Vísir - 11.01.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1934, Blaðsíða 2
VÍSIR Sími 1-2-3-4. ERUM BIRGIR AF: Umbúðapappír. Pappírspokum. Gúmmíböndum Elinja-garni. Bindigarni. Seglgarni. Saumgarni. Skógarni. Símskeyti —o— Ottavva ío jan. United Press. — FB. Ástand og horfur í Canada. Samkvæmt viðtali. sem United Press hefir átt við fulltrúa cana- disku ríkisstjórnarinnar, var svo mikill atvinnu og' viðskifalífsbati kominn til sögunnar i Canada á siðasta fjórðungi síðast liðins árs, að bjartsýni kaupsýslustéttarinn- ar og fjármálamanna landsins hef- ir mjög aukist, enda gcra þeir sér nú vonir um, að árið 1934 verði gott ár, að því er atvinnu og við- skifti snertir. Þó náði kreppan há- marki sínu í Canada á síbastliðnu ári, en það var á fyrsta fjórðungi þess. En síðan hefir stöðugt miðað í rétta' átt og allar likur benda til, að um framhald batans verði að ræða á yfirstandandi ári. Skýrslur eru enn ekki fyrir hendi um alt árið 1933, en eftirfarandi atriði má taka fram nú þegar: 1) Viðskiftasamningar þeir, sem gerðir voru á bresku alrikis- stefnunni hafa nú verið í gildi fult ár og Canada haft hag af þeim. þvi að af þeim leiddi aukin við- skifti, þar sem þeirra var mest þörf. 2) Afleiðingarnar af Uþp- skerubrestinum í vesturfylkjunum urðu ekki eins slæmar og búist var við um skeið, sumpart vegna alþjóðasamþyktarinnar, sem gerð var, um hveitiframleiðslu og hveitiútflutning. Canadamenn und- irgengust að flytja ekki út yfir 200 milj. skeppa. Bændur fengu hærra verð fyrir hveiti s. 1. ár en i hitt eð fyrra. Hveitiframleiðsla nain 270 milj. skeppa. 3) Námuframleiðslan gekk vel allt árið og verð hækkandi, eink- anlega á gulli. Atvinna hélst góö í námuiðnaðinum. 4) Um stöðúga framleiðslu- aukningu í flestum iðngreinum hefir verið að ræða frá því í vor sem leið. Hagskýrslur, sem fyrir hendi eru, sanna ótvírætt, að kreppan náði hámarki á fyrsta fjórðungi árs 1933. Þ. 1. nóv. hafði þeim, er hafa stöðuga atvinnu, fjölgað um 300.000 frá því 1. apríl. 5) 1. okt. 1933 nam útflutn- ingur umfram innflutning undan- gengna 12 mánuði $ 126.000.000, 1. okt. 1932 $ 52.000.000, 1. okt. 1931 $ 98.000.000 innflutt umfram útflutt og 1. okt. 1930 $ 30.000.000 innflutt umfram útflutt. 6) ^Canada hefir liaft hag af því, að Bandaríkjadollar féll í verði, einkanlega að þvi er snert- ir greiðslur afborgana og vaxta af lánum, sem tekin hafa verið í Bandaríkjunum af canadiska rík- imt, félögum og einstaklingunt. 1 Leipzig, 10. janúar. United Press. — FB. vati der Lubbe háls- höggvinn. van der Lublie var hálshöggv- inn i Lejpzig-fangelsimi kl. 7,30 i morgun. Olafar Marteinssoa, meistari í norrænum fræðum, andaðist í gærmorgun í St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði, eftir stulta legu, en langa vanheilsu. Hans verður nánara getið sið- ar hér í blaðinu. Síðari fregu: — Aftakan fór fram í dögun i rikisfangelsinu, i viðurvist vitna, sem vanalega eru við aflökur. van der Lubbe gekk undir fallöxina þögull og sljólegur. London, 10. jan. Unitcd Press. —• FB. Utanríkisverslun Breta. Innflutningurinn 1933 nam 675.- 847.000 sterlingspundum en til samanburðar skal þess getið ab 1932 nam innflutningurinn 703.