Vísir - 19.06.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1933, Blaðsíða 2
V ÍSIR Höfum fyrirliggjandi: Tvinna Gæðin óviðjafnanleg - Coats, 6-þættan. Kerrs 4. þættan. - verðið lágt.* Símskeyti —o— » Washington, 17. júní. United Press. - FB. Roosevelt og verðfestingar- áformin. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum kveðst Roosevelt forseti ekki geta fallist á tillögur þær sem fram hafa komiö, unt verS- festingu. London. 17. júní. United Press. - FB. Tollalækkun? Fulltrúar Bandaríkjanna á við- skiftamálaráðstefnunni hafa lagt til, að allir innflutningstollar verði lækka'ðir unt 10%, en einnig að framlengt verði samkomulagið um tollahléið. Washington, 19. júní. United Press. - FB. Skuldamál Evrópuríkja. Bandaríkjastjórn hefir hafnað niálalcitan Frakka út af skulda- inálunum. Er frakkneska stjórnin mint á það, að Frakkland hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar 15. des. s. 1. né 15. júní þ. á., en ítölsku stjórninni hefir verið tilkynt, aö Bandaríkin séu fús til samninga, en greiðslan, sem fram hafi farið ($ 1.000.000) sé ekki veruleg og hætt sé við, að það muni vekja óánægju á þjóðþinginu, að greiðsl- an var ekki stærri en þetta. F'innsku stjórninni var mjög vin- samlega boðið upp á samninga um greiðslu skuldanna. LJtan af landL Akureyri, 18. júní FB. Mentaskólanum var sagt upp í gær. Fjórtán nemendttr luku stúd- entsprófi, 11 með I. eink., 3 meo II. eink., þar af tveir utanskóla. Einn utanskólasveinn stóðst ekki prófið. 48 luku prófi úr gagn- íræðadeild. Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga stendur hér yfir. Sitja hann um 50 fulltrúar, auk forstjóra, framkvæmdarstjóra og stjórnarmeðlima. Forstjóri kom þó fyrst í gær ásamt Jónasi Jónssyni irá Hriflu. Hingað eru komin tvö af leið- angursskipum Lauge Kochs Græn- landsfara, Gustav Holm og Godt- haab. Hafa þau flugvél meðferðis. Bíða skipin hér foringjans, sem væntanlegur er á G.s. íslandi frá Reykjavík. Iþróttamót norðlensku íþrótta- félaganna í í. S. í. átti að hefjast hér í gær, vegna kulda og rigning- ar, Var frestað þar til í dag, eí veður skánaði. Þar átti að minnast Jóns Sigurðssonar áður en íþrótt- ir byrjuðu, en varð ekki af. Það eina, sem var þvi til hátíðabrigðis 17. júní var, að fánar blöktu á rokkrum stöngum, og að Pétur Á. Jónsson hélt hér söngskemtun. Samvinna? —o— Það hefir lítið orðið úr þeim ráðagerðum Jónasár Jónssonar, áð bola frá þingmensku þeim þingmönnum I'ramsóknar- flokksins, sem honum þótti reynast sér óþarfastir á siðustu þingum. Tilraunirnar voru gerðar, það vita menn, en ár- angurinn varð lítill eða enginn. Allir þingmenn Hokksins verða í kjöri við næstu kosningar, nema Sveinn í F'irði, og mun það ekki vera fyrir þá sök, að Jónasi hafi fundist það varða mestu, að bola bonum frá, lield- ur mun liitt valda, að Sveinn bafi sjálfur kosið sér það hlut- ! skifti, að fá hvíld frá þingstörf- um. — Það voru aðrir þingmepn, sem Jónas lag'ði mest kappið á að leysa frá störfum. Þó að lionum hafi ef’ til vill fundist, að jafnvel Sveinn gamli væri ekki orðinn alls kostar „ein- j faldur“ í sinni þjónustu, þá ! voru þó margir aðrir, sem höfðu gert sig berari ^jð því, að virða ! vilja lians að vettugi. Meðal þeirra manna, sem Jón- asi var áreiðanlcga mest ábuga- mál, að ekki ætti afturkvæmt á Alþing, voru þeir Bjami Ás- 1 geirsson og Jörundur Brynjólfs- son. Það er líka kunnugt, að gerðar voru harðvítugar til- raunir lil að kóma i veg fyrir framboð þeirra beggja. E11 Jón- as fékk engu um þetta ráðið. Þrátt fyrir allan undirbúning- inn á flokksþinginu i vetur, þrátt fyrir það „afrek“ þeirrar samkundu, að koma öllum völd- um innan flokksins, svona á pappimum, i bendur Jónasar, þá mistókst þetta algerlega. — Jónas fékk engu ráðið um fram- boðin, jafnvel óvist, að Iiann fái ráðið því, bver verður eftir- . maður Sveins í Firði. í Það verður þó að taka fram, ; að þetta á ef lil vill að eins við um það, hvaða þingmannaefni voru boðin fram, en ekki um i liitt, livar ekki var boðið fram af flokksins