Alþýðublaðið - 02.07.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1928, Blaðsíða 3
*' L P Y D U a L A Ð 1 Ð 3 Höfiim fengið: t»voiiasóda, krjsíalséda, ræsiiduft Vl-to. Skemtiferð með „6nllfossi(i til norðurlandsins verður farin 11. júli síðdegis. — Viðkomustað- ir: ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri, PatreksfjÖrður og Stykkis- hólmur. — -Komið verður við í Grímsey, ef veður leyfir. Menn gefi sig fram næsta þriðjudag 5—7 i skrifstofu vorri (hjá Rósenberg). Ekki tekið á móti pöntunum í sima. Fepðamannafélagið Mekla. Brunabótafélagið Nye Danske Brandforsikrings Selskab, stofnað i864, eitt af elztu og áreiðanlegustu vátryggingafélögum, sem hér starfa, brunatryggir allar eignir manna, hverju nafni sem nefnast (þar á með- al hús i smíðum). Hvergi betri vátrygginga-kjör. Aðalumboðsmaður fyrir ísland er: Stghvatnr Bjarnason, Amtmannsstífi 2. MálningarviSrar beztu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína, Black- ernis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvita, Copallakk, Kryst- allakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi litum, lagað Bronse. Þnrrir litir: Kromgrænt, Zinkgrænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasselbrúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, Italsk-rautt, Ensk-rautt, Fjalla-rautt, Gullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Líin, Kítti, Gólffernis, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægi- kústar. Vald. Paulsen. Þoriákssonar á Borgarniessfundin- um? — Já, Jón Þorláksson sagði þar hér um bil það sama og stóð í , „MorgunbLaðinu" á laugardapnn. Nú, ég svaraði honum og sagði þetta sama og ég hoíi sagt yður. . . . En það nægði. Jón rauk af fundi. — „Morgunbl." gerir ráð fyrir, að skipstjórinn á „Tervani“ mundi hafa sætt nokkuð háum sektum. — Öjá, það gerir ráð fyrir svona t/öfalt hærri sekt en „Júpí- rer ' íékk. En það er nú ekkert að kippa sér upp við það, þó að , Morgunblaðið" viki svona dá- lítið frá því, sem nærri er réttu lagi. Oheiðarleg blaðamenska. Morgunblaðið falsar visvitandi blaðaumæli. Eins og menn muna, réðst „Morguniblaðið" á mjög óviðeig- andi hátt að Borgbjerg ritstjóra, er hann var hér á dögunum, og menn niuna það einnig, hvernig Borghjerg í viðtalsgrein hér í blaðinu húðfletti „Mgbl.“ fyrir heimskuna, fra'mhleypnina og illgirnin|a. Eins og litlum mönn- um er t'.tt, glúpnuðu þeir Morig- unblaðsritstj. við ráðninguna, er þeir fengu. Þeir lögðu niður róf- uná og lokuðu munninum. En nú þegar Borgbjerg er farinn héð- jan', þá fá þeir hugrekkið aftur, sperra sig upp og bíta í hæja þessa gests, þegar hann er á heimleið. ! Hrióisa þeir nú happi yfir því, að þeir hafa fundið í aðalblaði danskra jafnaðarm. frá 8. f. m. grein um kosningar á islándi. Bélgja rítstjórarnir sig mjög út og þykjast ætla að sýna fram á, hvað lítjLð danskir ijafnaðarmenn viti um íslenzka stjórnmálastarf- semi. En eins og títt er um blöð af lakaista tagi, er litla sómatilfinn- ingu og enga sannleiksást hafa, fer „Morgunblaðið“ svo óráð- vendni'slega með þessa „frétt" sína, að það getur ekki pess, að daginn eftir (9. júní) er grein með stórri fyrirsögn í „Social- Demokraten" á fyrstu síðu, sem leiðréttir þetta, og þetta blað kom hingað til Rvíkur samtímis blaðinu frá 8. júni. Þar er skýr- ing á þvf, hvers vegna greinin slæddist í blaðið daginn áður. Auk þess, sem aðalritstjórinn var fjarverandi (á leið til íslands), var einnig fjarverandi sá blaða- maður „Soc.-Dem.