Vísir - 20.03.1933, Side 3
VISIR
setum greitt samningsbundið
kaup, sem ekkert fer eftir af-
komu eða afla skipanna, að
öðru leyti en því, sem l>eir fá
í lifrarhlut. Kaupdeilur eru tíð-
ar í þessari grein útgerðarinnar
og koma þær aðallega fram, er
misjafnlega árar fyrir útvegin-
um. — Ef togararnir græða.
heimta hásetarnir kaupið hækk-
að. En ef þeir tapa, heimta eig-
endurnir kaupið lækkað. Þetta
er mjög slciljanlegt, en það hvíl-
ir eins og skuggi yfir togara-
útgerðinni. Þess vegna væri
mikil bót, ef þessum skugga
væri kipt í burtu.
Launadeilum í togaraútgerð-
inni mundi lokið með öllu, ef
heilbrigðmn og sanngjörnum
hlutaskiftum væri komið á. Þá
yrði eigendur, yfirmenn og' há-
setar einhuga samverkamenn
um það, að reksturinn megi
sem best bera sig, þar sem þeir
bera úr býtum hlutfallslega eft-
ir þvi, sem fyrir aflann fæst,
þegar allur kostnaður af veiði
og verkun hefir verið tekinn til
greina. Þeir mundu, hver á sinn
hátt, bera frá borði erfiði og
þunga kreppuáranna og vel-
megun góðu áranna. Slík skift-
ing mundi hafa miklu víðtæk-
ari áhrif en þau, sem gætir um
kaup skipverja eingöngu.
Eg geng þess ekki dulinn, að
margir muni halda þvi fram,
að mannakaup á togurunum sé
ekki svo stór hður í útgerðinni,
að það eitt geti skorið úr um
afkomu hennar, heldur sé
vinnulaunin í landi sem þyngst
komi niður á henni. Vinnulaun
hér í Reykjavík við að þurka,
búa um og koma i skip 160 kíló
af fiski, er um 20 kr., en ann-
arsstaðar á landinu fæst þetta
gert fyrir 14—16 kr., sumstaðar
minna. Og þetta er ein höfuð-
orsök þess, að auðveldara er að
láta togaraútgerð bera sig bet-
ur annarstaðar á landinu. Ef
hlutaskiftum væri komið á, þá
eru fleiri en eigendur togar-
anna, sem hafa hag af, að þessi
og annar kostnaður lækki. Þá
snertir liann einnig hagsmuni
hvers einasta háseta í togara-
flotanum. Þvi minni kostnaður
sem fer í að verka fiskinn og
vinna að honum í landi, því
meira ber hver háseti úr být-
um fyrir sinn hlut, jiegar lagt
er til grundvallar söluverð fiskj-
arins, að frádregnum öllum
kostnaði. Það yrði því sameig-
inlegt áhugamál háseta, yfir-
manna og eigenda, að koma
verkunarlaununum í það horf
hér, að þau sé i heilbrigðu lilut-
falh við verð fiskjarins. Þá er
ekki ólíklegt, að breytast mundi
viðhorf ýmsra til jiessa máls.
En engum getur dulist, að elcki
sé alt með feldu, er verkunar-
kostnaður fiskjarins nemur alt
að þriðjungi söluverðsins. Um-
rædd hreyting mundi hera
lausn þessa atriðis i kjölfari
sínu.
Ef til vill munu sumir segja,
að erfitt sé að finna grundvöll
fyrir sanngjörnum hlutaskift-
um á togurunum, sem allir geti
sætt sig við. Heldur er það ólik-
legt. Stærri verkefni liafa feng-
ið viðunandi úrlausn. Stærri
fyrirtæki, en togaraflotinn ís-
lenski, hafa fundið form fyrir
skiftingu arðsins milh vinnu-
veitenda og vinnuþiggjenda, er
báðum aðilum hefir orðið til
blessunar. Hér er að eins verið
að ræða um skifting á arði, sem
báðir aðilar leggja sig fram til
að skapa. En sá rekstur, sem
engan arð gefur öðrum en
vinnujnggjanda stendur ekki
lengi.
