Vísir - 17.05.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1933, Blaðsíða 2
VlSTB Höfum fengið aftur: Búðingsduft, ailar tegundir. Gerduft í bréfum og pökkum. Sími: Einn-tveir-þrír-fjórir. Biíreiðastöð íslands. Hafnarstræti 21 Sími 1540. Simskeyti Amsterdam, 17. mai, United Press. - FB. Stjómarmyndun í Hollandi / gengur erfiðlega. Dr. Colyn, leiötogi íhaldsmanna, hefir gefist upp viö aS mynda stjórn. Drottningin hefir því faliö hónum á hendur aö mynda ópóli- t'iska stjórn, Washington, 1(5. maí. United Press. - FB. Friðarboöskapur Roosevelt’s. Roosevelt forseti liefir sent boðskap til rikisstjórna allra ríkja, einnig Sovét-Rússlauds, um afvopnunarmálin, og eru tiIJögur hans í þrentur liðum. Hvetur hann allar þjóðir til þess að taka þátt í gerð sátt- mála iil varðveislu friðarins, en samkvæmt sáttmála þessum skuldbindi hver þjóð sig tit þess, hvaða deilumál sem um er að ræða, að senda eigi vopn- að lið út fyrir landamæri sín. Að öðru leyti leggur hann til: 1) Aknenn afvopnun fari fram í samræmi við tillögur þær, sem Ramsay MaeDonald, forsætisráðlierra Bretlands, bar fram og gerði grein fyrir í Genf. 2) Samkómulag verði um, hve löngum tíma megi verja til undirbúnings afvopnunarinn- ar og að ákveða innan hve langs tima afvopnunaráætlunin komi til framkvæmda. 3) Samkomulag verði um, að engin þjóð auki vígbúnað sinn umfram það, sem núgildandi samningar leyía, meðan eigi hafa verið teknar fullnaðar- ákvarðanir um þau mál, sem heyra undir lið 2. Roosevell kvað svo að orði, að ef nokkurt hinna voldugu rikja sendi vopnað lið út fyrir landamæri sín, til þess að út- kljá deilumál, mundi öllum lýð- um ljóst verða, hver ábyrgðina bæri. Kvað hann ekkert geta rétllætl, að nokkur þjóð tæki á sig ábyrgð af því, að grípa til slíkra ráðstafana. Forsetinn fór mörgum orðum um, að brýn- asla nauðsyn krefði, að þjóðim- ar gerði með sér hátíðlegt sam- komulag um að gripa eigi til vopná í árásar skyni og stað- festi hátíðlega, að þeim beri skylda til að" takmarka vigbún- að sinn og ganga þannig frá sáttmáia um þetta efni, að hver þjóð teldi sér skylt að virða það heit, að senda undir eng- um kringumstæðum vopnað lið út fyrir landamæri sín. Stjórnmálamenn era þeirrar skoðunar, að hin hátíðlega hvatning forsetans komi fram á réttum tíma og beri væntan- lega þann árangur, að hin hættulegu ágreiningsmál Frakka og Þjóðverja verði jöfnuð, en af þvi leiði aflur, að þær vonir rætist, sem menn í upphafi gerðu sér um afvopn- unaiTáðstefnuna. London, 17. maí. United Press. - FB. Ramsay MacDonald hélt ræöu í „Anglo-American Pilgrims So- ciety“, en hann var heiðursgestur á samkomu félagsins, og fór niörg- um og fögrum orðum um hina snjöllu ræðu Roosevelts forseta, sem hann kvað mundu marka tímamót í sögunni. MacDonald kvað Þjóðverja verða að gera sér Ijóst, að þótt Bretar vilji stuðla að því, að þeir fái fullan rétt á við hin veldin, verði þeir að sýna það svo óvéfengjanlegt sé, að athafnir þeirra verði í sam- ræmi við þær yfirlýsingar, sem þeir hafi áður gefið, að þeir vilji stuðla að því, að friðurinn varð- veitist. Frá Alþingi í g æ r . —o— Neðri deild. Stjórnarskrármálið. Bergur Jónsson, frsm. nefnd- ariimar, tók fyrstur til máls. Afsakaði hann drátt málsins, sem að mestu leyti liefði verið vegna veikinda sinna. Því næst ræddi þm. hrtt. þær, sem minni lxl. nefndarinnar háru fram. Kvað hann meiri hl. nefndarinnar geta faUist á kosningu varaþingm. í brtt. H. V. en ekki á landslistafyrir- komulagið. Hann kvaðsl og geta fallist á þá brtt. sjálfstæðismanna, að binda ekki uppbótarsætin við þau kjördæmi, sem aikvæða- munurinn