Vísir - 06.10.1933, Page 5

Vísir - 06.10.1933, Page 5
V 1S IR Föstudaginn 6. okt. 1933. Stefán frá Hvítadal. I óðheimi norrænum gullhörpu glæsta þú slóst. Þín gígja var tengd við ástguðsins varma brjóst. í háborg þess ódauðlega um eilífar aldir, eldvígða leistu kirkju frá lággrunni rísa. Máttarorð bænar og trúar veginn vísa, vegfara þreyttum uns dagar hans lífs eru taldir. Þinn söngur var mildur, en fegurð þú áttir og afl. 1 orðsögn þíns rímmáls þú dýrkaðir algeimsins tafl. Það sló bjarma á þitt land af lífs þíns helga óði. Þú lagðir hjarta þitt fram svo þróuðust vordagsins blóm; við ársólar gullið skin og liæðanna hljóm þín harpa var lauguð i sáttmálans lieilaga hlóði. Brosandi fjólan, sem bíður i söngvanna heim, hún brýtur lilekki þagnar og lofar hinn dýrðlega geim. Hún vakir og biður, en bænirnar stiga til hæða, Brennandi orð, frá kærleikans iðrandi sál. En alvaldið háa að eins metur það mál, sem myndas't af þörf þess innra, þá lifundir blæða. sem heíir frætt hann um land og þjóð. — í Sönderjydsk Dag- blad 8. sept. er grein um ávarp, sem skáldkonan Tliit Jensen flutti á samkundu Norðurlanda- búa í Chicago. 1 ávarpi sínu ræddi hún um komu sína til Is- lands. í „Stockholms-Tidningen — Stockholms Daghlad", þ. 21. sept. er birt viötal viS Vennerström ráö- herra, seiruhér var á ferö í sumar. Fyrirsögn viðtalsins er „Ekono- misk uppmarsch pá Island“. Kem- ur ráöherrann víða við i viðtali sínu, getur um vegalagningar, mjólkurbúin uýju, skólamál, stjórnmál o. fl.. Öll ummæli ráð- herrans eru, sem vænta mátti mjög vinsamlega i garð lands og þjóðar. — í „Svenska Dagbladet“, 21. sept., er birt viðtal við dönsku söngmærina Engel Lund, sem hef- ir haldið söngskemtanir i Stoklc- liólmi við mikið lof. (FB.). Frelsisins svanur þú varst og hugðir þér liátt. Þíns lijarta gróður ei féll við veðranna slátt. Til sólarlanda, að friðarins fögru ströndum, flugleið liins mikla anda þreyttir þú einn og frjáls. Þú beygðir þín kné fyrir altari eilífðar-máls. Eldliaukur Braga, heill þér að ódáins löndum. Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðum. Sólskin hér i Reykjavik i ágústmán- uði s. 1. var 136,6 stundir, eða 27,0% af því sólskini, sem gæti verið, en meðaltal 10 undanfar- inna ára er 177,1 stund. Mest var sólskinið 13,9 stundir, þann 21., en 6 daga var sólskinslaust með öllu. (Veðráttan). Hdtlveigarstaðir. —o— ÞaÖ hefir verið hljótt um bygg- ingarmál íslenskra kvenna síðustu árin. Forgöngukonum fyrirtækisins hefir þótt rétt aÖ láta mestu krepp- una líða hjá, og hafa lítið gert til þess að safna fé. Þó hafa stöku skemtanir verið haldnar og nú um næstu helgi verður haldin hlutávelta til ágóða fyrir hinn svonefnda „Hallveigarsjóð kvennaheimilis- ins“, er orðinn er til af gjöfum og ágóða af skemtunum, blómasölu o. fl. —■ En eins og nú er komið, er raunverulegur ágóÖi af skemtun- um og hlutaveltu mjög lítill, og því munu Hallveigarstaðir seint byggj- ast, ef farin er sú leiðin eingöngu. — Þegar byrjað var að vinna fyrir þetta mál, var til þess safnað með hlutafé. Eru