Vísir - 28.05.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 28.05.1933, Blaðsíða 3
VlSíR Ávaxtahýði eða skemd aldini, sem roltan nær í, getnr veitt lienni fjörefnaforða til iangs tíma. En nóg er af því við sum- .íir búðirnar, að liúsabaki. En svo er annað. Sorpgeymsla bæj- arins, á Melunum, er algerlega óviðunandi, og hlýtur að vera klakstöð fyrir rottur, steinsnar frá miðjum bænum — svo ekki sé minst á ódauninn, sem legg- ur frá haugunum. Linur þessar eru ekki ritaðar lil þess, að gera lítið úr hinu mikla og nytsama verki, sem heilbrigðisfulllrúinn og menn hans vinna, við rottueitrunina. En þeir, sem bera ábyrgð á -sorphreinsuninni — væntanlega bæjarráðið -— verða að taka það mál til rækilegrar athugun- ar, og láta sér skiljast, að með- ferð sorpsins i höfuðstaðnum •er mjög fjarri þvi, sem heil- brigðisfræði nútímans krefst í þessu efni. G. Cl. Xeikhúsið. „Þrettándakveld" verður leikið í jkveld í síðasta sinn. Bifreiðafært er nú orðið unt flesta vegi hér syðra, þar sem bifreiðir ganga ann- .ars að' staðaldri á suntrin, svo sem fyrir Hvalfjörð, vestur í Stykkis- Jhólm og Búðardal o. s. frv. Ritaukaskrá Landsbókasafnsins 1932 er nú kontin út. Skrá þessari er hagað tíkt og að venju, að öðru leyti en jþví, að í hana eru tekin rit þau, sent prentuð voru hér á landi á ár- inu. Við árslok var bókaeign safns- ins 131.060 bindi, en handrit 8291. Af prentuðum bókum hefir safnið •eignast á árinu 2520 bindi (þar af .872 gefins, auk skyldueintaka). „Stærstur gefandi hefir, eins og oft- •ar hr. Ejnar Munksgaard forlags- bóksali í Kaupmannahöfn verið. Þá ber og þakksamlega að geta þess, að sænskur maður, sent ekki vill láta nafns síns getið, hefir gefið saín- inu ýmsar fágætar bækur, þar á nteðal Guðbrandsbiblíu með áritun Guðbrands biskups, og í glæsilegu bandi nteð hinu upphaflega skrauti. Handritasafnið hefir aukist um 35 bindi. Þar af hafa gefið eitt hand- rit hver: Aðalsteinn Kristjánsson, Winnipeg, Anna Friðriksdóttir, Reykjavík, Einar Arnórsson, hæsta- réttardómari, Guðbrandur Jónsson, rithöfundur, Jóhann Gunnar Ólafs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Er ekkert athngavert vlð sjðn jðar? Okkar útlærði „Refraktionisl“ athugar sjón yðar og mælir sjóndepru og skekkju nákvæm- lega og ábyggilega. Aljar rannsóknir framkvæmdar ókeypis. Viðtalstími frá kl. 10—12 og 3—7. F. A. THIELE. Austurstræti 20. A. W. Johnston, London, Pétur Sighvats, úrsmiður á Sauðárkróki, og sira Pálmi Þóroddsson. Bifreiðarslys. Það sorglega slys varð hér í bænum í gær, að átta ára dreng- ur varð undir vörubifreið og andaðist samstundis. — Hafði drengurinn hangið utan i l)if- reiðinni, fyrir framan afturhjól- in, en misti handfestu og fóru afturhjólin ydir hann. Málið er i rannsókn, en íullyrt er, að bif- reiðin liafi verið á mjög hægri ferð. Trúlofun. Nýlega hafa birl trúlofun sína ungfrú Sigríður Halldórs- dóttir, Hraunprýði við Reykja- vik og Guðmundur Guðmunds- son frá Fíflholtum í Landeyj- um. Es. Lyra kemur ekki þessa ferð, en annað skip kemur i stað lienn- ar, og er það væntanlegt á þriðjudagsmorgun. Es. Nova er væntanleg liingað í dag. Álafoss-skemtunin liefst kl. 4 í dag. Verður þar margt til skemtunar og sund- skálinn opnaður til almennrar notkunar. Utvarpstruflanir. Á fundi í Fél. útvarpsnotenda síðastl. miðvikudag var rætt um út- varpstruflanirnar. í nefnd til þess að athuga þetta mál og koma fram með tillögur, vorti kosnir: Steingr. Jónsson rafmagnsstjóri, Gunnlaug- ur Briem símaverkfr. og Höskuld- ur Baldvinsson rafvirki Var nefnd- inni fali'ð að tilnefna tvo menn sér til a'ðstoðar. Vísir hefir verið beðinn að minna menn á liina f jölbreyttu og góðu samkomu í fríkirkjunni í kveld kl. 81/2. Félag þjóðernissinna i Reykjavík heldur fund i Kaupþingssalnum kl. 5 e. li. í dag. Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur er, eins og sjá má af auglýsingu hér i blaðinu í dag, flutt í Aðalstr. 