Guðlaug Pálsdóttir
húsfreyja í Hrólfsskála.
Látin 10. mars 1933.
Alt það, sem hér hefir verið
sagt að framan, og þá sérstak-
lega hlutaskiftin, eru þræðir í
þá uppistöðu, sem liklegt er að
þurfi til þess að koma togara-
útveginum út úr örðugleikun-
um og gera hann að hfvænleg-
uin atvinnuvegi. En það eru
fleiri þræðir, sem renna i þá
uppistöðu og eru í höndum bæj-
arins, sem á heih sina undir
þessum atvinnurekstri. Ætla
mætti, að bærinn léti ekki sitt
eftir liggja í þvi, sem verða
mætti útgerðinni til viðreisnar,
svo mikið sem hann á undir
velgengni hennar. Þrjú siðustu
árin, þau árin sem útgerðin hef-
ir mest tapað, hefir bærinn lagt
á hana skatt, er nemur 627 J>ús.
króna. Þessi skattur var lagður
á fjórtán félög, en hvílir aðal-
lega á tveimur. — Á Jiessu ári
munu hverfa fjögur af J>essum
félögum, sem hætt eru að
starfa. Nú getur bærinn hlaup-
ið undir bagga með J>ví, að létta
af sköttunum, með því að lækka
eða fella niður um stund hafn-
argjöldin og annan kostnað í
sambandi við höfnina. Meira að
segja mætti vel taka til athug-
unar, hvort ekki væri rétt um
stundarsakir, að veita togur-
unum ákveðin hlunnindi fyrir
hvert skippund af fiski, sem
lagt er á land í Reykjavik til
verkunar. Mætti hta á það sem
atvinnubótavinnu og hefir fé í
slíku skyni verið varið til verra.
Ástæðan til þess, að togaram-
ir seljast burtu úr bænum, hlýt-
ur að vera sú, að betri skilyrði
eru annarstaðar á landinu, til
að þessi rekstur geti borið sig.
Það má þvi vera hverjum
manni ljóst, að þessi útgerð
heldur áfram að leita þangað,
sem lífsskilyrðin eru betri.
Fyrir Reykjavík er ekki nema
einn vegur í J>essu efni, — að
skapa hér þau skilyrði, sem
nauðsynleg eru til J>ess, að aft-
ur geti blómgast þessi atvinnu-
vegur, sem bærinn á ýmsan
hátt, beint og óbeint, liefir skaf-
ið til mergjar.
Björn Ólafsson.
Út um Esjubrúnir
austanblærinn líður
léttur, bjartur, blíðúr
breiðir morgunrúnir.
Silfruð sólargráði
Sundin hægan bella,
inst við hamra’ og hella
hjúfra sig að láði.
Svöl við Suðurnesið
sviðrar mjúklát bylgja.
þó að úthafsylgja
ýfist reist við flesið.
Og um vík og voga
vængjum syiakir hreyfa
fuglar, ferðum dreifa
frjálst við röðulloga.
Víðri’ af Valhúss l>ungu
varpar morgunsólin
yfir byggðu bólin
brosi hlýju’ og tmgu.
Er sem árdagskveðja
í sé brosi falin,
þegar sólarsalinn
signir alvalds beðja.
Heima Hrólfs í skála
hljótt er þó í ranni.
Svift var sæmdarmanni
svala’ um dauðans ála.
Húsfrú hálfrar aldar
heirn er vegmóð farin
ástum vina varin.
Viðkvæm sorg þar tjaldar.
Höfgri’ og hárri’ í elli
hnigin er til náða
sú, er dyggða’ og dáða
djörf hélt/lengi velli,
blið í hug og hjarta,
hraust i raun og þrautum
lengi lífs á brautum
lék við skjöldinn bjarta.
kveldi. Húsið var troðíult Áhorí-
endur skemtu sér vel og hlógu
mikið. Eftir viðtökunum að dæma
má búast við mikilli aðsókn að
þessum leik. Næst verður leikið
annað kveld.