hlutabréfin 25, 50, 100 og 500 króna, og hafa safnast á þann hátt nokkrir tugir þúsunda. Auðvitað verður það og aðalleiðin til eflingar fyrirtækinu. Altaf er að verða meiri og meiri nauðsyn á því, að eignast hentugt húsnæði, þar sem konur geta starfað að áhuga- málum sínum og fyrirtækjum, og vil eg leyfa mér að nefna nokkur helstu verkefnin, er bíða úrlausnar: Vinnuskóli fyrir ungar stúlkur, er lokið hafa barnaskólanámi, hús- mæðranámskeið, leiðbeiningarskrif- stofa kvenna, smáíbúðir fyrir ein- hleypar konur. Er mjög spurt eft- ir slíkum íbúðum, og er ætlast til, að þær verði önnur hliðarálma hússins, ennfremur gistiherbergi fyrir aðkomukonur. — Mönnum á að skiljast það, að hér er uni menningarmál að ræða, starí, sem á að beinast að því, með- al annars, að greiða fyrir ungum stúlkum, leiðbeina þeim, vekja á- huga þeirra á þarflegum hlutum og gera þær sjálfbjarga. Á Hallveigarstöðum er ætlast til þess, að kensla fari fram í ýmsum þjóðlegum greinum, sem þó verð- ur miðað við kröfur nútímans og hollustu, og í fundasalnum, er jafn- framt verður fyrirlestrasalur, verða flutt fræðandi erindi um ýmiskon- ar efni. Lestrarfélag kvenna mun flytja þangað bókasafn sitt og barnalesstofu, sem starfað hefir síðustu 22 árin til góðs fyrir bæj- arfélagið. Ennfremur þarf að sjá fyrir nokkrum gistiherbergjum fyr- ir aðkomukonur, innlendar og út- lendar, sem dvelja vilja í höfuð- staðnum um styttri eða lengri tíma, en leiðbeiningarskrifstofa heimilis- ins ætti að verða einn af merkari þáttíinum í starfi stofnúnarinnar. Eg hefi leyft mér að fara nokkr- um orðum um hið væntanlega starf þessa kvennaheimilis, og geri það sökum þess, að við hefir borið, að ýmsum, er eg hefi leitt þetta mál í tal við, hefir eigi verið ljóst, hvert markmiðið væri. Þá eru enn aðrir, er óttast að bygging eins og þessi muni aldrei bera sig. Það sé því að kasta fé á glæ, að styrkja svona málefni. Það er að vísu rétt, að stofnanir, er starfa að almennings- heill, eiga oft erfitt uppdráttar, fjárhagslega, en væri úr vegi að vænta þess, ef vér konur sýndurn þann dugnað, að koma húsinu upp, að Alþingi og bæjarstjórn Reykja- víkur legðu fram árlegan styrk til reksturs og viðhalds stofnuninni. Að vísu mun nokkur hluti bygg- ingarinnar undir eins renta sig. Á eg þar við smáíbúðirnar og nokkr- ar leigubúðir á neðstu hæð hússins, ennfremur gistiherbergin og matsöl- una. Eflaust mun mörg húsfreyjan kjósa fremur að leita til Hallveig- arstaða, heldur en eitthvað annað, ef ónógt rúm er heima fyrir, en ferming, gifting eða annar vina- fagnaður ber að höndum. Vona eg, að allir þeir, er lesa þessa greinar- gerð, játi, að það sé mjög æskilegt að kvenna-bygging þessi rísi upp sem fyrst, á hinni fallegu lóÖ heirn- ilisins við Garðastræti. Laufey Vilhjálmsdóttir. Dánarfregn. Guðlaug Jónsdóttir Þórdar- son andaðist í ágústmánuði síðastliðnum á Grace sjúkra- húsi í Winnipeg eftir langvinn veikindi. Hún var fædd að Gufunesi. i MosfelLsveit og var 52 ára, er liún lést. (HKR. — FB). Ísland í erlendum blöðum. í Star, London, er