland, Aust-
firðir: Austan og suðaustan gola.
Dimmviðri og úrkoma öðru hverju.
Suðausturland: Brcytileg átt og
hægviðri. Rigning öðru hvcrju.
Bruninn á Fórsgötu.
Slökkviliðinu tókst að kæfa eld-
inn á þakhæð hússins eftir tveggja
stunda látlausar slökkvitilraunir.
Tókst að koma í veg fyrir, að eld-
urinn kæmist niður á neðri hæð-
iniar. Af neðri hæðunum var mik-
ið borið út af húsgögnum, en litið
sem ekkert af ])akhæðinni. í húsinu
munu hafa átt heima um 20 manns.
á þakhæðinni bjuggu hjón með 2
böm og mæðgur tvær, einnig tveir
einhleypingar. Fljá þessu fólki mun
ekkert hafa verið vátryggt. Á mið-
hæðinni ltjuggu húseigendur, systur
tvær, dóttir attnarar og fósturdóttir
hinnar. Innbú systranna mun hafa
verið vátryggt. 1 kjallaranum var
einnig búið, og munu innanstokks-
munir þar hafa verið óvátrygðir.
Líkur eru til, að kviknað hafi út
frá kerti, sem böm voru að leika
sér með, en rannsókn í málinu er
enn eigi lokið.
Nesjamenska og stigamenska.
Guðm. skáld Friðjónsson talar á
morgun kl. 3% í Nýja Btó, um
„nesjamensku og stigamensku", eða
ritstörf Sigurðar prests Einarsson-
ar og þvílíkra manna. Guðm. er orð-
hagur og málsnjall, sem kunnugt er,
og munu margir vilja hlusta á er-
indi hans. Aðgöngumiðar á 1 kr.
fást í dag í Bókaversl. Sigf. Ey-
mundssonar og á morgun í Nýja
Bíó, ef eitthvað verður óselt í kveld.
Docent, dr. phiL Albert Oisen
flytur 6 háskólafyrirlestra
um stjórnmál og þjóðarhagi
eftir heimsstyrjöldina. Efni
hinna einstöku fyrirlestra er
þetta: 1. Um stjórnmálaálirif
þau frá fyrri tima, sem aðallega
koma til greina á árunum eftir
ófriðinn. — 2. Versailles-friður-
inn. — 3. Tímabilið frá ófriðar-
lokum til 1929. — 4. Kreppan
síðan 1929. — 5. Fascisminn. —
6. Bolshevisminn. — F'yrirlestr-
arnir verða fluttir í kaupþings-
salnum, hinn fyrsti laugardag
11. mars kl. 6, og síðan daglega
á sama tíma.
Hollensku flugmennirnir
hafa farið nokkrar ranrisóknar-
ferðir, til þess að reyna að komast
að hver orðið hafi afdrif erlendu
botnvörpunganna „James Long“ og
„Meteor“, sem talið er líklegt, að
farist hafi hér við land. Flugferð-
irnar báru engan árangur.
íþróttafél. Reykjavikur
er 26 ára í dag. Það er eitt af
bestu og athafnamestu íþróttafélög-
um landsins. Menn ættu að minn-
ast þessa afmælis félagsins með
því að kaupa happdrættismið-
ana að Ford-bifreiðinni, sem kosta
aðeins 1 kr. (Bifreiðin kostar 4000
kr.). Allur ágóði happdrættisins fer
til styrktar þeim málum, sem fé-
lagið berst fyrir. B.
Eiður Sigurðsson Kvaran
hefir tekið próf í sagnfræði og
mannfræði við háskólann í Mún-
chen, með fyrstu einkunn.
Leikfélagið
biður þess getið, að „Ævintýri
á gönguför“ verði leikið á morg-
un fyrir böm kl. 3, en ekld kl. 8.
Fimlcikakepnin
um bikar „Oslo Turnforening“
fer fram sunnudaginn 30. apríl n.
k. Handhafi Glímufélagið Ármann.
Félög þau, sem ætla að senda flokka
, á kepnina, skulu hafa sent stunda-
skrá sína, ásamt nöfnum keppenda,
eigi síðar en /> mán. fyrir mótið,
til Jens Guðbjömssonar, form.