bálfu. —■ Við síð- ustu kosningar liafði l'ramsókn- arflokkurinn menn í kjöri í fleiri kjördæmum en nú. T. d. í Reykjavik og Norður-ísafjarð- arsýslu. Það er nú fullvíst, að í Reykjavík verður ekkert fram- boð af flokksins liálfií, og' senni- lega verður það ekki heldur í Norður-ísafjarðarsýslu. Þessu hefir Jónas væntanlega fengið að ráða. Og það er aug- ljóst í hverju skyni liann lief- ir látið niður falla framboð í þessum kjördæmum. í þessum kjördæmum er jiað cf til vill bugsanlcgt, að jafnaðarmenn gæti unnið þingsæti með til- styrk framsóknarmanna. Það er þó að eins hugsanlegt. Það eru engar líkur til þess. Það hefði ef til vill mátt telja ein- bverjar líkur til þess, ef fram- boð befðu komið frá „Þjóðem- isbreyfingunni“. Og söm er gerðin Jónasar, þá að vonbrigði ein verði úr. En með þessum bætti liefir liaun nú bugsað sér að afla sér tryggra fvlgismanna í flokki jafnaðarmanna á þingi, þegar allar vonir um aukið fylgi innan framsóknar væri brostn- ar. — En það er ef lil vill alveg rangt að tala um „samvinnu“ i þessu sambandi. „Samvinnan“ virðist alveg einhliða! Því að bvaða greiða gera jafnaðar- menn Jónasi í staðinn? — Jón Baldvinsson býður sig fram í Snæfellsnessýslu, Jónas Guð- mundsson og Á. Á. í Suður- Múlasýslu. — Það virðist því svo, sem Jónas ætli sér að þjóna jafnaðarmönnum í Reyk- javík og Norður-ísafjarðarsýslu fyrir ekkert. — Og það er ]rá væntanlega af þvi, að liann tel- ur sér eins mikinn gróða af þeirri þjónustu eins og jafnað- armönnum. Það er bara dálítið lilálegt, að framsóknarflokkurinn i Reykjavík, sem í útvarpsum- ræðum í vetur lét það boð út ganga, víðs vegar um land, að bann væri i svo örum vexti, að bann væri alveg^ að ná völdun- um af Sjálfstæðisflokknum í bænum, skuli nú með öllu týnd- ur, svo að ekki sést örmul eft- ir af honum. Það befði þó sann- arlega mátt ætla, að bann befði gripið fegins bendi fyrsta tæki- færið, sem honum gafst, til að sýna vöxt sinn og viðgang. VlSskiftamál ÞjáBverja og InndónaráBstefnan. Berlín, í júní. United Press. - FB. Þjóðverjar álíta alment aðal- viðfangsefni viðskiftamálaráð- stefnunnar, sem nú er haldin í London, að lækka tollmúrana og gera með því viðskiftin þjóða milli greiðari. Að því er viðskifti Þjóðverja og flestra annara þjóða snertir, má segja, að höfuðágreiningsefnin bafi verið leidd til lykta með sam- komulagi, við liverja einstaka þjóð. Viðskiftasamningar eru nú svo algengir þjóða milli, að segja má, að viðskifti yfirleitl séu samningaákvæðum báð að meira eða minna leyti. Við- skiftadeilumál, sem Þjóðverjar bafa átt við að stríða, að und- anförnu, befir fljótlega náðst samkomulag um. Þannig sagði Svissland upp viðskiftasamn- ingum sínuin við Þjóðverja i febrúar 1932, en í liaust er leið var nýr samningur gerður. ítal- ir og Þjóðverjar áttu í deilum í október 1932, sem leiddu til ]iess að viðskifti milli þeirra bættu að mestu um stundar- sakir. Deilan var éit af gjald- eyrismálum. Sættir tókust er Þjóðverjar létu af sínum upp- baflegu kröfum. Deila hófst milli Þjóðverja og Argentínu- manna i des. 1932, þegar Ar- gentína veitti Bretlandi sérstök viðskiftahlunnindi. Töldu Þjóð- verjar það brot á viðskifta- samningi Argentínu og Þýska- lands. Gripu þeir til mótráðstaf- ana með tollaliækkunum, en samkomulag náðist í febrúar s. 1. Þjóðverjar veita nú ckki öll- um þjóðum, er þeir skifta við, blunnindi eftir sömu reglum, en sérstakir samningar eru gerðir við bvern aðila, eftir því hvern- ig viðskiftum Þjóðverja og lians er háttað. Af þessari stefnu liefir leitt, að auðveldara befir verið að takmarka innflutning landbúnaðarafurða. Þangað til fvrir skömmu var viðskifta- Mótor- sláttuvél bandbæg og auðveld í notkun fyrir einn mann, en slær á við s e x. Til sýnis og' sölu hér á staðnum. Lágt verð. Þðrður Sveinsson & Co. jöfnuður Þjóðverja ekki óliag- stæður, enda hafði verð fallið meira ó hráefnum o. f 1., er þeir flytja inn, en ýmsum afurðum, sein þeir flytja út. Einnig ber að taka með í þennan reikning mikla vélasölu til Rússlands. Að svo stöddu