Vísir


Vísir - 22.11.1933, Qupperneq 2

Vísir - 22.11.1933, Qupperneq 2
Ví SIR er dpýgst best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/10 og 1/4 kg. og' 5 kg. pokum. Biðjið kaupmann ySar um Bensdorps Cacao. HeildsölubirgSir. Sími: 1—2—3—4- Símskeyti —o- Lissabon, 21. nóv. United Press. - FB. Lindbergh kominn til Azoreyja. Fregn frá Pontadelgada kl. 10.30 t. h- hermir, að loftskeyti hafi bor- ist frá Lindbergh þess efnis, að flugferðin liafi gengið mjög að óskum, það sem af er. Síðari fregn: Lindbergh nálgað- ist Amiguel á Azoreyjum kl. 12.40 vaxtatré og fleira í þessum fylkj- um hefir gefið góðan ávöxt og kornuppskeran hefir ekki brugðist eins alment í þeim og i sléttufylkj- unum. — í strandfylkjunum At- lantshafsmegin er góð uppskera, en í Kyrrahafsstrandarfylkinu British Columbia verður uppskeran vafa- lr.ust minni en í fyrra. Frá Alþingi —o—• é.h. London, 21. nóv. United Press. — FB. Frá Fayal á Azoreyjum er sím- að, að Lindbergh hafi lent þar kl. 16.17 (GMT). Genf, 2i- nóv. United Press. — FB. Efri deild- Þar var örstuttur fundur, cnda aðeins tvö mál á dagskrá. Fyrra málinu, frv. um ábýrgð fyrir Nes- kaupstað, vegna síldarbr.verksm. var vísað til nefndar, og það síð- ara,. þáltill. um. húsnæði fyrir tón- listaskólann samþykt. Frestun afvopnunarráðstefnunnar. Fulltrúar Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna hafa náð samkomulagi um að leggja þaö til, að- afvopnunarráðstefnunni verði frestað þangað til lokið er Þjóða- bandalagsfundinum i janúar (þ- e. ráðsfundinum). ----• • Manchester 22. nóv. United Press. — FB. Aukakosning í Bretlandi. Aukakosning hefir farið fram i Rushholme, vegna þess að fyrver- andi þingmaður, Sir Boyd Merri- man var skipaður dómari- Úrslit aukakosningarinnar urðu þau, að í- haldsframbjóðandinn E .A. Brad- ford fékk 13,904 atkvæði, jafnað- armaðurinn sira G. S. Woods 11,005 °J? óháður frjálsl- dr. P. MacDougal 2,503- Aukakosningin í Rushholme er sú 28. síðan J931. Hafa jafnaðarmenn í þeim unnið 4 þingsæti frá íhaldsmönnu'm, cn að öðru leyti er ckki um breytingu að ræða, að því er þingsæti snertir. Montreal í nóv. United Press. — FB. UppskerubreStur í Canada. Vegna mikilla hita og þurka í sléttufylkjunum í sumar, og einn- ig í Ontariofylki og Quebec, heí- ir uppskera brugðist mjög. Eink- anlega hefir orðið grasbrestur og kornuppskeran brugðist algerlega á stórum svæðum. — Hveitiupp- skeran i sléttufylkjunum er áætluð 264,000,000 skeppa af 25,177,000 ekrum lands eða 10,48 skeppur á ekru. Er þetta lægsta uppskeru- áætlun sem gerð heíir verið frá ár- inu 1924- Hveitiuppskeran fyrir alt Canada er áætluð 282,000,000 skeppur, en var í íyrra 435,655,000 sk. Uppskera annará korntegunda, m. a. byggs, verður og miklunr mun minni en í fyrra. í Ontario og Quebec er ástandið betra en í sléttufylkjunum (Manitoba, Al- berta, Sakatchewan), þvi að á- Neðri deild- Þar urðu langar og strangar um- ræður, um kosningalögin, og varð þeim ekki lokið fyrr en á kveld- fundi og þegar þar kom, varð að fresta atkvæðagreiðslunni til næsta dags. — Onnur mál, sem á dagskránni voru, voru afgreidd í