“, sem skrifar um utanríkismál, og maður sá, er í haas stað kom og starfaði við blaðið, hafði tekið gamalt handrit (frá því í fyrra) og látið setja í blaðið. Til þess að sýna óheiðarleik „Moggans" að fuilu, er rétt að birta þessa grein hér. Hún er þaninig: „tsland. Vegna mjög leiðinlegs mis- gánings flutti Social-Demo- kraten, í gær grein um það, að kosningar skyldu fara fram á íslandi 9. júlí. Þetta er ekki rétt. Aaðalkosningar til Alþing- isins fóru fram í fyrra. Mis- gáningurinn varð af þeim á- stæðurn, að sá, er skrifar um utianrikismál í blað vort, er á ferðalagi, en varamaður hans notaði úrelt handrit. Vér biðjum lesendur vora af- sökunar á villun;ni.“ . ,, ;gf< - V. ■ Þannig er blaðamenska „Morg- unblaðs“-ritstj6ranna. Þó þeir viti þetta og hafi lesið þessa grein, þá nota þeir fyrri grein- ina til að rægja Borgbjerg og kasta hnútum að íslenzkum jafn- aðarmönnum. Þetta myndi í öllum menning- arlöndum vera talin Öheiðarleg hlaðamenska, en hað er ekki hægt að ætlast til þess^ að Morgun- blaðs-ritstjórarnir þekki velsæmi í blaðamensku fremur en í vali þeirra tækja, er þeix, nota í hinini erfiðu baráttu sinni fyrir illmn málstað. Hvort tveggja fer saman: til- ggangurinn og tækin. Nýtízku fiskiskip. Fyrir skömmú fór reynsluför frá Hamborg nýsmíðað gufuskip, sem mun vera fullkomnasta fiski- fleytan, sem til er. Skipið er smíð- að í Hamborg, og er það eign fransks félags, er ætlar að láta smíða annað af söinu stærð og gerð. Sitærð skipsins er 2200 smá- lestir brúttó — og mun það vera stærsta fiskiskip heimsins. Á það að stunda veiðar við Nýfundna- Jand. Allur nytjafiskur verður saltaður, þveginn og þurkaður á skipsfjöl — og hausar og hryggir þurkaðir og malaðir. Sönmleið- iis allir þeir óætir fiskar, i'sem veiðast kunna. Munu fiskimjöls- vélar iskipsins geta malað um 2000 kgr. á dag. Öll lifur verður brædd aý. Kappreiðar fóru fram á skeiðvellinum í gær frá kl. 3 sd. til kl. 8. Þatttaika var mjög göð og allmargir áhorf- enda. Fóru kappreiðarnar vel og skipulega fram, og skemtu menn sér hið bezta. Úrslitin urðu þessi: Stökkhestar* 300 metra hlaup. 1. verðlaun, 200 kr., hlaut „Dreyri“ Hermanns J. Thorstein- sen; rann hann skeiðið á 23,3 sek., 2. verðlaun, 100 kr„ „Örn“ Einars Sæmundsen, 23,3 sek., 3. VeTðlaun 50 kr„ „Reykur" Jðns Guðnasonar 24 sek. Skeiðhesta, 250 metra hlaup. 1. verðl., 200 kr„ hlaut „Sjúss“ Ferdinands Hansens, Hafnarfirði, og metverðlaun 50 kr. 2 verð- laun 100 kr. „Sleipnir“ Sig. Z. Guðmundssonar 24,4 sek. 3. verð^ íBUn 50 kr. ,,Hörður“ Kristjáns Jónssonar, 25,2 sek. Folahlaup, 250 metra. 1. verðlaun 50 kr. hlaut „Kol- iskeggur" Jóns Jónssonar, 20,4 sek., 2. verðl. 30 kr. „Hrollur“' Gísla Hanssonar, Fitjakoti, 20,7 sek. 3. verðl. 20 kr. „Gammur" Einars E. Sæmundsen, 24, sek. Tveir stökkhestar hlutu flokks- verðlaun, 15 kr. hvor, þetr „Glaumur" Þorst. Þorsteinssonflr, 23,1 isek. og „Mósi“ Steins Þór- arinssonar, Fossnesi, 23,5 sek. Tölthestar voru einnig reyndiE á iskeiðvellinum, en enginn fór á hreinu tölti. Varð því að láta þá hlaupa aftur, til þess að hægt væri að dæma um, hverjum bærf veðféð, og runnu þeir þá allir á tölti, en engin verðlaun komu tll úthlutunar. Khöfn, FB„ 30. júní. Forsetaefni demokrata. Frá Houston í Texas er símað: Albert Smith, ríkisstjöri í New York ríki, var koisinn forsetaefni demokrata. Flokksþingið sam- þyktl stefnuskrá demokratiska flokksins. Samkvæmt henni er bændum heitið aðstoð og þess krafist, að Bandaríkin hætti af- skiftasemi sinni af ininanlandsmál- um latnesku ríkjanna í Mið-Ame- ríku og Suður-Ameríku. Þá lét flokksþingið þá ósk í ljósi, að Bandaríkin gangist fyrir því, að isamningar verði gerðir á milli ríkja um gerðardóma og tak- mörkun herbúnaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.