Vísir - 17.10.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 17.10.1933, Blaðsíða 2
VISIR VopnafjarOarkjotiO kemar með es. Esju |). 16. |i. m. Aðeins örfáar tannnr úseldar. O Þeir, seiti hafa pantað kjöt hjá okkur, geri svo vei • að tala við okkur sem fyrst. Sími: einn—tveir—þrír—fjórir. Símskeyti —o--- Oslo, 17. okt. United Press. - FB. Kosningarnar í Noregi. Samkvæmt fyrstu fregmum um úrslit kosninganna i Noregi eru horfur á, aS verkalýösflokkinum hafi aukist fylgi, en fylgi hinna flokkanna hraka’ö. — Allar líkur eru til, að fylgi Quisling-flokks- ins verði mjög lítið. Riga, 17. okt. United Press. - FB. Frá Eistlandi. Þjóðaratkvæði hefir fariö fram um breytingu á stjórnarskrá Eist- lands. Greiddu 417.000 atkvæði með breytingunni, en 160.000 á móti. Washington, 17. okt. United Press. - FB. Frá Bandaríkjunum. Tilraunir stjórnarinnar að und- anförnu til þess að hækka verðlag á landbúnaðarafurðum hafa ekki borið tilætlaðan árangur, þrátt fyrir feikna mikil fjárútlát til stuðnings tilraununum. Viðuv- kennir ríkisstjórnin, að tilraunir hennar hafi mishepnast, en hefir látið í ljós, að bráðlega muni verða gripið til annara ráða til þess aö knýja upp verö á landbúnaðarat- urðum. Atkvæöagreiöslan 1. vetrardag. --o-- Útvarpsræða stórtemplars, Sig- fúsar Sigurhjartarsonar. —o— Háttvirtu tilheyrendur! Þeir menn, sem fyrstir reistu sér bu á Islandi, liafa vérið kallaðir „frjálsræðishetjurnar góðu“. Það orkar ekki tvimæl- is, að slíkt er réttnefni, því að elckert er það, er einkendi þá eins og trúin á einstaklinginn, mátt lians og megin, frelsi lians og rétt lil þess að neyta hvors- Iveggja. En Jvrátt fyrir þetla varð þeim brátt ljóst, að mynda varð allsherjareglur, sem hverj- um einstaklingi bar að liegða sér eftir. Lög varð að setja, og þeir liófu lagasmíð sína með liinni alkunnu setningn: „Með lögum skal land hyggja“. Eftir þvi sem tímamir liafa liðið, hef- ir löggjöfin færst inn á fleiri og fleiri svið mannlífsins. Mönnun- um hefir orðið ljósara og ljós- ara, að framkomahverseinstak- lings liefir margháttuð áhrifálíí fjölda margræ annara einstak- línga. Þess vegna er það talið rctfmætt. að mynda allsherjar- reglur, um hcgðan manna með það fyrir augum, að forðast sem auðið er að einn verði öðrum til meins, heldur fái hver notið til hlitar alls þess besta, scm honum er í blóð borið, orðið hávaxið tré í skógi þjóðfélags- ins og skógurinn sem heild náð þeirn besta blóma sem auðið er. All-langt er nú síðan að mörg- um mætum manni var ljóst, að nautn áfengra drykkja er ekki fyrst og fremst einkamál livers vínneytanda, heldur grípur hún á margvislegan hátt inn i líf annara einstaklinga. er með öðrum orðum þjóðfélagsmál. — Þess vegna er það, að allar menningarþjóðir hafa viður- kent, að einnig á sviði áfengis- málanna skuli land með lögum bygt. Allar liafa þær myndað löggjöf um framleiðslu, sölu og veitingar áfengis, allar liafa þær sína áfengislöggjöf. Tilgangur- inn með áfengislöggjöf allra þjóða er einn og liinn sami, sá, að koma í veg fyrir, að ein- staklingar og þjóðarheildin hiði tjón af áfengisnautn. Um þetta er ekki deilt og þess vegna verð- um vér að meta áfengislöggjöf hverrar þjóðar á þami mæli- lcvarða, að live miklu eða litlu leyti liún liefir náð þessum til- gangi. Það, sem íslenska þjóðin