Vísir - 22.11.1933, Side 3

Vísir - 22.11.1933, Side 3
VlSIR Iund,“ sagði liann ennfremur. . „Er það Þjóðverjum að kenna? Höfum vér gerst sekir nm nokk- uð, sem réttlætir þennan vig- búnað jxíirra? Ef svo er ekki, því hafa þessar þjóðir þá aukið. vígbúnað sinn?“ „Eg hefi barist fyrir stefnu- skrá minni í 13 ár. Leið sú, sem . er að balci, var ekki altaf greið. Vér urðum að berjast við öfund og óvináttu. Fyrsta og mesta hlutverk okkar var að uppræta flokka liins gamla skipulags. Þeirra tími kemur aldrei aftur. Næsta hlutverkið er að búa svo i haginn, að atvinna skapist næg i landinu og jafnfram er áform- ið að skapa einliuga þjóð. Vér höfum þegar hafist handa um, að berjast við lausn ótal vanda- mála, en það er ekki hægt að byggja upp á átta mánuðum það, sem aðrir hafa lagt í rústir. Vér höfum þegar komið meiru ::í verk en vér höfum lofað. Vér höfum nú að eins 3,800,000 at- vinnuleysingja, en ef gamla skipulagið vapri enn við lýði, væri þeir að minsta kosti tíu miljónir." Ennfremur kvaðst Hitler hafa áoi'kað miklu í þvi að uppræta stéttahatrið, nú vinni menta- snenn og verkamenn saman. Klerkastéttin sé hætt afskiftum af stjórnmálum og fjöldinn sé aftur farinn að leita til kirkn- anna. í þessu geti ekki verið nein liætta fólgin fyrir aðrar þjóðix'. „Óvinir Þjóðverja eru að eins þeir, sem vilja leggja í eyði verslun þjóðar vorrar og iðnað. Flóttamenn okkar eru allir menn, sem eru að flýja undan réttlátum dómi. Við öf- nndum ekki aðrar þjóðir yfir að hafa orðið að taka við þeim, þvi að það mun reynast þeim kosln- aðarsamt. Þetta munu þær brátt viðurkenna. Það eru ekki að •eins góðir Þjóðverjar, sem dveljast með erlendum þjóðum, og vondir Þjóðverjar, sem heima eru.“ Hitler kvað Þjóðverja óvig- búna þjóð, en ef litið væri „í aðra átt sæi menn 20,000 skrið- ■drelta — ef til vill 30,000, flug- vélar o. s. frv.“ í þessum víg- búnaði felist hótun til Þjóð- verja. „Vér þráum frið, þyí að þótt styrjöld i Evrópu myndi ef til vill breyta landabréfinu, þá mundi liún ekki breyta þjóðun- mn. Vér óskum ekki eftir að senda fólk vort, sem vér elsk- um, til vígvallanna, enginn ósk- ar eftir nýrri styrjöld, vér vilj- um vera vinir annara Evrópu- þjóða, og vér viljum auka skilning þeirra milli og lifa í sátt við þær. — Vér eigiun að krefjast réttinda vorra og jafn- framt ástunda að lifa í friði við saðrar þjóðir.“ Svo mörg eru þau orð. Þau virðast bera vott um einlægan friðarvilja, en þrátt fyrir það efasl menn alment enn víða um lönd um friðarvilja leiðtoga þj óðernisj af naðarmanna í Þýskalandi, vegna þess sem á aundan cr gengið. Utan af landi. —o—• I SeyöisfirSi 2i- nóv. FB. Frá Eskifiröi hefir frést, aö helmingur aöstandenda barna á ; skólaskyldualdri hafi kotnið upp einkaskóla fyrir börn sín- Hefir veriö ágreiningur tit af skólamál- tmum þar síöan í haust a. m. k. Þann 23- okt. fréttist til Winni- peg, aö tvcir Íslendingar, bræöurn- ir Björn og Þorlákur Vatnsdal, synir Friðriks heitins Vatnsdals, er um langt skeiö var kaupmaður í Wadena, Saskatchewan, heföi beðið bana af slysi þá um morgun- inn. Fregnin var ógreinileg og ekki getiö um með hvaöa hætti slysiö hefði viljað til. Þeir voru búsettir í grend við Smeaton, Sask. Björn var ekkjumaður. Kona hans var Brynhildur Eldon, fósturdóttir Guttorms heitins Sigurðssonar. Þrjú börn þeirra eru á lífi.og öll ung. (HKR.