Vísir - 17.12.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1933, Blaðsíða 3
VlSIR Vér leyfum oss að benda sérstaklega á þessar nýju bækur til jólagjafa í ár: Sögup frá ýmsum löndum II. bindi. (I. bindi kom út i fyrra). Verð lieft kr. 7.50, ib. 10.00. Þýð- endur: Bogi Ólafsson, Einar H. Kvaran, Freysteinn Gunnars- son, Jón Sigurðsson, Kristján Albertson, Magnús Ásgeirsson, Ragnar E. Kvaran, Þorsteinn Gíslason. sagan um Saxt Miehele eftir Axel Munthe. Þýðendur Karl ísfeld og Haraldur Sigurðsson. 488 bls. i stóru broti.Verð heft kr. 13,50, í léreftsbandi 17.50, í skinnbandi 22.00. Sögur handa börnum og unglingum. Sira Friðrik Hallgrimsson safnaði. 3. hefti. Verð ib. kr. 2.50. (1. hefti kom út árið 1931, 2. hefti árið 1932). Egils saga Skallagrímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Útgáfa Fornritafélagsins. verð heft kr. 9.00, í pappabandi kr. 10.00, í skinnbandi kr. 15.00. Bækurnar fást í bókabúðum. n Siilúsar [yaiuaússsnar og Bókabúð Austurbæjar BSE Lv. 34. unni, eða bæta þeim upp að ein- hverju leyti hin miklu og óvenju- legu fóðurbætiskaup. — Hins veg- ar kveðst „Mjólkurbandalagið" vona, að mjólkin og aðrar mjólk- urvörur geti lækkað í verði til góðra muna, er mjólkurlögin komi til framkvæmda. Bæjarverkfræðingur birtir í blaðinu í dag áskorun til bæjarbúa'að fara eins sparlega með vatnið og frekast er unt, því að óhæfileg vatnseyðsla baki fólki í upphverfunum hin mestu óþægindi. Vatnsskortur er nú að verða meiri í háhverfunum en þegar þvegið er á öllum fiskstöðvum, og er þó enginn fiskur þveginn nú. Stafar þetta eingöngu af of mikilli eyðslu í heimahúsum eins og venja er til fyrir hátíðar. — Ætti menn að bregðast vel við áskorun þessari og spara vatnið eins og unt er. G.s. ísland fór héðan í gærkveldi áleiðis til útlanda. E.s. Goðafoss kom til Vestmannaeyja í gær- kveldi og er væntanlegur hingað í dag snemma. M álverkasýningu hefur frú Greta Björnsson í gluggutn afgr. Álafoss, Þingholts- stræti 2, í dag og á morgun. Mál- verkin eru fögur og vel gerð. X. „Börnin frá Víðigerði“ nefnist saga (sem Vísi hefir ver- ið send alveg nýlega) eftir Gunn- ar M. Magnússon, kennara. — Blaðið hefir ekki haft tíma til að kynna sér bókina og verður því dómur um hana að bíðá betri tíma. Höf. er kunnur af bókum, sem áð- ur eru út komnar, en þær eru þess- ar: „Fiðrildi" (sögur) 1928, „Brekkur" (barnabók) 1932 og ef til vill einhverjar fleiri. En til er í handriti, að því er frá er skýrt, Reykjavikursaga, er nefnist „Fönnin á glugganum.“ — Ólafur P.' Stefánsson hefir gefið bókina út og er frágangur allur hinn snyrtilegasti. Ágæt skemtun er í Góðtemplarahúsinu í kveld. Þar verður skrautsýning og tví- söngur (Gluntarne), leiksýning og dans. Sbr. augl., sem birt var í blaðinu í gær. Sýning á leirmunum verður opin til kl. 11 í kveld i Listvinahúsinu. Fyrirspurn. Vill ekki stjórn Skiðafélagsins gera svo vel og birta opinberlega skýrslu um það, hvað Skíðafélag- inu áskotnaöist mikið fé í 2-króna- veltunni og hvenær vænta megi að skíðaskálinn komist upp? Skíðamaður. Kvikmyndahúsin. Athygli skal vakin á því ,að aug- lvsingar kvikmyndahúsanna eru í blaði 344 C. Enskukensla útvarpsins. Það er nú auglýst þráfaldlega væntanleg enskukensla í útvarpinu. Er mikil áhersla lögð á, að bæk- urnar sé keyptar þegar í stað. Eg er einn þeirra, sem mun taka þátt í kenslu þessari, en eg vil ekki kaupa bók fyrr en eg veit fyrir víst á hvaða tíma kenslan fer fram. Svo mun um fleiri. Það er því áskorun mín til útvarpsins, að það bæti inn í auglýsinguna næst á hvaða tíma kenslan fer fram, því að eg kæri mig ekki um að kaupa bók, sem eg hefi kannske engin not af. O tvarpsiwtandi. Barnaguðsþjónusta verður í Elliheimilinu