Vísir


Vísir - 16.07.1933, Qupperneq 2

Vísir - 16.07.1933, Qupperneq 2
v r s i h Sími: 1234. Málarap I Gætið þess, að á hverri dós, sem þér kaupið af málningu og lökkum, standi nafn A.S. SADOLIN & HOLMBLAD Það besta er ætíð ódýrast. LandshOfBlngjafrú Eiín Stephensen andaðist í gær. Æfiatriða þessarar merkis- konu verður siðar getið liér í blaðinu. Atvinonleysið. Er það af völdum jafnaðar- manna? Jafnaðarmenn liafa löngiun hamrað á því, að atvinnuleysið í Reykjavík væri alveg sérstak- lega að kenna Sjálfstæðis- mönnum. Það vita nú allir að vísu, að atvinnuleysið er ekk- ert sérstakt ReykjaVíkur fyrir- brigði, heldur er það sameigin- legt böl allra þjóða, og stafar af þvi að verðlag svarar ekki til framleiðslukostnaðar. En það er vert að athuga, hvað jafnaðarmenn gera sér- staklega til þess að firra Reyk- vikinga atvinnuleysi. — Þeir gaspra mikið um það að út- gerðin i Reykjavík sé að ganga saman, framleiðslutækin séu að flýja bæinn undan óstjórn „íhaldsins“. Það liefir borið töluvert á því, að framleiðslutæki hafa flutst úr Reykjavík tfl Hafnar- fjarðar. En livers vegna? Bein- línis vegna þess, að framleiðslu- kostnaðurinn er minni í Hafn- arfirði, fyrst og fremst kaup- gjald. Jafnaðarmenn ráða kaup- gjaldi á háðum stöðunum. Þeir hafa það miklum mun lægra í Hafnarfirði. Ef maður i Reykjavík vill vinna fyrir lægra kaup en „Dagsbrúnar- taxta“, þá er hann eltur á rönd- um, svívirtur og lirakinn af alþýðuforkólfunum. En þó að allir verkamenn í Hafnarfirði vinni fyrir miklu lægra kaup, og dragi þannig vinnu frá verkalýðnum í Reykjavík þá er eklcert við þvi sagt. — En hver er nú í raun og veru mun- urinn á þessu tvennu? Þetta er ekki sök verkamannanna í Hafnarfirði. Þeir aðhafast ekk- ert óheiðarlegt, þó að þeir setji sér sérstakan kauptaxta. Það er sök foringjanna, fjTst og fremst foringjanna í Reykja- vík. Og slík er umhyggja þeirra fyrir atvinnuleysingjúnuin héma. Hinsvegar er stjórn jafnaðar- manna á bæjarmálefnum Hafnarfjarðar svo bágborin, að slíks munu vart dæmi hér á landi. Bæjarsjóður Hafnar- fjarðar hefir árum saman ver- ið í algerðum greiðsluþrotum. Tekjur bæjarins eru étnar upp fyrir sig fram, svo að nú mun láta nærri, að það muni fullu ári. í þetta ásigkomulag vilja jafnaðarmenn líka koma Reylcj avíkurbæ. En mundi það vera af um- hyggju fyrir verkalýðnum i bænum ? Kjósið C-listann! Kanpið í vegfavinnunni. „Alþýðublaðið“ liefir nú dag eftir dag lesið bölbænir miklar yfir „íhaldinu", og ])á sérstak- lega bæjarstjórnar-„íhaldinu“, út af þvi, live lágt kaupið við Sogs-vegagerðina eigi að vera. Blaðið veit það vel, að bæjar- stjórnin ræður engu um það, livaða kaup er greitt fyrir þessa vinnu. Það veit það líka, að vegavinnukaup rikissjóðs hefir alla tið verið langtum lægra en verkakaupið í Reykjavík. Alþbl. hefir við og við verið að „mjálma“ eitthvað út af þessu, en því hefir ekki fvlgt meiri al- vara en svo, að þrátt fyrir þetta studdi alþýðuflokkurinn stjórn framsóknarflokksins i 4 ár, og lagði með því blessun sina yfir hið lága kaii]) í vegavinnu ríkis- sjóðs. Og vafalaust mundi al- þýðuflokkurinn enn fús til þess, að styðja Jónasarliðið til valda, hvað sem vegavinnu- kaupinu líður. 1 annan stað skammar „Al- þýðublaðið“ vegamálastjórann fyrir þessa kaupkúgun. Hann hefir nú þegar svarað fyrir sig í Alþýðublaðinu sjálfu, og' einmitt bent á það, að liér sé ekki um neina nýbreytni að ræða. En liann ber þvi hinsveg- ar ekki við, að ráðlierra, en ekki liann, hafi úrslitavaldið í þessu máli, sem þó allir mega vita. Og sá ráðherra mun vcra at- vinnumálaráðherránn, svo að sjálfstæðisflokkurinn ræður engu um þetta, að minsta kosti ekki meira en alþýðuflokkur- inn réði um vegavinnukaup í tið Jónasar og Trj'ggva. Hitt er augljóst, að sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn Reykja- víkur, ekkert síður en aðrir | Reykvíkingar, mundu kjósa það helst að kaupið væri hærra en það hefir verið ákveðið. Það er auðsætt þegar af því, að það mundi létta á atvinnubótaút- gjöldum bæjarsjóðs með haust- inu, ef sumarkaup verka- manna væri liærra. Og það er auðvitað ekkert annað en blá- ber vitleysa, að vegavinnukaup- ið geti nú, fremur en áður, vald- ið almennri kauplækkun. Það getur það ekki fremur en í stiórnartíð Framsóknar- og Al- þýðuflokksins á árunum 1927— 1931. Kjósið C-listann! Ef liver einasti Sj álfstædismadur kemur á kjörstað í dag, þá kemst HéOinn olíukdngur ekki á þing! Hósmæðnrnar og’ forsprakkarnir. Eg lield að það liafi verið Haraldur Guðmundsson, sem þ. 1. maí hélt ræðu á Austurvelli, sem fyrstur reyndi að læða þeirri hugsun inn lijá kvenþjóð- inni að af því kaffitollurinn o. s. frv. hefði verið hækkaður, væri alveg sjálfsagt að snúa með öllu baki við grályndum framsóknarmönnum og illvilj- uðum ihaldsmönnum, en vera blíðar og góðar við liina elsku- legu Alþýðuflokksmenn, og þá væntanlega bestar við þá for- sprakkana, sem hafa orðið feit- ir og sællegir i bankasljóra- stöðum, eins og Jón Baldvins- son og Haraldur Guðmundsson, eða orðið vellríkir á olíusölu, eins og Héðinn Valdimarsson. Það er nú ef til vill furðu fjarri því, að þvi er vel flestar islensk- ar konur snertir, að þær séu neitt blíðar í lund til þessara manna, þvi að þess verður í rauninni ekki vart, þegar vel er að gáð, að þeir liafi barist fyrir áhugamálum kvenna af neinum eldmóði eða fengið nokkuru á- gengt í þeim efnum. Þeir hafa yfirleitt ekki haft. aðstöðu til þess að liafa úrslitavald á nokk- ur mál á þingi, nema þánn tima, er Jónas Jónsson átti sæti i stjóminni, og mun það lengi verða í minnum haft, livernig þeir notuðu sér þá aðstöðu, m. a. urðu þá tveir forsprakkanna bankastjórar. En eg kem að þessu betur síðar. Þessir menn og fleiri liafa hinsvegar löngum alið á ríg stétta milli og sumir hinna forsprakkanna liafa geng- ið langt í því, að gera ósann- gjarnar kröfur, þegar vinnu- deilur eru á ferðinni, og konur sjómanna og verkamanna, sem atvinnuþurfar eru, kunna þeim litlar þakkir fyrir. Þær vita sem er, að atvinnurekendur bera ekki illan liug í brjósti til verkamanna og vilja greiða þeim sómasamleg laun, en þeim hefir stöðugt verið gert erfiðara fyrir i þeim efnum, vegna fram- komu ríkisvaldsins gagnvart þeim, og mest, er þeir menn voru við völd, sem jafnaðar- menn studdu beint og óbeint. Forsprakkarnir þykjast víst hafa góð tök á verkamönnum og sjómönnum. Þeir þykjast vist geta fengið þá til þess að sam- þykkja eitt og annað á fundum í Dagsbrún og Sjómannafélag- inu, en það er fjarri því að fuudarmenn séu altaf ánægðir með allar þær tillögur sem þeir koma með. En eg hygg nú, að forsprakkarnir hafi stundum komist að raun um, að bæði konur sjómanna og verka- manna geti verið sjálfstæðar í lund og að þær liafi óbeit á allri skoðanakúgun. Satt að segja liafði eg nú búist við, að Al- þýðublaðið mundi guma mikið af því nú fyrir kosningarnar, enn meira en áður, hve mikla blessun forsprakkarnir hafi inn- leitt hér i bæ og víðar, þeg- ar stofnað liefir verið til verk- falla á erfiðleikatímum. Sjálfir hafa þeir víst ekki lagt mikið af mörkum til bágstadds alþýðu- fólks núna i kreppunni, en alt liefir verið vanþaklcað, sem aðr- iri hafa gert. Þeir lialda víst að húsfreyjur verkamanna reyni ekki að gera sér neina grein fyr- ir þeim vandamálum, sem uppi eru með þjóðinni, og að þær taki alt fyrir góða og gilda vöru, sem í Alþýðublaðinu stendur. En því fer fjarri. AÍ' allri þeirri vitleysu, sem þar hefir komið, og það er ekkert smáræði, eru fávislegastar greinar þær, sem blaðið liefir birt að undanförnu. Þar er ver- ið að reyna að koma þeirri hugsun inn hjá húsmæðrunum, að alt sé orðið svo dýrt, m. a.v kaffi, og alt sé þetta framsókn- armönnum og sjálfstæðis- mönnum að