Vísir - 15.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Fiskilínur ódýrar og góðar frá Rendall & Coombs. Bridport, England. Aðalumboðsmenn á íslandi: s. Arnason & co. Sími 4452. — Lækjartorg 1. Bæjarstjórnarkosningar. Úrslit á Siglufirði. Sjálfstæðismenn tvöfalda atkvæðatölu sína og vinna eitt sæti af kommúnistum. Siglufirði, FB. 14. jan. Bæjarstjórnarkosning fór hér tram í gær og voru kosnir níu fulltrúar. Talningu atkvæSa var loki'ð kl. 3 i nótt. Úrslit urðu setn hér segir: ,A-listi (jafnaðarmenn) acx^atkv. B-listi (framsóknarmenn) 210 — C-listi (sjálfstæðismenn) 366 — D-listi (kommúnistar) 224 — Af A, B og D lista voru kosnir tvgir af hverjum, en af C-lista 3. SjálfstæÖismenti unnu þannig eitt sæti, en kommúnistar mistu eitt. — Kosningin var mjög vel aótt. Af 1225 kjósendum á kjör- skrá greiddu 1017 atkvæði. 3 seöl- ar voru auðir og 10 ógildir. ‘Bæjarstjórn lét jafnframt grei'ða atkvæði um hvort kjósendur vildu bæjarstjóra. 395 svöruðu játandi, -en 433 neitandi. 146 skiluöu auðum -seðlutn. kjósendur á kjörskrá, og greiddu 736 atkvæði. Þá voru aðeins þrtr listar t kjöri, þvt að jafnaðarmenn og kommúnistar voru saman um einn lista. Hlaut sá listi 384 atkv., listi fratnsóknarmanna 164 atkv. og listi sjálfstæðismanna 181 atkv. — Nú hefir þetta snúist svo, að sjálfstæðisimenn hafa meira en tvöfaldað atkvæðatölu sína. Árið 193o greiddu 736 atkv., en nú 1004, (gild atkvæði) eða 2Ó8 fleiri gild atkv. en 1930. Af aukningunni hefir Sjálfstæðisfiokkurinn hlotið 185 atkvæði, en 83 atkvæði hafa fallið á alla hina flokkana til sam- ans. — Sigur Sjálfstæðisflokksins er því mikill og ánægjulegur, en Alþýðuhlaðið hyggur lesendur sína svo fávísa og heimska, að hægt sé að telja þeim trú um, að Alþýðu- flokkurinn hafi unnið glæsilegan sigur, þó að bæði hann og hinir „rauðu“ (flokkarnir hafi í raun réttri stórtapað! Við kosningarnar 1930 voru 900 gfengiö til, því miður, þá verður <‘kki séð, að menn þar fyrir þurfi að glata trúnni á þaö skipulag, •serrí þrátt fyrir alt' hefir mest gott icitt af sér í heiminum, lýðræðis- fyrírkomulagið. Og skynsamlegra virðist vera að reyna að hæta úr þeim göllum, sem á því eru, í stað þess að fjargviðrast um gallana, án þess að geta bent á nokkra færa Jeiö aðra. Því að vitanlega verður eitthvað að koma i staðinn og þá .sennilega einræðisfyrirkomulág. vn hver heilvita maður sér, að ekki hin minsta trygging er t þvi, að einræðisstjóm vcrði góð stjórn, og vist: er, að þar myndi skiftast á .,skin og skuggar,“ alveg eins og þar, sem lýðræðið rikir. Og sann- leikurinn er auðsæilega sá, að við einræðisstjórn á valdastóli, er miklu hættara við hverskonar spillingu og ofsóknum og fleiru illu, þegar aðeins fáir menn ráða öllu, menn, sem vafalítið myndi hugsa utn það fremst af öllu að treysta sem mest aðstöðu sína til að halda völdunum. Það er nú svo fyrir þakkandi, að einræðiskenn- ingar hafa átt örðugt uppdráttar með þjóð vorri, og væntanlega hcldur þjóðin fast á þeim rétti sínum áð geta haft áhrif á það, hvernig stjórnað er í landinu, hvemig farið er með málefni sveita og bæjarfélaga og málefni rík- isins. Einræðiskenningarnar eru hættulegaf margra hluta vegna, en ekki minst vegna þess, að þær — ef þær næði • nokkurri úthreiðslu —- myndi veikja til muna áhuga of margra manna til }>ess að neyta þess réttar síns, að hafa áhrif á hvernig