Vísir - 17.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 17.01.1934, Blaðsíða 3
vísin a;ri, var búiö að eyöa öllu og' far- IS að taka lán svo miljómun skifti, ims lánstrausti ríkisins var stór- spilt. Loks hrökluöust þessir menn irá, en aðrir tóku viö ti! þess að hjarga þjóðinni, atvinnuvegum hennar og sæntd. Allan niðurlæg- ingartímann í fjármálunum, þegar Jónas réöi einn öllu í raun og veru. voru socialistar samábyrgir honum og hans liöi um stjórn landsins. Þeir gátu ráðið því hvernig farið var með fjármál landsins á þeim tíma. Þeir gátu ,felt stjómina, þeg- ar þeir vildu. Þeir höfðu öll henn- ar ráð í hendi sér. En þeir gerðu ekkert. Þeir létu Jónas Jónsson ráða, eins og þeir vissulega ætla sér aö láta hann ráöa, þegar hann ■er oröinn borgarstjóri, ef rauðu flokkamir ná völdunum t sinar hendur. Þeir scgja ósatt um þaö, aö þeir geti útvegað öllum atvinnu sem vilja vinna. Þeir segja ósatt um þaö, aö framtíð bæjarins sé undir bæjarútgerö komin, þegar | eins cr í pottinn búiö og þeir vilja. Og það er aö minsta kosti mjög vafasamt, aö nokkuð sé aö marka afneitun þcirra á Jónasi Jónssyni, hinum gamla yfirleiötoga social- ista. Og jafnvel þótt þeir segði þaö satt, aö þeir vildi ekkert hafa sam- an að sælda við Jónas Jónsson nú, aí þvi að hann sé „fallinn maöur,“ jjá er sú afneitun ekkert annaö en viðurkenning á því, aö hiö gamla átrúnaöargoð jtcirra hafi ekki ver- ið verðugt neins átrúnaðar. — ís- lcnskir kjósendur eru ekki svo skyni skorpnir, að þeir láti blekkj- ast af myndum Alþýðublaðsins. Þeir sjá aörar myndir — myndir. sem ekki gleymast. Myndirnar af því, hvcrnig komið var högum lands og þjóðar af völdurn stjórn- arfarsins í tíö Jónasar, Tryggva og Einars, er socialistar gátu látið stjórna vel og gætilega, ef þeir hefði kært sig um. Þeir vildu þá eins og nú hrun og eyöileggingu. Myndirnar fi'á Jónasartímabilinu eru ekki gleymdar. En það er ósköp skiljanlegt, að socialistar vilji nú taka þær út úr „albúminu" og setja aörar í staðinn. - En jafnvel j)ótt þeim takist að skifta um myndir í „albúmi" litilsigld- ustu kjósendanna — j)á gleymast hinar ekki. 15. jan. J. R. Eimskipafélag íslands 20 ára. Saga félagsins cr mönnum svo kunn, að óþarft mun að rekja hana mikið hér og ekki mun það heldur orka tvímælis, að starf þess hefir orðið þjóð- inni eitt hið allra heilladrýgsta. Svo er sagt, að enginn viti „hvað átl hefir fyrr en mist hefir“. Gæti það þvi kann ske hjálpað niönnum til þess að skilja hverja þýðingu Eim- skipafélagið Iiefir fyrir þjóðina, ef þeir lnigsuðu sér, hvað verða mundi, ef öll skip félagsins yæði alt i einu, einliverra hluta vegna, að hverfa algerlega úr ís- lenskri eign og félagið að hætta að vera til, en að vér síðan yrð- um að eiga undir högg að sækja, til erlendra þjóða, með sam- göngur allar, eins og áður var, fyrr en Eimskipafélagið kæmi til sögunnar. Enda þótt slíkar bollaleggingar færu nú ekki svo Jangt, að gera ráð fyrir nýjuni Norðurálfuófriði í sama mund. Það verður seint nógu ræki- lega brýnt fyrir þjóðinni, að þroski Eimskipafélagsins er eitt af allra mikilvægustu sjálf- stæðismálum hennar og hlýtur því einnig að verða bæði metn- aðarmál og hagsmuna. Eim- skipafélagið er eitt