stutt grein, sem heitir Modern Iceland. — Greinarhöfundur hefir átt tal við Harald Árnason, kaupmann, Úrkoma var með mesta móti liér á landi í ágústmánuði s. 1., eða 76% umfrám meðallag. Úr- komudagar voru og sérstaklega margir suð-vestan lands, sum- staðar um 10 íleiri en venju- lega í þeim mánuði. Mest mán- aðar-úrkoma var i Hveradöl- um: 279,3 mm. Mest sólar- liringsúrkoma þar var 42,8 mm., en mesta sólarhrings-úr- koma, mæld i þessum mánuði, var 49,0 mm. (í Fagradal). Pétur Sigurðsson hefir nýlega gefið út fyrir- lestur eftir sig, liinn 5. í röð- inni. Kallar liann fyrirlestur þenna: „Auga sérfræðingsins. Ivosti syndarans og Gullið í manninum“. —■ Áður hefir liann gefið út „Heimur og heimili“ (kvæðabók), „Takið steininn burt“ (trúfræðilegt rit) og fjóra fyrirlestra, ýmislegs efnis. Hjálpræðisherinn. í kveld kl. 8 (ekki 8)4) stjórn- ar Major Beckett helgunarsam- komu, frú Beckett talar. Félagar og aörir kristnir, fjölmennið. Fríkirkjan í Reykjavík. Gjafir 0g áheit: Frá ónefndri konu kr. 10, Jóh. Indriðasyni kr. 10, 2+9 (afh. sr. Árna Sigurös- syni) kr. 10. Samtals 30 krónur. Einlægar þakkir. Ásm. Gestsson. Álirif vínbannsins. Ungan kennara hitti eg i Stykkis- hólmi; við sátum þar við sama borð, og eg gaf mig á tal við hann og spurði, hvort óregla væri og vin- brugg í hans bygðarlagi, — hann var úr Barðastrandarsýslu. — Nei, sagði hann, ekkert, sem orð er á gerandi. Svo bætti hann við: „Eg var 19 ára gamall, er eg fyrst sá ölvaðan mann.“ — „Hefir þetta alt- af verið þannig þarna um slóðir?“ spurði eg. „Nei,„ kvað hann við. ■—- „Batnaði það, þegar bannlögin komu?“ spurði eg aftur. — „Já,“ sagði hann, „það er sannleikurinn, ef menn vilja kannast við hann.“ — Hann sagði, að í þeim tveirn sveitum, sem hann þekti best til, væri alls enginn drykkjuskapur. — Eg fór nú að segja honunr frá af- námi bannsins i Canada, til dæmis í Manitoba, þar sem eg þekti til, og hvernig afnám bannsins þar hafi reynst. Sagði hann mér þá, að síð- Landsmálafélagið Vörður heldur fund laugardaginn 7. október í Varðarhúsinu ) ld. 8V2 stundvíslega. Fundare fni: Bæjarmál. Frunnnælandi Jón Þorláksson, borgarstjóri. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. astliðið sumar hefði hann verið samtíða norskum nranni, sem hefði. alls ekki verið bannnraður, en hann hefði sagt, að ástandið þar í landi lrefði stórunr versnað við afnánr bannsins, og nrætti heita, að áfeng- ið flyti nú um alt landið. — Ætli það sé ekki sannleikanum næst. Pétur Sigurðsson. ÚtvarpiÖ. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,00 Grammófóntónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Erindi Búnaðarfélagsins: Urn ásetning á komandi vetri. (Theodór Arn- bjarnarson). 20,00 Klukkusláttur. Grammófóntónleikar: Wagner: Lög úr „Tann- háuser“. 20.30 Ereindi: Um fávilahæli, II. (Sigurbjörn Á. Gísla- son). 21,00 Fréttir. 