Vísir - 11.09.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1933, Blaðsíða 2
VlSIR OPAL, OPALCOL Slmi 1-2-3-4. kaldir litir eru fallegir og tærir, sem litir náttúrunnar. — Þola sólskin og þvott, án þess að upplitast. OPAL, OPALCOL litir eru einu litirnir, sem fullnægja al- gerlega kröfum tiskunnar og þeirra vandlátu. Kaupið því OPAL og OPALCOL liti, ef þér viljið vera viss um, að fá það besta. * Allt með ísienskum skipurn! * Yatnavextirnir anstanfjalls. Þjórsá, FB. ío. sept. Þjórsá tók aö vaxa. vegna ó- venju mikillar úrkomu, fyrir nokkurum dögum, og að miklum mun á fimtudag og föstudag. — Mest var vatnið í ánni í gærmorg- un og mun ekki hafa orðið meira á Jjessum tíma árs í manna minn- um. f nótt og dag hefir mikiö minkað í ánni. Ekkert tjón hefir orðið hér nærlendis, nema eitthvað af heyi flæddi á sumum bæjum. í öllum ám og lækjum er óvénju- iega mikið en í dag er þurt veður og minkar vatnsmegnið því víðast óðum. — Flestir voru hættir slætti fyrir um það bil viku, vegna ótið- ar, en mikil hey- úti hjá mörgum, og hætt við, að mest af því verði lítiis nýtt eða jafnvel ónýtt. Menn eru fyrir skömmu komnir úr und- anreið. Fundu ])eir io—12 kindur, sem drepist hö.fðu úr pest. Hingað hefir frést, að alt hey, sem úti var á engjum í Útverkum, hafi fariö i flóðinu, og að kýrnar hafi verið fluttar þaðan að Fjalli, sem er bær uppi undir Vörðufelli, en að fólkið í Útverkum hafi ekki yfirgefið bæ- inn. Heytjón muri hafa orðið á mörgum bæjum, aðallega í Ólafs- vallatorfuhni. Ölfusárbrú, FB. 10. sept. árd. Ölfusá er nú svo vatnsmikil, að menn muna ekki annað eins vatns- magn í ánni, á þessum tima árs. Hafa Hvítá og Ölfusá stöðugt vaxið í úrkomunum að undanförnu og í gær var Ölfusá orðin svo mik- il, að nokkur hætta þótti á, aö hún mundi flóa yfir bakkana og ná til Jieirra liúsa, sem Iægst standa, enda hafði fólkið í Tryggvaskála viðbúnað til Jiess að komast burt í nótt, ef á lægi. Hafði veitingamaðurinn bifreið við hend- iria, ef til þyrfti að taka og vakti, Flingað fréttist i gær, aö hlaup hefði komið í Jökulsá á Sólheima- sandi, sennilega á laugardagsnótt, og valdið miklum .skemdum. Ain braut stórt skarð í uppfyllingu við brúna vestan megin. Einnig gróf áin undan einum stöpli, og hetir brúin sveigst niður við það ali- mikið. Þá hefir áin brotið sér veg til Jiess að verða við öllu búinn. Til Jiess kom þó ekki í nótt, að áin yxi, í morgun virtist vatns- magn hennar svipað. llvítá fór að flæða yfir Skeiðin í gær og var, þegar seinast fréttist, komið flóð alt í kringum bæinn í Útverkum. Mun bóndinn hafa komist að Fjalli með skepnur sínar. Ölfusá, 10. sept. síðd. FB. Margt manna hefir komið hing- að austur i dag að sunnan, til þess að sjá hvernig Ölfusá er nú út- lits. Hún má heita barmafull, en ekki flætt upp á bakkana. Veður hefir verið Jiurt í dag, en vatniö sjatnað lítið enn, sennilega þó um hálfa alin. Gamlir menn muna ekki annað eins hlaup á þessum tíma í ánni. Guðmundur hreppstjóri í Sandvík. sem er maður hátt á sjö- tugsaldri, og fæddur þar og upp alinn, kveðst ekki muna neitt Jiví- líkt flóð að sumri til eða snemma að hausti, né heyrt um Jiað getið. í Ölfusinu er svo mikið flóð, að heita má að það sé eins og hafsjór á öllum engjum upp í mitt Ölfus. 1 Arnarbælis og Auðsholtstorfunni giska menn á, að flætt hafi hátt á annað þúsund hestar af heyi. — Bærinn Útverk í Skeiðahreppi hef- ir verið hólmi í tvo sólarhringa. Fólkið var kyrt á bænum. Á Jiess- um bæ munu hafa farið um 400 hestar. Heytjón varð á fleiri bæj- um á Skeiðum. — Eitthvað af fe mun hafa farist í svo kölluðum „Forum.