Vísir - 18.02.1934, Side 3
llIIB8gKIIKIBBIIIIIIIIIHIIIIBI!!BI!lll€llII9IIIIIll!llllllIIIEII8iailliiKIIIKlHHIKIIIí
Dagar koma!
Dagatal í bókarformi og á spjaldi, með ýmist bundnu
eða óbundnu máli, sérskilið fyrir hvern dag og getið
fæðingardaga merkismanna og helstu viðburða.
lotið tækifærið áðor en upplagíð selst.
Fæst í Ollnm bðkaverslonnm bæjarins.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiin;
iblaíSinu Skandinaven, sem kemur
út í Chicago meS deildum í
Minneapolis og St. Paul, var birt
laust fyrir jólin hin norska þý'ð-
ing Becks á smásögunni „Góö
bo8“ eftir Einar H. Kvaran.
(FB.).
Sumamámskeið
í ensku verður haldiö í „The
City of London College" dagana
23. júlí til 11. ágúst í sumar. —
Stofnun sú, sem hér er um að ræöa
ei verslunarháskóli, sem vanalega
hefir um 3000 nemendur. Skólinn
var stofnaður 1848 og nýtur mik-
ils álits. — Sumarnámskeiöin eru
einkanlega hentug fyrir þá, scm
nota vilja sumarleyfi sín til þess I
aö fullkomna sig í ensku og eru
því mikið sótt. í sambandi við
framannefnt námskeiö er ráögerð
ferö um Suður-England, nemend- 1
um til fróðleiks og skemtunar. —•
Umsóknir sendist til „The Secret-
ary, City of London College,
Ropemaker street, London, E,. C.
2.“ (FB.).
Es. Selfoss
kom frá útlöndum í gær.
Slysavarnafélagið.
AÖalfundur félagsins verður
haldinn í Kaupþingssalnum í dag
og hefst kl. y/2 e. h.
Skautafélag Reykjavíkur
hélt aðalfund nýlega. Nú skipa
stjórn félagsins: Kjartan Ólafsson
brunavörður, formaður, Karl Ólafs-
son ljósmyndari, gjaldkeri, KonráS
Gíslason verslunarma'ður, ritari, og
me'ðstjórnendur: Laufey Einars-
<Ióttir og Stefán Stephensen. Þeir,
sem óska að ganga í félagið, eru
beðnir að snúa sér til Karls Ólafs-
sonar ljósmyndara, Aðalstræti 8,
uppi.
Gamla Bíó
sýnir þessi kveldin við góða að-
sókn danska talmynd, sem köllu'S
er „5 kátar stelpur“. Aðalhlutverk
-eru leikin af Frederik Jensen, Ka-
rina Bell o. fl.
Nýja Bíó
sýnir þessi kvöldin hina ágætu
sænsku kvikmynd „Vermlending-
amir“, sem talin er langbesta tal-
myndin, sem tekin hefir verið í Sví-
þjóS til þessa. Er myndin gercS eftir
alkunnu leikriti samnefndu, og seg-
ir frá elskendum, sem ekki fá atS
njótast fyrir þröngsýni og fordóm-
um aíSstandendanna. Hlutverk þessi
eru leikin af tveimur ungum leik-
endum, Anna-Lisa Ericson og Gösta
Kjellerz, en auk þeirra leika í
myndinni ýmsir frægir leikendur
sænskir, t. d. Ivan Hedquist. Mynd-
in er tekin í einu fegursta héraði
Svíþjóðar og er ágæt þjóðlýsing,
það sem hún nær. Hún er leikin
á sænsku og málið vel skýrt. Á
sýningunum kl. 9 verður einnig lif-
andi fréttablað, með myndum frá
GúmmístimpUr
eru búnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.
íslensku vikunni í Stokkhólmi.
„Vermlendingamir“ verða elcld
sýndir nema nokkur kveld, því að
myndin verður að sendast utan í
miðri þessari viku.
Garð-, Leiru- og MiSnesingamót
verður haldið i K. R.-húsinu
laugardaginn 24. þ. m. Sjá augl.
MatreiðslunámskeiS
auglýsir Soffia Skúladóttir í
blaðinu i dag.
St. Æskan nr. 1.
