Vísir - 18.02.1934, Blaðsíða 4
VlSIR
WINCHESTER
„RANGER“ haglaskot
eru best --
og ódýrust.
Sportvöruhús
Reykjavíkur.
Islendinpar!
Neytið íslensku fæðunnar.
Steinbítsriklingur, valinn.
Lúðuriklingur.
Harðfiskur, beinlaus.
Freðýsa.
Saltfiskur, pressaður.
Hákarl.
Hvalur, Síld.
Alt eru þetta góðar og girni-
legar vörur.---
Páll Halibjðrns.
Simi 3448. Laugaveg 55.
Oslo 17. febr. FB.
Réttindi kvenna til embætta.
Óðalsþingið samþykti með 6o at-
kv. gegn 49, tillögur meiri hluta
dómsmálan. um réttindi kvenna
til ráðherraembætta, og prestsem-
bætta í þjóðkirkjunni. Með tillög-
unum greiddu atkvæði verkalýðs-
þingmenn og nokkurir þingmenn úr
vinstri og hægri flokkunum og rót-
tæka þjóðflokknum. — Óvíst er,
hverjar undirtektir málið fær í Lög-
þinginu.
Kunnur norskur rithöfundur látinn.
Ivar Mortensen, fyrv. sóknar-
prestur, er nýlega látinn. Ilann var
kunnur rithöfundur og skrifaði á
landsmáli.
Skipstrand.
Eimskipið Canis, eign Björgvinj-
argufuskipafélagsins, kendi grunns
í nótt við Oddekalven fyrir sunn-
an Florö. Björgunarbáturinn Her-
kúles er lagður af stað frá Bergen
áleiðis á strandstaðinn.
Tjón af ofviðri.
Fárviðri hefir valdið tjóni á
tnannvirkjum í Valladal á Sunn-
mæri. í gær svifti stormhryðja húsi
af grunninum og valt húsið niður
bratta hlið.
20 stk -1-25
TEOFANI
Cicjðtrettum
er ötltötf liförvdi
Allur fjöldinn af bíla- og báta-
mótoraverksmiðjum notar AC
kerti í vélarnar í upphafi. Það
er vegna þess, að ekki er völ á
ábyggilegri kertum og ending-
arbetri. —
Endurnýið með AC, svo vélin
gangi vel og sé bensínspör. —
Allar mögulegar gerðir oftast
fyrirliggjandi og verð mjög hóf-
legt. — AC kertin eru búin til
hjá General Motors, eftir allra
fullkomnustu aðferð er þekkist.
54 SI2B
«Fóh. Ólafsson & Co.
Hverfisgötu 18, Reykjavik.
Aöalfandnr
Slysavarnafélags íslands
Þegar kaup-
menn segja, að
Efnagerðar-
soyan líki af-
bragðs-vel, og
sé mjög vinsæl,
þá verða þessi
ummæli að
skoðast sem
bergmál við-
skiftavina
þeirra, og hin
bestu meðmæli.
H.f. Efnagerð Reykjavíkur
Húsmæður.
Kaupið
AXA
haframjölið
Það er gott
og
nærandi.
Framleitt
undir lækn-
iseftirliti.
VfSIS KAFFIÐ
gerir alla glaða.
verður baldinn í kaupþingssalnum í dag kl. 3*4 síðdegis.
DAGSKRÁ:
1. Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins tii sam-
þyktar.
3. Kosnir 5 menn í stjórn til tveggja ára og 5 til vara. Enn-
fremur kosnir tveir endurskoðendur til tveggja ára og tveir
til vara.
4. Tekin ákvörðun um byggingu björgunarskútu fyrir Faxa-
flóa.
5. Ýms önnur mál er upp verða borin.
STJÖRNIN.
Nýju bæknpnar:
Sögur frá ýmsum Iöndum, n. bindi, ib. 10,00.
Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17,50 og 22,00.
Sögur handa börnum og unglingum, III. bindi, ib. 2,50.
Egils saga Skallagrimssonar, útg. Fomritafélagsins, ib. 15,00,
Btikaverslnn Sigf. Eymnrdssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34.
| KAUPSKAPUR
Nokkrir tilbúnir kvenfatnað-
ir til sölu með verksmiðjuverði.
Skólavörðustíg 16 (portið). —
(329
Tófuskiun óskast keypt. —
A. v. á. : (328
Mótorhjól óskast. — Tilboð,
merkt: „Mótorhjól",. liggist inn
á afgr. Vísis. (326
Athugið: Hattar, karlmanna-
fatnaðarvörur, og liattaviðgerð-
ir, best og ódýrast. Ivarlmanna-
hattabúðinni, Haínarstræti 18,
(325
Hús, stór og smá, hefi eg tiJ
sölu. Einnig nýbýli í Mosfells-
sveit og laxveiðijörð í Árnes-
sýslu. Eignaskifti geta komið til
greina. Tek hús i umboðssölu,
Pétur Jakobsson, Kárastíg 12.
Sími 4492. (321
Haraldur Sveinbjarnarson
selur ódýrar hjólhcstalugtir,
nýjasta patent. (317
VINNA I
Fullorðin, glaðlýnd stúlka
óskast *sem fyrst, m. a. til að
lesa part úr degi íslensku og
a. m. k. dönsku fyrir lasinn
mann. Tilboð, merkl: „Lestur“.
sendist afgr. Vísis. (322
Tek að mér fjölritun og vél-
ritun skjala, einnig allskonar
lögfræðilega skjalagerð. Pétur
Jakobsson, Kárastig 12. (208
Vegna veikinda vantar inni-
stúlku til O. Ellingsen, Stýri-
inannastíg 10.
