Vísir - 30.09.1933, Blaðsíða 5

Vísir - 30.09.1933, Blaðsíða 5
VISIR Þrír hðfuðkostir: Lítil straumnotkun, mikið Ijósmagn, löng ending. Það er margfaldur sparnaður, að nota að eins liinar straum- spöru V.I.R. rafmagnsperur. Kosta adeins 1 krónu. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Nuddið i G. H. Eg játa hreinskilnislega, að mér finst áfengisbannið hafa mistekist i framkvæmdinni liér hjá okkur. Sömu söguna munu aðrar þjóðir hafa að segja, þær er reynt liafa að banna inn- flutning áfengis. Bannið hefir víst alstaðar mistekist, þar sem það liefir verið reynt, og áfeng- ismál bannþjóðanna eru ein- hver mestu vandamálin nú sem stendur, þegar frá eru tal- in kreppumálin, þ. e. þau mál, sem beinlínis standa í sambandi við lieimskreppuna. En ekki eru allar syndir guði að lcenna og eins er um þetta. Vandræði áfengismálanna eru ekki banninu að kenna. Þau eru fyrst og fremst hannféndum að kenna. Andstæðingar áfengis- hannsins hafa gert alt, sem gert verður, til þess að koma i veg fyrir, að bannið gæti oi'ðið að gagni. Þeir hafa sagt lýðnum, að sjálfsagt væri að brjóta bannlögin. Menn gæti reitt sig á það, að lögin yrði fljótlega afnumin, ef nógu rösklega væri gengjtð fram i lagabrotunum. Um að gera að brjóta lögin svo, að við ekkert yrði ráðið. Svona, eða þessu líkt, hafa bannféndur „prédikað á stétt- unum“ í meira en 20 ár. Og þeir hafa altaf átt greiðan að- gang að blöðum, sem flutt hafa fyrir þá róginn um bannið og bannlögin. Þar á hefir hvorki verið þrot né endir. Hinir „hug- vitssömu“ bannféndur hafa lap- ið upp úr útlendum blöðum alt sem þeir gátu í náð af óhróðri um bann og bannstefnu. Þeir hafa sleikt út um og kjamsað, hvenær sem þeir rákust á veru- lega magnaðar tröllasögur urn það, hversu afleitlega bannið reyndist úli í löndum. Mér leiðast allir ofsatrúar- menn, hvort sem þeir trúa á djöfulinn, brennivínið eða eitt- hvað annað. Þeir eru eitur í mínum beinum, greyin, enda hvimleiðir öllu sæmilegu fólld. En leiðinlegastir eru þó þeir „ný-umventu“. Þeir fara alla- jafna geyst, rétt eins og sá gamli sjálfur sé á hælum þeirra. — Það er kunnugt um Guðmund prófessor Hannesson, að hann var stækur bannmaður lengi vel fram eftir. Skrifaði hann hér áður fyr vel og skynsam- lega um bannið, og varð ekki annað séð, en að hugur fylgdi máli. Þólti mörgum bannvini og hindindismanni vænt um Guðmund fyrir afskifti hans af málinu. Hann er iðnismaður liinn mesti og nuddaði við það jafnt og þétt, að gylla bann- stefnuna í augum fólksins. Kom læknisfræðileg þekking hans þar að góðu haldi og sjálfsagt munu ýmsir hafa snúist til bannlagatrúar fyrir fortölur þessa fróða manns. Skal Guð- mundur hafa þökk fyrir störf sín í þágu vínbannsins á þeim árum. Eg er ekki viss um, að aðrir hafi orðið málinu að öllu meira gagni en liann, þó að vit- anlegt sé, að fjölmargir menn, miklu ritfærari, hafi lagt því lið sitt. En svo komu sinnaskiftin. Mér er ekki kunnugt, hversu snögglega þau komu. Ef til vill liafa þau komið liægt og hít- andi, en hitt má líka vera, að þau hafi komið ærið snögglega, þvi að slikt hendir oft, en gefst einatt misjafnlega. — Dettur mér