Dansleik heldur stúkan í kvöld
kl. 9, fyrir fullorðna félaga sína.
Kl. 3 í dag er skemtifundur fyrir
alla félaga stúkunnar.
HjálpræSisherinn.
Samkomur í dag: Helgunarsam-
koma kl. n árd. Sunnudagaskóli kl.
2. Lofgerðarsamkoma kl. 4. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 8. Adj. Molin og
frú stjórna. Lúðra- og strengja-
sveitin aðstoða.
Allir velkomnir!
HeimatrúboS leikmanna,
Samkomur i dag: Kl. 10 f. h.
bænasamkoma; kl. 2 e. h. barnasam-
koma; kl. 8 e. h. almenn samkoma.
Allir velkomnir!
Bethania.
Vakningavikan hyrjar í kvöld.
Sainkoma kl. 8 y2. Ræðumaður
Steingrimur Benediktsson. Blandað
kór syngur. Allir velkomnir. Smá-
nteyjadeildin kl. 4.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Visi: 20 kr. frá konu úr
Ölfusinu.
Áheit á barnaheimilið VorblómiS
(Happakrossinn), afhent Vísi: 2
kr. frá O. K. B.
Til bágstöddu hjónanna,
afhent Visi: 5 kr. frá stúlku.
Útvarpið í dag.
10.00: Enskukensla. 10.40: Veð-
urfregnir. 14.00: Messa í fríkirkj-
unni (sira Benjamín Kristjánsson),
15.00: Miðdegisútvarp: 15.30: Er-
indi: Hið ráðandi kyn (Ragnar E.
j Kvaran). 18.45: Bamatími (sira
Friðrik Hallgrimsson). 19,10: Veð-
I urfregnir. 19.20: Tilkynningar. —
Tónleikar. 19.30: Tónleikar
(Lúðrasveit Reykjavikur). 20.00:
Klukkusláttur. Fréttir. 20.30: Er-
indi: Frá Indlandi, II. (frú Kristíu
Matthiasson). 21.10: Grammófón-
tónleikar: Beethoven: Symphonía
tir. 9. Dandslög til kl. 24.
___VlSIR
Símskeyti
Madrid 17. febr.
United Press. — FB.
Verkfalli lokið.
Verkfallinu í byggingariðnaðin-
um er nú lokið. Ríkisstjórnin miðl-
aði málum í deilunni og hafa at-
vinnurekendur og verkamenn skrif-
að undir nýja samninga. Búist er
við, að vinna hefjist á ný næstkom-
andi mánudag.
Prag 17. febr.
United Press. — FB.
Frá Tékkóslóvakíu.
Lögin, sem lækka gullverð gjald-
eyrisins um einn sjötta, gengu í
gildi i dag.
Vínarborg 17. febr.
United Press. — FB.
Frá Austurríki.
Alt með kyrrum kjörum.
Herlög feld úr gildi.
Alger kyrð virðist komin á hvar-
vetna í landinu, vinna er hafin á
ný, og venjuleg viðskifti. Herlög
hafa verið feld úr gildi í Tyrol
og Salzburg.
Útvappsfréttip.
Kalundborg i gær. FÚ.
Árekstur á sjó.
Tveir spænskir togarar rákust á
i Biscaya-flóa, og fórust 12 manns
við áreksturinn.
London 17. febr. FÚ.
Páfinn og þýska stjórnin.
Samningatilraunir milli Vati-
kansins og þýsku rikisstjórn-
arinnar, hafa nú farið út um þúf-
ur. Er sagt í frétt frá Vatikaninu
seint i gær, að frá sjónarmiði ka-
þólsku kirkjunnar gæti um of heið-
inna strauma í hinu nýja Þýzka-
landi, og að stefna stjórnarinnar
virðist sú, að móta kirkjuna eftir
nazistiskum hugsunarhætti, og naz-
istiskri stefnuskrá.
London 17. febr. FÚ.
Breska iðnsýningin opnuð.
í dag verður breska vörusýning-
in opnuð, og verður hún að öllu
leyti fullkomnari en fyrri sýningar,
og gefur þar að líta allar síðustu
nýjungar í öllum framleiðslugrein-
uin Bretlands. Hefir nú verið ætl-
að meira rúm til vörusýninga en
áður.
Athagnnarefai.