stjórn þjóðin býr við. I’essa hættulegu skoðun, að „með kosningum“ sé ekki unt að leysa vandamál þjóðarinnar, þarf að kveða niður. í henni er fólgin hin mcgnasta vantrú á þeim, sem land- ið byggja. Þeir, sem unna lýðræð- inu og vilja bæta úr þeim göllum, sem enn eru á ríkjandi skipulagi, hafa með réttu þá trú á kjósend- unum, að þeir vilji vel, og muni meö auknum þroska, kynnum og aískiftum af stjórnmálum, komast | á rétta leið, og stuðla að því með | atkvæði síriu, að vitrustu og be,stu j menn hvers bæjarfélags komist i bæjarstjórn og vitrustu og bestu rnenn landsins á þing og í lands- stjórn. Hitt er rétt, að það þarf að hvetja menn til áhuga um bæjar- mál og landsmál, það þarf að menta menn og stuðla að auknum stjórnmálaþroska þeirra. íslend- ir.gar munu aldrei sleppa úr hendi sér þeim rétti, sem þeir hafa til Jjcss að vinna að því, að þeir fái völdin í hendur, sem færastir cru til þess. Vantrúarmennimir, þeir sem hvorki trúa á þjóðina né það skipulag, sem ríkjandi er, ætti að hverfa frá villu síns vegar, og stuðla að utnbótum, í stað þess að vilja feigt skipulag það, sem hefir orðið þjóðinni til góðs á marga lund, enda hefir í rauninniöllumið- að áfram við þetta skipulag, en mjög óvíst um það, setn í stað þess kæmi. — Kjósendumir munu f’.ykkjast að kjörborðinu næstkom- andi laugardag í þessum bæ. Þeir munu þá sýna áhuga sinn fyrir því, að hinum vitmstu og bestu mönn- um, sem í boði eru, verði falin for- sjá í bæjarmálcfnum. Það mun sannast, að yfirgnæfandi meiri hluti borgaranna velur rétt og kýs þá menn, scm best em til þess fallnir að efla gengi Reykjavíkur og þeirra sjálfra. Þeir munu ekki verða fyrir áhrifum af hinni „hættulegu skoðun,“ nema örfáir. Heilbrigðar skoðanir verða ráð- andi, því að hér búa framtíðar- innar menn. Allir góðviljaðir og hugsandi kjósendur fylkja sér um C-listann. Harðfiskor ágætur, nýkominn. Versl. Vísir. Leikhúsiðt Maður og kona. AJþýðusjón- leikur samin af Emil Thor- oddsen upp. úr samnefndri sögu eftir Jón Thóroddsen. Það hefir ekki farið betur fyr- ir þessari tilraun til þess ab semja sjónleik upp úr hinni óviðjafnan- legu skáldsögu Jóns Thoroddsens, en þeim tilraunum, sem ekki komust lengra en að sýna kvöld- vökuna í Hlíð, því að hún hefir gersamlega mistekis. Það má þó rcyndar vera.-að það sé rangmæli, en að hitt sé sanni nær, að höf. hafi lagt á sig óvinnandi verk, og eg get ekki neitað því, að mér finst það bera vott bæði um mis- skilning á sögunni „Maður og kona“ og um fullmikið sjálfs- traust, að hafa þorað að leggja út í það. Þessi skáldsaga er ekki að- eins um ágæti ólik öðrum skáld- sögum, heldur og að frágangi. Það er elcki samfeld saga, þar sem smá- atvik hnappa sig kringum sterka dramatiska atburðaröð, er bindur þá saman í eitt skorðað kerfi. Það vantar í söguna galig — það sem Bretar kalla „plot“, — þvi að ástasaga þeirra Sigrúnar og Þórar- ins, sem er ætlað að vera rauði þráðurinn, er svo viðaveik móts við aukaatvik sögunnar, að það má heita að það séu þau, sem berauppi þennan bláþráð, þvert ofan í það, sem venjan er til. Það eh þó síður en svo ljóður á sögunni, að hún skuli, ef svo mætti segja vera sundurlausar myndir, að það má vera að það sé beinlínis styrkur hennar. Þessar myndir eru svo h.art og haglega gerðar, að það dregur alla athygli manns frá því við lesturinn, að það svo að segja vantar í