kl. 1 )4 i dag. „Sagnarandinn“ heitir gamansaga úr sveit (handa börnum og unglingum), sem Óskar Kjartansson hefir ritað, en Ólafur P. Stefánsson gefið út. — Höf. er að góðu kunnur og hef- ir ýmislegt ritað við hæfi barna og unglinga, svo sem „Lisa og Pétur“ (æfintýri), „í tröllahöndum“ og ef til vill eitthvað fleira. — Ungling- um mun þykja gaman að „Sagnar- andanum,“ því að þar kemur sitt hvað spaugilegft fyrir. Myndir eru i kverinu til skýringar atburðum þeim, sem frá er sagt. Landsmálafélagið Vörður heldur fund annað kveld kl. 8)4 í Varðarhúsinu. Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segja þingfréttir. — Allir sjálf- stæðismenn velkomnir. Jólatrésskemtun heldur Skipstjórafélagið „Aldan" fyrir börn félagsmanna 27. des. kl. 4á Hótel Borg. Sjá augl. Til heilsulausu stúlkunnar, afhent Vísi: 5 kr. frá N. N., 10 kr. frá N. N., 10 kr. frá S. G, Betanía. Samkoma i kveld kl. 8)4. Þ. Einarsson talar. Allir velkonmir. Áheit á Barnaheimilið Vorblómið (Happakrossinn) : Frá J. Ólafs- son, Canada, 2 sterlingspund, frá Þ. B. 5 kr. og O. n. 2 kr, og stúlku 3 kr. — Móttekiö með þakk- læti. Þ. Sigfurðardóttir. Áhei't á Barnaheimilið (Vorblómið (Happakrossinn), afhent Vísi: Kr. 5,00, gamalt áheit frá ónefnd- um. Heimatrúboð leikmanna Vatnsstíg 3. Samkomur i dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Bama- samkoma kl. 2 e. h. Almenn sam- koma kl. 8 e. h. Allir velkomnir. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Aðventkirkjan. Samkoma verður haldin i Að- ventkirkjunni kl. 8 í kveld. Allir velkomnir. Síldveiði er enn allmikil á Austfjörð- um. Bolnv. Ólafur tók 900 tn. af síld til útflutnings á Norð- firði í fyrradag. Útvarpið í dag. 10,00 Fréttaerindi (Vilhj. Þ. Gíslason) og endurtekn- ing frétta. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa i dómkirkjunni. (Síra Friðrik Hallgríms- son). 15,00 Miðdegisútvarp. 15.30 Erindi: Bernhard Shaw og svertingjastúlkan. — (Ragnar E. Kvaran). 18,45 Barnatimi. (Frú Ragn- heiður Jónsdóttir). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. 19,25 Grammófóntónleikar: Verdi: Lög úr Othello. 19,50 Tilkynningar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi: Uppruni og þró- un tónlistari I. (Páll ís- ólfsson). 21,00 Tónleikar. (Lúðrasv. Reykjavíkur). Grammófón: Haydn: Kvartett í G-dúr. (Budapester strengja- kvartettinn). Danslög til kl. 24. Póstfliitningar. Undanfarin ár hefir verið leitast við að fá póst fluttan milli landa og hér innan lands með togurum og flutningaskipum. Þeir, sem fyrir skipunum ráða, hafa sýnt mikið tómlæti í því, að tilkynna brottför skipa sinna, en skylda þeirra í þessum efnum er sú, að tilkynna pósthúsi á brottfar- arstað skipsferðina með 24 klukku- stunda fyrirvara. — Liggja sektir við vanrækslu í þessu efni, alt að 1000 krónum. Póststjórnin hefir þrásinnis gert tilraunir til þess, að fá forráðamenn skipa til þess að gegna skyldu sinni, og láta pósthúsin vita um farartíma skipa sinna, svo að hægt sé að senda með þeim póst, og síðast með sérprentuðum auglýsingum snemma á þessu ári. — Samt hefir árang- urinn orðið lítill og ríkir enn hið forna tómlæti Af þessum sökum kemur það iðulega fyrir, að skip fara héðan og frá höfnum kring um land, án þess að taka póst. Þetta er óviðunandi ástand og verður að breytast. N orskar loftskeytafregnir. —o-- Osló 16. des. NRP. - FB. Eftirlit með síldarútflutningi. Ríkisstjórnin liefir álcveðið, að þangað til öðru vísi verði ákveðið, skuli bannað að flydja út ferska stórsíld og vorsíld, nema því að eins að verslunar- ráðuneytið hafi fallist á sam- þyktir og reglur þeirra útflytj- enda, sem lilut eiga að máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.