—s—
Eg hefi séö um þaö getið i frétt-
um frá Englandi, sem birtar hafa
verið í blöðunum hér, bæöi nýlega
og, aö eg held, tvisvar áöur á und-
angengnum kreppuárum, að bóka-
útgáfa hafi aukist i Bretlandi þrátt
fyrir kreppuna og aö lestur bóka
sé mjög að aukast þar í landi. Þetta
finst mér vera eftirtektarvert, á
tímum, þegar mikill barlómur
heyrist og fjöldi manna telur heim-
inn fara versnandi. Nú er sagt frá
þvi i þessum fréttum, auk þess,
sem aö framan var getið, að eftir-
spurnin eftir góöum bókum sé aö
aukast. Einnig verður að telja þaö
gott timanna tákn. Þegar eg var
að lesa þetta fór eg að hugsa um
það, að sennilega væri ekki ósvip-
að ástatt hér og í Bretlandi, að
því er bókaútgáfuna snertir, að
því leyti, að aldrei mun hafa ver-
ið meira gefið út af bókum hér en
á s. 1. ári, sem sannarlega verður
að teljast kreppuár, því enn er
kreppan hjá oss, þótt eitthvað sé
kannske farið aö skána. — En
skyldi nú vera hægt að segja hið
sama um oss og Breta, að eftir-
spurnin eftir góðum bókum sé að
aukast? Því fer víst áreiðanlega
íjarri. Og ekki bendir það til þess,
að svo sé, að fullyrt er af kunn-
ugum mönnum, að í fjölda mörg-
um lestrarfélögum út um land séu
keyptar mjög Jíélegar bækur og i
sumum nálega einvörðungu léleg-
ar bækur. Er því mikil þörf á,
að alt sé gert, sem unt er, af
tímaritum, blöðum og útvarpinu,
aö hvetja inenn til þess, að kaupa
góðu bækurnar, reyna að vekja
smekkvisi manna í þeim efnum.
Að sjálfsögðu ber aö viðurkenna,
að margir góðir inenn, sem um
bækur geta opinberlega, benda
hispurslaust og með rökum á
smekkleysur og aðra galla, en! það
þarf að gera rneira að því, að efla
útbreiðslu góðra bóka og útrýma
ruslinu. — í sambandi við þetta
finst mér ekki úr vegi að drepa
á eitt atriði í sambandi við bóka-
útgáfu hér á landi, sein eg tel aö
beri að bæta úr. Hér tíðkast það
ekki — er a. m. k. sjaldgæft —
að. prentað sé á bókina i hve stóru
upplagi hún er gefin út, eins og
siður er kunnra forlaga erlendis.
í raun og veru gefur það algerlega
skakkar hugmyndir um vinsældir
bóka og útbreiðslu, ef þetta er ekki
gert, og getur vilt seinni tíma
menn, er athuganir gera á þessu
sviði. Meðan þetta helst, að ekki
er prentað á bækurnar í hve stóru
upplagi þær eru prentaðar, fær og
almenningur alveg skakkar hug-
myndir um útbreiðslu bókanna,
bók er t. d. gefin út í litlu upplagi,
og kemur bráðlega aftur í annari
útgáfu. Ef til vill var fyrsta út-
gáfan prentuö í upplagi, sem að-
eins var 300 eða 500 eintök, og
2. upplag ef til vill engu stærra.
Önnur bók kemur út i stóru upp-
lagi 1500—3000 og' er vitanlega
allmörg ár að seljast. Hún kann
að hafa selst betur en einhver
þeirra bóka, sem prentuð er tvisv-
ar í litlu upplagi, en almenningur
telur eðlilega höfund hinnar bók-
arinnar sem kom út í tveimur upp-
lögum hafa fengið betri undir-
tektir hjá þjóðinni, sem er skiljan-
leg ályktun, en ramskökk.
Með því að prenta á eintak
hverrar bókar eintakafjöldaim ætti
að vera komið í veg fyrir þetta.
Og mér finst sannast að segja, að
það hafi margt óþarfara verið sett
í lög en ákvæði um þetta.
Bókamaður.
London, 1. febr. — FB.
Breska iðnsýningin.
Þáttlakan i bresku iðnsýning-
unni sem árlega er haldin i
febrúar og mars, verður án efa
betur sótt i ár en nokkuru sinni.