“ — í Flóanum er alt á floti en ekki tekið burt hey. Aust- ur í Holtum flæddi mikið af heyi frá mörgum bæjum, sem eiga engj- ar að Steinslæk. Er hann bakka- lágur og hljóp mikið vatn í hann og sópaði burt öllum heyjum. Mun vera um mikið heytjón að ræða J>ar. vestur fyrir brúna og er Jiar all- mikill áll. Samgöngur eru nú teptar yfir sandinn. Þetta mun hafa verið feikna mikið hlaup og hið mesta, sem komið hefir frá Jiví er brúm var bygð, en hún hefir oft hlaupið síðan. Jón ísleifsson verkfr. er á leið- inni hingað austur til Jiess aö at- huga skemdir á mannvirkjum. Símskeytí —o--- Madrid í). sept. United Press. - FB. Stjórnarmyndunin á Spáni. Alcala Zamora forseti hefir fali'ó Lerrottx að inynda stjórn og hefir liann lekið stjórnar- mvndiin að sér. Madrid 11. sept. United Press. - FB. Lerroux vann að því allan daginri í gær, að mynda nýja stjórn. Fór hann á fund forset- ans, Alcala Zamora seint i gær- kveldi og skýrði honum frá á- rangrinum. — Búist er við, að stjórnarmvnduninni verði lok- ið i dag, og í kveld sé að vænta opinberrar tilkvnningar um ráðherralistann. Berlín t). sept. United Press. - FB. Frægur kafbátsforingi látinn. Látinn er Paul König, sem var skipstjóri á kafbátnum „Deutschland", sem sendur var yfir Atlantshaf með varning, snemma á ófriðarárunurn. London 10. sept. United Press. - FB. Misklíð með páfa og Hitler. Frá páfaborginni hafa horist jiær fregnir, að emhættismenn páfaríkisins hafi gefið út yfir- lýsingu, sem teljast megi opin- ber tilkynning að nokkru leyti, Jiess efnis, að misklíð sé milli páfans og Þýskalands. A und- anförnum vikum liafi mörg á- greiningsatriði komið í ljós við- víkjandi málum þeim, sem til umræðu hafa verið. Dublin 11. sept. United Press. - FB. De Valera og O’Duffy. De Valera hélt ræðu i Dun- dalyr í gær og ræddi um nýja stjórnmálaflokkinn, „Samein- aða írslandsflokkinn“, og var hvassvrtur. Kvað hann stjórn- ina mundu kveða niður allar tilraunir til þess að koma sér frá og að farið vrði með þá rnenn, sem stæði á bak við nýja stjórnmálaflokkinn eins og þeir ættu skilið. — Hinsvegar hefir O’Duffy sagt í viötali, að fyrir sér og flokki sínum vekli, að korna þeirri stjórn frá, sem stjórnaði landinu með veldi byssunnar, og i stað þcss að stjórna með vopnuðum her, vildi hann konra upp skipulags- bundnum sveitum ungra nramra, senr án Irervalds héldi uppi friði í landinu og legði á- lrerslu á að efla félagslif í þorp- unr og sveitum. O’Duffy kvaðst Jreirrar skoðunar, að De Valera mundi ekki konrast Iijá því að efna til nýrra þingkosninga í haust, en þingið á að konra saman í október, senr kunnugt er. — New York í sept. FB. Verklegar framkvæmdir og atvinnuaukning. Neðanjarðargöngunr undir Hud- son ána f. bifreiðasanrgöngur milli Manhattan og New Jersey verður innan 'skanrms byujað á, því að anreríska ríkisstjórnin hefir veitt New York borg 37 nrilj. dollara lán úr viðreisnarsjóðnunr, til Jressa fyrrirtækis. Við Jretta mikla fyrit- tæki fá 8000 New Yorkbúar at- vinnu um árs bil eða lengur. Hallgrímskirkja —o-- Það virðist vera vaknaður all- mikill áhugi manna fyrir Jrví, að heiðra minningu Hallgríms Pét- urssonar með Jrví að reisa honum veglega kirkju, og er Jrað að von- um, því Jrótt aðeins sé litið á sálmakveðskap hans, virðist óhætt að segja. að Passíusálmarnir verði Iengi fögur perla meðal