verður þó eigi unl að kveða upp neinn spádóm um viðskifti Þjóðverja við aðr- ar þjóðir í nánustu framtið, en fulltrúar þeirra munu beita sér fyrir því, að samkomulag' náist um lausn ú þeim vandamálum, scm glímt er við á ráðstefnunni. unni. Viískiftamál Anstorrlklsmanna og Lnndúnaráð stefnan. —o— Vínarborg, í júní. United Press. - FB. Austurrikismenn eiga við mörg vandamál að stríða og bafa átt alt frá því friðarsamn- ingarnir voru gerðir. Austur- ríkismenn gera sér nú þær von- ir, að eitthvað verði gert á við- skiftamálaráðstefnunni í Lon- don, til þess að létta róðurinn fyrir sér, eittbvað, til þess að bæta um fyrir það, hvernig með Austurríki var farið, er friðar- samningarnir voru gerðir, því til þeirra má rekja viðskifta-erf- iðleika Austurrikismanna. En viðskiftamáiin eru ekki einu vandamálin, sem Austurrikis- menn éiga við að stríða. Þjóðin er þrískift í stjórnmólunum eða skiftist, réttara sagt, í þrjá sterka flokka eða flokkasam- steypur. Á að giska einn þriðji bluti þjóðarinnar er sagður blyntur þjóðfcrnisjafnaðar- mönnum og leiðtogar þeirra, sem mjög dá Hitler, en liann er Austurrikismaður, sem kunn- ugt er, spá þvi, að þeir nái völd- unum í landinu innán órs. Ann- ar þriðji blutinn ótlast það meira en alt annað, að þjóð- ernisjafnaðaðarmenn komist til valda, en laka eigi virkan þátt í barátlu gegn þeim. — Þriðji Iilutinn er staðráðinn í að berj- asl gegn þjóðernisjafnaðar- mönnum með oddi og egg. Leið- togi þessara manna er lílill mað- ur og ekki þreklegur, kanslari austurrísku sambandsríkjanna, Fbigelbert Dolfuss, en liann er maður ákveðinn og viljasterkur. Hann liefir vcrið við völd um árs bil, því að liann gerðist kanslari ]). 20. maí 1932. Ilann befir barist djarft og liöggvið til beggja banda, barist við „Marx- islana“ annars vegar, en þjóð- ernisjafnaðarnjenn hins- vegar. En um leið og bann hefir átt í höggi við þessa tvo flokka, sem báðir eru öflugir, hefir Dolfuss Skrift. Þeir, sem kynnu að óska að fá leiðbeiningu hjá mér í skrift nú i sumar, geta fengið einka- tíma, fleiri eða færri, eftir þörf- um. — Guðrún Geirsdóttir. Laufásvegi 57. Sími 3680. tekist að bæta mjög fjárhag rík- isins, eins og margvottað er af fjármálasérfræðingum alþjóða- bankans og fjármálanefníl Þjóðabandálagsins. Mælt er, aS Dolfuss hafi sýnt svo frábæran dugnað í að rétta við fjárhag rikisins, að einsdæmi megi beita í Evrópu á síðari árum. Nýtur hann því mikils ábts heima fyr- ir og erlendis og hefir ábt manna á honum aukist mjög fvrir baráttu bans gegn þjóð- ernisjafnaðarmönnum, sem eru taldir vera studdir mjög öflug- lega af þýskum skoðanabræðr- um sínum. Rottoplágan. , —o— Út af binni ágætu grein dr. Gunnl. Claessen liér i blaðinu á dögunum, þar sem bann m. a. brýnir fyrir húseigöndum hér í bæniun, að vanda betur sorp- ilát sin, en verið liefir að þessu, og gæta þess vandlega, að rott- ur komist ekki í æti innanhúss eða utan, vildi eg segja frá einu dæmi er sýnir, bvilík er mergð Jiessara skaðsemdar-dýra hér i bænum og nágrenninu, og' bversu mjög' má fækka þeim með gildrum, ef unnið er að því af alúð. Við eilt af sjúkrahúsum i'ík- isins er gamalt fjós, sem nú er bætt að nota samkvæmt upp- haflegum tilgangi. — Eru nú geymd þar svín og endur og ef til vill fleiri abfuglar. 1 þessu gamla fjósi bafa rottur teluð sér bólfestu og orðið liinn mesti sægur. Iiefir þeim fjölg- að jafnt og þétt, þrátt fvrir all- ar eitranir. Sumir lialda þvi fram, að rottur, sem sýkjast af eitri, en drepast ekki og bjarna við aftur, verði varar um sig á eftir og snerti ekki við eitruðö bfauði eða öðrum matvælum. Mun eitthvað liæft i þessu og veit eg örugg dæmi þess, að rottur liafa ekki snert við eiti'- uðum matvælum, þó að ekkert annað ætilegt væri að liafa •— að því er menn vissu — þar sem þær höfðpst við. •— Er Ijóst af þessu, að þær muni bafa vit til þess að varast hættuna. Því þarf ekki að Iýsa, liversu miklu tjóni rotturnar valda, bæði á matvælum og öðru. 1 sveitum grafa þær sundur og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.