Vísir - 09.04.1933, Page 2

Vísir - 09.04.1933, Page 2
VlSIB m r s í m i 1 2 3 4 CerenöBygggrjon sobin ínýmjó/k verda é 5 mimítum að ágætum bcetieíndgrðut Dafni barnið ekki.geflð þvi Cerena graut á hverjum deqi. þá forþaðfallegan rauðar kinnaR Mæður! AliS upp hrausta syni og dæt- ur, gefið börnum ykkar CGRENA bygggrjðn. Berlín 8. apríl. United Press. - FB. Gyðinga-ofsóknir. Hitler-stjórnin liefir gefið út tilskipun um að allir Gyðing- ar, sem eru starfsmenn rikis- ins og tilkall áttu til eftirlauna, skuli víkja frá störfum sínum, nema þcir hafi gerst starfs- menn rikisins áður en heims- styrjöldin skaJI á. í ágúst 1914. Undanteknir eru þeir, sem intu af liendi Jierskyldu á víg- stöðvunum. Ennfremur er á- kveðið, að enginn Gyðingur fái aðgöngu að starfi fyrir rík- ið, nema liann Jiafi gegnt lier- skyldu á vigstöðvunum, eða sé sonur manns, sem féll i stjTj- öldinni. Paris, i apríl. Unitcd Press. - FP>. Flugmál Frakka. Frakkar hafa komið flug- málum sinum í gott horf og hafa að eins tvær þjóðir aðrar komið á viðtækari póst- og farþegaflugferðum. Frakkar eru þriðja þjóðin i röðinni, þegar um slíkar ferðir er að ræða. Auk þess hafa þeir lagt þjóða mest áherslu á að auka flugher smn. — Frakkar hófu póst og farþegaflugferðir i smáum stii 1919, en frá því hafa flugferðimar verið stöðugt auknar, bæði rnilli helstu borga Frakklands og helstu borga Ev- rópu utan Frakklands og loks til nýlcndanna. Hefir Frakk- land nú fleiri flugvélar á ibúa en nokkur önnur þjóð i heimi. Kreppan hefir að vísu haft þau áhrif, að heldur liefir dregið úr flugferðum í bili, en eigi að siður stefna Frakkar að því marki, að koma á skipulags- bundnum flugferðum til ým- issa f jarlægra staða í nýlendun- um á þessu ári. M. a. er ráðgert að koma á skipulagsbundnum flugferðum alla leið til Mada- gaskar og verður þá flogið yíir Sahara og Iiafðar þar olíu- og bensínbirgðastöðvar. — Flug- slysum í Frakklandi hefir far- ið mjög fækkandi og má vafa- laust þakka það þvi, hversu strangar kröfur Frakkar gera til þeirra, sem fá leyfi til þess, að stýra farþegaflugvélum. Að eins úrvalsmenn fá slík flug- skírteini. — Að eins 9 menn biðu bana af völdum flugslysa í Frakklandi árið sem leið, þar af 2 farþegar. — Frakkneskar flugvélar fluttu 36,898 farþega árið sem leið, 11,621,295 kg. af flutningi og 172,966 kg. af póst- flutningi. Frá Alþingi í 'gær. —o--- Efri deild. I>ar voru 6 mál á dagskrá. 1. Frv. til l. um alþýðuskóla ú Eiðum, 2. Frv. til l. um viðauka við I. um lokunariíma sölubúða í kaupstöðum, 3. Frv. til I. um breyting á l. um útflutningsgjalci, og 4. Frv. til l. um breyting á I. um úlflutn.gjald af síld o. fl. voru öll afgr. til neðri deildar. 5. Frv. til l. um breyting á hafnarlögum fyrir Reykjavík- urkaupstað, 3. umr. — Pétur Magnússon bar fram breyt.till. þess efnis, að kjörtímabil hafnarstjórnarinnar skyldi vera 4 ár i stað eins, sem á- kveðið er i lögunum. Til þess að sjávarútvegsnefnd gæti fengið tækifæri til þess að taka afstöðu til till. var málið að þessu sinni tekið út af dag- skrá. 6. Frv. til t. um einkaleyfi til þess að flytja út og selja á erlendqn markað nýja tegund af saltfiski, 2. umr. — Frv. var umræðulaust að kalla vísað til 3. umr. Neðri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá. 1. Frv. iil l. um breyting á 1. um ullarmat var afgreitl sem lög. 2. Frv. iil l. um dráttarvexti, 2. umr. — Halldór Stefánsson (1. þm. Norðmýlinga) hafði framsögu fyrir liönd fjárhags- nefndar, sem málið liafði liaft til meðferðar. Nefndin lagði til að ákvæðinu um hámarks- vexti yrði breytt i %% í stað 1% sem ákveðið var í frv. Frv. var samþ. með þessari breyt- ingu nefndarinnar og vísað til 2. umr. 3. Frv. til I. um viðauka