Sýningin er lialdin í Olympia
og 'White City i London og
Broomwiclikastala í Birming-
ham. Þeir, sem hafa skipulagt
sýninguna, gera sér hetri vonir
um árangurinn nú en nokkuru
sinni þau undanfarin 20 ár, sem
hún hefir veriS haldin. Árið
1915 voru sýningarborSin í
Agricultural Hall fimin mílur
enskar á lengd, en nú 32 mílur,
Gólfflötur sýningarskálanna er
aS þessu sinni yfir 30 ekrur
lands. Sýningargestir frá 22
rikjum á meginlandi Evrópu
njóta sérstakra ívilnana um far-
gjöld, til þess aS komast á sýn-
inguna og heim aftur. Er nú
búist viS fleiri erlendum sýn-
ingargestum en nokkuru sinni.
F.U.M
G
1 dag:
Kl. 1VÍ>: Y.D.-drengir 10-14 ára.
Kl. 3: V.D.-drengir 7-10 ára.
Ivl. 8V2: U.D.-piltar 14-17 ára.
Viðgerðarverkstæðið, Laufás-
vegi 25, kemiskhreinsar, press-
ar, þurhreinsar og gerir við
dömu og herrafatnað og hreyt-
ir, ef óskaS er. Elsta kemiska
lireinsunar- og viSgerSarværk-
stæSiS. Rydelsborg. Sími 3510.
. (390
Krá Ástpalíu.
Itliaca, N. Y., 12. febr.
United Press. — FB.
Eins og kunnugt er fór krepp-
unnar aS gæta fyr í Ástraliu en
flestum öSrum löndum lieims,
en þar gætir nú mikils viSskifta-
hata, aS þvi er dr. D. B. Cop-
land, prófessor i verslunarfræð-
um við háskólann í Melbourne,
sagði i fyrirlestri sem hann
hélt hér nýlega.
Dr. Copland var fjárhags- og
viðskiftamálaráðunautur ástr-
ölsku ríkisst j órnarinnar kreppu-
árin og einnig ráðunautur
sendinefndar Ástralíu á fjár-
hags og viðskiftamálaráðstefn-
unni, sem haldin var i London.
„Við byrj uðum ekki tveimur
árum of seint,“ sagði dr. Cop-
land, „eins og sumar aðrar
þjóðir að fella gjaldeyrinn í
verði. SíSan hafa útflutningar
aukist og liagur ríkis og al-
mennings batnað. Verð á út-
flutningsafurðum er nú að eins
25% fyrir neðan verð á vöru-
tegundum 1928. Lánstraust
Ástralíu hefir aukist og banka-
innstæður vaxið svo, að þær eru
nú meiri en nokkuru sinni fyrir
kreppuna. Ríkistekjurnar hafa
mjög aukist, en útgjöld ríkisins
ekki. Og i okt. s. 1. var hægt að
gera ráðstafanir til þess að
lækka skattbyrðina að mun.“
Norskar
loftskeytafregnir.
Oslo, 15. febr.
NRP.-FB.
Þýskir togarar farast.
Þýski togarinn Bonn frá Cux-
haven sökk á mánudagskveld á
Viking-fiskimiðunum i Noröursjó,
þar sem hann var aö veiöum. —
Einnig óttast menn um þýska tog-
arann Roland frá Wesermunde. Þ.
30. janúar var togarinn milli Senja
og Andenes. Hefir ekkert spurst til
hans síðan.
Þegar rússneski ísbrjóturinn fórst.
Frá Moskwa er símað, aö ís-
brjóturinn Kap. Tjeljuskin haft
farist í ísnum skamt frá Wrangel-
eyju fyrir norÖán Síbiríustrend-
ur. Áhöfnin komst klaklaust út á
ísinn, en einn skipverja lést af
slysförum.
Skiptapi.
Eimskip (nafnið vantar) frá
Alasundi, 1000 smál., lagöi af staö
áleiöis til Englands á fimtudag i
fyrri viku. Hefir ekki spurst til
þess. Skipiö hefir ekki loftskeyta-
tæki. Á því var 14 manna áhöfn.
Fárviöri hefir geisað á Noröur-
sjónum.