í því sambandi í liug sag- an um manninn, sem lieilagur andi kom yfir i Reykhólakirkju forðum. — Hann hafði verið skynsemistrúarmaður alt til þess tíma, en svo var það einn messudag, að heilagur andi kom yfir hann í kirkjunni og rugl- aði svo fyrir honum, að liann náði sér ekki upp filá þeirri stundu. Þótti kunnugu fólki miður, að svona skyldi fara, því að maðurinn var liinn nýt- asti og allvel vitiborinn. Svipað þessu mætti líklega segja um G. H. — Mörgu þvi fólki, sem vænt þótti um hann sakir starfseminnar fyrir bann- málið, þykir nú miður, er hann ræðst á sjálfan sig og kenning- ar sínar, en slæst í lið með brennivins-dýrköndum og fer svo geyst og gálauslega, að undrun sætir. Þegar íhugaðar eru röksemd- ir G. H. með og móti banni, verður þegar í stað ljóst, að þar er stórkostlegur áhalli. Rök- semdir hans með banni voru allar skynsamlegar. Þær voru bornar fram af einlægum um- bótaliug liins greinda og fróða manns. Þær virtust bera því vitni, að liöf. væri einkar-hug- arlialdið, að firra þjóðina böli ofdrykkjunnar og jafnvel venja hana af hinni smávægilegustu vinnautn. Þetta var lofsvert og þakkarvert. — Nú er svo komið fyrir þess- um manni, að hann notar livert tækifæri til þess, að ráðast á bannið og bannstefnuna. En nú er fátt um röksemdirnar, eins og við er að búast. Nú er grip- ið til þess, að lepja upp úr hlöð- um útlendra bannfénda alls- konar óþverra og Iáta á „þrykk út ganga“ hér. Það er auðvitað mál, að ekki verður orðum fegrað, að bann- lög hafa mistekist víða um lönd. En þess ber að gæta, að sterk öfl hafa verið að verki, sem öll hafa að því unnið, að bannið skyldi mistakast. Ógrynni fjár smygla áfengi inn í bannlönd- in, og eins til hins, að prédika fánýti bannstefnunnar. Áfengis- i kóngarnir hafa verið ósínkir á fé, er um það hefir verið að ræða, að spilla fyrir bannstefn- unni í ræðu og riti og koma áfenginu inn í bannlöndin. Hafa auðjarlar þessir, sem Balckus liefir gyll í bak og fyrir, liafl ótölulegan grúa leiguþýja i þjónustu sinni, sem ráðnir liafa verið til þess, að vinna í þjón- ustu drykkjuskaparins um all- ar jarðir. Eg kannast við það, eins og eg sagði áðan, að hannið hefir, að mínum dómi, mistekist hér lijá okkur. Eg hefi ekki tima til þess að sinni, að ræða or- sakir þess, frekara en hér er gert, en rétt væri þó að rita ítarlega um málið, áður en þjóðaratkvæðis verður leitað um bannið nú í haust. Eg er þeirrar skoðunar, að bannið eigi að standa í fullu gildi eftirleiðis, þrált fyrir alt, sem að því má finna. Það er á valdi þjóðarinnar sjálfrar, að taka fyrir kverkarnar á verstu hættunni: heimabrugginu. Eins og nú hagar til, er áfengi brugg- að út um allar sveitir og ekk- ert g-ert til þess, að koma í veg fyrir þann atvinnurekstur. — Þessu er hægt að kippa í lag, ef þjóðin vill. Eg liefi orðið þess var, að nuddið i G. H. og raunar ýms- um öðruin liefir haft þau álirif, að fólk er heldur að snúast á sveif með bannlögunum. Því leiðist þetta eilífa sarg og nudd og fær hálfgerða óbeit á þeim mönnum, sem allar stundir eru að japla á því, að áfengis- bann liljóti æ að verða þjóðinni til ófarnaðar og smánar. Væri því liklega réttast, að G. H. og aðrir því líkir menn, héldi nú nuddinu áfram sem kappsamlegast fram eflir haustinu. Það gæti orðið til þess, að snúa hugum margra manna að banni og bindindi. 