- 132.725 stpd. —• Útflutningurinn nam árið sem leið 416.502.000, en 1932 416.051.378 stpd. B'erlín, to. jan. United Press. — FB. Atvinnuleysið í Þýskalandi. Samkvæmt opinberum skýrslum var tala atvinnuleysingja i landinu 1. jan. þ. á. 4.050.000 eða 350.000 hærri en i. des. Genf, 10. jan. United Press. — FB. Fjárhagur Austurríkismanna fer batnandi. Ríkisstjórnin í Austurríki hefir sent Þjóðabandalaginu uppkast að tekjuhallalausu fjárlagafrumvarpj fyrir 1934. t Bukarest, 10. jan. United Press. — FB. Titulescu útnefndur utanríkismála- ráðherra Rúmeníu. Hann hefir sennilega fengið öllum kröfum sínum framgengt. Titulescu hefir verið útnefndur utanríkismálaráðherra og hefir hann unnið cmbættiseið sinn. * Bukarest, 11. jan. United Press. —• FB. Útnefning Titulescu er talin benda til, að þeir, sem efla vilja frakknesk áhrif í landinu, hafi bor- iö sigur úr býtum. Einnig er búist við, að afleiðingin verði sú, að Dumetri, einkaritara konungs, verði falið annað starf en hann nú hefir á hendi, eða sagt upp starfi sínu, án loforðs um annað starf. Hann mun hafa staðið i nánu sambandi við þann hægriflokkinn, sem lengst vill ganga í einræ^isátt. í stuttu máli er búist við, að allar kröfur Titulescu verði teknar* til greina, m. a. að vikið verði úr embættum iögreglustjóranum í Bukarest og höfuðmanni ríkislög- reglunnar, svo og öðrum kunnum embættismönnum, sem hallast hafa að eða haft samband við „járn- varðliðið". Kjósið C-listann! •'’Pff BæjarútgerOin. Vlsasti vegarinn til gjaldjireta bæjarsjððs. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var liér fvrir skömmu siðan, báru bæjarfulllrúar al- þýðuflokksins fram tillögur sín- ar um bæjarútgerð og kröfðusl þess að þá þegar yrði lekin nokkur skip á leigu til ísfisk- veiða. Fóru þeir mörgum orð- um um það, livílikur búhnykk- ur þetta nuindi reynast og full- yrtu, að engin takmörk væri fyrir þvi, hve mikið væri liægt að selja af kældum og frystum fiski í Englandi. Þeir voru mintir á það á fundinum, að þessu væri nú einmitt ákveðin takmörk sett, með innf lu tningsákvæðum þeim, sem nú eru i gildi í Eng- landi. En svo sem alkunnugt er, þá liafa Bretar bannað innflutn- ing á fiski, umfram ákveðinn hundraðshlula af meðalinn- flutningi hverrar þjóðar nokkur undanfarin ár. Þannig er íslend- ingum nú að eins heimilt að flytja til Bretlands %0 hluta þess meðalinnflutnings. Það er þannig auðsætt, að j>ó að nú væri bætt við fiskiflotann nokkurum leiguskipum, þá mundi fisksalan lil Englands ekkert aukast, og útgerðartími skipanna að eins verða þeim mun styttri, sem þau vrðu fleiri. Að þessu vrði þvi engin atvinnubót. Mjög svipuðu máli er að gegna um bæjarútgerðina yfir- leitt. Það er nú því miður svo, að þvi eru takmörk sett, hve mikinn fisk er unt að selja við viðunandi verði. Með því að auka skipastólinn, er mögulegt að auka veiðina takmarka- laust, það er auðsætt. En hvaða gagn er að þvi, ef fiskurinn selst ekki? — Það er alkunnugt, að það hefir komið fyrir hvað eft- ir annað, að fiskframleiðslan hefir orðið of mikil, og af þvi stafað stórkostlegt verðfall á fiskinum. Og einmitt jx:ss vegna hefir fiskiflotinn farið minkandi. En þrátt fyrir þá fækkun, sem