af fjöreggj- um íslands og það ekki hið minst um verða. Og ekki eru þær svo margar ,né styrkar stoðirnar, sem sjálf- stæði vort stendur á, að vér megum við því að veikja neina þeirra meira en orðið er. Vert er og að minnasl þess, að það er einmitt Eimskipafélagið, sem út á við bcr sjálfstæðismerki hins islenska rilcis hæst og við- ast. Vart mun óþarft að minnast þess einu sinni enn, að þegar Lslendingar hættu að eiga skip sjálfir, þau er sigla mætti á millum landa, tók þjóðinni brátt að hnigna. t frásögxmni um Flóabardagann er Jæss get- :ið líklega lil þess að sýna rausn Kolbeins unga —- að hann styaði sjálfur skipi því „er nær var haffæranda“. Já, ekki var skip höfðingjans J)ó nógu mikið vexti til þess, að gerlegt J)ætti að sigla þvi milli landa. Þetta var árið 1244 og vita all- ir, hversu mikið var sjálfstæði íslensku J)jóðarinnar tuttugu ár- um siðar. Jafnvel í svartasta miðalda- myrkrinu er þess við og við getið, að einstaka höfðingi hafi átt skip, sem haft var í förum milli landa, og á stundum, J)eg- ar íslenska J)jóðin tók f jörkippi nokkura og átti sér mikilhæfa forystumenn, eins og t. d. Guð- hrand Hólabiskup, var talað um, að íslendingar þyrftu að j eiga skip haffæranda og annast | siglingar sínar sjálfir, en jafn- an lijöðnuðu slikar fram- kvæmdir, áður mikið yrði að gert. Er þvi að sjá, að liug- myndiu hafi aldrei algerlega dáið út, J)ótt oft liði nokkuð langt á milli Jæss, að hún væri endurvakin. „Þrj-svar brendu J)rysvar borna .... Þó hon enn Ffir.“ Þá má og geta mn Vestu- útgerðina og umtalið um að kaupa Tliorefélags skipin. Loks kom að því, að tiltæki- legt J)ótti að stofna innlent eimskipafélag og gefa öllum ís- lendingum kost á J)ví að gerast hluthafar — treysta nú á J)egn- skap þjóðarinnar. Auðvitað voru þá til, eins og altaf hefir vérið og er enn hjá okkar goð- l)ornu J)jóð — nokkurir yfir- yfir-spekingar, sem ekki leist nú á þetta. — Og liann, þessi eða Jæssi, sem hingað til hefir nú vitað hvað hann svngur, hafði slept þvi við einhvern, hérna á dögunum, að „gott mætti J)að vera, en ekki hefði hann trú á þvi að svona nokkuð gæti blessast“. Svo kunnu nú sumir visupartinn hans Jónas- ar (Hallgrímssonar): „Og ætli nú að eignast skip. J)ó enginn kunni að sigla.“ En það skal tekið fram, að æssir yfir-vitringar voru, að æssu sinni, furðulega fáir og létu jafnframt óvenju lítið á sér kræla. Bar J)að og til, að odd- vitarnir voru öruggir og þjóðin óvenjulega óskipt í málinu, svo að ekki var árennilegt að freista Jæss, að vekja sundrung og fá menn til að missa sjónar á að- al atriðinu, með J)ví að blinda J)á með moldviðri aukaatrið- anna. Má vist liklegt teljast, að um nokkurar undanfarnar ald- ir hafi vart verið nokkurt J)að mál á dagskrá, sem Jæssi sund- urlynda og sjálfala J)jóð, hafi vexáð jafn eindregið einliuga um að lirinda í fi’amkvæmd. I stjórnmálum voru Islend- ingar J)á skiftir eins og endi’a- nær, en við stofnun Eimskipa- félagsins sýndu forystumenn flokka Jieirra, cr J)á voru uppi á landi hér, svo mikinn J)roska, að vel rnætti til fordæmis verða komandi kynslóðum. Skjlt er að vænta J)ess, að kynslóð sú, sem nú er ráðandi, J)ekki svo vel sinn vitjunartíma og muni svo glögt hversu ómetanlegt