—FB-). Þættir fir spænskri iiúkmentasögu. •—o— Serkir og bókmentir þeirra á Spáni. Rúmlega hálfri öld eftir dauða Avicebrons fæddist sá, sem talinn hefir verið mestur spekingur meðal Gyðinga á Spáni og síðastur rit- snillingur þess timabils, sem Gyð- ingar héldu áfram a'ð vera þjóðar- brot út af fyrir sig. Þa<5 var Móses ben Maimon eða Maimonides (dá- inn 1204). Hann var af tignum ætt- um. Faðir hans, Maimun, lærdóms- maður mikill, kendi honum hebresk fræði, stjörnufærði og stærðfræði, kojn honum því næst í skóla til á- gætra kennara, arabískra og he- breskra, þar sem hann lærði heim- speki og læknisfræði. En mjög ung- ur varð hann að hætta námi og flýja átthagana ásamt foreldrum sínum, sakir trúarofsókna Almohad- anna, serknesks þjóðflokks, sem um það leyti fékk yfii'ráð á Spáni. Dvaldist hann nú landflótta i Mar- okkó, Sýrlandi, ■Gyði.ngalandi, og settist loks að í Kaíró. Þar gat hann um skeið sint vísindastörfum sin- um, jafnframt því sem hann hafði ofan af fyrir sér með gimsteina- verslun, er hann og bróðir hans, Davíð, ráku í félagi. En sá bróðir hans braut skip sitt á leið til Ind- lands og druknaði, og misti Mai- monides þar aleigu sína. Kom hon- um þá að góðu- haldi kunnátta sín í læknisfræði. Fyrir tilstilli niðgjaf- ans Alfadel, varð hann líflæknir Saladíns sokláns og ávann sér mik- ið álit. Komst hann þó oít i lífs- háska sakir íýógs Múhameðsmanna og öfundar trúbræðra sinna, Gyð- ingapresta, er töldu hann ómakíég- an þeirrar virðingar, sem hann naut hvarvetna. Maimonides hafði, þi'átt fyrir ó- næðissam:.. æfi. aflað sér furðu- mikillar þekkingar á arabiskum og hebreskum fræðum, læknisfræði og gríski'i heimspeki, einkanlegakenn- ingum y\ristótelesar. Um alt þetta skrifaði hann mörg rit, flest á arab- isku. Lang-merkast þeirra er það, sem kallað hefir verið í spænskri þýðingu Guía dc los descarriados —- leiðarvísir hinna villuráfandi. Það er hvorttveggja í senn, útlistun á trúarsetningum Gyðingdómsins og leiðarvísir um það, hvernig megi sami'ýma þær röksémdum skyn- seminnar og skoðunum heimspek- inganna. Höfundurinn stílar það til þeirra, sem hafa árangurslaust reynt að finna samræmið milli ritningar- hókstafsins og vísindalegra sann- inda og standa af þeim sökum uppi ráðþrota og efablandnir. Þar sem djúpið virðist óbrúanlegt milli trú- ar og skynsemi, grípur Maimonides til líkingafullra útlistana, uns hon- um tekst að komast að sömu niður- stöðu, hvorn veginn sem hann vel- ur. Þetta tvent, trú og skynsemi, J leitast hann við að samræma, eins og Averróes og heilagur Tómas. Og sakir vísindalegrar nákvæmni sinn- ar sem biblíuskýrandi, hefir haxm verið talinn fyrirrennari Spinosa. Siðakenningar hans byggjast á gyð- inglegum hugsunarhætti, eru hent- ugar og ])ægilegar í framkvæmd- inni; hann leggur lítið upp úr mein- lætalifnaði og bænagjörð, ef mað- ur gerir sér