á að svara fyrsta vetrardag, er því í raun og veru ])etta: Er sennilegt, að einstakliugar og þjóðarheildin híði meira eða minna tjón af áfengisnautn en nú er, ef sú breyting er gerð á áfengislöggjöfinni, að leyfa inn- flutning allra tegunda áfengis og þá sennilcga um leið að leyfa útsölur víðsvegar um landið, segjum í liverju þorpi með 300 íbúum og þar yfir, eins og gert var ráð fyrir i áfengislagafrum- varpi því, sem lá fyrir síðasta Alþingi? Reynsla áranna 1888—1922. Til þess að svör vor séu á rökum reist, verðum vér fyrst að spyrja reynsluna, þ. e. að gera oss Ijóst, hvernig læfir á- fengislöggjöf Islands verið hátt- að á ýmsum tímum og hvenær liöfum vér komist næsl þvi marki, að þjóðin hiði ekki tjón af áfengisnautn? Það er fyrst eftir að regla Góðtemplara hóf starf sitt á Islandi árið 1884, að löggjöfin fer að færast inn a svið áfengismálanna. Reglan hélt þvi fram, að það, sem stefna bæri að,væribindindifyr- ir einstaklingana, en bann fyr- ir þjóðina; með öðrum orðum, grundyöllurinn var sú sannfær- ing einstaklínganna, að ]>cirra heill væri þá betur horgið, ef þeir liöfnuðu áfengisnautn með öllu. Rökrétt afleiðing af þessu var su, að þjóðarheildinni væri hest Ixirgið, ef hún útilokaði áfengi og áfengisnautn innan sinna vébanda. Eg held, að eg hefi engan mann liitt á minni lifsleið, sem ekki hefir i orði kveðnu að mínsta kosti viður- kent, að þetta væri rétt. Hið æskilega væri engin áfengis- nautn, og því minni, því hetra. Fyrsta sporið, sem stigið var inn á braut áfengislöggjafinn- ar á íslandi er það, þegar árið 1888 er bannað að selja áfengi i slaupatali og að gefa eitt og eitt staup við búðarborðið og sveitarstjórnum fengið vald yf- ir vínveitingaleyfum. Síðan er sligið hvert sporið af öðru. 1899 eru lögleidd hin svokölluðu héraðshönn, þ. e. íbúum hvers héraðs er í sjálfsvald sett, hvort leyfa skuli sölu og veitingar í því héraði. Árið 1900 er hönnuð framleiðsla áfengis í landinu, 1907 er bannað að selja áfengi á strandferðaskipum og 1908 fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort banna skuli innflutn- ing áfengis til landsins með öllu. Af þeim, sem á kjörstað mættu, sögðu 61%: „Við viljum bann“, og samkvæmt þeim vilja sam- þykti Alþingi 1909 hannlög, er ganga skyldi i gildi 1912, að því leyii, að þá skvldi liætta allur innflutningur áfengis, en leyft skyldi að selja þær hirgðir, sem í landinu voru til ársloka 1914. 1. janúar 1915 öðlast því ís- lensku bannlögin fult gildi og standa lítt skert til 1922. Vert er þó að gela þess, að á þeini voru ýmsar glufur í fullu sam- ræmi við vilja andbanninga, og á eg þar við hinar alkunnu lækna- og konsúla-undanþágur. Alt þetta tímabil, frá 1888 til 1922, er fylgt hinni tvíþættu stefnu templara: bindindi fyrir einstaklingana og bann fyrir þjóðina, þ. e. a. s. að Reglan reynir í ræðu og riti að kenna einstaklingunum bindindis- semi, og eftir þvi sem ávinsl að þeirri leið, skapast þrengri og þrengri áfengislöggjöf, meiri og meiri takmarkanir á innflutn- ingi og sölu áfengis. Vitnishurð- ur reynslunnar um alt þetta timabil er þessi: Áfengisnautn þverrandi. Áfengisböl minkandi. Eg skal ekki þreyía yður með tölum, sem sanna þetta, en ]iær eru fyrir liendi fram til ársins 1912 og sýna frá ári til árs þverrandi innflutning áfengis, enda