söguna dálkinn. Því liefir verið haldið fram vdðar en á ein- um stað, að Walter Scott hafi verið íyrirmynd Jóns Thoroddsens. Það má vel vera að það sé rétt, en hitt þykir mér engu síður vist að Charles Dickens hafi haft fult eins mikil áhrif á hann. Beri menn saman „Mann og konu“ og „The posthumous papers of the Pick- wick club“, sem er ein frægasta saga eftir Dickens, getur ekki hjá því farið, að menn reki augun i það, hvað bygging þessara sagna er svipuð. í sögu Dickens er svo að kalla engin gangur; hún er sundurlausar, glettnar en þó græskulausar myndir af heldur skrítnu fólki í skrítnum stellingum, og alt heldur fært i stílinn. Þetta er rétt eins og í „Manni og konu“. Nú er það fátt sem sjónleik er nauðsynlegra, en að í honum sé föst uppistaða, — glöggur gang- ur, -— og þetta er því nauðsyn- legra, ef um alþýðusjónleik —« Folkeskuespil, sem Danir nefna — er að ræða. „Maður og kona“ er því eftir gerð sinni mjög illa falj- in til, að upp úr henni sé sniðíð leikrit. Það hefði þurft að smíða í söguna nýja og fasta uppistöðu og hlaða atvikunum utan að h^nní, hefði sagan átt að verða leikhæf. Afleiðingin af þvi myndi þó hafa orðið sú, að uppistaðan hefði bor- ið aukaatriðin ofurliði, en af því að þau eru styrkur sögunnar hefði þessi aðferð því held- ur ekki stoðað. Hvernig sem maður veltir þessu fyrir sér verð- ur niðurstaðan altaf sú, að þetta sé ckki hægt. „Maður og kona“ er sígilt rit og hefir gildi sitt ein- göngu í þeirri mynd, sem það er í, og i engri annari. Það er þvi ekk- ert last um höf. þó sagt sé, aö honum hafi mistekist, þvi að það hefði farið eins fyrir öllum öðrum, en þetta hefði höf. átt að sjá. Hitt er annað mál, að úr þvi sem komið var, hefði frágangurinn þurft að vera annar en er. Höf. hefir farið eftir þeirri meginreglu að ná öllu með. Það er nú nokkuð mikið að vöxtunum, og niðurstaðan er sú, að leikurinn stendur yfir á fimtu klukkustund, en það þreytir inenn að sitja svo lengi við. Höf. hefir og ekki gáð þess sem skyldi, að setn- ingarnar og talið í skáldsögunni er ætlað til lestrar, en ekki til leiks. Hér þurfti þvi að hagræða, hnika til og skera, — og skera miskunar- laust. Alt það skringilega og mikla mas, sem maður les í skáld- sögunni með mestu ánægju og graíðgi, þolir maður ekki að hlusta á af leiksviði. Hinn langa og skringilega vaðal þeirra Hallvarðs Hallssonar og Bjarna á Leiti hefði þurft að stytta og stýfa, svo að mönnunum yrði lýst meö nokkr- um örfáum auðkennandi setning- um. Það er allþreytandi að horfa v.pp á Griin meðhjálþara, Egil, Hallvarð og Bjarna á Leiti þar sem.þeir hanga við saltketsát og’ hlusta á alla mærð þeirra þá; það atriði allt hefði átt að styttast. Höf. hefir lika fundið að stytta þurfi, sem sjá má á því, að í samtalinu milli Hallvarðs og Egils um galdrablaðið styttir hann, en þó svo, að lakara er en ekki; í stað þess að þjappa þessu saman og draga það inn, þá stýfir hann aft- an af því. Eg lái höf. ekki þó að hann kveinki sér við að stýfa Jón Thoroddsen; það er eins og hver siái sjálfan sig, því að hver vildi eiga að ganga að mynd eftir Thorvaldsen og höggva af heruii hörid, fót eða höfuð? Bréf og ým- iskonar samningaplögg, sem fyrir koma, held eg þó hefði verið óhætt Dokað við í Hraunahreppi. arnar. Það er raunar viðasl fagurt, ef menn gefa -sér tíma til þess að líta í kringum sig og kynnast öllu vel! —■“ Þegar Þorgeir mælti á þessa leið, mintist eg um- mæla samferðafólks míns á leiðinni vestur Hrauna- hrepp. Og eg verð að kannast við það, að eg hafði í fávisku minni hugsað á líkan hátt og það, }>ótt að A’ísu hefði þegar }>á lagst i mig, að fljótfærnislega væri ályktað. Eg ákvað þegar, að ræða Jætta við vin minn og mælti: Menn hafa á orði tíðum, hve mjög skifti um, er kemur vestur í’yrir ána, þegar farið el* yfir Hrauna- hrepp á leið vestur, þar só ólíkt fegurra en i Hrauna- hreppi.