Vísir - 14.05.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1933, Blaðsíða 2
V I s I R Höfum fyrirliggjandi: Nokkra poka af góðum og ódýrum Sími: Einn-tveir-þrír-fjórir. BifreiOastOð fslands. Hafnarstræti 21. Sími 1540. Símskeyti Genf, 13. maí. United Press. - FB. Afvopnunarmálin. Stjómamefnd afvopnunar- ráðstefnunnar hélt fund í gær og afréð að hefja almennar mn- ræður á afvopnunarráðslefn- unni um afvopnunarmálin, til þess að gefa öllum fulltrúunum tækifæri til þess að láta skoð- anir sínar í ljós. Búist er við, að umræður þessar standi yfiv i nokkra daga, en þær liefjast sennilega fljótlega eftir helg- ina. London, 13. maí. United Press. - FB. Tollamálin. Samkomulag hefir orðið um, að hækka ekki innflutnings- tolla, á meðan á viðskifta- og fjármálaráðstefnunni stendur. .Sir John Simon liefir verið fal- ið að bjóða öllum rikisstjóm- um að fallast á jætta samkomu- lag, þó þannig, að eftir 31. júlí geti hvaða ríkissljórn sem er fallið frá samkomulaginu með mánaðar fyrirvara. Frá Alþingi í gær. Efri deild. Frv. til l. um bann við því að bankar og aðrar lánsstofn- anir greiði hærri vöxtu af inn- stæðufé en Landsb. tslands greiðir, var tekið út af dagskrá. Frv. til l. um varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til íslands var sömuleiðis tekið út af dagskrá. Frv. til l. um útflutn. saltaðr- ar síldar var umræðulaust af- gr. til 2. umr. og nefndar. Kreppulánasjóðurinn var til 1. umr. .1. Þorl. og Jón Baldv. gerðu ýmsar atliugasemdir við frv. og urðu út af því dálitlar umræður. Málinu var síðan vis- að til 2. umr. og landbúnaðarn. með 13 shlj. atkv. Jónas .Tóns- son var fjarverandi. Frv. til l. um heimildir til ýmsra ráðslafana vegna fjár- kreppunnar fór umræðulaust til 2. umr. og nefndar. Neðri deild. Frv. til l. um geldingu hús- dýra liafði tekið nokkrum breytingum í e. d., og var tekið til einnar umr. í neðri deild. Enn höfðu komið fram brtt. við frv., og voru þær samþ. og málið afgr. aftur til efri deild- ar. Steingr. Stþ. bar fram till. wr- Aiglfstð I V ISI. um að visa því til stjórnarinn- ar, en hún var feld með 11: 9 atkv. Frv. til l. um Flóaáveituna var afgreitt sem lög frá Al- þingi. Till. til þál. um kaup eða leigu á síldarbræðslustöð var afgr. til stjómarinnar sem á- lyktun Alþingis. Frv. til I. um samþyktir um sölu mjólkur og rjóma í kaup- stöðum var til 2. umr. Miklar umr. urðu um málið. Ól. Tliórs, og B. Ásg. mælti með frv., en P. Halld. og Magnús Jónsson á móti. G. H. vildi láta Iiæjar- stjórnir Rvíkur og Hafnarfj. fá frv. til athugunar áður en það væri samþykt, en Ól. Th. kvað báðar bæjarstjórnirnar eiga fulltrúa í þinginu, sem borið gælu fram athugsemdir þær, sem þær vildu gera við frv. Báðir andmælendur frv. voru sammála um það, að sam- þykt þess gæti haft illar afleið- ingar fyrir smærri framleið- endurna og kæmi liarðast nið- ur á þeim, sem dýrast veittist að framleiða vöruna. Fækkun sölustaðanna töldu þeir einn- ig óheppilega. Frv. var að loknum umræð- um samþ. og málið afgr. til 3. umr. Frv. iil l. um mjólkurbúa- styrk var til 2. umr. Stgr. Stþ. sagðistvera hlyntur máli þessu, en taldi réttara, að lála farr fram rannsókn á þvi, hvort mjólkurbúin þyrftu öll á styrk þeim að halda, sem farið væri fram á í frv. Þá taldi hann eigi rétt að gera mismun á Mjóllc- urfélagi Rvíkur og öðrum fél., þar sem ekki lægi neitt fyrir um það, hvort Jiað þyrfti á minni fjárstyrk að lialda held- ur en hin félögin. — Þegar hér var komið, var fundartími út- runninn og málið því lekið út af dagskrá og umr. l'reslað. Önnur mál voru og tekin út af dagskrá. Nefíidapálit frá meiri Iiluta stjórnarskrár- nefndar neðri