ljúka allir, sem m.una þessa tírna, upp einum munni um það, að áfengisnautnin hafi þorrið stórlega. Árið 1912 hverfur áfengi af innflutnings- skýrslum landsins og helsl svo til 1922. Dómur vor um það tímabil verður því að byggjast á eigin athugun og almanna- rómi. Sá dómur er þannig: Sveitir landsins voru með öllu þurrar; við sjávarsiðuna var eins og fýrir bann eitthvað um ólöglegt áfengi, en áfengis- nautn þó einnig þar minni en nokkuru sinni áður, og það þrátt fyrir mjög lélegt eftirlit með lögunum af liálfu yfir- valdanna, sem flest voru þeim andstæð, og þrátt fyrir það, þótt spádómar andbanninga um það, hversu takast mundi að fram- kvæma lögin, væru í raun og veru bein kensla i þvi, liversu þau mættu verða fótum troðin. Það skal viðurkent að hannlög- in náðu aldrei þeim tilgangi að firra þjóðina öllu áfengishöli, en reynsla áranna 1888—1922 hefir letrað þessa setningu með skýrum stöfum í sögu þjóðar- innar. Eftir því sem meiri laga- hömlur hafa verið á innflutn- ingi, sölu og framleiðslu áfeng- is, eftir því hafa einstaklingar og’ þjóðarheild beðið minna tjón af áfengisnautn. Regla templara, bindindi fyrir ein- staklinga og hann fyrir þjóð- irnar hefir reynst rétt. Reynsla áranna 1922—1933. Árið 1922 markar tímamót í bindindis- og hannsögu Islands. Það ár lælur Alþingi undan kröfu Spánverja, gerir undan- þágu frá bannlögunum og leyf- ir að flvtja til landsins áfengi með alt að 21% áfengisstyrk- leika. Þar með er hið fullkomna bann úr sögunni. Þjóðin liefir stigið spor aftur á bak, fengið áfengislög, sem að vísu leggja allmiklar hömlur á innflutn- ing áfengis en skortir þó mikið á við liið fullkomna hann. Því má ekki gleyma, að andbann- ingar töluðu mikið um það fyr- ir 1922, hversu æskilegt það væri að fá liin hollu og léttu suðrænu vin inn í landið. Þeir töldu, að þá mundi all ólöglegt áfengi hverfa og allur almenn- ingur læra að fara með áfengi, eins og þeir orðuðu það. Það ber því að skrifast megin stöf- um að undanþágan frá bann- lögunum frá 1922 var gerð í fylsta samræmi við óskir and- banninga þeirra tíma, hún var sannnefnt andbanningaspor. Þær afleiðingar, sem orðið liafa af þessari undanþágu eru því sýnishorn af því, hvernig stefna andbanninga liefir reynst. Reynsla áranna síðan 1922 sýn- ir að undanþágan frá hinu full- komna banni liefir leitt til sí- aukinnar áfengisnautnar — sí- aukins áfengisböls, hún hefir sannað regluna því minni laga- hömlur á innflutningi áfengis, því meira drukkið. Vér stöndum því svo vel að vigi, er vér förum að mynda oss skoðun um at- kvæðagreiðsluna fyrsla vetrar- dag, að vér getum borið saman tvö tímahil. Annað frá 1888 til 1922 með vaxandi lagahömlum og þverrandi áfengisnautn. Hitt frá 1922 til 1933 með þverrandi hömlum og vaxandi áfengis- nautn. Bindindi og- áfengislög. Nú geri eg ráð fyrir, að ein- hver komi og segi: Það eru fleiri orsakir en löggjöfin ein, sem valda ]iví, hvort mikið eða lítið er drukkið í landinu. Þetta er rétt, önnur meginorsök ligg'- ur hér og til grundvallar. Það er bindindisstarfsemin, gengi hennar eða gengisleysi. Þcss vegna er vert að athuga livort hindindisstarfsemi hefir verið öflugri liið fyrra eða hið síðara tímabil. Regla templara hefir haft forustuna i liöndum i bind- indisbaráttu þjóðarinnar, og vöxtur hennar og viðgángur