Leikhúsgestur.
Skarð er fyrir skildi
skörungur er horfinn.
Öll var orkan sorfin,
ævi lokið Hildi,
vorsins vinhýr bjarmi
vorðinn kvölds að húmi,
trúr þótt tið og rúrni
teygðist æskuvarmi.
Horfinn mætur tnaki,
móðir betri flestum.
vinur göfgur, gestum
góður yndisvaki
á sér ást og hylli
allra, sem að þekktu.
Engan orðin blekktu.
alt var mælt af stilli.
Höfðings snót i huga,
háttum jafnt og ráðum
sat þá sízt i náðum
sorg ef vildi buga.
Syrti’ um lifsins leiðir
lét hún ekki’ af störfum
nýtum, þekkum, þörfum.
Þrekið mæðu eyðir.
Nú, þá heim er haldið,
helgir þræðir rofna.
Þó mun þriggja stofna
þögult minnisvaldið
hjartans geyma’ í glóðum
glampa liðnra stunda,
þvi að ótal unda
átti’ hún bót í sjóðum.
Sveitin forn mun sakna.
Seltirningar geyma
það, að húsfrú heima
hverja þraut lét rakna.
Sorgin mun þó sárast
sviða hjörtum niðja
nú, er vita viðja
verndar brostna og tárast.
kunningjum sinum hér í bæ. — Ut-
anáskrift hans er þessi: Kommunc-
hospitalet, II. Afd., Stue 13.
Háskólafyrirlestur
dr. Bjargar C. Þorláksson í
kveld fellur niður.
E. Þ.
10 0 F = 0 b 1 P. = 1143218
lU ~ Fl.
Veðrið í morgun.
Frost um land alt. í Reykjavík 4
stig, Isafirði 6, Akureyri 10, Seyð-
isfirði 5, Vestmannaeyjum 2,
Grímsey 10, Stykkishólmi 7, Blöndu-
ósi 8, Raufarhöfn 8, Hólum i
Hornafirði 4, Grindavik 6, Fær-
eyjum — 3, Julianehaab — 7, Jan
Mayen —- 7 stig. Skeyti vantar frá
Angmagsalik, Hjaltlandi og Tyne-
mouth. — Mest frost hér í gær 8
stig, minst 3 stig. Sólskin í gær 11,2
stundir. — Yfirlit: Grunn lægð
fyrir sunnan ísland, en háþrýsti-
svæði fyrir norðan. — Horfur:
Suðvesturland: Austan átt, all-
hvöss, og lítilsháttar snjókoma
austan til. Faxaflói, Breiðafjörður,
Vestfirðir: Austan og norðaustan
kaldi. Úrkomulaust. Norðurland,
norðausturland, Austfirðir, suð-
austurland: Norðaustan og austan
kaldi. Lítils háttar snjókoma.
95 ára
er í dag Guðrún Gunnarsdóttir,
Rauðará.
83 ára
er í dag frú Ingveldur Guð-
mundsdóttir, Bergi.
Frú Johanne Zimsen,
ekkja Kristins heitins Zimsens
konsúls, og dóttir hennar, fór héð-
an á m.s. Dronning Alexandrine
s.l. Iaugardagskveld, alfarnar til
Danmerkur.
Gengið í dag.
Sterlingspund........kr. 22.15
Dollar .................— 6.411/a
100 ríkismörk........— 153.30
— frakkn. fr.....— 25.39
— belgur ...........— 89.79
— svissn. fr.....— 124.36
— lírur ............— 33.23
— pesetar ..........— 54.59
— gyllini ..........— 259.37
— tékkósl. kr....— 19.28
— sænskar kr.....— 117.21
— norskar kr. .... — 113.56
— danskar kr.....— 100.00
GuIIverð
ísl. krónu er nú 58.17.
Af veiðum
hafa komið Max Pemberton með
108, Baldur með 62, og Geir með
60 tn. lifrar.