deildar, um í'rv. til stjórnskipunarlaga um breyt- ing á stjórnarskrá konungsrik- isins Islands, 18. maí 1920, er nú komið fram og hljóðar svo: Þrír nefndarmenn (2 sjálf- stæðismenn og alþýðuflokks- maðurinn) liafa skilað tveimur minnihlutaálitum um málið, enda þótt atkvæðagreiðsla hafi eigi fram farið í nefndinni um frv. eða einstök atriði þess. — Verður því eigi sagt, að nefnd- in hafi formlega klofnað um málið, þótt nefndaráliti sé skil- að í þrennu lagi. 1. og 2. minni hluti vilja hvorirtveggja samþykkja frv. með nokkrum breytingum, en hvorirtveggja á þann veg, að þingmannatalan, 50, haldist óbreytt. Meiri hlutinn getur eigi fall- ist á, að rétt sé að samþykkja svo mikinn þingmannafjölda, Er það kunnugt, að kjósendur yfirleitt telja eigi rétt, að þing- ið sé svo fjölskipað, og i öðru lagi virðist meginreglu þeirri, sem andstöðuflokkar Fram- sóknarflokksins hafa aðallega liaft á oddinuin i kjördæma- máhnu, hinu flokkslega jafn- rétti, vera nægilega fullnægt, þótt jöfnunarþingsæti fyrir flokka séu eigi fleiri en 10 og þingmannatala 48. Og rétt er að taka það fram, að þótt vér samþykkjum, að láta taka eins mikið tillit til fyrmefndrar reglu, sem felst i tillögum vor- um, þá er það aðallega i sam- komulagsskyni við andstöðu- flokka vora, vegna vitundar um nauðsyn samstarfs á núverandi alvörutímum, en eigi vegna þess, að vér álítum rétt að leggja eins ríka áherslu á þessa reglu út af fyrir sig, lieldur áhtum vér, að taka eigi fyrst og fremst tillit til nauðsynja allra lands- hluta til nægilegrar fulltrúa- eignar á Alþingi og jafnréttis kjósendanna til þess að liafa á- hrif á fulltrúaval til Alþingis, livort sem þeir leggja aðal- áherslu á flokksfylgi eða per- sónufylgi vegna sérstaks trausts til þingmannaefna. Um ýnns einstök alriði frv. hafa einstakir þm. mciri hlut- ans óbundin atkv. Samkv. framanrituðu leggj- um vér til, að frv. verði samþ. með eftirfarandi breytingum: 1. Við 1. gr. í stað „50“ í fyrstu málsgr. komi: 48. 2. I stað „12“ í c-lið komi: 10. Alþingi, 11. maí 1933. Bergur Jónsson, form., frsm. Bjarni Ásgeirsson. Bernh. Stefánsson. Trvggvi Þórhallsson." Gnnnar Pálsson söngvari, sem er vel kunnur fyrir sönglist sína meðal íslend- inga og annara Norðurlanda- þjóða vestan hafs, kom hingað til bæjarins nú fyrir skömmu norðan af Akureyri, en þar hef- ir hann verið um tíma. Gunnar kom hingað snögga ferð frá Bandaríkjunum 1926 og söng þá nokkur lög i samsæti Vestur- íslendinga, en af því gat eigi orðið þá, að liann efndi til liljómleika, þótt hann væri eggj- aður á það. Vestan hafs liéfir Gunnar Pálsson dvalið mest í Cliicago og sungið þar og við- ar vestra á hljómleikum, í kirkjukórum sem sólisti og í úlvarp. Sá, er þetla ritar, telur sig ekki hafa skilyrði til þess að dæma um list Gunnars eða annara söngvara, en þess má geta, að Gunnar hélt nýlega tvo hljómleika á Akureyri, og fór Valdemar Sleffensen læknir, en hann er smekkmaður á jiessa hluti, cftirfarandi orðum um söng Gunnars: „Sönglífi bæjarins er eigi lít- ill fengur að þvi, að liafa heimt Gunnar heim aftur. — Eg hafði orðið þess lítilshátlar var, að hann er framúrskarandi góður kór-tenór, og á þessu kvöldi Penge at tjene En Mand nted Kapital, 1500 á 2000 Kr., og som vil g være med til stor Films Optagelse paa Island og Vest- * manöcme, bedes skrive til Bestyrer W. Jensen, Thors Passage 6, st th. \ Köbenhavn. j MQaaaaoaooQo;}aoQaaaaaQaao(3QQaQQaoQQcaQa;>aQoaaaQaaQOQc Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. sýndi liann það, að hann er af- bragðs einsöngvari. — Röddin björt, liá tenor-rödd, sumstaðar nokkuð grönn, en viðfeldin og hreimfögur oftast. Það er