Vísir - 11.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Dobbelman liandsápan er perla allra notenda. Heiídsölubirgðir: S. Árnason & Co. Lækartorg 1. — Sími: 4452. þessa svívirðumáls. Og ekki nóg með það, heldur lét hann einnig stuðningsblöð sín birta hinar freklegustu árásir á sjálfstæðis- menn, bygðar á rangri bókun. Þá muna borgararnir eftir margskonar makki lögreglu- stjóra við lögbrotalýð bæjarins. T. d. er hann neitaði í fyrra að gefa blöðunum upplýsingar í ákveðnu máli, sem hann fór með, en fáum dögum siðar kom málgagn kommúnista með út- ■drátt úr málsskjölunum, sem ekki var um að villast hvar fenginn var. Alvarlegust var þó þátttaka lögreglustjóra í undir- búningi óeirðanna 9. nóvember 1932, og þarf ekki að lýsa þeim ósköpum hér. En hæfilegur eiidir var það á allri þeirri framkomu hans, er hann hljóp burtu frá særðum undirmönn- um sínum, pg lét bæinn eftir varnarlausan fyrir tiltektum of- beldismannanna. Að þá fór þó ekki enn ver en raun varð á, var sannarlega ekki að þakka Her- manni Jónassyni, heldur dugn- aði og skyldurækni undirmanna hans. Svona mætti lengi lialda áfram að telja upp afglöp Her- manns og óhæfuverk, t. d. „mýr- ar“-hneyksli þeirra Jónasar og hans. — Siðasta ásökun borgar- anna gegn þessu yfirvaldi er sú, að hann hafi sjálfur gert sig sekan hér í sinu eigin lögsagn- arumdæmi um brot á fuglafrið- unarlögunum og lögreglusam- þykt bæjarins þar sem hann hafi 1. des. 1930 verið staðinn að þvi að skjóta æðarfugl úti i Örfirisey. Þá er og fullyrt, að hann liafi síðar verið á fugla- veiðum á sömu slóðum, og þá einnig brotið lögreglusamþykt- ina með skotum sínum. Ótrú- legt er þetta, að sá, sem settur er til þess og launaður, að koma í veg fyrir glæpina, skuli ekki láta sér nægja að velta skyldu- störfum sinum rfir á aðra, heldur skuli hann jafnvel eyðá tfma þeim sem hann ætti að verja til ríkisins þarfa í stráks- leg óþokkabrögð og lög-brot. En ekki liefir lögreglustjóri enn mótmælt }>essum áburði, sem hann vitaskuld hefði gert þegar i stað, ef liann liefði talið sér það fært. Það fer nú að vonum, að þeir eru ekki margir bæjarbúar, sem lengur vilja una því, að slíkur maður fari með umboð af þeirra liálfu í bæjarstjórn. Stoðar það Hermann sáralítið, þó að hann og nokkurir aðrir ámóta fjandmenn bæjarfélags- ins hafi, að sögn Tryggva Þór- hallssonar, með riflegum fjár- 1'ramlögum svælt undir sig liinn svonefnda Fi'amsóknarflokk, sem hefir hlotið fylgi sitt út urn land með rógi tum Revkvíkinga. Bæjarbúar liafa frá fornu fari litlar mætur á flokki þessuixi og }x> að fjársjóðir Hermanns og þeirra félaga sé drjúgir, munu þeir skarnt hrökkva til að blása lífi í það hræ flokksins, sem }>eir hafa nú keypt. Sagt er að rfsu, að Hermann láti nú launaða smala hlaupa um bæinn til að reyna að kúga ístöðulitla menn til að skrifa undir skuldbind- ingu um að kjósa hann. Fylgir það sögunni, að smölum þessum verði sára lítið ágengt, og sé þeir víðasl reknir út með skömm, enda hafa allir góðir menn hinn mesta rfðbjóð á því- líkri bardagaaðferð. Mm p. DorstiiEssei skáid frá Winnepég, kom hingaö til landsins í sumar, og dvelur nú iiér í bænum. Þorsteinn er fæddtn ii. nóv. 1879, a® UppsölumiEyja- firði, sonur Þorsteins Þorsteins- sonar, sem var góSur smiöur og fræðimaður, frá Upsum í SvarfaS- ardal, og Aldísar Eiríksdóttur, rimnaskálds frá Uppsölum, eú ólst upp hjá foreldrum sínum, Jóni Kristjánssyni og Dagbjörttt Gunn- laugsd. á Syöra-Hvarfi i SvarfaS- ardal, kom til þeirra á öSru ári og var hjá þeirn, þar til hann fór i Hólaskóla og útskrifaSist þaSan áriS 1900. Fór svo vestur urn haf 1901, og liefir búiS í Winnipeg lengst af, en hefir samt ferSast töluvert um Ameríku, t. d. hefir hann veriS 1 ár vestur viS Kyrra- haf i Vancouver B. C. ÞaS, sem liggur eftir hami á prenti er þetta: LjóS komu út eftir hann i Winni- peg 1918 (Þættir). Ljóðabók, Heimhugi, kom út i Reykjavík 1921 og var hann þá og kona hans, Goömunda Haraldsdóttir, frá Sauöárkróki, hér í bænum nokkuö á annaS ár. Þar aö auki hefir hann gefiö út 2 hefti af srnásagnaritinu „Fíflar,“ iiiö f>æra ásamt Þor- steini Oddssyni 1918, hib síSara meS Hjálmari Gislasyni 1919. Hann hefir haldiS úti missirisrit- inu „Saga“ i Winnipeg, og er þaS aSallega skemtirit, sögur og kvæSi, aS mestu leyti skrifaS af honum sjálfum. í bókinni Vestan utn haf, sem er nokkurskonar sýnishorn bókmenta íslendinga í Vesturheimi, sem kom út í Reykjavík 1930, er honurn helgaS mikiS rúnt, hvoru- tveggja í senn sögur og kvæöi. Af þessu yfirliti er hægt aö sjá, aS Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, hefir veriö iöinn viö pennann, enda er hann hinn tnesti skarpleikamaSur og víölesinn. Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, og írú hans komu hing- aS til landsins í sumar, og er eg sannfærSttr um aö þessttm ágætu Kristinn Jónsson lyfjafræðingur. Vinarkveðja. MeS þetta kvæSi eg verö í vanda. Vildi eg aö hér mætti standa upptalin þín æfiskii. Svo ckki veröi þar um þráttaö, aS þú hefir fengiS góSan náttstaö cftir volk og vetrarhyl. Þú varst spakur spaugs aS baki; spjátringsháttur náöi ei taki í þinn góöa innra mann. Leikur þinn var léttur ytra, lúröi í honum þörf hins vitra fyrir sjálfan sannleikann.' í fari þínu fóru saman fyrirlitning á hégómanum cg aSdáun á andanum. Þú varst stærstur, þú varst mestur, þú varst hæstur, þú varst bestur vinum þínum — í vandanum. Eg ætla aö yrkja annaS kvæöi uppheimanna betra næöi, Kristinn, til aö þakka þér — góövild þina i garS rninn ungan. Geymi þig nú móSurtungan og fóstra vor í fangi sér. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. hjónum veröur hér alstaSar vel tekiö. Mér þótti mjög svo merki - lcgt aö heyra, hvaö þessi maöur talar ágætt mál, eftir 30 ára dvöl í Vesturheimi, þegar hann talaöi > útvarpiS hér fvrir nokkuru. J. G. Skriftarkensla. Nýtt námskeið fer að byrja. Tek ebxnig nemendur í einka- tíma, 2—4 saman. Guðrún Geirsdóttlr, Sími 3680. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 4 stig, Isa- firði 2, Akureyri 3, Seýðisfirði 4, Vestmannaeyjum 6, Grímsey 2, Stykkishólmi 4, Blönduósi 4, Raufarhöfn 3, Hólunx i Horna- firði 6, Grindarfk 4, Færeyjum 8, Julianehaab —4, Jan Mayen -4, Angmagsalik —11, Hjalt- landi 8. Mestur hiti hér i gær 5 stig, minstur 2. Úi'koma 0,3 mm. Yfirlit: Stormsveipur skamt suður af Reykjanesi. Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói: Allhvass suðaustan í dag, en sennilega austanstormur i nótt. Skúrur. Breiðafjörður, Vestfirðir, Nox'ðurland, norð- austurland: Austan stonnur. Rigning eða slydda. Austfirðir, suðausturland: Allhvass suð- austan. Þíðviðri og rigning. Samsæti t tilefni af 50 ára afmæli GóS- tcmplarareglunnar i gærkveldi var mjög fjölment og stóS til kl. 5 í morgun. Magtiús V. Jóhannesson stjórnaöi samsætinu. Asgeir Sig- urSsson aSalræSismaður, sem var einn af 12 stofnendum fyrstu ts- lensku stúkunnar, var aöal lteiöurs- gesturinn. Margt gesta var þarna utan reglunnar: Dr. theol. Jón biskup Helgason, Magnús Guö- mundsson ráSherra, Þorsteinn Briem ráöh., stra FriSrik Friöriks- son og Helgi Hjörvar. Fluttu þeir allir ræöur og einnig margir góS- templarar, svo sem Pétur Hall- dórsson, síra Árni SigurBsson, stór templar o. fl. Einnig var þarna heiSursgestur cand. jur. Svanhvít Jóhannesson, dóttir Sig. Júl. Jó- hannessonar skálds i Canada. Spænska liljómsveitin og Bern- burgs hljómsveitin aSstoöuöu. — SamsætiS fór hiö besta írant Bifreiðarslys. Seint í fyrrakveld voru piltur og stúlka, 13—-14 ára aS aldri, aö renna sér á sleSa á Skothúsvegi, austan megin tjarnarinnar. Sat stúlkan í sætinu, en pilturimi stóS aítan á sleSanum og stýröi. Er þarna allbrött brekka. AtvikaSist nú þannig er þau fóru niöur brekk- una, aS bifreiö