gagn Eimskipafélagið vann þjóðinni á stríðsárunum, að liún Jrnrfi ekki neinna áminninga við. Hafa og allir dugandi menn enn sem komið er, forðast að draga félagið inn í dægurj)rasið, sér til framdráttar eða málefnum sínum. Mundi og þeirra manna skömm, er J)að gerðu, ekki skjótlega fyrnast og að vonum verða J)ví meiri, sem lengra liði. Svo mikið er gengi Eim- skipafélagsins })ó enn lijá ís- lendigum, J)eim er J)vi nafni vilja kallast. Við hefir J)að borið, að orð hafa heyrst falla um það, að jafnan liafi ráðherrar og al- J)ingismenn vikist rausnarlega undir nauðsynjamál Eimskipa- félagsins. — Þakka skyldi Jæim! — Hins væri heldur að gela, að í útlátum þeirra félaginu til handa hefir á stundum „fylgt böggull skammrifi“ — kvaðir ýmsar, lítt nauðsynlegar, sem gert hafa það að verkum, að „góðverkið“ hefir tæplega getað talist „Gullhringur i græðisdjúp J)eyltur“, lieldur „Glófagur öng- ull af sjálfselsku beittur“. Það fer að líkum að smáþjóð, sem J)ar lil rétl nýlega liefir að kalla má lifað utan við um- heiminn, geti á fáum sviðum talistx jafnoki annara þjóða, en J)ó munu J)eir, sem best bera skyn á slíka hluti, ekki telja íslenska sjómenn standa neitl að baki stéttar- bræðrum Jæirra í öðrum lönd- um Norðurálfunnar. Og víst er um Jiað, að ekki liefir Jieim ís- lendingunum tekist síður giftu- samlega en annara J)jóða mönn- um að „leiða drekana lieila um liaf“. Víst væri verðugl að nefna nöfn margra Jæirra gagnsemd- armanna, sem helgað hafa Eimskipafélaginu starfskrafta sina, bæði á sjó og landi, en ekki er Jiess koslur hér. Verður 1 slíkt að bíða J)ess, að saga fé- lagsins verði rituð, J)ó sú bið verði að likindum nokkurir áratugir enn. „Hægra er að styðja en reisa“. » Þrátt fyrir ýmsa örðugleika j undanfarinna ára, J)á er Eim- | skipafélagið nú svo vel á legg komið, að vart gelur neitl liéð- an af orðið J)vi að grandi, annað en J)að, að íslendingar bregðist skvldu sinni við það. En von- andi kemur aldrei til })ess. Kjósið C-listann! "Hi Bæj ar stj órnar- kosningar. Úrslit á Alcureyri. Hpakfapip „pauðu ílokkanna<(. Kosið var í hæjarstjórn á Akureyri i gær og höfðu komið fram 6 listar. Úrslit urðu þessi: Sjálfstæðisflokkurinn . . . 410 Kommúnistar ............... 406 Framsóknarfl............ 377 Listi Jóns Sveinssonar.... 355 Jafnaðarmenn ............ 210 Iðnaðarmannalistinn . . . 154 (Árið 1930 var að eins um 3 lista að velja. Listi sjálfstæðis- manna fekk 620 atkv. og kom að 5 bæjarfulltrúum, vcrka- menn fengu 488 atkv. og komu að þremur og framsóknarmenn fengu 400 atkvæði og komu að 3. — Kommúnistar og jafnaðar- menn liafa enn 3 sæti sameigin- lega, en framsókn liefir mist 1 sæti. — Rauðu flokkamir hafa . J)vi að eins fcngið 5 sæti af 11, I en liöfðu 6 af 11 áður. Kosning I þessi ber því, J)rátt fyrir })að, að | sjálfslæðismenn slóðu ekki all- | atkv. 3 bæjarfulltrua. __ 0 —— __ 2 ________ __ 2 — — 1 --------- — 1 — ir að sama lisla, vott um mik- ið og vaxandi fylgi Sjálfstæðis- flokksins á Akm*eyri. Munu að kalla einvörðungu sjálfstæðis- menn hafa kosið lista Jóns Sveinssonar, en menn af öllum flokkum iðnaðarmannalistann. — Brynleifur Tohíasson var clslur á lista frainsóknarmanna, en svo margir Jieirra, cr listann kusu, strikuðu hann út, að hann náði ekki kosningu. Vilhjálmur Þór var annar maður á listan- um). Ógurlegir landskj álft ar á Indlandi. 