kenna, en for- sprakkarnir engilhreinu liafi barist á móti tollhækkunum af eldinóði og einskærri um- hyggju fyrir alþýðu manna. En húsfreyjurnar hafa nú áreiðan- lega margar hugsað út í það, ])Cgar þær liafa gætt sér á þessu rándýra kaffi, sem Alþbl. er alt af að tala um, að kannske liefði kaffið ekki hækkað í verði, né margt annað, ef * sjálfstæðis- menn hefði verið áfram við völd 1927. Húsfreyjurnar vita vel, að frá þeim tíma, er fram- sóknarmenn tóku við stjórnar- taumuuum 1927 með tilstvrk jafnaðarmanna var byrjað á gegndarlausri eyðslu ríkisfjár, bitlingaustri, blekkingum og svikum. Ef skynsamlega hefði verið stjórnað liefði verið liægt að grynka á skuldum og safna fé til vondu áranna, en þegar þau komu var búið að eyða öllu og taka rándýi* lán þar á ofan. Á þessari ráðsmensku bera i'or- sprakkarnir ábyrgð eigi síður en framsóknarmenn, og það er bein afleiðing af fjármála- stjórninni frá 1927 og þangað til samsteypustjórnin var ] mynduð, að þjóðin hefir átt miklu erfiðara en þurft liefði að vera, ef gætnir og forsjálir menn liefði farið með völdin. Fjaðrirnar, sem forkólfar jafn- aðarmanna eru að skreyta sig með eru því svikin vara, og það sjá islenskar konur ekki síður en aðrir, sem nú munu snúa baki við þeim, þótt þær hafi fylgt þeim til þessa. Kaffið er dýrt, en vel mcga þeir Héð- inn, Jón og fleiri vita það, að húsfreyjurnar bíða þeirra tima með eftirvæntingu, að sjálfstæðismenn fái tækifæri til þess að ganga að þvi einir, að rétta við hag lands og þjóðar. Þá mun öllum líða betur og þá munu menn' ekki þurfa að kvarta yfir háum tollum og sköttum, því að stefna sjálf- stæðismanna í fjármálum er þannig, að liagur ríkis og þjóð- ar verður góður, ef henni er trúlega fylgt, en af því leiðir að ekki þarf að iþyngja þegnunum eins og nú heíir verið gert vegna sameiginlegra synda framsóknarmanna og jafnaðar- manna. Kona. Símskeytl London, 15. júlí. United Press. - FB. Skipsbruni. Loftskeyti hal'a borist til New-York um að olíutankskipið „Cites Scrvice Supply sé að brenna fram undan Wil- lington i Norður-Carolina. 16 manns hefir þegar verið bjarg- að, en skipstjórinn er enn um borð við tuttugasta mann. Mjög slæmt er í sjóinn og gerir það björgunartsarí'ið erfitt og liæltulegt. Tvö skip eru á vett- vangi. Síðar: Olíuskipið „Cites Ser- vice Supply“ er nú sokkið. Skip- stjórinn og tveir menn aðrir fórust. Aðrir björguðust um borð í skipin sem viðstödd voru. Rauðn flokkarnir. Jónasarmenn, jafnaðarmenn og kommúnistar eru slegnir ótta. Þeir óttast að alþýða manua muni snúa við þeim bakinu fyrir fult og alt, er kjósendurnir ganga að kjör- borðinu á sunnudaginn. Þess vegna lála þeir svo, sem Sjálf- stæðismenn, viðreisnarmenn- irnir, einu mennirnir, sem liafa sýnt það að þeir kunna að sljórnafjármálumríkisinsvilur- lega og samviskusamlega, bíði óttaslegnir kosningaúrslitanna. í vaðli sinum úin þenna i- myndaða ótta, sem sjálfstæðis- raénn eiga að bera í brjósti. telja þeir jafn vel að sjálfstæð- ismenn séu „liræddir við fjár- málastjórnina“ og „eyðslu- skuldirnar“, en það sanna er, að forsprakkar jafnaðarmanna og Jónasarmennirnir eru hræddir við afleiðingarnar af fjármálastjórninni og eyðslu- skuldunum, sem þeir bera á- byrgð á, fjármálastjórninni frá því árið 1927 og þangað til að samsteypustjórnin var mynd- uð, og eyðsluskuldunum, sem teknar voru cr Jónas, Tryggvi og Einar stjórnuðu með „lilut- leysis stuðningi“ jafnaðar- manna. En sjálfstæðismenn eru ekki óttaslegnir, því að þann 16. þ. m. falla rauðliðarnir, Jieir grímuklæddu og griinulausu, á öllum sínum óliæfuverkum, og þjóðin mun aldrei trúa þeim framar, því að liún óttast af- leiðingarnar af að hafa fyrir- hyggjulausa glanna og bylting- arsinna á þingi og i stjórn Kosningaskrifstofa Sj álfstædisflokksins er í Varðarhúsinu, uppi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.