Vísir - 12.08.1933, Page 4

Vísir - 12.08.1933, Page 4
VISIR N o r s k a r loftskeytafregnir. —o--- Oslo 10. ágúst. FB. Ferðaniannagistihúsið i Ven- nesla brann i gær til kaldra kola. Tjónið er áætlað 70.000 kr. Saksóknari rikisins hefir á- kveðið málshöfðun gegn Indre- bö prófessor í Bergen fyrir meiðyrði i garð Schröder’s símaeftirlitsstjóra og Svenke skattlieimtustjóra. Indrebö hef- ir í ræðu borið þessum tveimur embættismönnum á brýn ólög- hlýðni, þ. e. að þeir hafi ekki farið eftir reglum, sem settar hafa verið í lög, um notkun norskrar tungu af hálfu em- bættismanna. Kvað Indrebö þá hafa komið þannig fram, að þeir væri skömm sinna stétta. í gær kviknaði eldur í bræðsluskipinu Suderoy, sem er til viðgerðar i Rosenberg mekaniske verksted í Stavan- ger. Eldurinn var slöktur eftir hálfa klukkustund. Skógareldur á Onsöy hefir eytt 200 málum skóglendis. „Levi“ frá Koppervik, tví- sigluskip með hjálparvél, hefir farist á ísafirði (Spitzbergen). Skipið rak á land og er ger- eyðilagt. Mannbjörg varð. Margir farmar af síld, sem norsk skip hafa veitt við ísland hafa komið til Haugasunds undanfarna daga. í nótt kom Torbrand með 1650 tn. (og í gær Jackelslow með 1200 tn. Fimm skip eru á leiðinni með fullfermi. Osló, 11. ágúst. NRP. — FB. Málshöfðun hefir verið ákveð- in gegn 4 ungum kommúnist- um, sem ]i. 17. maí kveiktu í þýska stjórnarflokksfánanum á bústað þýska ræðismannsins í Tönsberg. Osló 12. ágiist. FB. A rikisráðsfundi i dag voru skipaðir í útvarpsráð rikisút- varpsins: Arnold Ræstad, for- maður, Mickelsen kommandör- kaptcinn, varaform., Konow ræðismaður í Bergen, Buehring Dehli ritstjóri og Aslak Torju- son skrifari. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að nota 600.000 krónur úr kreppuráðstafanasjóðnum til framkvæmda í sambandi við Sörlands-járnbrautina. Hundseid fyrv. forsætisráð- herra verður efsti maður á lista bændaflokksins á Þelamörk í Stórþingskosningunum, sem fara eiga fram í ár. / C'HEVROLET / Chevrolet verksmiðjurnar selja nú fleiri bíla en tvær aðrar stærstu bílverksmiðjurnar i heiminum saman- lagt; það er því tæplega nein bílverksmiðja hálfdrætt- ingur á við Chevrolet. Chevrolet vörubílar fást mismunandi stórir. Annar er venjuleg lengd og ber full 2000 kíló, hinn er mun lengri og ber 2500 kíló. Lengri billinn er mjög hentug- ur í langferðir. Chevrolet liefir verið endurbættur enn á ný. Sterkari grind, burðarmeiri fjaðrir, öflugra drif og gírkassi, miklu gildari öxlar, hemlar sterkari o. fl. o. fl. Vélin hefir verið gerð traustari, gangvissari og hljóð- minni en áður var. Kraftur vélarinnar aukiim stórum, og vinslan er alveg takmarkalaus. Bensíneyðsla er jafn lítil og var og skatthestatala sama og áður. Gleymið ekki að verð varahlutanna í Chevrolet er lægra en í nokkurn annan bíl, svo best er að eiga hann og lang ódýrast til liverskonar reksturs sem er. General-Motors-Clievpolet. Aðalumboð fyrir ísland. Jóh. Ólafsson & Co. Hverfisgötu 18. Reykjavík. Framköllun. Kopíering. Stækkanir. / Lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkur. íslensk kaupi eg ávalt hæsta verði Gísli Sigurbjörnsson, Lækjargötu 2. Simi: 4292. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Sggert Glaessen hæstaréttar málaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellow-húsið, Vonarstrœti 10, austurdyr. Sírai 1171. Viðtalstími 10—12 árd. 1 VINNA Ungur maður, sem hefir starfað við verslun og hefir verslunarpróf, óskar eftir at- vinnu við verslun eða á skrif- stofu. Launakrafa: 100—150 kr. á mánuði. Tilboð, merkt: „58“, sendist Vísi. (253 Veitið athygli. Gjört við göm- ul húsgögn og einnig smíðuð ný, eftir pöntun. Mjög ódýrt. Frakkastig 10. (237 Dömuhöttum breytt eftir nýjustu tísku. Einnig breytt um lit. Miðstr. 