má því skoðast mælikvarði á þrótt bindindisstarfseminnar í land- inu á hverjum tíma. Reglan á mikið hlómaskeið á landi hér frá því um aldamót og fram til 1908, sjálfsagt er því að álykta, að liin þverrandi áfengisnautn þessa tímabils standi á tveim stoðum, öflugri hindindishreyf- ingu og áfengislöggjöf, sem mjög var farin að nálgast bann. Árið 1908 fer Reglunni að hnigna og lágmarki sínu nær hún 1918. Alt þetta tímabil er áfengisnautn í landinu mjög lit- il og liefir aldrei fyr eða síðar verið minni. Af þessu virðist eðlilegt að draga þá ályktun, að góð bannlög geti bætt bindind- isstarfsemina upp þótt vitanlegt sé, að æskilegur árangur fæst þá fyrst þegar hvorttveggja er fyr- ir hendi, bindindi handa ein- staklingunum og bann handa þjóðinni. Eftir árið 1918 tekur Reglan aftur að rétla við og nær hámarki sínu 1928. Það ár varð Reglán fjölmennust á Islandi og það ár hefir liún flesta fé- laga af hverjum 100 landsbúum. En reynslan hefir því miður sýnt að liðstyrkur hindindis- manna nægði ekki til að hamla upp á móti afleiðingum and- banningasporsins frá 1922. Ár- ið 1928 tekur Reglunni að hnigna, og er óhætt að fullyrða, að svo var og um aðra bindind- istsarfsemi í landinu. En á síð- asta ári hefir sést gleðilegur vottur þess að bindindisáhugi þjóðarinnar fer aftur vaxandi. Er þetta bygt á því, að Reglan hefir tekið upp starf á síðasta ári á allmörgum stöðum, þar scm ekki hefir verið starfað hin síðustu ár, og ennfremur á því, að öflug bindindishreyfing hefir nú hafist í mörgum skól- um, og hefir Mentaskólinn i Reykjavík forustu í þeirri har- áttu. Sú niðurstaða, sem vér þvi komust að, er vér atliugum sam- band bindindisstarfsemi og á- fengislöggjafar er, að hvorugt sé einhlítt. Bindindisstarfsemi án mikilla lagahamla á innflutn- ingi, sölu og framleiðslu áfeng- is getur ekki forðað þjóðinni frá bölvun áfengisnautnarinnar, og jafnvel hin fullkomnustu bann- lög ná ekki fyllilega tilgangi sínum, nema á bak við þau standi öflug bindindisstarfsemi. Hér er því ckki um að gera bannstefnu eða bindindisstarf- semi, heldur bannstefnu og bindindisstarfsemi. Því er endalaust slegið fram af and- banningum, að bannstefnan hafi dregið allan þrótt úr starfi templara og að Reglan starfi nú í seinni tið á öðrum grund- velli, en hún gerði áður. Hvort- tveggja er rangt. Reglunni tek- ur að hnigna árið 1908. Bannið gengur ekki til fulls í gildi fyr cn 1915. Reglan tekur aftur að vaxa 1918. Bannið er þá í fullu gildi, og' hámarki sinu nær Reglan undir núverandi áfeng- islöggjöí. Það er því meir en vafasöm ályktun, að lialda því fram, að afnema þurfi núver- andi áfengislöggjöf til að fram- kalla sterka bindindisstarfsemi. Hitt, að Reglan hafi hreytt um starfsgrundvöll er f jarslæða, og megum við teplarar vita lietur skil á ])eim málum en andbann- ingar. NitSurlag. Þýskunámskeið hcfst föstudaginn 20. þ. m. kl. 8 e. h. og stendur vfir til jóla. Kent verður i 2 flokkum, tvo tíma í viku i hverjum flokki. Sérstök áhersla lögð á talmálið. Kenslugjald kr. 20.00 fyrir allan timann. Væntanlegir þátttakendur geta fengið állar nánari upp- lýsingar i Pennanum, Ingólfshvoli. si'mi 2354, eða eftir kl. 8 c. h. heiina lijá undirrituðum. Halldór P. Dungal, Maravgötu 6. Sími 1895.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.