eldri bók- menta Islendinga, og fer Jjví vel á að reist sé veglegt hús til minning- ar um sálmaskáldið, Jjar sem fram fara guðs])jónustur og föstusálm- ar hans verða sungnir. En að ætla sér að reisa kirkju, slíkan minnis- varða, i Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, í afskektu sveitahéraði, bar sem aðeins sést til eins bæjar af staðnum, er mjög vanhugsað. Þeir staðhættir eru fráleitir fyrir slíkt hús, j)ví að J)ar koma aðallega J)au fáu sóknarbörn, er ])angað sækja kirkju, eða öðruhverju aðrir, er kunna að vilja gera sér ferð þang- að. Fæðingarstaðir afburðarmanna eru einatt heiðraðir á ýmsan hátt, en fæðingarstaður Hallgríms Pét- urssonar er ekki í Saurbæ, og kem- ur J)að J)ví ekki til greina hér, heldur hitt, að hann hefir ort Passíusálmana J)ar, en það eitt get- ur tæplega talist gild ástæða. Það er enn ósagður all veiga- mikill liður í sambandi við FEall- grímskirkju í Saurbæ, sem er við- haldskostnaður slíkrar kirkju J)ar, og sjálfsagðar endurbætur. Hefir hinn fámenni söfnuður gert sér það ljóst, hve mikil útgjöld við- haldið á dýru og veglegu kirkju- húsi muni kosta ])á í framtíðinni ? Eg geri sem sagt ráð fyrir því, að viðhaldsskyddan komi til að hvíla á sóknarmönnum J)ar, en ekki á ríkinu, J)ar senf að húsið mun verða reist fyrir samskotafé, áheit o. fL Kirkjan se'm reist yrði til minn- ingar. um Hallgrím Pétursson, sálmaskáldið góða, á aö sjálfsögöu að vera í Reykjavík, höfuðstað landsins, sem er miðstöð innlendra manna og erlendra ferðamanna, sem koma til landsins. S. Vcðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 8 st., ísafirði 8, Akureyri ó, Seyðisíirði 10, Vest- mannaeyjum 8, Grímsev 8, Stykkis- hólmi 8, Blönduósi 9, Raufarhöfn 8. Hólum í Hornafirði io. Grinda- vík 6, Færeyjum 12, Julianehaab 9, Jan Mayen 5, Hjaltlandi 12, Tyne- mouth 14. Kaupmannahöfn 14 st. Skeyti vantar frá Angmagsalik. Mestur hiti hér í gær 13 st., minst- ur 5 st. Yfirlit: HæÖ yfir Islandi og f_vrir suðaustan land. Grunn lægð fyrir norðan land. — Horfur: Suð- vesturland: Stilt og bjart veður. Faxaflói: Hæg suðVestan og vestan átt. Úrkomulaust. Breiðaf jörður, Vestfirðir: Suðvestan og vestan gola. Dálítil rigning. Norðurland: Suðvestan gola. Víðast úrkomulaust. Norðausturland, Austfirðir, suð- austurland: Hægviðri. Úrkomulaust. Áttræður er i dag Gunnar Einarsson kaupm., ágætur maður og vinsæll. 75 ára verður á morgun frú Guðrún Jónasdóttir, Oldugötu t8, ekkja Þorsteins heitins Ólafssonar frá Miðhúsum í Garði. Hjónaefni. Síðastliðið laugardagskveld op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Jakobsdóttir (c.o. Landsp.) og Guðm. Torfason loftskevta- maður. Fiskbirgðir Samkv. reikningi Gengisnefndar voru J). 1. sept. 39.532 þurrar smá- lestir, á sama tíma 1932 26.624, 1931 42.263 og 1930 34 781 þurr smálest. Aflinn nam J). 1. sept. Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins 66.453 þurr- um smálestum. Á sama tíma 1932 53-233. 1931 63.191 og 1930 66.389 J)urrar smálestir. Útflutningurinn i ágústmánuði s. 1» nam kr. 5.248.420 og á tímabilinu jan.--- ágúst kr. 24.989.770, en í fyrrá á sama tíma kr. 24.700.900. Á sama tima 1931 var útflutningurimi kr. 26.356.000 og 1930 kr. 30.896.000. E.s. Súðin fer héðan í kveld í hringferð. A morgiin verda allir bútarnip seldir og margskonap aðrar vörur seljast þá eiiinig með tækifærisverdi. Hlaup í Jökulsá, Vik í Mýrdal, FB. 11. sept.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.