bvrjun fundarins, nema frv. um mjólkursölú, frv. um innflutning sauðfjár og þáltill. um útrýming fjárkláða, sem voru öll tekin út af dagskrá. Svðr flokkanna við fyrirspurn konungs. Svar Sjálfstæðisflokksins. ,,Flokkaskipun þingsins þannig, að Sjálfstæðismcnn eru 20, Fram- sóknarmenn 17 og Alþýðuflokks- menn 5. — Sjálfstæðisflokkurinn lýsti yfir í þingbyrjun, að hann óskaði ekki stjórnarskifta íyrir kosningar, en ráðuneytið beiddist lausnar vegna áskorunar rneiri hluta Framsóknarflokksins. Frarn- sóknarmenn og jafnaðarmenn hafa reynt að mynda ráðuneyti saman, en Sigurður Kristinsson, sem reyndi þá stjórnarmyndun gat ekki fengið nema 20 stuðnings- menn í þinginu, því að tveir Fram- sóknarmenn vildu ekki sæta því, sem í boði var. Við síðustu kosn- ingar fékk Sjálfstæðisflokkurinn fleiri atkvæði en báðir hinir þing- flokkarnir til samans og lægi eftir því nærri, að hann myndaði ráðu- neyti, en með þvi að hann býst ekki við stuðningi eða hlutleysi úr öðrum flokkum, lítur hann svo á, að eins og á stendur ,sé réttast að núverandi ráðuneyti gegni störf- um áfram fram yfir kosningar, sem ekki geta vegna erfiðleika um kjörsó)kn að vetri til, farið fram fyr en i vor eða snemma sumars. Sem fordæmi má nefna að ráðuneyti hér var fungerandi frá ágúst 1919 til febrúar 1920. Þessi er afstaða Sjálfstæðisflokks- ins eftir því viðhorfi, sem nú er.“ Svar Framsóknarflokksins. „Framsóknarflokkurinn hefir slitið pólitísku samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Tilraunir til rrjynd- unar samsteypustjórnar frá Fram- sóknarflokknum og Alþýðuflokkn- um hafa enn ekki fengið nægilega marga stuðningsmenn. Aðrar upp- lýsingar verða símaðar síðar, ef til- efni ^gefst." Svar Alþýðuflokksins. „Út af símskcyti yðar til form. Alþýðuflokksins um það, hvemig flokkurinn liti á ástæður I þing- inu til ráðuneytismyndunar vilj- um vér taka fram, að tilraunir Framsóknarflokksins til sameigin- legrar stjórnarmyndunar með A1- þýðuflokknum hafa strandað á því, að tveir þingmenn Framsókn- arflokksins að minsta kosti, hafa ekki viljað veita stuðning ráðu- neyti, er þessir flokkar mynduðu saman. Samvinna Alþýðuflokks- ins við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun kemur alls ekki til greina á neinum grundvelli né heldur að Alþýðuflokkurinn veiti stuðning ráðuneyti, er skipað væri eingöngu Sjálfstæðisniönnuin eða eingöngu Framsóknarmönnum." Áætlun H.f. Eimskipafélags íslands fyrir 1934 er nýlega komin út. Um ferð- ir skipanna er þetta helst að segja : E.s. „Gullfoss" verður i förum milli Kaupmannahafnar, Leith, Reykjavíkur og Akureyrar- Yfir sumarmánúðina sleppir skipið við- komu í Leitli, og verður í hrað- ferðum milli Reykjavíkur og Kaupmannáhafnar. — E.s. „Brú- arfoss" verður í förum rnilli Kaup- mannahafnar, Leith Reykjavíkur og Vestfjarða. Yfir sumarmánuð- ina sleppir skipið Vestfjarðaferð- unurn, en verður í þess stað i hrað- ferðum milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. í staðinn fyrir „Brúar- foss“ fer „Lagarfoss" 2 ferðir og „Gullfoss“ 1 ferð til Vestfjarða yf- ir sumartimann. — E.s- „Lagar- foss“ verður í förum