5, annari hæð. (250 r TAPAÐ-FUNDIÐ 1 Bílsveif af „Studebaker" tap- aðist á Frakkastígnum .laugar- daginn 5. þ. m. Skilist á B. S. R. (262 Peningar fundnir. Vitjist á Hverfisgötu 50. Mjólkurbúðin. (258 Tapast liefir stór grábrönd- óttur köttur (högni). Uppl. í Tungu. Sími 3679. (268 Fundist hefir karlmanns- armbandsúr. Vitjist á Hverfis- götu 99 A. (272 Heil hæð í nýtísku húsi á Sól- völlum, til leigu. Uppl. í síma 2294, frá kl. 6—8. (259 | IBUÐ | « 2—3 herbergi og eldhús « ö ásamt þægindum óskast JJ « um miðjan september eða « 1. október n. k. — Fátt i ^ heimili. — Ábyggileg greiðsla. — A. v. á. — ^ JÓÖCÖÍXÍOOÍIOGOÍ ÍCOCÍÍCCCÍÍCCÓÍ Vantar 2 berbergi og eldliús 1. okt. Tilboð, merkt: „65“, sendist Visi. (257 4 herbergi og eldhús á neðstu hæð, óskast. Tilboð, merkt: „Hundrað“, sendist Vísi. (254 Upphituð herbergi fást fyrir ferðamenn, ódýrast á Hverfis- götu 32. (1153 Lítið herbergi til leigu með hverahita. Uppl. í sima 4887. — (265 Agæt forstofustofa, suður og vestur sól, með öllum þægind- um og aðgangi að síma. Einnig 2 samliggjandi sólarstofur, til Ieigu 1. okt. í Túngötu 16, uppi. Sími 3398. (274 Mikil sólaribúð ú fallegasta stað í borginni er til leigu 1. október. 4 stofur, eldhús, búr, bað og stúlknalierbergi. Öll nýtísku þægindi. — Uppl. á ; Freyjugötu 36, efri hæð og í j síma 3805. (264 ' 2 lítil herbergi og eldhús ósk- ast 1. okt. Aðeins 2 i heimili. Uppl. á Njarðargötu 47. (273 Einhleypur verslunarmaður óskar eftir herbergi 1. október. Tilboð, merkt: „Hb.“, leggist á afgreiðslu Visis fyrir 14. þ. m.. (255 íbúð með nýtísku þægindum, 4—5 herbergi, óskast 1. október, helst i austurbænum. — Uppl. í síma 1946. (256 Herbergi óskast strax, helst með eldunarplássi. Uppl. i sima 3316. (270 í KAU PSKAPUR Af sérstökum ástæðum fást nú þegar hreinræktaðar „Sin- galla“ kanínur til kaups. Uppl. í síma 3099. (275- Erfðafestuland óskast. Til- boð, merkt: „Frfðafestuland“, leggist inn á afgreiðsluna fyrir 20. þ. m. (276 Til sölu: Vandað timburhús í austurbænum. Góðir borgunar- skilmálar. Uppl. í síma 3417 og 3758. (263 • Vil kaupa ódýrt timburhús í vesturbænum. Þeir sem vildus sinna þessu,’ sendi nöfn sín í umslagi til Vísis, merkt: „Timb- urhús“. (261 20 hestar af töðu óskast lil kaups, sem borga mætti í mjólk. Tilboð, merkt: „Mjólk“, sendist Vísi. (260' Notaður bókaskápur óskast keyptur. Guðm. Sigmundsson. Sími 2238 og 1937. (252: Lítið notaður barnavagn ósk- ast. Uppl. í síma 3887. (251 Nokkur hús og jarðir til sölu. 2 stór hús óskast í skiftum fyr- ir minni. Hefi kaupendur að húsum.Jón Kristgeirsson. Loka- stíg 5. (185 Barnavagn lil sölu. Uppl. á Frej’jugötu 10 A, uppi. (269 Nýr tvísettur klæðaskápur til sölu ódýrt. Miðstræti" 5, niðri. Á sama stað 2 djúpir stólar til sölu. (267 Snemmbær kostakýr til sölu. A. v. á. (266 Nýsoðin Iambasvið og ótrén- aðar gulrófur, ennfremur revkt- ur rauðmagi, og sykursöltuð síld, reykt, fæst ávalt í verslun Kristínar J. Hagbai’ð, Lauga- veg 26. Simi 3697. (271 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HERFERÐ SVÖRTU STJÖRNUNNAR. hvar hann hefir slöð sína og hvað liann hefir í byggju. Segið mér það — og skýrið rétt frá öllu — þá kami að vera, að eg gíeymi því, sem okkar fór í milli i gær. — En