Vb. Mars
strandaði á laugardagsmorg-
un á Barðastaðaskeri, 5 km. frá
Búðum, en báturinn var á leið
J>angað með byggingarvörur
o. fl. Skipverjar björguðust á
land og komust til Búða sam-
dægurs.
Lögfræðileg aðstoð.
Ókeypis lögfræðileg aðstoð
verður veitt efnalitlu fólki í
kenslustofu lagadeildar Háskól-
ans kl. 8—9 í kveld.
f. R.
Æfingar falla niður í kveld,
vegna veikinda kennarans.
Austfirðingamót
verður haldið annað kveld í Odd-
fellowhúsinu. Sjá augl.
Málfundafél. Óðinn
heldur fund kl. 8V2 í kveld i
Hótel Borg. Umræðuefni: Rétt-
arfarið i landinu.
Silfurbrúðkaupsdag
eiga á morgun frú Nikólína Sig-
urðardóttir og Guðm. Guðnason,
gullsmiður, Óðinsgötu 8.
Leikhúsið.
Leikfélagið sýndi „Karlinn i
kreppunni“ í fyrsta sinn í gær-
Ásm. skáld Jónsson
frá Skúfstöðum liggur sjúkur í
Kaupmannahöfn um þessar mund-
ir, að því er Vísi er skrifað 11.
þ. m. — Segir í bréfinu, að sjúk-
dómurinn' sé all-alvarlegur og að
legan muni verða nokkuð löng. —
Á. J. mundi kært að fá bréf frá
Norrænt blaðamannamót
verður haldið í Stokkhólmi þ. 8.
júní, að tilhlutan Norræna félags-
ins í Svíjijóð. Stendur mótið í 10
daga og verða þar fluttir fyrirlestr-
ar um ýms mikilsvarðandi málefni.
Famar verða skemtiferðir til Upp-
sala og Vesterás o. s. frv. Tíu
Nýkomnar
vörnr.
Kaffistell. Matarstell. —
Mokkastell. Þvottastell í
miklu úrvali. Kínverska
leirtauið. Búddar. Reyk-
elsi. Kommóður. ösku-
bakkar. — Gratinform,
margar stærðir. — Hár-
skraut. Hálsbönd. —
Skeiðar og Gafflar frá
0.50. Teskeiðar 0.35,
sem ekki þarf að fægja.
Silfurplettskeiðar 0.65,
1.85. Búsáhöld, mikið
úrval. Ávaxtahnífar (í
, kössum) 6.75. Ferða-
kistur, litlar töskur 2.00.
Edinborg.
„Lagarfoss"
fer á miðvikudagskveld kl. 12
á miðnætti, um Vestmannaeyj-
ar, til Reyðarf jarðar, Norðf jarð-
ar, Seyðisfjarðar og Kaup-
mannahafnar. — Farseðlar ósk-
ast sóttir fyrir hádegi á mið-
vikudag.
6.s. Island
fer þriðjudaginn 21. rnars kL 6
síðdegis til Isafjarðar, Siglu-
fjarðar og Akureyrar. Þaðan
sömu leið til baka.
Farþegar sæki farseðla á
morg-un. Fylgibréf að vörum
komi á morgun.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen.
Tryggvagötu. - Sími: 3025.
blaðamönnum er boÖiÖ frá hverju
landi og verða þátttakendur í mót-
inu ýmissa hlunninda a'Snjótandi.
— Nánari uppl. fást hjá ritara Nor-
ræna félagsins á íslandi.
Dönsku skipin.
G.s. Island kom hingaÖ á laug-
árdagskveld frá útlöndum, en m.s.
Dronning Alexandrine fór héðan.
G.s. Island fer vestur og norÖur
annaÖ kveld kl. 6.
Heimdallur.
Fundur verður haldinn annað
kveld í Varðarhúsinu kl. 8J. Rætt
verÖur um framtíðarhorfur land-
búnaðarins, og hefir Pétur Ottesen
alþm. framsögu. Allir sjálfstæðis-
menn velkomnir á fundinn.
E.s. Nova
er væntanleg hingað í nótt.