25. ágúst 1933. Bindindisvinur. Mjög stórfenglega hlutaveltu heldur glímufélagiS Ármann í K. R. húsinu á morgun kl. 5. VerSur þar mjög margt ágætra og verSmætra muna, þvi óvenjuvel geklc aö safna til hluta- veltunnar aS þessu sinni. Happ- drætti veröur um 500 kr. og skift- :st þa'ö þannig: 3 vinningar 100 kr. hver, 4 vinningar 50 kr. hver. Einnig veröur farseöill til Akur- eyrar, málverk og stækkuö ljós- mynd í happadrættinu eöa alls 10 vinningar. Eiinfremur veröa kynstrin öll af öðrum ágætum dráttum svo sem: Mörg tonn af kolum, mörg hundruð pund af salt- fiski, 2 tunnur olía, margir sekkir af hveiti, margir sekkir af kart- öffum og rófum, kjöttunna, margir kjötskrokkar og margt fleira. Vafalaust verður margt manna á hlutaveltunni, því margur mun vilja freista gæfunnar og slá þar með tvær flugur í einu höggi með þvi aö styöja hina fjölbreyttu starfsemi Glímufél. Ármanns hér í bænum um leiö. Á hlutaveltunni verða engin núll. Iþ. Mullersskólinn. Foreldrar sem ætla að láta börn sín (5—8 ára) iðka leikfimi i Mull- sllra fyrsta. Tekið skal fram i um- sókninni hvort börnin eigi heldur að sækja árdegis eða síðdegistím- ana. Viðtalstimi i skólanum er í dag frá 4—7 síðd., en á morgun, sunnud., frá kl. 2—4 siðd. Mullers- sóklinn hefir síma 3738. íþ. Farsóttir og manndauði í Reykjavik vikuna 10.—16. sept (i svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 37 (36). Kvef- sótt 61 (65). Kveflungnabólga 2 (4). Gigtsótt o (3). Iðrakvef 24 (24). Munnangur 4 (o). Illaupa- ersskólanum í vetur, og hafa enn hefir verið varið til þess, að I ekki sent ákveðnar umsóknir fyr- ! ir þau, eru beðnir að gera það hið bóla 2 (o). Ristill 1 (o). Þrimla- sótt 1 (o). Mannslát 8 (6). — Landlæknisskrifstofan. (FB.). Farsóttir og manndauði i Reykjavik vilcuna 17.—23. sept. (i svigum tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 36 (37)- Kvefsótt 38 (61). Kveflungna- bólga 2 (2). Gigtsótt 2 (o). Iðra- kvef 27 (24). Inflúensa I? (o). Taksótt 1 (o). Munnangur 7 (4). Hlaupabóla o (2). Ristill o (1). Þrimlasótt 2 (1). Heimakoma 1 (o). Stingsótt 2 (o). Mannslát 11 (8). — Landlæknisskrif stof an. (FB.) 46 ára er í dag frú Sigurbjörg Bjarnadóttir, Hverfisg. 107. V erslunarskólinn verður settur á morgun kl. 2 e. h. í kaupþingssalnum. Samkoma verður haldin i Varðarliúsinu á morgun (sunnudaginn) kl. 8 e. li. Eric Ericson trúboði frá Vestmannaeyjum, og Jónas Jakobsson frá Blönduósi tala. Söngur og liljóðfærasláttur. Starfsemi Hvítabandsins er almenningi að svo góðu kunn, að óþarfi ætti að vera að fjölyrða um. Félagið hefir komið upp stóru og myndarlegu sjúkraheimili við Skólavörðu- slíg, sem mun taka til starfa i vetur. Hefir það vitanlega vcrið ýmsum erfiðleikum liáð, að koma jiessari þörfu stofnun upp, en með ósérplægni og dugnaði hafa Hvítabandskon- urnar unnið að settu marki.Eins og geta má nærri, jafn erfitt og liefir verið i ári að undan- förnu, þarf enn að velta mörg- um steini