ekki um leið far um að verða efnalega sjálfstæður og þess umkominn að hjálpa öðrum. Framh. Þórh. Þorg. Dánarfregn. Siðastliðinn föstudag andaðist á Landakotsspítala eftir uppskurý Gunnlaugur Helgason fyrrum bóndi á Gilsá í Breiðdal, nú til heimilis á Brekku á Álptanesi. Veðrið í morgim. Hiti i Reykjavík 2 stig, ísafirði o, Akureyid — 5, Seyðisfirði — i,- Vestmannaeyjum 4, Grhnsey 1, Stykkishólmi 1, Raufarhöfn o, Hólum í Hornafirði —• 1, Grinda- vík 3, Færeyjum 6, Julianehaab — 3, Jan Mayen — 3, Hjaltlandi 6, Tynemouth 7 stig. Mestur hiti hér i gær 6 stig, minstur 1. Sól- skin 1.8 st. — lYfirlit: Hæð fyrir norðvestan land. Lægð suðvestur í hafi á hægi'i hreyfingu norðaust- ureftir. Horfur: Suðvesturland: AustanátJ. Allhvass og dálítil rign- ing austan til. Faxaflói, Breiða- fjörður, Vestfirðir, Norðurland: Hæg austanátt. Bjartviðri. Norð- austurland. Austfirðir, suðaustui'- land: Hæg norðaustan og austan- átt. Víðast úrkomulaust- Heiðurssamsæti var frú Guðríði Guðmunds- dóttur, konu Ólafs Ólafssonar, fyrv. fríkirkjuprests, haldið í Oddfellowliúsinu i gærkveldi. Sátu það á annað hundrað manna við góðan fagnað. Þeirra hjónanna mintust í ræðum síra Árni Sigurðsson frikirkjuprest- ur, dr. Alexander Jóliannesson, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Jón Ólafsson bankastj., Sigfús Johnsen liæstaréttarritari, ísleif- ur Jónsson kennari o. fl. Síra Ólafur talaði tvivegis og þakk- aði sóma þann, sem þeim hjón- um var sýndur. Pétur Á. Jónsson heldur þriðja óperuliljómleik sinn annað kveld. Nú eru það lög úr óperum eftir Verdi, og úr Niflungahringnum eftir Wag- ner, sem liann syngur, en þess er einmitt getandi um söngvar- ann, sem reyndar allir vita, að hann er sérstaklega Wagner- söngvari, og nýtur hin mikla rödd lians sín sérstaklega ágæt- lega í Wagner-óperum. Hafa undirtektimar undir ópérusöng- kveld Pélurs verið ágætar og viðtökurnar, sem hann hefir fengið lijá áhevrendum, fram- úrskarandi góðar. Það er líka að maklegleikum, enda liefði hann ekki verið árum saman aðal- kraftur við bestu söngleikahús úti i álfu, ef liann væri ekki frá- bær söngvari. x. Aflasölur. Bragi liefir selt 1400 körfur ísfiskjar i Grimshy fyrir 794 stpd. og' Gylfi 1000 körfur í Hull fyrir 777 stpd. — Gyllir hefir selt ísfiskafla í Cuxliaven fyrir 25,900 mörk og er það af- bragðs sala, en sá böggull fvlgir skammrifi, að af þessari upp- hæð verður að greiða 2,700 rm. lendingarkostnað og 13,000 mi. toll. — Fisktollur í Þýskalandi er 100 rm. á smálest. Samninga- umleitanir, sem staðið hafa yfir um lækkun þessa tolls, hafa enn ekki borið árangur. Sæsíminn komst í lag i gærkveldi- Slys. Ingimundur fisksali Guömunds- soji vai'ð fyrir slysi í gær suðtxr viS Þormóðsstaði, er hann var að skjóta í mark. Var þetta um kl. 1. Haf'ði byssan sprungið í höndum hans og skotið hlaupið í ennið. Líður honum sæmilega, eftir at- vikúm, og ekki talinn í neinni lífs- hættu- Bifreið stolið. Ölvaður maður, nýkominn frá Litla-Hrauni, stal bifreið í gær fyrir utan húsið nr. 40 við Hverf- isgötu. Bifreiðarstjórinn, Kristinn Kristjánssón, hafði skroppið þar inn í búð. Þegar út kom sá hann á eftir bífreiðinni austur götuna. Fór hann þá í bifreið, ásamt kunn- ingja sínum, á eftir þjófnum. Ók maðurinn hratt, en er upp fyrir Ár- bæ kom ók hann út af veginum. - Seg'ist hann hafa ætlað sér að fara austur að Litla-Hrauni í k)mnisför. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á leið til Kaup- mannahafnar. Goðafoss var á Dal- vik i morgun. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í jnorgun. Detti- foss kom til Hull i morgun. Sel- foss fór héðan í gærkveldi til Stykkishólms. 50 ára er í dag frú Guðríður Eiríks- dóttii', Laugavegi 81. E.s. Súðin kom úr hringferð í gærkveldi. I ðnaðarmannaf élagið í Reykjavík heldur fund í bað- stofu fé.lagsins annað kveld kl. 8yZ. Fundai'efni: Erindi frá Lands- sambandi iðnaðarmanna. Helgi H. Eirik^son flytur erindi með skuggamyndum. Stjórnin skýrir frá gerðum sínum o. fl. Sjá nán- ara i augl. K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði. efna til hlutaveltu um næstu helgi- Meðlimir og velunnarar, eru vinsamlegast beðnir um að hafa þetta í huga. K. Bethania. KI. St/2 í kveld flytur sira Frið- rik Hallgrimsson erindi. Ræðu- efni: „William Carey kristniboði i Indlandi." Barnakór syngur. Allir velkomnir. „Alþýðu-magasín“ heitir hefta-safn, sem byrjar að koma út á morgun. Afgr. verður í Hafnarstr. 18, uppi. Gullverð ísl. krónu er nú 54.55, miðað við frakkneskan franka. Gengið í dag. Sterlingspund ....... kr. 22.15 Dollar — 4,14 100 ríkismörk þýsk. — 162,17 — frankar, frakkn. . — 26,80 — belgur — 95,08 — frankar, svissn. . — 132,50 — lírur — 36,45 — mörk, finsk .... — 9,93 — pesetar — 56,33 — gyllini — 275,39 — tékkósl. kr — 20,62 — sænskar kr — 114,41 — norskar kr — 111,44 — danskar kr — 100.00 Útvarpið í dag. Pianó sama sem nýtt, til sölu með góðum greiðsluskil- málum. Org'el, stór og minni, ný og dálítið notuð, seljast með góðum greiðsluskilmálum, góðu fólki. Hljóðfærahnsið, Bankastræti 7. Nýkomið: Sardínur. Grænmeti allskonar. Egg til bökunar og suðu. Matvöraverslan Tðmasar Jdnssonar. ðrsmlðavionnstofa min er í Austurstræti 3. ’Hapaldup Hagan. Simi: 3890. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fi. Þingfréttir. M.s. Dronning Aiexandrine fer annað kveld klukkan 6 til Isafjarðar, Sigluf jarðar, Akureyrar. Þaðan sömu ieið til baka. Farþegar sæki l'arseðla í dag. Tilkynningar um vörur komi í dag. Fyrsta ferð félagsins á næsta ári yerður 3. janú- ar frá Kaupmannahöfn. Verður það hraðferð og fer skipið eins og vanalega tll Vestur- og Norðurlandsins. Sklpaafgreiðsla Jes Zimsen. Tryggvagötu. Sími 3025. Trúofanarhringar aliaf fyrirliggjandi. Haraldup Hagan. Sími: 3890. Austurstræti 3. GERI UPPDUÆTTI af allskonai! húsum. — Þorleifur Eyjólfssoa, húsameistari, Öldugötu 19. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Tónlistarfræðsla, V. (Emil Thoroddsen). 20,00 Klukkusláttnr. Fréttir. 20,30 Erindi. Þættir úr náttúrtt- fræði: Eldgosið á Kraka- tá. (Pálmi Hannesson). 21,00 Tónleikar. Útvarpstríóið). Grammóf ón: Debussy: Pelléas og Melisande. Sálmur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.