fljót- heyrt, að liann hefir notið góðr- ar kenslu og að röddin er vel tamin. Hann er og rnjög vand- virkur. — Söngskráin var vel valin. Af fyrsta hluta söng hann ágætlega „Still wie die Nacht“ og „Tonerna“, en miður „Mar- guerite“. íslensku lögin söng hann af hinni mestu prýði; vil eg sérstaklega taka til: „Ingjald- ur í skinnfeldi“ og „Draumur hjarðsveinsins“, þótt alt væri mjög gott. Hann sýndi alstaðar örugt vald yfir röddinni og sveigjanleik; ekki síst þegar hann söng veikt, en þar fatast flestum. Um ítölsku lögin er það að segja, að hann söng t. d. „Vesti la giubba“ snildarlega að mörgu leyti, og ekki þvingaði hann liæðin, en þó þótti mér eitthvað skorla, t. d. lipurð í meðferð og léttleika; aftur söng hann lagið eftir Wooler afbragðsvel; það- virtisl betur liggja fyrir hann, enda norrænt að eðli. Það er sjaldgæft, að norrænir menn syngi itölsk lög verulega vel; þeir ná ekki þeim ílalska eða rómanska anda. — Þessi söng- skemtun var með þeim allra bestu, sem hér er kostur á að lieyra og skaði hve illa hún var sótt, en eg er viss um, að fólk muni sækja vel, þegar það kynnist þessum geðþekka söngvara. Eg vil eggja þá, sem söng vilja læra, og þess eru umkomnir, á að læra söng hjá Gunnari, ]>vi liann kann áreiðanlega að kenna þá list. Frú Else, kona Gunnars, lék undir á flygel og gerði það með mestu sæmd.“ Nú hefir Gunnar í hyggju að efna til hljómleika liér í bæ inn- an skamms. Með skírskotun til framangreindra ummæla og annara vinsamlegra ummæla, sem G. P. hefir fengið fyrir söng sinn, má hiklaust eggja menn á að sækja söngskemtun hans. a. Cxxzxxxsxxgsxag Bæjarfréttir fl >0 OOQÖ I OO.F 3 = 1155158 = 81/,.§ Leikhúsið. „Þrettándakvöld“, hinn góð- kunni gamanleikur Shakespea- res, var sýndur i fyrsta sinn á fimtudaginn var fyrir f uli» liúsi áhorfenda, og fékk mjög góðar viðtökur. Nýir leikendur i mörgum af hlutverkunum. Næst verður leikið i kveld og er vissara fyrir þá, sem hafa hug á að komast á þá sýningn, að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. Hraungerðisprestakall. Cand. theol. Sigurður Páls- son var 9. þ. m. skipaður sók»- arprestur í Iiraungerðispresta- kalli frá 1. júní næstk. að telja. Þjóðernishreyfing íslendinga. Fundur verður haldinn í Gamla Bíó kl. 2 e. li. í dag, eina og auglýst var i blaðinu i gær. Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, kom til bæjarins í gær með Brúarfossi. Mun hann j dvelja hér um þriggja mánaða skeið. | Hjónaefni. Nýlega liafa birt trúlofun sína ungfrú Helga Sveinsdóttir, Suðurgötu 12 og Kristinn El- riksson vélsmiður, Vesturvalla- götu 4. Einnig hafa nýlega birt trá- lofun sína ungfrú Jóhanna VB- lijálmsdóttir frá Grindavík og Garðar Sigurðsson. Þá hafa og birt trúlofun snm ungfrú Sigríðúr Einarsdóttir og John Harry Bjamason sjómoð- ur. Leikfimissýning' bama úr austurbæjarskóla*- um verður kl. 2 i dag á Ausk- urvelli. Taka þátt í henni u* 200 böm. Kvennaskólanum í Reykjavik verður sagt upp mánudaginn 15. maí kl. 2 e. b» Athygli skal vakin á auglýsingu frá lögreglustjóra, sem birt er I blaðinu í dag. Samkvæmt lienai eru húseigendur eða umboðb- menn þeirra mintir á, aS lireinsa lóðir sinar og girða þær fyrir lok þessa mánaðar. „Að öðrum kosti vcrður þetta gesnt Bæjarins stærsta úrval af Teiknipappír, VÖhtslitapappír, pauspappír, millimetrapappír. Yfir 40 tegundir. Pappírs- og ritfangaversIunin „Penninn“ Ingólfslivoli. Sími 2354. Munið „Gopado“-teiknibólurnar, sem eru i málmöskjum, me# útbúnaði til að þrýsla bólunum inn og draga þær út. Rcynií eina öskju, og þér munið áreiðanlega ekki nota aðrar teikni- bólur framvegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.