orðið hefir á tog- urunum, þá virðist fiskfram- leiðslan stöðugt vera í hæsta. lagi fyrir markaðinn, svo að það kemur varla fyrir, að birgð- ir frá fyrra ári spilli ekki meira og miuna fyrir sölu á fram- leiðslu yfirstandandi árs. Fisk- framleiðslan er að verða of mikil að staðaldri. Að nokkuru le\rti stafar Jietta af því, að í stað jieirra togara, sem gengið hala úr, hafa komið ný skip af annari gerð. Og J>að er alveg víst að til jiessa má telja, að fiskframleiðslan hafi farið vax- andi ár frá ári. Hinsvegar stækkar markaðurinn ekkert og söluörðugleikar fara vaxandi ár frá ári. Af jiessu er uú auðsætl, að það er ekki álitlegt, að auka út- gerðina eins og nú er ástatt, og að }>að muni koma að litlu haldi, jafnvel fyrir atvinnuleys- ingjana. Atvinnuleysið er held- ur ekkerl sérstaklega islenskt fyrirbrigði. Sennilega eru at- vinnuleysisvandræðin hvergi eins litil og hér. Og atvinnuleys- ið meðal annara j>jóða stafar ekki af því, að framleiðslútæk- in séu ekki tii. Það stafar af þvi, að framleiðslutækin cru ekki starfrækt, vegna þess að það borgar sig ekki, J>að sem fram- leitt er selst ekki. —- Hvernig er |>ví I. (1. varið um aðalfram- Iciðslu Dana, kjötið? Það liorf- ir til stórkostlegra vandræða, vegna þess að framleitt ev miklu meira af kjöti í Dan- mörku lieldur en mögulegl er að selja eða neyta. Svo ramt kveður að j>essu, að sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að halda uppi kjötverðinu innanlands og er j>að þó miklu lægra en liér. — Hér er nú fisk- verðið komið niður i, og raun- ar vafalaust niður fyrir j>að lágmark, sem framleiðslan- j>olir til frambúðar. Ef hún yrði aukin til muna, mundi af því leiða cnn meiri lækkun á verð- inu, eða þá, að útgerðartimi skipanna vrði styttur, og yrði j>á engin atvinnubót að fjölgun skipanna til veiða í salt frekar en til ísfisksveiðanna. En lijer við bætist nú það, að óvist er nema saltfisksmarkað- urinn verði þrengdur til muna frá því sem nú er. í símfregnum frá Spáni, sem birst hafa í blöð- unum imdanfarandi daga, er sagt frá j>vi, að spænska stjóm- in sé að ráðgera að segja upp viðskiftasamningum við Norð- urlönd og gera nýja samninga á þeim gi'undvelli, sem nú tiðk- ast mjög, að miðað sé við það, hve mikið liver þjóð kaupir af spænskum vörum. Ef úr þessu yrði, þá má gera ráð fyrir því. að innflutningur á íslenskum fiski til Spánar yrði takmarkað- ur að verulegum mim. Og hvernig mundi þá afkoma is- lenska fiskiflotans verða, þó að liann yrði ekkert aukinn? Og livar stæði þá Reykjavíkurbær, ef hann væri búinn að kaupa 10 nýja togara, alla í skuld? — Þá væri ekkert annað en gín- andi gjaldþrot fyrir dyrum. Jafnaðannenn státa af bæjar- útgerðinni í Hafnarfirði. Vegna þeirrar útgerðar hefir Hafnar- fjörður safnað skuldum ár eftir ár, svo að nú nemur það hundr- uðum þúsunda. Það keniur að því, að skil verður að gera á l>essari skuld. En hún verður ekki greidd nema með þvi að fara dýpra í vasa borgaramui heldur en jafnvcl jafnaðar- mönnum mun þykja fýsilegt. Ella mundu þeir þegar vera farnir til þess, að jafna þessu tapi niður á borgarana. Og það er hætt við þvi, að jafnvel þeir, sem notið hafa atrinnu við þetta fyrirtæki bæjarins, þykist