HÚSNÆÐI
Stofa með eldunarplássi til
leigu. Uppl. Óðinsgötu 20A. (324
Upphituð herbergi fást fyrir
ferðamenn, ódýrast á Hverfis-
götu 32. (1153-
TAPAÐ-FUNDIð'11^
Silfurbúinn tóbaksbaukur
tapaðist i austurbænum i gær.
Skilist á Bjarnarstíg 5. (327
Frakki, blágrár, tapaðist i
Hressingarskálanum i gær. -—
Skilist á afgr. Vísis. (323
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
MUNAÐARLEYSINGI.
Helen tók nú að spyrja mig um fólk það, er eg hafði
minst á og eg var meira en fús til þess, að lýsa fyrir henni
raunura mínum og öllu þvi andstreymi, sem eg hafði átt
við að búa.
'Helen hlustaði á mig rólega, þar til eg hafði lokið
máli minu. Því næst þagði eg stundarkorn og vænti þess
fastlega, að hún mundi taka til máls og lýsa samúð sinni
tneð mér og þjáningum mínum. En það brást. Hún mælti
ekki orS frá vörum.
„Nú, — nú — hvað segirðu ?“ spurði eg næsta óþolin-
móð. „Finst þér ekki frú Reed vera vond kona? Reglu-
leg ókind?“
„Hún hefir verið þér óvinsamleg — það er alveg satt.
En hvernig í ósköpunum geturðu munað öll þessi smá-
atriði svona glögt? Það er auðséð, að ranglætið, sem
hún auðsýndi þér, hefir valdið miklum sársauka og haft
mikil áhrif á þig! Heldurðu ekki, að þér liði betur, ef
]nt gleymdir kuldanum og ranglætinu? Þú yrðir áreið-
anlega hamingjusamari, ef þú reyndir það. Lífið er svo
stutt. Viö megum ekki eyða því í það að magna með
okkur óvild og hatur til annara. — Frelsarinn gaf okltur
fagurt dæmi til eftirbreytni, meðan hann dvaldist hér á
jörðunni. Við skulum reyna að breyta, eins og hann
bauð okkur?“
Eg starði undrandi á þessa hálf-vöxnu stúlku. Mér
þótti þessar skoðanir furðulegar. Eg hafði aldrei heyrt
neinii halda þeim fram. Eg ætlaði að heíja máls á ný
og spyrja Helenu um það, við hvað hún ætti, og láta
hana útlista skoðanir sínar. En í þeim svifum kom ein
af stóru stúlkunum til okkar og mælti ströngum rómi:
„Eg kæri þig fyrir ungfrú Scatcherd, ef þú lætur ekki
hækurnar þínar á sinn stað tafarlaust.“
Helen Bruns andvarpaði þungan og reis á fætur. Þvi
næst gerði hún tafarlausl) það, sem fyrir hana hafði ver-
iö lagt,
VII.
Þeir voru lengi að liða fyrstu mánuðirnir, er eg dvald-
ist í Lowood. Eg var óvön hinum föstu skorðum skóla-
lífsins og barðist dag hvern dyggilega við það, að reyna
að venjast reglunum og halda þær.
í jánúar, febrúar og framan af marsmánuði var snjóa-
samt og miklir skaflar í garðinum. Sí'Öla í marsmánuði
tók að hlána. Þá var krap-elgur og mikil ófærð úti fyrir.
En þrátt fyrir það var til þess ætlast, allan þennan
tíma, að við hefðumst við úti eina klukkustund á dag.
Kuldinn var mikill og fötin okkar voru ekki þannig
gerð, að þau gæti skýlt okkur fyrir honuin. Við áttum
ekki stígvél og snjórinn komst ofan i skóna okkar. Við
höfðum frostbólgu og kuldapolla bæði á höndum og
fótum. Og hungrið kvaldi okkur engu minna en kuld-
inn. Matarskamtur sá, sem okkur var ætlaður, var hvergi
nærri nógur. Auk þess sátu stærri telpurnar urn það,
er tækifæri gafst, að kúga okkur, sem minni vorum til
þess, að láta af höndum nokkuð af mat okkar, þó að hann
væri numinn við nögl og allsendis ónógur.
Á sunnudögum var líðan okkar verst. Stjórnandi skól-
ans messaði í Brocklehurst-kirkju, en þangað var tveggja
mílna gangur, og okkur var ætlað að sækja kirkju á
hverjum sunnudegi. Okkur var kalt þegar við lögðum
af stað og loppnar og skjálfandi af kulda komum við
til kirkjunnar, rétt aðeins nógu snemma til þess, að hlýða
morgunmessu. Sökum vegalengdarinnar gátum við ekki
farið heim til miðdegisverðar. Okkur var því úthlutað
nokkuru af brauði og mjólk við kirkjuna. En svo var
það illa og naumlega útilátið, að við vorurn jafnsvangar
eftir sent áÖur. Því næst urðum við að bíða, annað hvort
úti fyrir eða í kirkjunni, þartil er hádegismessan færi
fram.
Þegar halda skyldi heim, var jafnan orðið áliðið dags.
Á veginum var hvergi skjól af skógi eða hæðum, og is-
kaldur vindurinn næddi um okkur. Var oft svo nístandi
kalt, að okkur þótti sem við værum stungnar í sífellu
með ísnálum.
Ungfrú Temple reyndist okkur hið besta í kirkju-
ferðunum. Hún reyndi að hughreysta. okkur og stappa.