úr götunni. — Hefir Hvítabandið nú áformað að halda hlutaveltu innan skamms, til ágóða fyrir starfsemi sína. — Verður þvi bráðlega leitað liðsinnis bæjarbúa í þessu efni. Þarf ekki að efa, að menn bregðist vel við, og styrki fé- lagið með gjöfum. Félagið berst fyrir þörfum málefnum af miklum áhuga og dugnaði. — Sjúkraheimili þess verður áreið- anlega þjóðþrifastofnun. Mun því félagskonum verða vel til, er þær lialda lilutaveltu sina, því að þær eiga allan stuðning góðra manna skilið. A. Otvarpið. v 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkuslátfur. Vetrardagskrá Útvarps- ins liefst. Erindi. 20.30 Tónleikar. (Útvarpstríóið). 21,00 Fréttir. 21.30 Grammófóntónleikar: íslensk lög (nýjar plöt- ur). — Danslög til kl. 24. Hitt og þeíta, Kappakstursslys. Frá Monza, Ítalíu, er símað 10. sept.: Þrír af frægustu bif- reiðakappakstursmönnum álf- unnar biðu bana i Grand Prix de Monza kappakstrinum i dag, þeir Joseph Champari og Um- herto Borzasccliini, sem báðir eru ítalskir, og Pólverjinn Chai- kowski greifi. Ivappaksturs- 1 mennirnir fórust allir með sama . liætti, bifreiðir þeirra fóru um, Laugardaginn 30. sept. 1933. Sviðnir diikahansar DILKAKJÖT, LIFUR og HJÖRTU, HANGIKJÖT, KINDABJÚGU. Laugav. 78. Sími 1834 og 2834. Herbergi með húsgögnum óskast nú þeg- ar til áramóta lianda ungri stúlku háskólagenginni, ís- lenskri frá Canada. Hún vill helst búa þar sem hún gæti verið með fjölskyldunni dag- lega, sömuleiðis væri liún fús til að kenna ensku ef óskað væri. — Tilboð óskast sent að Ási. Sími: 3236. xjppboa Eftir kröfu hæjargjaldker- ans í Reykjavík og að undan- gengnu lögtaki, verða liestarnir Gammur og Örn seldir við op- inbert uppboð, sem lialdið verð- ur í Tungu, mánudaginn 2. okt. kl. 21/2 síðdegis. Ennfremur verður þar seld jörp óskila- hryssa. Greiðsla fari fram við liamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavik, 30. september 1933. Björn Þórðarson. þar sem slæm beygja er á vegin- um, tveir þeirra á nákvæmlega sama blettinum. (FB). Norskar loftskeytafregnir. Oslo, 26. sept. FB. Dómur er fallinn í lögmannsrétt- inum í Kristianssand í máli þeirra Walter Berntsens og Gunvalds Johnsen, er sakaSir voru um aS hafa myrt Klaus Barth aS yfir- lögöu ráöi, en einnig voru þeir sakaöir um ikveikju, þjófnaö, inn- brot og svik. — Hinir ákæröu fcngu 20 ára fangelsi. — Um 10.000 manns hafSi safnast saman fyrir utan réttarsalinn er dómur- inn var upp kveðinn. Æpti múg- urinn mjög, er fariS var aftur meS fangana í fangelsiS. Skipið Hirundo frá Drammen, sem strandaSi á strönd Kína,brotn- ar sennilega í spón á strandstaSn- um, aS því er skeyti hermir, sem útgerSarfélaginu hefir borist. E.s. Bergensfjord á 20 ára af- mæli þessa dagana. SkipiS hefir flutt 150.000 farþega yfir Atlants- haf á þessum árum. Gengi í Oslo í dag: London 19.90. Hamborg 154.25. Paris 25.25. Brússel 90.25. Amsterdam 260.00. New York 4.20. Zurich 125.25. Stokkhólmur 103.00 K.höfn 89.25. Helsingfors 8.90. Madrid 54.50. Rómaborg 43.00. Prag 19.25. Varsjá 72.50. Oslo, 27. sept. FB. Sættir hafa komist á út af bæj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.