frá Kaup- mannahöfn og Leith til Austur- og Norðurlandsins, en mánuðina júlí og ágúst fer skipið 2 férðir frá Antwerpen um Leith til Reykja- víkur og Vestfjarða. — E.s. „Sel- foss“ verður í förum milli Ant- werpen og Reykjavíkur og kemur við í Aberdeen á útleið ef nægur flutningur fæst. í júlí og ágúst fer skipið 2 ferðir frá Kaupmannahöfn um Leith til Austur- og Norður- landsins, i staðinn fyrir „Lagar- foss“, sem verður þá í Antwerpen- ferðum eins og fyr er getið- — E.s. „Goðafoss" verður í förum frá Hamborg og Hull til Reykja- víkur og Akúreyrar eins og að undanförnu. — E.s. „Dettifoss" verður einnig í förum frá Ham- borg og Hull til Reykjavíkur og Akureyrar. — Sú breyting hefir verið gerð á burtfarar.dögum skip- anna, að í staðinn fyrir að fara á þriðjudögum frá Kaupmannahöfn fara skipin nú þaðan á Iaugardög- um hálfsmánaðarlega yfir sumar- tímann. —■ Einnig í staðinn fyrir að fara á þriðjudögum frá Reykja- vík til Akureyrar fara nú skipin ýmist á miðvikudógum eða mánu- dögum, vikulega í hraðferðir til vestur- og norðÚrlandsins yfir sumartímann- — Athygli skal vak- iu á þvi að á næsta sumri er gert ráð fyrir vikulegum hraðferðum til Akureyrar í stað þess að i ár voru aðeins 3 ferðir mánaðarlega þessa leið. — Ferðir frá Kaupmanna- höfn: samtals 31, þar af hraðferð- ir beint til Reykjavíkur 7. Til Rvik með viðkomu í Leith 16. Til Austur- og Norðurlandsins 8. — Ferðir frá Hamborg: samtals 23, jjaraf beint til Reykjavikur með viðkomu í Hull 22. Til Reykjavík- ur um Austfirði i. —■ Ferðir frá Antwerpcn: samtals 12, með við- komu í Bretlandi u, með viðkomu i Kaupmannahöfn 1. — Ferðir frá London með viðkomu i Leith 1. — Ferðir frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar: samtals 25, þar af beint 8, með viðkomu i Leith 15, með viðkomu á Austfjörðum 2. — Ferðir frá Reykjavik til Hamborg- ar: samtals 22, þar af beint með viðkomu i Hull 21. Vestur og norður um land 1. — Ferðir frá Reykjavík til Antwerpen: sam- tals 9. — Hraðferðir frá Reykja- vik til Akureyrar og til baka samt- 34 — Ferðir frá Reykjavík til Vestfjarðá og Breiðafjarðar : sam- tals 12. — Ferðir frá útlöndum samtals 66. — Ferðir til útlanda: samtals 63. FriSarviljl Þjððverja. —-o— Allmjög hefir verið um þa'ö deilt, hvorl friðarvilji sá, sem leiðtogar þjóðernisjafnaðar- manna í Þýskalandi að undan- förnu hafa ofl látið í ljós, sé sannur eða að eins í ljós látinn í blekkinga sltyni. Eins og kunn- ugt er hafa Þjóðverjar gert há- værari kröfur en áður um jafn- rétti á við aðrar þjóðir og liefir það leilt til þess, að sú grun- semd hefir fengið hyr undir liáða vængi meðal ýmissa þjóða, að í raun og veru áformi Þjóð- verjar að ná aftur á sitl vald öllum þeim héruðum og nýlend- um, sem þeir mistu í heims- styrjöldinni. Sannast að segja er eigi nema e.