21.30 Grammófóntónleikar. Schubert: Kvartett í D- moll. (Der Tod und das Mádclien). „Verkfall á Blðndnösr. —o— Leiðrétting. —O— ■Eg biður yður, hr. ritstjóri, að taka fyrir mig eftirfarandi vinnu- skýrslu út af grein þeirri, er birt- ist i Verkalýðsblaðinu i gær, um verkfallið á Blönduósi. Einhver (velviljaður) maður á Blönduósi hefir sent Verklýðsblað- inu á laugardag 30. september, þau ósannindi, að eg ætti óborgað kaup til verkamanna þar, sem gerðu verkfall í gær, -— frá 200—1000 kr. hverjum. Eg veit, að blaðið hefir alls ekki fengið upp þessar tölur hjá neinum verkamanna, sem vinnur hjá mér, því að eg get fullvissað blaðið um ])að, að verkamennirnir á Blöndu- ósi hafa miklu hlýrri hug til mín og meiri samúð með verkinu en fréttaritaranum, — hann er í litlu áliti á Blönduósi nú, og verður eftir- leiðis, — enda er hann uppvís að þvi, að fara með blekkingar. Verkfallið kom aðeins fram vegna þess, að þegar eg kom hingað til bæjarins, — fyrir nokkrum dög- um, — vildi mér til það óhapp, að eg meiddist á höfði og hefi verið í rúminu síðan, og gat ekki sent peninga fyr en kl. 3 í dag, til að greiða vinnulaunin. Verklýðsblað- ið má búast við þvi, að fréttarit- arinn „hröklist" fyr frá Blönduósi, vegna ósanninda, en eg frá verk- inu, ef eg kemst á fætur aftur. Eftirfarandi skýrsla sýnir starfs- mannakaup, sem var óborgað í gær. Mennirnir hafa unnið mismunandi marga daga í síðastl. mánuði, og var ]dví mismunandi mikið, sem liver átti. Síðasta útborgun fór fram 9. september síðastl., og fyrir afstaðið tímabil fram að 1. septem- ber. Nokkrir menn eru á skýrsl- unni, sem voru ekki með í verkfall- inu, en áttu kaup sitt ógreitt. Fatatau og alt tilhejTandi best og ódýrast hjá B m C— P3 XC3 exs ^tí !> 03 E ■ | . P3 æ 03 «0 S es> u- s =s WD 03 'Su S— 03 6*— «3 05 ts» ca XC3 :C3 '03 xo s= M CO —1 11 m *=> C3 S— ha C*_' aa a- 03 CD KO B iX! 03 A Hafsteinn Björnsson .. kr. 155.75 Hjálmar Stefánsson .. — 145*38 Páll Stefánsson ....... — 155.63 Kristm. Stefánsson .. — 107.63 Filippus Vigfússon .. — 141.00 Þorvaldur Þórarinsson — 190.00 Lúðvig Blöndal .........— 370.00 Halldór Leví ...........— 390-58 Jónas Vermundsson .. — 224.00 Oddur Sigurjónsson . . — 383.60 Guðmundur Steinsson — 153-00 Páll Geirmundsson ... — 119.00 Jón Einarsson ..........— 284.45 Ragnar Einarsson .... — 204.03 Jón Benónýsson ........ — 154-00 Jónas Jónsson ..........— 135-00 Sigurður Jónasson ... — 45.00 Jón Pálsson .......... —- 60.00 Páll Pálsson .......... — 70.00 Agnar B. Guðmundsson — 45.00 Guðmundur Pétursson — 45-00 Svafar Agnarsson .... — 45.00 Marteinn Björnsson .. — 144.00 Björn Geirmundsson .. — 37-50 Sveinbjörn Hannesson — 74.25 Johann Kristjánsson .. — 90.00 Jón Karlsson ...........— 108.75 Sigvaldi Bergsson .... — 108.75 Samtals kr. 4186.30 Rvík, 3. okt. 1933. Stefán Runólfsson. Erlendar fréttir. —o— Stokkhólmi, í sept. United Press. - FB. Frá Svíum. Svíar eru að kalla hættir að flytja úr landi lil þess aS setjast aS erlendis. í júlímánuSi t. d. voru útflytjendur aS eins 20 talsins, þar af 14 konur. Fyrstu 7 mánuSi ársins voru útflytj- endur alls 174, en á sama tíma 1932 204, 1931 430, 1930 2,377 og 1929 7,206.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.