eg skil yður bara ekki. Hvernig ætti eg að vita um þann alræmda mann? — Yður langar kannske í klefann? — Hvernig dirfist þér. Eg skal segja yður, að fólk mitt er efnað og að þér skuluð fá skaðabótamál, sem þér skuluð muna eftir til æviloka. Hafið þér ekki gert yður nógu lilægilegan i augum almennings, án þess, að meira bætist við? Andlit Kowens fógeta varð aftur purpurarautt, er hann leit á stúlkuna. Eftir fyrri kynnum sínum af félagsskap Svörtu stjörnunnar, efaðist hann ekki um, að þessi kvenpersóna mundi verða honum óþægur Ijár í þúfu. — Jæja, eg ætla að sleppa yður fyrst um sinn, sagði hann. — En yður skal ekki detta í hug, að alt sé þar með búið. Þér eruð í liði Svörtu stjömunnar •— það veit eg. — Þegar hann og allir hinir verða handsamaðir, fylgist ]iér með þeim. Og eg treysti réttinum til að láta yður ekki sleppa alt of vel. Mamie Blanchard stóð upp. — Ég ætla ekki að hlusla á fleiri móðganir, sagði hún. — Mér þykir leitt, að liér eru ekki nein vitni viðstödd. Ef þér móðgið mig meira en orðið er, mun eg leita til mála- flutningsmanns míns. — Ætli hann sé ekki einn i óaldarflokknum, sagði fógetinn, og stóð einnig upp, en þrýsti um leið á hnapp undir borði sínu, sem gaf merki í annari stofu. Þetta merki þýddi það, að persónu þeirri, sem var að fara frá fógetanum, skyldi eftirför veitt. Ivowen opnaði dyrnar og hneigði sig fyrir stúlkunni um leið og hún íór. Hún var hnarreist og reiðisvipur á and- liti hennar. Fógetinn horfði á eftir henni, er hún Iivarf út á ganginn, og tók því næst hatt sinn, því að við nánari umhugsun ákvað hann að elta sjálfur stúlkuna. ásamt fulltrúa sínum. Hann lofaði ungfrú Blanchard að komast út á götuna og lagði síðan af stað. Hún var þegar komin hálfa húslengd, á leið til næstu stórverslunar, og Kowen sá hinn trýgga full- trúa sinn veita henni eftirför. Ungfrúin fór fyrir augum þeirra beggja inn í búðina og fór að kaupa þar sitt af hverju, eins og ekkert væri um að vera. Kowen náði í fulltrúann og hóf hljóskraf við hann. — Þetla er sú, sem narraði mig inn í spilavítið, sagði hann — og eg veit upp á hár, að hún er í liði bófans. Eg reyndi að veiða upp úr henni áðan, en hún lætur ekki hlaupa með sig í gönur. Við skulum ekki láta liana sjá okkur, þótt við séum á eftir lienni. Hver veit nema liún vísi okkur á stöð bófans? Mamie Blancliard keypti ýmislegt í hinum ýmsu deildum verslunarinnar og fór síðan út. Ef hún hafði hugmynd um, að hún væri elt, lét hún að minsta kosti ekki á þvi bera. Hún fór inn i sóda- vatnsbúð og fékk sér þar isrjóma, kom út aftur og náði sér loks i leiguvagn. Kowen fógeti náði í annan og fulltrúi hans í þann þriðja. Siðan eltu þeir stúlkuna út í borgarhluta, er liafði verið bygður af höfðingjum. En nú voru þeir fluttir búferlum i annan borgarhluta, og húsin, sem áður Iiöfðu verið viðhafnarmikil, voru nú leigð út til ýmislegra hluta. Þar voru litlar búðir, ómerkileg matsöluhús, lófalesarar, spámenn og annar þesshátt- ar fénaður. Hér og þar voru liús lengra frá götunni, sum með auglýsingaspjöldum fyrir framan. Mamie Blanchard fór út úr vagninum við götuhorn, leit kring um sig og gekk svo niður eftir götunni. Kowen og fulltrúinn á eftir. Hér var auðvelt að veita fólkí eftirför. Það var eins og stúlkan væri nú orðin hrædd við eitthvað, þvi að hún leit aftur fyrir sig í sífellu, og einu sinni nam hún staðar góða stund við búðar- glugga. — Við erum á réttri slóð, sagði Kowen við sjálfan

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.