ðlilegl, að með ýmsum þjóðum ótlist menn nýjan hernaðaranda í Þýska- landi, þvi að sumir leiðtogar þeirra hafa áður sagt ber- um orðum í ræðum, sem þeir liafa haldið, sé þá rétt frá þeim slcýrt i erlendum blöðum, að á- formið sé að gera Þýskaland jafnstórt og voldugt og það varð á keisaraveldisdögunum. Enn- fremur hafa Frakkar talið mikl- ar líkur vera fyrir því, að Þjóðverjar liefði brotið Versala- friðarsamningana með launvíg- búnaði og haldið því fram, að ef alþjóðaeftirliti með vígbúnaði væri komið á mundi koma í Ijós, að þeir hefði brotið þar að lútandi ákvæði Versalafriðar- samninganna. Ljóst er, að ef það raunverulega vakir fyrir Þjóðverjum að vígbúasl á ný svo að þeir verði lierveldi jafn- öflugt og á keisaraveldisdögun- um og þeir áforina að ná öllum þeim löndum, sem áður hafa verið þýsk lönd, leiðir ólijá- kvæmilega af því nýja styrjöld. Frakkar mvndi t. d. aldrei láta af hendi Elsass-Lotliringen, nema þeir væri sigraðir í styrj- öld. Nú er þess vitanlega að gæta, hverjum augum sem menn líta á þá stefnu, sem ráð- andi er í Þýskalandi, að and- stæðingar Jiýskra þjóðernis- jafnaðarmanna eru fjölmennir i flestum löndum, nema ítaliu, og leiðir af því, að harist cr gegn stefnu þeirra víða um lönd í ræðu og riti, og oft og viða er alt lagt til verri vegar fyrir leið- „Prímus" suöuvélar eru ódýrustu suðuáhöldin. Fást hjá kaupmönnum og kaupfé- lögum. — Sendið pantanir til umboðs- manna vorra fyrir ísland: Þórður Sveinsson & Co., Reykjavík. A/B. B. A. Bjortb & Co. Stockholm. Pðlarskautarnir óviðjafnanlegu, margar gerðii', allar stærðir, fyrir karla, konur og' börn. Miklar birgðir. Lágf verð. Nýkomnir til VERSL. B. H. BJARNASON. togum þjóðernisjafnaðar- manna. Tíminn einn leiðir vit- anlega í Ijós, svo að ekki verður um deilt, hvað liið sanna er í þessum efnum. Áður hefir verið vikið að ýmsu því í Vísi, sem um þetta liefir verið sagt á báð- ar hliðar, og verður að þessu sinni drepið á nokkur ummæli Hitlers kanslara, í langri ræðu, sem liann liélt í Köln skömmu fyrir kosningarnar seinustu. Ræðu sina hélt hann í sýningarhöllinni í Köln og segir í enskum blöðum, að veggirnir hafi verið þaklir með fánum, sem á var letrað „Vér viljum frið“, og svipuðum áletrunum. Fi'éttaritari Reuters í Köln segir Hitler hafa endurtekið þá kröfu, að andstæðingar þjóðernisjafn- aðarmanna legði fraín sannanir fyrir ágengni Þjóðverja i garð annara þjóða. Þegar Hitler tók að sér að verðá liöfuðleiðtogí þjóðernisjafnaðar nianna, heit- streng'di hann, að því er liann sagði í ræðu sinni, að undir- skrifa aldrei neitt, scm óheiðar- legt væri —“ og sem kanslari mun eg lieldur ekki gera það“, bætti liann við. „Hvað mundu aðrar þjóðtr hafa sagt, ef út hefði verið gef- in í Þýskalandi samskonar bók og „brúna bókin“, spurði liann. „Gerum ráð fyrir, að van der Lubbe hefði kveikt í þinghallar- byggingunni í Bretlandi og Þjóðverjar borið fram ásakanir á liendur breska forsætisráð- herranum. Og gerum ráð fyrir, að rannsókn hefði farið fram á ikveikjunni í Þýskalandi. Hvað mundu Brelar hafa sagt?“ Hitlér fór einnig mörgun* orðum um Versalafriðarsamn- ingana. Þeir liefði gert þjóðim- ar beiskar í lund og tortrygnar, og leitt til atvinnuleysis og ým- islegs annars böls, sem siglt hefði í .kjölfar þess. Afvopnuo- arákvæði samninganna hefðí einnig verið brotin. „Frakkland og Bretland liaf« aukið vígbúnað sinn á bverja

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.