Glimufél. Ármanns.
Unglst. Æskan
heimsækir stúkuna „Vonarljósið“
í Hafnarfirði á morgun. Sjá augl.
„ÁstalíF*.
Samkvæmt beiðni manna endur-
tekur Pétur Sigurðsson erindi sitt
um ástir, í Varðarhúsinú annað
kvQld kl. 8/2. Inngangur i.króna.
Börn fá ekki aðgang. Erindið
stendur yfir hátt á aðra klukku-
stund.
Af veiðum
hafa komið Baldur með 85, Otur
með 90 og Hilmir ineð 62 tn. lifrar.
Voraldarsamkoma
í Varðarhúsinu á morgmi kl. 3.
Pétur Sigurðsson talar.
Unglst. Unnur
heldur afmælisfagnað sinn í G,-
T.-húsinu í kveld. Til skemtunar
verður upplestur, kórsöngur, kveð-
skapur o. m. fl.
Árshátíð
stúknanna Víkings og Framtíð-
arinnar verður haldin mánudag 13.
mars í G.-T.-húsinu. Verður þar
margt til skemtunar. Sjá augl.
Bethanía.
Samkoma annað kveld kl.
8%. Bjarni Jónsson talar. Allir
velkomnir.
Valur.
Æfing á morgtin (sunnud.) kl.
10 f. h., ef veður leyfir.
Til utanbæjarmannsins,
samkvæmt hjálparbeiðni 5. mars :
2 kr. frá I. E./ 5 kr. frá G/M.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 5 kr. (gamalt áheit)
frá K. S., 10 kr. frá N. N.
Útvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
10,12 Skólaútvarp. (Frey-
steinn Gunnarsson).
12.30 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
18,15 Háskólafyrirlestur.
(Águst H. Bjarnason).
19,05 Þingfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20.30 Leiksýning. (Soffía Guð-
laugsdóttir 0. fl.): Þætt-
ir úr: „Vér morðingj-
ar“, eftirGuðm.Kamban.
21,00 Tónleikar. (Útvarps-
kvartettinn). Grammó-
fónkórsöngur: (Orfei
drangar). Alfvén: Sveri-
ges flagga. Wennerberg:
Hör os Svea! Josephson:
Stjárnorna tindra. Prins
Gustav: Sjung um stu-
dentens lyckliga da’r.
Glad sásom fágeln.
Kuhlau: O, liur hárligt
majsol ler.
Danslög til kl. 24.
Utan af landi.
Akureyri, 10. mars.FB.
Samkomubann hefir verið
fyrirskipað í bænum vegna in-
flúensunnar. Almennur borg-
arafundur, sem ráðgerður var,
um norsku samningana, ferst
þess vegna fyrir.
KXKSCOOQOCOOOÍÍCOOOOOOOÖCÍXXÍOOOOCCOOOOOOÍÍÍÍOOCOOOOCíOOOOí
útungunarvélar og fósturmæður eru óðum að ryðja sér
til rúms á Norðurlöndum, sökum framúrskarandi vand-
aðrar smíði og efnis, og yfirgnæfandi útungunarmögu-
leika. Útungunarvélar þessar liafa olíugeymi, sem endist
allan útungunartímann, og sjálfsnúara. sem snýr öllum
eggjunum í einu.
Mjög lítil olíueyðsla. — 1
Stærðir fyrir 100 til 10000 egg. —
Höfum nokkrar vélar til sjmis og sölu. —
Biðjið um verðlista. —
Jóh. Ólafsson & Co.
Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir:
Í „KILDEBO“ ^
Jý C. F. Skafte, Sorp. §
ÍOOOOOOOOOOOOÍÍOOOOOOOQOOOOÍÍOOOOOOOOOQOOOÍSOOOOOOOOOOOOÍ
fslandLsviniii?.