við og breyting á I. um áveitu á Flóann, 1. umr. —- Þm. Mýram. (Bjarni Asgeirsson) mælti með frv. fyrir hönd landbúnaðar-' nefndar og var því visað til 2. umr. með 15 samhlj. atkv. 4. Tillaga iil þingsályktunar um launakjör embættis og starfsmanna rikis og ríkis- stofnana, var tekin út af dag- skrá. 5. Tillaga iil þingsályktunar um innlenda lífsábyrgðar- stofnjin. Ein umr. Flutn.menn Jóhann Þ. Jósefsson og Pétuí* Ottesen. — Jóhann Jósefsson mælti með till. og kvað liann hér vera átt við innlenda stofnun hliðstæða þeirri, sem Brunabótafél. íslands væri hvað brunatryggingar snerti. Og þótt mörg útlend lífsáb.fél. ÚTSALA stendur yfir til fimtudags (skírdags). Mörg hundruð og nótur seldar með gjafverði: Kr. 0.50, 1.00 og 2.00. Hljóðfæraverslun. Lækjargötu 2. störfuðu hér, væri mjög lík- legl, að starfsvið væri tii fyr- ir innlent félag, sem rikið tæki ábyrgð á, t. d. eins og danska ríkið gerði á Statsanstalten for Livsforsikring, scjii væri eina stofnunin á því sviði í Dan- mörku. Með stofnun ríkis- trygðrar lifábyrgðarstofnunar hér á landi gæti tvent áunnist. í fyrsta lagi, að hinir trygðu hefðu fylsta öryggi fyrir trygg- ingum sínum. í öðru lagi, að sjóðir þeir, sem smátt og smátt mvndu myndast þannig, yrðu kyrrir í landinu, og væri það mikilsvert „i þessu peninga- litla landi.“ Þá væri það mjög líklegt, að innlend stofnun myndi verða til þess að örfa menn til þess að tiyggja líf sitt, sem alment væri talið mjög nauðsynlegt. Um fjölbreytni trygginganna mætti taka hina dönsku stofnun, scm áður gel- ur, til fyrirmyndar að þvi leyti sem staðhættir lej*fðu. Tillagan var samþykt um- ræðulaust að öðru leyti og af- greidd til ríkisstjórnarinnar sem ályktun neðri deildar Al- þingis. Innflnt aiogshöftin. --O-- Frumvarp Magnúsar Jónssonar um afnám innfliítnings- haftanna felt á Alþingi. Eins og menn vitp, er það eitt atriði liinnar sáluhjálplegu viðskiftatrúar framsóknar- manna, að liefta beri nauðsyn- lega vöruflutninga til landsins. •Hins vegar vilja þeir, að mikill óþarfur og skaðlegur varning- ur sé til í landinu, svo sem tó- bak og áfengi. Innflutningshöftunum hefir verið beitt samkvæmt heinúld i bandvitlausum lögurn frá 1920. —- Og þau liafa verið framkvæmd þannig, að nijög hefir verið kvartað undan, að þar gcngi ekki eitl riir alla. Sumir fengi allar sínar óskir uppfyltar, en aðrir væri látnir sitja á hakanum. Skal enginn dómur á ])að lagður hér, hvort slíkar umkvartanir hafi verið á rökum reistar eða ekki, en á hitt má benda, að meiri hluti þeirra manna, sem ráðið hafa fyrir leyfisveitingum, eru fjand- menn frjálsrar verslunar og ekki líklegir til þess, að hafa jiokkurn skilning á þörfum verslunarsléttarinnar cða al- mennings. Menn voru farnir að búast við því, að einhver vitglóra kynni að leyjiast með sumum framsóknarmönnum, að þvi er tæki til þessara mála. Sumir þeirra höfðu i einkasamtölum látið líklega uin það, að höftin mundu verða afnumin. Þeir væri farnir að láta sér detta i hug, að ekki væri nú alvfeg áreiðanlegt, að þau hefði orðið að miklu gagni. En nú er sýnt, að stjórnin liefir „andað móðu á skjáinn“, svo að þcssir menn hafa blindast af nýju. Munu það lielstu afrcksvei’k hennar á ])essu þingi, enn sem komið er. -— Meii'i hluti þjóðarinnar telur innflutniagshöftin skaðleg og jafnvel liættuleg. Þau liafa auk- ið dýrtíðina í landinu, aukið al- vinnulej'sið og þyngt lifsbar- áttu almennings. — Engin skynsamleg ástæða hefir verið fyrir því færð, að þau hafi orð- ið að hinu allra minsta gagni, enda ekki við sliku að búast, ])vi að sú ástæða mun ekki til. Og ekki er líklegt, að það bæti markaðinn erlendis fyrir ís- lenskar vörur, er við bönnum öðrum þjóðum — viðskifta- þjóðum okkar — að versla við okkur með frjálsum hætti. En sjálfsagt væri ósanngjarnt að ætlast til þess, að framsóknar- stjórn geti áttað sig á ])ess hátt- ar hlutum. Frumvarp M. J. um afnám innflutnigshaftanna var felt i neðri deild Alþingis i fjTradag, og má telja það athæfi sigui' riðskifta-heimskunnar vfir heilbrigðri skynsemi. 