Vísir - 28.10.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1933, Blaðsíða 3
VlbíH vinna. Hugsanaferii hans og , röksemdafærslu er ekki unt að rekja í stuttri bókarfregn. En það er víst, að hafi bækur nokk- ur áhrif á lesendur, þá hlýtur hver athugull lesandi að verða fyrir góðum áhrifum al' þessari bók, verða „glaður, en þó hugs- andi um leið“, og éflast að kristilcgri bjartsýni og kjarki. Hafi höf. þökk fyrir i)ókina og Prestafélagið fyrir útgáfu hennar. Megi liöfundinum verða að þeirri ósk, sein hann lætur í ijós i formálsorðum, að bókin verði kristni þjóðar hans til blessurrar. Á. S. Pétnr Jðnsson óperusöngvari, söng í fyrra kveld í Gamla Bíó, með aðstoð Emils Thoroddsen, fyrir miklum f jölda áheyrenda. Byrjaði hann þar með röð af ákveðnum óperuhljómleikum, sem hann ætlar að halda i vetur. Á söngskránni voru lög eítir Meyerbeer, Beethoven, Masse- net og Weber, alt óperulög. Yfir söng Péturs og fram- göngu allri var hinn sami til- komumikli og tignarlegi blær, sem einkennir hann svo mjög og gerir söng' hans eftirsóknar- verðan, og var söngvaranum að vonum tekið með hinum mesta fögnuði, aukalög sungin o. s. frv. Söngur Péturs færir menn nær umheiminum, hann gefur mönnum innsýn í hinn mikla söngvaheim, sem flestir íslend- ingar hljóta að fara á mis við að mestu. Eg býst við, að flestir þeirra, sem hlustuðu á Pétur í fyrra- kveld, hlakki til framhalds þessara tilkomumiklu hljóm- leika hans. Sú nýbreytni var á sö' •skránni, að útskýringar fylgdu hverju kvæði. Rð. Atkræðagreiðslan nm bannið. —o— Eyjaf jarðarsýsla. Úrslit atkvæðagreiðslunar þar urðu þau, að 694 höfðu sagt já, *'n 609 nei. Suður-Múlasýsla. Þar sögðu 712 nei, en 510 já. Barðastrandarsýsla. Þar urðu úrslit þau, að 381 sögðu nei, en 255 já. Meiri hluti andbanninga er nú ulls 4740. Enn er ótalið í N.-ísafjarðarsýslu, Stranda- sýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Suður-Þing- eyjarsýslu, Norður-Múlasýslu, Austur-Skaftafellssýslu og Ár- nessýslu. Talið verður í sumum þessum sýslum í dag og á morg- un. Messur á morgun: í dómkirkjunni, kl. n sira Bjarni Jónsson. (|Ferming). —• Kl. 3, síra FriSrik Hallgrímsson. (Barnaguösþjónusta). Engin síö- degismessa. Menn eru be'ðnir að veita þvi eftirtekt, að barnaguðs- jijónustan befst að þessu sinni kl. 3- í fríkirkjunni, kl. 2 síra Arni Sigurðsson. í Hafnarfjaröarkirkju, kl. i)4 síra Hálfdan Helgason. VeSriö í morgun. í Reykjavík —3 stig, ísafirði 0, Akureyri —5, Seyðisfirði —3, Vestmannaeyjum —1, Grímsey 0, Stykkisliólmi —1, Blönduósi —5. Hólum í Hornafirði —2, Grindavik —4, Færeyjum 6, Julianehaab 3, Jan Mayen —5, Angmagsalik —2, Hjaltlandi 9 stig. Mestur hiti hér í gær 3 stig, minstur 4 stig. Sólskin i gær 4,8 st. Yfirlit: Iláþrýstisvæði yfir Atlantshafi og Islandi. Lægð norðvestur af Islandi á hreyf- ingu austur eftir. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói: Stilt og bjart veður fyrst, en þyknar siðan upp með hægri suðvest- anátt. Breiðafjörður, Vestfirðir: Suðvestan gola og síðar kaldi. Dálítil slydda eða rigning.: Norð- urland: Sunnan og suðvestan kaldi. Þyknar upp. Norðaustur- land, Austfirðir, norðaustur- land: Hægviðri í dag, en gengur i suðaustur eða vestur i nótt. Víðast bjartviðri, Ólögleg vínsala. Björn Bl. Jónsson löggæslum. fór upp að Geithálsi í gær í rannsóknarskyni, en þar er tal- ið að ólögleg vínsala hafí farið fram lengi. Mikið af tómum vínflöskum fanst þar í kjallara. Veitingar hafa farið fram á Geithálsi eftir lögboðinn lokun- artima. Gestgjafinn, Sigvaldi Jónasson, liefir verið settur í gæsluvarðhald. Málið er nú í rannsókn. Þingmenn eru nú margir komnir til bæjar- ins, ín. a. ]ieir Ingólfur Bjarnarson, Bernharð Stefánsson, Einar Árna- son, Finnur Jónsson og Bergur Jónsson. Hinn síðast nefndi hefir legið hér veikur aö undanförnu. Nokkrir þingmenn eru væntánleg- ir á Esju. E.s. Esja fór frá Hornafirði á hádegi í dag. Væntanleg hingað síðari hluta dags á morgun, E.s. Súðin ' kcm til Kristiaussand í Noregi í gær. Rán er farin á ísfiskveiðar. M.s. Dronning Alexándrine fer héðan í kveld áleiðis til út- landa. Guðmundur Hlíðdal landsímastjóri hefir ítrekað þá ósk sína við ríkisstjórnina, að hon- um verði veitt lausn frá störfum í stjórn síldarverksmiðju ríkisins. Sig. Eggerz bæjarfógeti á ísafirði og frú hans eru stödd hér í bænum. Aukafundur verður í bæjarstjórn kl. 5 e. h. í dag. Næturlæknir er i nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Gullverð ísl. krónu er nú 52,80 miðað við frakkn. franka. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir nýja mytid t kveld, „Maritza.“ Aðalhlutverk leika Dorothea Wierk, Ernst Niý vara á markaðinn. Okkar nýja suðusúkkulaði lítu Reynið það og dæmið um gæ H.f. Sælgætís og efnagerðin Freyja. Verebes o. fl. — Nýja Bíó sýnir enn hina vinsælu myíid „í nótt —- eða aldrei“, við góða aðsókn. Heimili og uppeldismál. Frú Laufey Vilhjálmsdóttir ílytur erindi urn heimili og upp- eldismál í Nýja Bíó kl. 3 e. h. á morgun. Frúin er svo kunn hér í bæ, að óþarft mun að hvetja menn til að sækja fyrirlestur hennar. Hún stundaði liér lengi barna- kenslu við góðan orðstír og hefir ávalt látið sig velferðarmál þeirra miklu varða. Hún er og vel máli farin. Allur ágóði rennur til h.f. Hallveigarstaða. Skrá yfir aukaniðurjöfnun útsvara í Reyk javík, sem fram fór 20. þ. m., og snertir ti'yggingarfélög og 3 aðra g jaldendur, liggur frammi til sýnis í skrifstofu bæjar- gjaldkera, Austurstræti 16, frá 27. þ. m. til 9. nóv. n. k., að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12 og 13—17 (á laugardögum að eins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörunum skulu komnar til niðurjöfn- unarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Hafn- arstræti 10, áður en liðinn er sá tími,. er skráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 þann 9. nóv. n. k. Kvæðaf. Iðunn, biður þess getið, að kvæða- skemtunin verði í Varðarhúsinu i kveld kl. 8ýý, en ekki í Iðnó, eins og misprentaðist í blaðinu í gær. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apoteki og Lyfjabúðinni Iðutin. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er í Kaupmannahöín. Goðafoss er á leið til Hull. Detti- íoss er í Hull. Selfoss er hér. Brú- arfoss fór frá Leith í gær áleiðis hingað. Lagarfoss var á Reyðar- firði í morgun. Minningarsjóður Ólafs Jónsson- ar læknis. Við fráfall Ólafs Jónssonar læknis í fyrravetur var efnt til sjóðstofnunar til minn- ingar um þann mæta mann, og skyldi fénu varið til kaupa innan- stokksmuna í sjúkraherbergi á spítala Hvítabandsins. Spitali þessi tekur til starfa nú á næst- unni. Eru því síðustu forvöð fyrir þá, sem taka vilja þátt í sjóðstofn- un þessari, og ekki hafa enn gefið sig fram, að gera það nú. Tillög- um í sjóðinn veitt móttaka á af- greiðskt blaðsins. — Gengið í dag. Sterlingspund.......kr. 22.15 Dollar ...............— 4,71% 100 ríkismörk þýsk. — 167,36 — frankar, frakkn. . — 27,69 —• belgur ..........— 98,29 — frankar, svissn. . — 136,66 — lírur............ — 37,23 — mörk, finsk .... — 9,84 — pesetar .........— 59,18 —gyllini ...........—- 284,64 — tékkósl. kr......— 21,11 — sænskar kr.......— 114,41 — norskar kr......—• 111,39 — danskar kr......— 100,00 Æfingar hjá Glímufél. Ármann verða í kveld í fimleikasal Mentaskól- ans: KI. 7—8 fimleikar drengja Borgarstjórínn í Reykjavík, 26. okt. 1933. Jön Þorláksson. Mús til sölu. Hús, með lítilli útborgun, er til sölu nú þegar. Uppl. á skrif- stofu Vélstjórafélags íslands, Ingólfshvoli. Sími 2630. Gúmmístimplar eru búnir til í FélagsprentsmiðjunnL Vandaöir og ódýrir. ' á aldrinum 13—15 ára; kl. 8—9 glíma drengja og kl. 9—10 glíma fullorðinna. —- Á morgim verður æfing hjá 2. fl. kvenna kl. 3—4 í Austurbæjarskólan- um. — Útfarpið. 10,00 Veðurfregnir. I 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o.fl. 18,45 Barnatimi. (Þuriður Sig- urðardóttir). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Tónleikar. Orgel-sóló. 'jEggert Gilfer). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Franskt kvöld. (Frauska félagið — Alliance Fran- ?aise). Danslög til kl. 24. sýnir GaldraLoft sjónleik í 3 þáttum, eftir Jóhann Sigurjónsson, sunnudaginn 29. þ. m. kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðasala í Iðnó, eins og venjulega, í dag og sunnudag. SHItafaidir í þrotabúi Kristine K. Einars- son, Grettisgötu 81, verður haldinn i Bæjarþingstofunni mánudaginn 30. þ. m., kl. 10 f. h. til þess að taka ákvörðun uns sölu eigna búsins. Lögmaðurinn í Reykjavík, 28. okt. 1933. Bjðru Þárðarsson. GERI UPPDUÆTTI af allskonar húsum. — Þorleifur Eyjólfsson, húsameistari, Öldugötu 19. iKmiiiiiiiimiiiiiiHiimiiiiumiui EM&"- Best að auglýsa i Vísi. innimiHiiimiHHiiiuiiiiHiiimn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.