kom á móti þeim. Var henni ekiö hægt, enda slæm færö og upp í móti aö íara, en sleöinn á hraSri ferö. HugSi pilt- urtnn, sem sleöanum stýröi, aS bifreiSastjórinn mundi ætla aö beygja inn á Sóleyjargötu, og breytti því um stefnu, en afleiSing- in varS sú, aö sleSinn lenti framan bifreiSinni. Stúlkan hentist til hliSar og misti meövitund. Bif- reiöarstjóriim sagöi, aö árekstur- inn heföi oröiö í þeim svifum, er hann sá til ferSa þeirra. MeS aS- stoS manns, er þama var,. kom hann stúlkunni í bifreiöina og ók lienni suöur á Landspítala. HafSi hún ckki meiSst mikiö, en liruflast og marist á andliti. Slökkviliðið var kvatt suöur í Skildinganes morgun kl. 9,30. HafSi kviknaS þar í kjallara hússins viö Reykja- | víkurv. xi, er veriS var aö kveikja upp 1 miöstöö meö bensíni. Bmna- skemdir urSu nokkrar, en eldurinn varö fljótt slöktur. Stúdentagarðinum hefir borist höfSingleg gjöf frá hjónunum Sigurjóni SigurSssyni trésmíSameistara og írú Elínu Jónatansdóttur, aS upphæS 5000 kr., í minningu þess aS t dag eru 4C ár liöin frá fæöingu Helgu sál. Sigurjónsdóttur. Eitt herbergiö í StúdentagarSinum á aö bera nafn Helgu sálugu og hefir læknisfræSi- stúdent úr Reykjavtk forgangsrétt aö því. Bæjarstjórastaðan í Vestm.eyjum. Um hana hafa sótt núverandi bæjarstjóri og Óskar Bjamasen kaupmaður. Hin nýja bæjarstjórn í Vestmannaeyjum mun halda fyrsta fund sinn í dag, kjósa sér forseta og í nefndir, og aö likindum kjósa hæjarstjóra. Símfregnin um aö van der Luhbe heföí veriö hálshöggvinn í Leipzig i gærmorg- un barst hlaSinu, þegar búið var aö prenta nokkurn hiuta upp- iagsins. Fregnin komst til flestra lesenda blaSsins, en er endurtekin i dag, þar sem hún var ekki í öllti upplagintt i gær. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er væntanlegur til Vestmannaeyja i kveld. Goöafoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss er leiS til Leith frá Kaupmanna- höfn. Dettifoss á leiö til Austfjaröa frá Hull. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Selfoss er á útleiö. Ilöfnin. Fnskur botnvörpungur kom inn í gær, vegna hilunar, og annar í morgun, meS veika menn. Sementskip kom í morgun meö sement til H. Benediktssonar & Co. og Jóns Þorlákssonar & Norömanns. Heimdallur heldur kaffidrykkju meö dansi á sunnudagskveld n. k. i Oddfellovv- luisinu. Augl. síöar. Á föstudag kl. 8 (stundvíslega). „Maöor og kona“ Aðgöngumiðasala í Iðnó i dag frá kl. 4—7 og á morgnn ef'tir kl. 1 e. h. Sími: 3191. Tómatar, Bananar, nýkomið. Heimatrúboð Ieikmanna j á Vatnsstíg 3. — Samkoma í kveld kl. 8. Aliir velkomnir. Skriftarkensla. Athygli skal vakin á augl. frú GuSrúnar Geirsdóttur um skriftar- kenslu, sem birt er í blaöinu í dag. Reikningar á knattspyrnufél. Val út af hrennunni greiöir Hólmgeir Jóns- son, versl. Vaönes. E.s. Lyra fer héöan dag kl. 6 e. h. B otnvö rpungamir. Tryggvi gamli er nýlagöur af staö til Englands meö 2000 körfur ísfiskjar. Karlsefni kom frá Englandi í gær. G.s. ísland fór héSan i gærkveldi áleiöis vestur og noröur. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdótþr, Tjarnargötu 10. Sími 2161. Gengið í dag. Sterlingspund . Dollar ......... 100 ríkismörk þýsk —• frankar, frakkn — belgur ..... — frankar, svissn —• lírur........ — mörk, finsk — pesetar .... — gyllini .... —• tékkósl. kr. — sænskar kr. — norskar kr. — danskar kr. kr. 22.15 4,36 161,43 26,75 94,63 131.76 36,11 9,93 56,82 273.76 20,57 114,41 111,39 100,00 Gullverð ísl. krónu er nú 54.65, miðað viB frakkn. franka. „Frís’tund“. Fyrir jólin voru haidin tvö iiandavinnunámskeiö og sóttu þáð ýmsar konur. iiæöi yngri og eldri. 70 munir vortt unnir á ])essum tveim námskeiðum. en auk þess var ltjálpaö af staö meö alt aS 20 hlutí. \?ar ýrnist prjónaö. heklaS, stagaö eöa saumaö. Nú á aö byrja 3ja námskeiSiö 15. þ. m. og hafa íor-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.