8. Arthur Gook er á förum héðan úr bænunt. Síð- asta samkoma hans verður í kvöld í Varðarhúsinu, kl. 8. Allir eru vel- komnir. Knattspyrnumót 2. flokks hefst í dag kl. 2% á íþróttavell- inum. Keppa þá K. R. og Valur. Verður þetta áti efa skemtilegiur og spennandi leikur, því að flokkar þeirra eru mjög jafnir og hafa bar- ist um sigurinn. undanfarin ár og sigrað sitt á hvað. — Mun marga 99 ORIGINAL 64 4-tíma gólflakk raeö klnkknskífamerkinn er fyrsta uppfinning þeirrar tegundar af lakki, sem ekkert ann- að liér þekt gólflakk jafrtast á við, að fenginni 5 ára reynslu liér á landi. Enda liefir það lilotið fjölda meðmæla frá hinum mörga húsfreyjum og málurum, sem það hafa notað í undanfárin 5 ár, síðan það byrjaði að flytjast til landsins. Lakk þetta þornar á 4 tímum. Sé það borið á að kveldi, er það glerhart að morgni. Gefur spegilfagran glans og springur ckki, jafnvel þótt dúkum þeim, sem það er borið á, sé rúllað upp. Lakk þctta má einnig nota á alt tré innanliúss, og er það hald- besta lakk, sem Jækkist. Leiðarvisir fylgir hverri dós, og sé farið nákvæmlega eftir setturn reglum, verður árangurinn liinn ákjós- anlegasti. Original“ 4-tíma gólflakk er mjög drjúgt í notkun. Lakkið er i V2, 1 og 5 kg. brúsum og' fæst i eftirtöldum verslunum: Versluninni Vaðnes, Laugavegi 28; Veiðarfæraversl. Geysir, Hafnarstræti; Verslun O. Ellingsen, Hafnarstræti; Verslun Sig. Kjartanssonar, Laugavegi 41; Járnvöruverslun Jes Zimsen, Hafnarstræti; Málarabúðinni, Laugavegi 20; Verslun Ferd. Hansens, Hafnarfirði. í heildsölu hjá undirrituðum. Reynið gólflakkið með klukkuskífumerkinu, þér munuð sannfærast um gæði þess. Forðist eftirlíkingar. Hjörtur Hansson, v;mboðsmaður verksmiðjunnar. Laugavegi 28. — Sími: 4361. „Godafbss“ fer á þriðjudagskveld kl. 10 í hraðferð vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 á þriðjudag. „Gullfoss" fer á miðvikudagskvöld um Vestmannaeyjar til Kaup- mannahafnar. Kemur við í Peterhead í Skotlandi með franska skip- brotsmenn, en þar verður mjög stutt viðstaða. Tjöld. Í Búum til tjöld af öllum stærðum og öllum gerðum. §8 Vönduð vinna. — Lágt verð. Teiðarfæraverslnnin Gejsir. Xdítill bí 11. Vil kaupa lítinn bil i góðu standi. Kontant greiðsla. Uppl. i sima 3125 og 4125. bæjarbúa fýsa að sjá þenna kapp- lcik. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Samkomur í dag, fyrir trúaða kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. Allir velkomnir. Bethanía. Samkoma í kvöld kl. 8J4- Jó- hannes Sigur'ðsson talar. Allir vel- komnir. Besta fepmingargjöfin er tvímælalaust reiölijól. Aldrei höfum við selt reiðhjól okkar með jafngóðu verði og nú, og eru þau nú ódýrari en nokkuru sinni áður. Sérstaklega viljum við vekja athygli á lvinum þjóð- kunnu reiðhjólategundum okkar, FÁLKINN, ARMSTRONG og CONVINCIBLE, sem eru eins vönduð að efni og öllum útbúnaði, sem frekast er unt, enda sannar hin feikna mikla sala jteirra ár frá ári hina miklu kosti þeirra. Nú eins og áður 5 ára ábyrgð á hverju hjóli. Nú er því tækifæri til a'ð fá sér reiðhjól með hag- kvæmara verði en fáanleg er annars staðar. Öll reiðhjól seld með hagkvæmum greiðsluskil- málum. Versl. Fálkinn, Laugaveg 24. 30°|0 afsláttur er gefinn af öllum tilbúnmn lampaskermum, vegglömpum, borðlömpum o. fl. Notið tækifærið. Skepmabiidin, Laugaveg 15. Sími 2300. Útvarpið. 10.40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í dómkirkjunni. (Síra Bjarni Jónsson). 15.30 Miðdegisútvarp. 18,45 Barnatími (Drengir úr 8. bekk A I Austurbæjar- skólanum). 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófónsöngur. Boito: Lög úr „Mefisto- fele“: Ave, Signor; Ridda e fuge infernale; Son lo spirito che nega (Chaliapine). II bel Gio- vanetto (Scala-kórinn, Milano). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Trúarlif íslend- inga. (Guðm. Finnboga- son). 21,00 Grammófóntónleikar. Mozart: Píanó-konsert i G-dúr. Lög eftir Mozart: L’ameró, saró constante úr „II re pastore“ (Nel- lie Melba). Lög Drotn- ingar næturinnar úr ,Töfaflautunni“ (Ebba Wilton). O, du som lever i min Tanke, úr „Töfra- flautunni“. „Helge Niss- en og Ida Möller). Ave verum (Maartje Offers). Danslög til kl. 24. Til bágstadda fjölskylduraannsins. 5 kr. frá Guðrúnu, 20 kr. frá N. N. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.