1.0.0 F 3 = 1144108 = III81/* tíúnaðarþinfí hefir sta'SiÖ yfir a'Ö undanförnu. Lauk því i gærkveldi. Almenni bændafundurinn. Umræður héldu áfram í gær, :en búist er viÖ, að fundinúm verÖi lokiÖ á mánudag. Þjófnaðarmál Piltur hér í bænum, um tvítugt, ,var nýlega handtekinn fyrir þjófn- að. játaði hann á sig alls 27 þjófn- aði. Dómur í málintt hefir ekki fallið enn. Erlendu eftirlitsskipiu. Hvidbjörnen kom í gær úr eftir- litsferð. Breska eftirlitsskipið Go- detia. íór héÖan. Skólahlaupið fer íram í dag, eins og frá var skýrt i blaðinu í gær. Hefst það hjá Smjörhúsinu kl. 2. — Hlaupið endar hjá miðbæjarskólanum. Lekhúsið. „Karlinn í kreppunni“ verð- ur leikinn í kveld. Aðsókn lieíir verið mjög mikil að leiknum, en óvíst mun — vegna sérstakra ástæðna — að hann verði sýnd- ur mjög oft úr þessu. Skugga-Sveinn verður leikinn í K. K. húsinu kl. 8 í kveld (20. sinn}. IJrottföf Esju var ákveðin á mánudagskveld, eins og auglýst var hér í blaðinu, en í gær fréttist, að ýmsir bænda- fulltrúar, sem hér eru á fundum, hefði farið fram á, að brottför skipsins væri'írestað til þriðjudags eða miðvikudags. Frá Akureyri. Hér hefir talsvert borið á bruggi í bænum í vetur, en lögreglan hefir látið sig það litlu eða engu skifta. En heyrst hefir, að Goodtemplarar ætli að taka málið að sér og gera húsrannsóknir víðsvegar um bæinn með vorinu. O. J. O. Hjónaefni. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú jóna G. Jónsdóttir, Borgar- nesi, og Ágúst H. Kristjánsson, Laugavegi 118. Félag talsímanotenda í Reykjavík heldur aðalfund sinn í Varðarhúsinu á skírdag kl. 2 miðdegis. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verður rætt mn nýju gjaldskrána. Atvinnumálaráðherra og landssímastjóra er boðið á fundinn. Að öðru leyti hafa félags- menn einir aðgang. Af véiðum komu í gær Bragi með 85 og Hilmir með 85 tn. lifrar. Línuveið- arinn ölvir kom áf veiðum i gær með góðan afla. Einnig komu nokkurir vélbátar af veiðum í gær og höf'ðu aflað vel. Fóru sumir þeirra á veiðar aftúr i gærkyeldi. „Má eg dctta?" heitir erindi, sem Pétur Magnús- son frá Jaðri flytur 5 Nýja Bíó kl. 2 miðdegis í dag. Frú Martha Kalman flytur þriðja og síðasta erindi sitt í húsi Guðsix;kifélagsins við Ingólfsstræti í dag kl. 3. Efni: Ahrif engla og deva á tilveruna. Allir velkomnir. Málverkasýningu hefir Jón Þorleifsson listmálari um þessár mundir i vinnustofu sinni, Blátúni við Kaplaskjólsveg. Sýningin er opin daglega kl. ix árd. til 7 sí'ðd. Senn er hver síðastur! Nú líður að þeim tima, sem dráttur fer fram í liappdrætti 1. R. öllum ber saman um, að sjaldan liafi sést hér jafn fall- egur vagn eins og „junior Fordinn", en sá,sem lireppir hann 21. apríl, getur einnig lx>r- ið um hversu þægilegpr hann er og skemtilegur í akstri. — Enginn veit hver hnossið lilýt- ur. Allir þurfa að freista ham- ingjunnar og kaupa miða. Z. Glímufél. Ármann. Stjórn félagsins biður þess getið, að drengir, sem æft liafa glímu hjá félaginu í vetur og taka vilja þátt í kappglímu um drengjahorn Ármanns síðasta vetrardag, eigi að gefa sig fram i síðasta lagi annað kveld, á æfingu í fimleikasal mentaskólans kl. 8—9. Sjómannastofan. Samkoma í dag kl. 6 síðd. í Varðarhúsiuu. Steingrímur Bene- diktsson talar. Allir velkomnir. Bethanía. Sambænastund kl. 2 e. h. í dag- Smámeyjadeildin hefir fund kl. 3L

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.