Árið 1889 kom hingað til lands-
ins ungur Englendingur, Mr. Ho-
ward Little, og ferðaðist hér aust-
ur yfir fjall til Þingvalla og víðar
og varð hann svo hriíinn af landi
og þjóð þessa fáu daga, sem hann
dvaldi hér, að hann sagði við einn
kunningja sinn: „Hingað vil eg
koma aftur“. Hann lét ekki lenda
við orðin ein, heldur kom hann aft-
ur sumarið 1924, til að athuga ým-
islegt í sambandi við það, að flytj-
ast hingað og setjast hér að. Það
varð til þess, að hann fór út aftur
og sótti konu sína og kom hingað í
september 1924 og seftist hér að
sem enskukennari og fréttaritari
stórblaðsins „The Times“. Eg ætla
ekki að fjölyrða um kenslu hans,
því að hann er svo þektur orðinn
fyrir hana, og hefir kent svo mörg-
um, ungum og gömlum af öllum
stétttum, að hún mælir með sér
sjálf. Hann hefir kent ráðherrum,
læknum, málaflutningsmönnum,
kennurura o. fl. Munu nemendur
hans skifta hundruðum.
Eins og eg gat um áður, þá var
hann fréttaritari fyrir „The Times“
og var það þangað til árið 1928,
en þá birtist grein um Island í „The
Tirnes". Þar var rangt skýrt frá
sambandi voru við Danmörku. Mr.
Little gerði ítrekaðar tilraunir til
þess, að fá blaðið til ?ð leiðrétta
þetta, en það reyndist árangurslaust
og sagði hann þá af sér starfi sínu
við blaðið. Eftir það gerðist hann
fréttaritari fyrir „The Morning
Post“, en það var miklu ver laun-
að starf. Þarna tapaði hann fé,
vegna þess, að hann vildi ékki að
hallað væri á oss.
Mr. Little hefir skrifað fjölda
greina um land vort og þjóð í ýms
ensk blöð og tímarit, og leitast við
að auka þekkingu annara á oss, og
ennfremur hefir hann reynt eftir
mætti. að bæta og liðka viðskifti
milli Islands og Bretlands. Mér vit-
anlega hefir hann litla eða enga við-
urkenningu hlotið fyrir störf sín í
vora þágu. Það hefir ekkert verið
gert til þess, að greiða götu hans
hér, t. d. á Alþingishátíðinni 1930
Barnafataverslunin,
Laugaveg 23. Simi 2035.
Nýjar danskar vörur, sem
vegna verðfalls dönsku
krónunnar eru mikið ódýr-
ari en áður.
var alt gert, sem hægt var, til þess
að greiða fyrir fréttariturum er-
lendra blaða, nema honum. Hann
varð að sjá um sig sjálfur.
Hingað hafa komið erlendir kenn-
arar og dvalið hér lengri eða skemri
tima, og fyrir þeim hefir verið
greitt. Þeir hafa fengið húsnæði
við háskólann, til að kenna í, og
verið aðstoðaðir á ýmsan hátt.
Hingað var fengin amerísk kona
til að kenna ensku við útvarpið. Eg
held, að það hafi verið óþarfi, að
fara að sækja kennara til Ameríku.
Það hefði borið eins mikinn árang-
ur, að fá Mr. Little til að kenna
þar sitt móðtirmál, og eg hygg, að
útvarpið gæti, sér að skaðlausu,
slept einhverjum af atriðum þeim,
er það hefir á dagskrá sinni, og
fengið svo heldur Mr. Little til að
kenna ensku í staðinn, því að enska
er það mál, sem vér þurfum mikiÖ
að nota, og vér fáum ekki færari
mann til þess en hann, því hann er
ágætur kennari og hámentaður
maður. Mér virðist, að þessum
manni hafi verið sýnt óafsakanlegt
tómlæti, fyrir hið mikla og góða
starf hans í vora þágu.
Eyj. Jóhannsson.
Hitt og þettao
Kinverjar f San Francisco
ráðgera að safna einni miljón
dollara til stuðnings kínversku
stjórninni i baráttunni gegn
Japönum. Kínverjar i San Fran-
cisco eru 30.000 talsins. Mælt
er, að 200 amerískir flugmenn
hafi heitið kínversku stjórninni
liðveislu sinni í ófriðinum.