er minstur i. Og mundi vera best að láta jie.Ua vera óbundið í stjómarskránni. Hann kvaðst- ennfremur geta fallist á að 2 þingm. yrðu fyrir fjölmennustu kjördæmin, en þó ekki á jiann hátt, að þeir væra kosnir hlutfallskosningu. Þá gerði jiingm. grein fyrir brtt. meiri hl., sem var sú, að uppbótarsætin skyldu vera 10 í stað 12, §em ákveðið var í frv. sijórnarinnar. Lægju tvær ástæður fyrir brlt. þessari. önnur, sem ekki gæti talist mikilvæg, væri sú, að menn væru yfirleitt mótfallnir liærri þingmannatölu. En hin, sem væri höfuðástæðan, væri sú, að meiri hl. nefndarinnar teldi vafalaust, að 10 uppbólavsæti mundu á liverjum tíma vera nægileg til jafnaðar milli flokkanna. Magnús Jónsson kvaddi sér næstur liljóðs. Hann kvað marg- sinnis hafa verið sýnt fram á jiað með nægum rökum, að rétt- ur kjósenda til áhrifa á full- tráavaiið væri, með kosninga- fyrirJajmulagi því, sem nú væri, mjög misjafn. Það væri vitað, að flokkur sá í landinu, sem að eins rúmur Jiriðjungur atkvæða stæði á bak við, hefði nú þá að- stöðu, að hafa meiri hluta full- trúanna, og væri það eingöngu vegna þessa úrelta fyrirkomu- lags. Það væri þó svo komið, að viðurkenning hefði fengist á því, að jiörf væri á að bæta úr þessum misrétti. Frv. það, sem hér væri til umræðu, væri á- vöxtur jiess starfs, sem milli- Jjinganefndin og samsteypu- stjórain hefðit leyst af hendi. Það væri að vísu langt frá jjvi, að réttur sá, sem Sjálfstæðis- menn liefðu krafisi með tili. sinum í milliþinganefndinni og með frv. sínu i fyrra, fengist með samþ. Jjessa frv. Fyrsti gallinn væri sá, að taka kjördæmaskipunina upp í stjórnarskrána. Það væri full- \íst, að slíkt fyrirkomulag gæti oft farið út í öfgar, og nefndi þm. nokkur dæmi jjess, einkum frá Englandi. Annar gallinn væri sá, að á- kveða tvímenningskjördæmi, án þess að Jjað jafnframt væri á- kveðið, að það skyldu vera f jöl- mennustu kjördæmin. Enn fremur væri Jjað stór galli, að leyfu ekki hlutfalis- kosningu í tvímenningskjör- dæmunum, þar sem hún myndi í flestum tibellum draga úr jjörf uppbótarsætanna. En fjölg- 1111 jjingmanna væri Jjó að eins réttlætanleg', að tilætlað jafn- rétti milli flokkanna næðist með henni. En þrátt fyrir galla jjessa liefðu Sjálfstæðismeun tekið fi*\r. jjessu með velvilja, m. a. vegna Jjess, að með Jjví væri fcngin viðurkenning á Jjví, að liér væri um réttlælismál að ræða. En til Jjess að bæta að nokkru leyti úr göllum fiv., hefðu Sjálfstæðismenn í stjórn- arskrárnefndinni borið fram breytingartill. sínar og liefir Jjeirra \erið getið hér i blaðinu áður. Loks kvaðst þingm. vona, að Jjingið bæri gæfu til að ganga frá máli Jjessu á viðunanlegan hátt og fulltrúum Jjjóðarinnar til sóma. En lil Jjess að nokk- ur von væri um slíka lausn málsins væri ómögulegt að ganga skemra en gert væri i frv. stjóraarinnar, að viðbætt- um brtt. Sjálfstæðismanna. Héðinn Valdimarsson gerði grein fyrir brtt. sínuni, og vildi jafnframt lielga þeim í'áu Al- þýðuflokksfulltrúum, sem sæti eiga á þin%i, allan heiður af ár- angi-i Jjeim, sem náðst hefir með baráttunni fyrir máli Jjessu. Yf- irlýsing Jjessi koin enguni á ó- vart, Jjví að Jjað er jafnan venja Jjeirra félaga, að eigna sér upp- tökin að öllum þeim málum, sem Jjingið hefir heiður af. Hins vegar kvað ræðumaður frv. Jjelta vera langt frá því að gefa fullan rétt. Sem dæmi Jjess sagði hann, að eftir siðustu at- kvæðatölum ætti Aljjýðufl. að fá 8 þingmenn skv. frv., en ætti eftir ströngustu réttlætiskröfum að fá 9y2. Forsætisráðh. kvað nú auð- sætt, að réttlætismál Jjetta væri að komast í höfn. Merkasta brtt., sem fran> liefði