illa sviknir, Jægar þeir eiga að fara að borga aftur það sem j>eir eru búnir að fá greitt í kaup, þó að ofgreitt hafi verið. Vonleysi Hermanns. Þegar Reykvikingar kusu Hermann Jónasson í bæjar- stjóm fyrir fjórum árum, var haun enn tiltölulega litið þekt- ur í þessum bæ. Hann var þá af ýmsum talinn röskur mað- ur, sem mundi geta gert gagn í bséjarstjórn meðal annars vegna þess, að hann sem lögreglu- stjóri kyntist margskonar mál- um, er gott væri fyrir bæjar- fulltrúa að hafa þekkiugu á. A það var þó bent þegar í stað, að þetta væri ekki rétt. Lögreglu- stjórastaðan væri slík, að sá sem í henni sæti, mætti ekki vasast í stjórnmálum, þar sem hann með þvi mundi missa það hlutleysi, sem honum væri nauðsynlegt til að geta gegnt stöðu sinni svo að í lagi væri. Ennfremur væru störf lög- reglusljóra svo umfangsmikil, að liann hefði ærið nóg að gera við að sinna þeim, og mundi það þess vegna óhjálcvæmilega leiða til vanrækslu af lians hálfu, ef hann bætti öðrum störfum á sig. Að þessu sinni hafa hæjarhú- ar miklu mciri }>ekkiugu á Her- manni Jónassyni en þeir höfðu 1930. Og nú hefir reynslan skor- ið úr um það, hvort heppilegt sé að lögx*eglustjóri sé jafnhliða embættisstörfunum á kafi i stjórnmálum. Segja má að vísu, að reynslan cr fcfigist liafi sé ekki algild, en svo mikið er víst, að aí henni hefir megin- þorri bæjarbúa sannfærst um, að Hermann Jónasson er ekki maður til að standa í þessu tvennu samtímis svo að vel fari. A þessum fjórum árum hafa bæjarbúar þurft að liorfa upp á lögreglustjóra sinn vanrækja gersamlega embaúti sitt vegna stjórnmálaafskifta sinna og fjárbralls. Lögreglustjórinn hefir setið í bæjarstjóm, hann hefir með hrossakaupum troðið sér í bæjarráð, hann hefir með undursamlegum hætti komist i ríkisskattanefnd, hann hefir verið i félögum og miðstjóm Framsóknarflokksins, hann hefir verið í margskonar fjár- bralli, nú síðast aðalmaðurinn i „bleðilsfyrirtækinu“ alræmda, en embætti sitt hefir hann van rækt. Aðrir menn hafa, upp á ríkisins ko3tnað, orðið að gegna embættisstörfum H. J., vegna þess, að til þeirra hefir hann engan tima haft, eða þá stund- um afsalað sér þeim vegna þess að lög böimuðu, að hann færi með þau, þar sem hann, vegna stjórn- og fjármálaaf- skifta sinna var ekki framar dómbær um þaíi. Það er al- kunnugt t. d., að Hermann Jón- asson lætur 1‘ulltrúa sína, en þeir em launaðir af rikinu, fara með hér um hil öll dómstörf embættisins, j>au, sem sérstak- ir setudómárar dæma ekki, þar sem honmn . væri vitanlega hægðarleikur, ef hann gæfi sig að starfi sínu, að afgreiða sjálf- ur mikinn hluta jæirra, svo sem honum ber skylda til. Enn verra en þetla er þó það, að þau örfáu mál, sem Harmann Jón- asson skiftir sér sjálfur af, eru þau, sem hann vegna þólitískra afskifta mætti síst nærri koma- Nægir þar að rninna á, er liann dæmdi dómsmálaráðherra landsins alsaklausan í tugthús- ið í fyrra. Frá þvi i vetur muna menn eftir hótunarbréfa- hneykslinu, þar sem Hermann yfirheyrði sjálfur félaga sinn og flokksbróður, slepti honum úr varðhaldi áður setudómari tæki við, og eyðilagði þannig eða torveldaði verulega rannsókn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.