“ „Já! Eg hefi oft heyrt merin mæla á þessa leið. Þú hefir nú sjálfur svipast dálílið um liórna upp við múlana. Þú ættir að minnast á þetta við konu mína“. Þorgeir brosti við. „Nú?“ „Hún er borin og barnlædd liérna i lireppnum.“ „Þá koinum við aftur að þvi, sem við sögðum um hernskustöðvarnar. Henni finst að sjáifsögðu falleg- ast þar, af þvi að hún lítur }>ar hvern blett umvafinn birtu minninganna — eins og eg lít á mínar bernsku- stöðvar úr fjarlægðinni.“ „En þú erí fæddur og uppalinn fyrir sunnan.“ „Að vísu. En eg á líka aðrar bernskustöðvar, þar sem eg' var smali i sveit, frá því eg var smáhnokki fram undir fermingaraldur. Stundum finst mér, að eg ætti ekki að fara þangað nú, til þess að enginn skuggi falli á gömlu, góðu minningarnar.“ „Þú ættir að fara eigi að síður, }>ó að þú kunnir að verða fyrir vonhrigðum i aðra röndina. Eg man vcl hversu umliorfs var á ]>essum bernskustöðvum þinum á þeim árunum, er þú varst þar. Túnið ógirt, áin óbeisluð. Gamall, en lilýlegur, snotur torfhær. Já, vinur! Áin er óbeisluð enn. Hún liðasl sem fyrrum milil grasi vaxinna eyra og kjarri -vaxinna ása og þú munt hafa unun að því eigi síður en á bernsku- árunum, að hlýða á niðinn í litla fössinum. Skógar- ásarnir, tjarnimar, götutroðningamir meðfram ánni — alt er það óbreytt að kalla. En gamli, hlýlegi torf- bærinn er horfinn og komið mvndarlegt steinsteypu- Inis í lians stað.“ „Og gamla eldhúsið og fjósið?“ spurði eg. — „Manstu ekki, að fyrir utan hlóðirnar var op á göngum, sem lágu út í fjósið, en þau voru að eins notuð i hriðarveðmm á vetnim?" „Saknarðu gamla eldhússins?“ sagði Þorgeir og' brosti. „Eg á margar góðar minningar þaðan. Þær voru góðar við litla hnokkanu, mæðgurnar, og sögðu mér frá mörgu, þegar eg sneri gömlu handkvörniimi eða sat þar auðum höndum, er þær gengu frá öllu á kvcldiu og fólu eldinn. Það var ekki nema eitt glugga- kríli á eldliúsinu og þegar Tryggur gamli lagðist nið- ur fyrir utan gluggann tók fyrir þá litlu skímu, sem inn kom.“ „En }>ér leið vel hjá þessu fátæka einyrkjafólki.“ „Eg var sæll, Þorgeir. Hvemig gat eg verið annað ? Eg várð þar aldrei var við annað en umhyggju og vel- vild. Þrált fyrir fátæktína var altaf hægt að miðla öðrum. En þrátt fyrii liana, undi þetta fólk glatt við sitt, af takmarkalausri trjrgð við erfiða lifsharáttu á rýrðarkoti, engjalausu, þar sem reyta varð saman í vetrarfóður handa skepnum, á blautum mýruin og móajöðrum. Þó ungur væri, skildi eg hve erfiðleik- arnir voru miklir - sá glögl afleiðingarnar. Gömlu lijónin voru orðin iit slitin og gigtveik, en þau kvört- uðu ekki. Eg heyrði aldrei stygðaryrði í Koti. Og mér skilst enn betur nú en þá, hvílíkt lán það er að geta alið alditr sinn með þeim, sem eiga í jafn ríkum mæli og einyrkjahjónin i Koti, samúð og góðvild og t/ygð.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.