komið, væri fækknn uppb<)tarsætanna. Kvaðst liann vera á móti Jjví, að fækka Jjeim frá þ\a, sem ókveðið væri í fr\r., en Jjað væri Jjó ekki svo mikilvægt atriði, að afgreiðsla málsins gæti strand að á Jjví. Till. jafnaðarm. um landslist ann væri að visu okki mjög óaðgengileg. Kvaðst hann Jkj Rabarbarahnaosar til sðln. Afgreiddir i portinn Vonarstrætl 4. Magnús Th S Blðndahl h.f. 1 Slml 2358. £§ Þakjárn og slétt járn galv., bestu tegundb', þabsaum- ( ur, þakpappinn ,Samson sterki‘, sem ekki á sinn líka. Nýkomn- ar miklar birgðir. Verðið er að vanda hið lægsta. Tugavogirnap góðkunnu burðarmagn 250 kg., á kr. 54.00, eru komnar aftur til VERSL. B. H. BJARNASON. VERSL. B. H. BJARNASON. Frönskn borðhnlfarnlr óryðnæmu, sárþráðu eru komn- ir aftur, og forkrómaðir Gaffl- ar og Skeiðar, sem aldrei þarf að fægja. Verð og gæði mun betri en kostur er á að ia annarstaðar. VERSL. B. H. BJARNASON. fremur hallast að till. Sjálfstæð- ismannanna. Aðrar breytingar væru svo stórfeldar, að engin von væri um, að málið fengi framgang með Jjeini, eins og' nú stæðu sakir. Enn fremur töluðu H. Stpí'. og Sv. Ól. fjTÍr brtt. þeim, sem Jjeir háru fram við frv. Enn fremur urðu nokkur orðaskifti milli framsögum. meiri lilutans (B. J.) og Magn- úsar Jónssonar. M. J. kvaðst efa Jjað, að mál þetta næði fram að gauga, ef enn ætti að skerða þá litlu tryggnigu, sem væri í sljómar- frv. Ef Bergur Jónsson héldi að 10 uppbólarsæti væri nóg Jjeg- ar lilutfallskosningin í tvímenn- ingskjördæmunum væri ekki leyfð, lilyti liann að hafa kom- jst að Jjeirri niðurstöðu, að framsóknarflokkkurinn væri að tapa fylgi. Með öðru móii gæti ályktun hans elcki staðist. Með hlutfallskosn. i tvímennings- kjörd. væri enn fremur að nokkru leyti girt fyrir Jjað, að flokkur, sem hefði minni hluta kjósenda að baki séf, vrði bú- inn að fá meiri liluta þingsæta áður en til upphótarsætanna Jjyrfti að taka. Atkv.gr. um frv. fór á þá leið, að till. meiri lil. nefndarinnar var samþ. með öllum atkvæð- um Framsóknarmanna (15) ó mpti atkv. sjálfstæðis- og jafn- aðarinanna og Ásgeirs Ásgeirs- sonar. Aðrar till. voru allar feldar, nema till. jafnaðarm. um lands- listann og till. sjóbstæðism. um, að Iáta vera ókveðið í stjórnar- skránni, hvernig fyrir skuM komið kosningu uppbótarjjing- inanna. Þær voru báðar, skv. ósk forsætisráðh. teknar aftur til 3. umr. Frv. var siðan samþykl með 23:3 atkv. Nei sögðu: Jóh. Jós., M. J. og P. H., en H. V. og Viba. Jónss. greiddu ekki atkvæði. Þrettándakveld eftir W. Shakespeare hefir veriS leikið nú í 2 kveld viö ágæta aíe sókn. — Leikurinn er rááðskeinti- legur og a'.lur iitbúna'ður ágætur. — Lkki ætti Jjað að spilla ánægj* fólks að hinn vinsæli söngvapi Kristján Kristjánsson syngur | mjög skemtilega söngva me'ð unitf- I irleik hljómsveitar frá Tónlista- skólanum. — Hér að ofan er mynd af honum í hlutverkinu „Fífliö/. — Næst verður- leikiö á morgiai (fimtudag) ,og er vissara fyrír fólk að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. — * L. RITVÉLAPAPPÍR, hvítur, gulur, blár, grænn. Margar tegund- ir. Hvergi ódýrari! RITVÉLAKALKERPAPPÍK, svartur, blár, fjóluhlár, grænn og rauður. Sérstaklega ódýr, ef mikið er kevjit i einu. RITVÉLABÖND, ágæt tegund. Fyrir allar vélar, seni hér eru notaðar. Hvergi eins ódýr! T. d. að eins kr. 2.00 fyrir Re- mington Portable. Hvítur Kalkerpappír i stórum örkuin. Ágæt tegund. TEIKNIPAPPÍR, vatnsbtapappír, pausjjappír, millinretraijappir. Stærsta úrval bæjarins (yfir 40 tegundir). Pappíffs- og pitfangavepsl. „PENNINN“ Ingólfshvoli. Sími 2354.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.