10.000 menn farast. Heil liérud leggjast í auðn, Flóð valda feikna tlónl Caleulta, 17. jan. United Press. — FB. Flogið liefir verið yfir svæði J)að, sem tjón hefir orðið á af völdum landskjálfta, aðallega Muzaffaporc-svæðið. Land- skjálftarnir gerðu mcstan usla í gær. Fullvíst er talið, að 8,000— 10,000 manns hafi farisl af völdum })eirra. — Stærsti kipp- urinn stóð yfir i 8 mínútur og lagði í rúslir fjölda J)orpa og lærga í Punjab, Bengal og Mið- Indlandi. Mikil fíóð liafa komið í Binarhéraði, J)ar sem öll þorp og bæir liafa gersamlega sópast burtu, en mikill liluti íbúanna farist. \ Útvarpsumræður um bæjarmál fara enn fram i kveld, og er þar með lokið að þessu sinni. 1 gærkveldi töluðu J)eir Jakob Möller og' Guðmund- ur Ásbjörnsson af hálfu Sjálf- stæðisflokksins og tætlu sund- ur blekkingavef og þvætling þeirra Stefán Jóhánns, Her- manns, Jónasar og annara and- stæðinga. — Þólti frammistaða „rauðbða“ öll hin aumlegasta og samboðin málstaðnum. -— Vonleysi rauða liðsins vcx nú með degi hverjum og vita Jxúr ekki hvað til bragðs skuli taka. Þeir ætluðu að fara leynt með þá ráðagerð sina, að Jónas frá Hriflu skyldi verða borgar- stjóri í Reykjavik, ef J)eim yrði sigurs auðið. — En fregn um þetta siaðist þó út meðal kjós- anda og leist þeim ekki á blik- una. Margt höfðu þeir orðið að sætta sig við af hálfu forsprakk- anna, en Jætta ætluðu Jæir ekki að láta bjóða sér. Og nú er talið, að fylgið lirynji af „i-auðliðum“ daglega. Fer það mjög að von- um, þvi að J)að verður óhjá- kvæmilega „bani flokks og manns“, er til lengdar lætur, að beita Jónasi fvrir hið pólitíska æki. Veðrið í morgun: Hiti i Reykjavik 3 stig', ísaíirði 1, Akureyri 5. Seyðisfiröi .-— 2. Vestmannaeyjum 1. Grimsey — 1. Stvkkishólmi — 1. Blönduósi — 7, Hólum í Hornafiröi — 1, Grinda- vík 1, Færeyjtun 5, Julianehaab — 12, Jan Mayen — 7, Angmagsalik -- 14. Mestur hiti hér í gær 3 stig, minstur o. — Yfirlit: LægS milli íslands og Skotlands á hreyfingu norðaustur eftir. Horfur: SuSvest- urland: Allhvass á norðaustan. Víðast úrkomulaust. íFaxaflói, Breiðafjörður: Austankaldi 1 dag, en stinningskaldi á norðaustan í nótt. Úrkomulaust. Vestfirðir, NorSurland: Austan og sí'ðar norS- austanátt, allhvass í nótt. Elja- gangur. Norðausturland, Austfirð- ir: Vaxandi austan og norðaustan- átt. Snjókoma eða slydda. SuS- austurland: Allhvass austan og' norSaustan. Snjókoma eða slydda. Rafmagnsverðið. A fundi bæjarráðs 12. þ. m. var lagt fram bréf frá rafmagnsstjóra vjSvíkjandi gjaldskrá rafmagns- veitunnar. en borgarstjóri hafðí faliö rafmagnsstjóra að gera til- lögur um ])etta. Var gefið fvrir- heit um það. er ákveðið var aS stækka ElliSaárstöSina að lækka rafmagnsverSið eitthvaS. Á bæjar- ráSsfundinum var samþykt tillaga frá Jakob Möller um að fela raf- mágnsstjóra að gera senr fyrst tillögur um breytingar á gjald- skránni. Aflasölur. Tryggvi gamli hefir selt 2000 körfur ísfiskjar í Grimsby fyrir 1637 stpd. og Belgaum 1700 körf- ur, einnig í Grimsbv, fyrir 1629 st[>d. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.